Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. ágúst 2001 Fréttir r Sr. Kristján Björnsson skrifar: Sjálfslæði, þjóð- sönaur og Faðir vor Síðustu daga hef ég fengið óvenjuleg viðbrögð við hugvekju sem ég flutti við setningu þjóðhátíðar föstudaginn 3. ágúst sl. Vegna athugasemda og aðdróttana frá örfáum sóknarbörnum mínum og einstaka gestum á þjóð- hátíð, þ.á.m. frá virðulegum alþingis- manni, verð ég að fá að gera grein fyrir upphafsorðum í ræðunni þennan dag. í iyrsta lagi verður aldrei allt sagt í einni prédikun. I öðru lagi er prédikun mín þess eðlis að þótt ég vísi til sögulegra atvika eða þekktra stað- reynda, hef ég kappkostað að tala ekki niður til fólks með einfeldningslegum útskýringum. Eg geng t.d. út frá því að fólk hafi lágmarksþekkingu á helstu atvikum íslandssögunnar eins og þegar ég ritaði áðumefnda ræðu og lék mér að ártalinu 1874. Inngangurinn átti að vekja fólk til umhugsunar og erta hlustirnar áður en komið var að stuttu meginmálinu. Til glöggvunar birti ég hér að neðan hluta af því sem ég sagði í Herjólfsdal um sjálfstæði og annað sem tengist þessu ártali. Aðdróttanimar hafa efnislega verið í þá veru að ég kunni ekki sögu sjálfstæðisbaráttunnar og hafi ruglast varðandi stofnun lýðveldisins árið 1944. Samkvæmt þessum athugasemdum hafa menn einblínt á 1944 h'kt og sjálfstæði þjóðarinnar hafi fallið ofan af himnum það ár norður á íslandi, svona eins og skyndibiti eða fljótbúinn örbylgjuréttur. Arið 1874 fengum við mjög rnikið sjálfstæði frá Dönum með stjórnarskrá og mikilli stjórn í eigin málefnum íslands, m.a. takmarkað löggjafarvald Alþingis. Eg hirti ekki um að rekja það í stuttri ræðu í hveiju mér finnst þetta felast í smáatriðum, heldur nefndi þetta sem dæmi um mikilvægi ársins 1874. Að nn'num dómi hefst endurreisn Islands úr öskustó undirokunar m.a. með þeim mikla sigri sem vannst árið 1874 til sjálfstæðis. Það sem fylgdi og vannst síðar byggði á því sjálfstæði sem vannst þá og þeim sigrum sem áður höfðu unnist. Auðvitað höldum við mest upp á skrefin sem síðar voru stigin til fullveldis árið 1918 og enn síðar með stofnun lýðveldisins árið 1944 vegna þess að þau náðu lengra. Þau ártöl voru bara ekki til um- íjöllunar á föstudag. En ég gæti talið margt sem ég tel bera vott um vaxandi sjálfstæði á 19. og 20. öld og farið svolítið fram og aftur í sögunni. Læt ég samt nægja að nefna endurreisn Alþingis, þjóðfundinn, heimastjómina, stofnun Háskóla íslands og stofnun lykilembætta á landsvísu hér heima. Þetta er ntikil saga og felast í henni mörg umfjöll- unarefni. Sem betur fer hafa menn ennþá skoðun á þessu og hinu sem gerðist í langri sögu sjálfstæðis- baráttunnar. Vona ég að rnenn komist almennt upp úr bamaskólabókunum þegar einstaka þætti baráttunnar ber á góma eða þegar tæpt er á sögulegum atvikum til ántinningar og uppriljunar í ljósi þess, sem gerist á líðandi stund. Hér kemur þessi untræddi kafli: „Eg óska ykkur árs og friðar á þessum nterku tímamótum, að þjóð- hátíð er sett með formlegum hætti eitt ár enn. 127 ámm frá því hún var fyrst haldin hátíðleg árið 1874. Þá var tilefnið mjög merkilegt og við fengum sjálfstæði frá Dönum, stjómarskrá og Vegna athugasemda og aðdróttana frá örfáum sóknarbömum mínum og einstaka gestum á þjóðhátíð, þ.á.m. frá virðulegum alþingismanni, verð ég að fá að gera grein fyrir upphafsorðum í ræðunni þennan dag. í fyrsta lagi verður aldrei allt sagt í einni prédikun. í öðm lagi er prédikun mín þess eðlis að þótt ég vísi til sögulegra atvika eða þekktra staðreynda, hef ég kappkostað að tala ekki niður til fólks með einfeldningslegum útskýringum. Ég geng t.d. út frá því að fólk hafi lágmarksþekkingu á helstu atvikum íslandssögunnar eins og þegar ég ritaði áðumefnda ræðu og lék mér að ártalinu 1874. mynd en við notum. I sumunt ntikilvægum gnskum handritum að Nýja testamenti vantar aftanvið þessi orð: „Því að þitt er rikið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.“ Það segi ég bara til fróðleiks enda tengist það ekki mistökum mínunt á neinn hátt. Það hefur enda verið almennt samþykki fyrir því um aldir að segja bænina þannig að henni Ijúki á dýrðaróði til Guðs föður og orðinu „amen" sent þýðir „sannarlega." Amenið mitt var ekki eftir efninu því bömum og fullorðnum brá óneitanlega í brún við ótímabært framígrip sóknarprestsins. Mér finnst miður ef ég hef sært trúarvitund fólks en hafi það gerst ÁRNI Johnsen kynnir á þjóðhátíð og greinarhöfundur á setningu þjóðhátíðar. þjóðsöng. Matthías Jochumsson, sem orti þennan þjóðsöng, leitaði í Davíðssálmum að innblæstri fyrir hátíðarljóðið sitt og staðnæmdist við 90. sálm Davíðs. „Ó, Guð vors lands og land vors Guðs, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn." Og smáblómið með titrandi tár og þúsund árin og dagur ei meir eru hendingar sem rísa hér upp úr grassverðinum í Dalnum, eins og þegar við sungum í fyrra í brekkusöngnum þennan góða söng þjóðar - söng aldanna." Það hefur greinilega slegið nokkra út af laginu að ég skyldi ekki gefa því einkunn hversu mikið sjálfstæði við hlutum 1874, hvort það var heilmikið, nokkuð mikið eða bara svolítið sjálfstæði. Þjóðsöngurinn Til viðbótar þessu var ég vændur um að fara vitlaust með ártal í sambandi við þjóðsönginn okkar. Til að vera nákvæmur orti sr. Matthías Jochums- son hátíðarljóð sem hét „Lofsöngur í minningu Islands þúsund ára“ árið 1874. Ég taldi óþarft að nefna upphaflegt heiti á þjóðsöngnum, sem heitir í dag „Ó. Guð vors lands", enda vekja „eitt þúsund ár“ hughrif sem ég ætlaði ekki að kalla fram að þessu sinni. Það var gert í ríkum mæli í fyrra og þá var líka samhengið stærra á hátíðarári kristnitökunnar. Mér finnst að prestur þurfi að hvfia stef af þessu tagi í stuttri ræðu og stefna beint að því sem hann telur skipta mestu máli hverju sinni. Hann forðast að dreifa huga áheyrendanna um of. Þjóð- skáldið sr. Matthías orti m.ö.o. Lofsönginn árið 1874, Ijóð, sem löngu síðar var gert að þjóðsöng íslands með lögum. Faðir vor í fullri lengd Fyrir utan þetta vil ég fara orðum um mistök mín við lestur bænar í þessari helgistund. Mér varð heldur betur á í messunni er ég lauk ekki við að leiða þá bæn til enda, sem Jesú frá Nazaret kenndi lærisveinum sínum. Faðir vor kemur oft fyrir í helgihaldi okkar og það verður ekki talið hversu oft kristinn maður fer með þessa góðu bæn um ævina í áheyrn annarra eða einn með sjálfum sér. Það er talin lágmarks þekking í lútherskum sið að hver kristinn maður kunni faðir vorið eins og heyra má af máltækinu: „Að vera fermdur upp á faðir vor.“ Það var lengi lágmarkseinkunn til að fá að fermast, en nú orðið hefur orðatiltækið víðari merkingu sem lágmarkseinkunn f almennri þekkingu og hegðun. Faðir vor er varðveitt í Matteusarguðspjalli 6.9-13, en þar er það í raun f styttri hefur ekki verið minnst á það við mig beint. Það er sannarlega mitt hlutverk að leiða söfnuðinn í bæn til Drottins á eins lýtalausan óg viðeigandi hátt og mér er unnt. Þegar mistök verða eru forréttindi að eiga góð sóknarböm sent gott er að þjóna, sóknarböm sem leggja allt út á besta veg. I mínum huga á það sannarlega við um Eyja- menn. Takk fyrir það. Að lokum vil ég nefna tvennt í sambandi við stuttu bænina á föstudag. Það er merkilegt að mönnum ber ekki alveg saman um það hverju presturinn sleppti. Flestir nefna samt: „eigi leið þú oss í freistni“ af því að þeim fannst það mest áríðandi við upphaf þjóðhátíðar. Aðrir spurðu í kerskni hvort ég væri að slaka eitthvað á kenningunni í tilefni hátíð- arinnar. Svo var ekki. Það er mat mitt að sjaldan hafi fólk verið vakið til meiri umhugsunar um þessa bæn í Faðir vorinu, eins og gerðist þarna óvart. Það var bæn mín alla þjóð- hátíðina að það sem ekki var sagt hafi hrópað hæst og verið letrað á hjörtu þátttakendanna. Hafi bænin um freistingu og vöm gegn illu verið efst í hugum okkar eftir atvikið get ég ekki annað en sagt að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Hans er sannarlega mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Spurt er... Hvernig fannst þér brekku- söngur- inn í ár? Sigmar Þröstur Óskarsson: -Þetta var toppurinn á tilverunni og kall- inn hefur ekki dalað neitt. Bryndís Einarsdóttir: -Frábær, Árni stóð sig stórkostlega. Dagniar Skúladóttir: Frábær eins og alltaf. Þorbjörn Víglundsson: -Bara með afbrigð- unt góður. Sigrún Þorláksdóttir Meiri háttar, ég er búin að vera mjög oft og fannst IVábært hversu vel heppnað þetta var.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.