Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 12
Fréttir 12 Fimmtudagur 19. apn'l 2001 , Beggi í Sóldögg: I einu orði sagt, frábært -Mesti munurinn var róin og spektin sem ríkti í Dalnum, mun meiri læti í Eldborg og óspektir og töluvert yngri krakkar," sagði hann en hljómsveitin lék á báðum stöðum TROÐNINGUR var mikill á stóra pallinum þegar Sóldögg þanndi sig. Bergsveinn Arilíusson eða Beggi söngvarinn í Sóldögg er alveg hiniinlifandi yfir viötökunum á Þjóðhátíð. „Eg man svona í lljótu bragði ekki eftir neinu sem hetur hefði mátt fara, þetta var einu orði sagt frábært". Sóldöggvará Eldborgarhátíðinni á föstudags- kviildinu og spiluðu svo í Herjólfsdal laugardags og sunnudagskvöld og segir hann töluverðan mun á þessum hátíðum. „Mesti munurinn var róin og spektin sem ríkti í Dalnurn, mun meiri læti í Eldborg og óspektir og tiiluvert yngri krakkar," sagði Beggi. Hann var á sinni fjórðu þjóðhátíð og man ekki eftir öðru eins, veðrið liafi verið stórkostlegt allan tímann og undirtektirnar með hljómsveitunum magnaðar. „Eg kíkti upp í brekku í pásunum og fygldist með og það var áberandi hversu glaðlynt fólkið var og við erum þakklátir fyrir að fá að vera á svæðinu þegar svona vel gengur." Veðrið spilar að sjálfsögðu stóran þátt í hversu hljómsveitum gengur vel að ná upp stemmningu og Beggi er á því að veðrið hafi verið eins og annað á hátíðinni, frábært. „Svona veður er örugglega ekki nema á tíu ára fresti á Þjóðhátíð." Beggi segir að laugardagskvöldiö fiafi verið frá hans bæjardyrum skemmtilegra kvöldið, þá hafi stemmningin við sviðið verið einstök, fólk hafi hagaö sér vel og greinilegt að þarna var samankomiö l’ólk til að skenunta sér. „Og eins mun ég seint gleyma undirtcktunum sem við fengum þegar við sungum Þjóðhátíðarlagið eftir brekkusönginn hjá Árna, menn höfðu misjafnar skoðanir á laginu fyrir Þjóðhátíð en ég held að fólk hafi verið sátt við lagið þegar upp er staðið." BEGGI fór mikinn á þjóðhátíðinni. ÞÆR Kristjana og Þuríður Kristín voru sigurvegarar í söngvakeppni barna á þjóðhátíðinni. Þátttakendur voru fimmtíu í söngvakeppni barna sem er orðinn einn af föstu liðunum á Þjóðhátíð Söngvakeppni barna er orðinn einn af föstu liðunum á Þjóðhátíð og í ár voru 50 keppendur í tveimur flokkum. Það eru meðlimir hljómsveitarinnar Dans á rósum sem hafa undir- búninginn á sínum snærum og sam- kvæmt Viktori Ragnarssyni bassa- leikara tókst keppnin mjög vel að þessu sinni. „Það má líka alveg koma fram að þetta er ekki bara að krakkamir hringi inn og skrái sig og mæti svo í keppnina. Við erum að vinna með krökkunum vikuna fyrir Þjóðhátið við æfingar." Viktor segir að þeir félagar séu mjög sáttir með hvernig til tókst, og greinilegt að þessi liður er kominn til að vera. „Fólk er farið að gera sér sérstaka ferð í dalinn til að fylgjast með og mér sýnist hreinlega stefna í að á næsta ári verði að tvískipta keppninni, svo margir eru kepp- endurnir." I llokki átta ára og yngri voru keppendurnir 23 og sigurvegar varð Kristjana Sigurðardóttir sem söng lagið Eg veit þú kemur. I eldri flokknum voru keppendur 27 og það var Þuríður Kristín Sigurðardóttir sem sigraði en hún söng titillag úr söng- leiknum Flashdance sem Verslunar- skóli Islands setti upp. Að vanda voru verðlaunin vegleg og má þar nefna að Landssíminn og Víftlfell leystu alla krakkana út með gjöfum, en sigur- vegararnir fengu m.a. átta þúsund króna inneign hjá Sparisjóðnum, ferðageislaspilara frá BT tölvum og upptökutíma í hljóðverinu Studio Tveir eins, og geta því fengið lagið sitt STRÁKARNIR í Dansi á rósum voru viðloðandi barnadagskránna og gerðu það vel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.