Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 9. ágúst 2001 Þjóðhátíðin 2001 einkenndist af góðu veðri alla hátíðardagana og var einnig mjög gott veður dagana fyi Svona eiga þjóð- hátíðir að vera Þjóðhátíðin 2001 einkenndist af góðu veðri alla hátíðar- dagana, einnig var mjög gott veður dagana fyrir og eftir þjóðhátíð þannig að flutningar á fólki til og frá Eyjum gengu vel. Aætlað er að gestir á þjóð- hátíð hafi verið um 7500 til 8000, heldur minna en t.d. í fyrra en þá var aðsókn með því mesta sem verið hefur. Vest- mannaeyingar hafa lagt mikið upp úr því að þjóðhátíðin sé fjölskylduskemmtun þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Með þetta að leiðar- Ijósi hefur þjóðhátíðarnefnd lagt meiri áherslu á barnaefni sem að þessu sinni var mjög gott. Sennilega var hlutur Arna Johnsens, fyrrum alþingis- manns, það sem athygli flestra beindist að í Ijósi viðburða siðustu vikna. Hann tók þá ákvörðun í samráði við þjóðhá- tíðarnefnd að halda sínu striki sem kynnir hátíðarinnar og að hann sæi um brekkusönginn eins og hann hefur gert síðan árið 1977. Hvorttveggja gekk með ágætum og örugglega hefur Arni aldrei fengið aðrar eins viðtökur og þegar hann hóf upp raust sína á brekku- sviðinu á sunnudagskvöldið. Var engu líkara en þar væri komið nafn úr poppheiminum sem náð hefði að skapa sér nafn á heimsvísu. Föstudagur í þjóðhátíð heilsaði bjartur og fagur og setti það skemmtilegan svip á setningu þjóðhátíðar sem var óvenjulega vel sótt. Heimafólk mætti prúðbúið til setningar eins og verið hefur undanfarnar hátíðir. Setti það ásamt góða veðrinu skemmtilegan svip á athöfnina. Reyndar mátti sjá á sumum að þeir voru farnir að heilsa upp á Bakkus meira en góðu hófi gegnir en þeir voru í miklum minni- hluta. Setningin var hefðbundin með lúðrablæstri, kórsöng og hugvekju Kristjáns Björnssonar sóknarprests, Þór Vilhjálmsson, formaður IBV- íþróttafélags, setti hátíðina og Gunnlaugur Ástgeirsson flutti hátíðarræðuna. Gunnlaugur, sem er borinn og barnfæddur í Eyjum, sonur Ása í Bæ, hældi bæði sjálfum sér og öðrunt Eyjamönnum sem skara fram úr öðrum á flestum sviðum. Eitthvað sem Vestmannaeyingum leiðist ekki að heyra. Þessu stjómaði Ámi Johnsen eins og ekkert hefði í skorist. Næst var á dagskránni barnaefni, íþróttir, galdrakarl, og söngvakeppni. Á kvöldvökunni á brekkusviði, sem hófst klukkan 21.00, var þjóðhá- tíðarlagið, Lífið er yndislegt, frumfiutt. reyndar hefur það heyrst í útvarpi í a.m.k. hálfan mánuð, Olafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari fiutti nokkur lög. Setti það leiðindasvip á skemmtunina þegar flösku var hent í hann. Hann lét það ekki á sig fá og kom aftur fram og lauk við sitt prógram. Gott framlag Eyjamanna Kvöldvökur voru öll kvöldin og meðal atriða sem náðu eyrum fólksins var söngur Eyjamannanna og feðg- anna Guðmundar Þ.B. Olafssonar, Kristleifs og Ólafs. Þóttu þeir standa sig með ágætum, ekki síst í Liverpool- laginu You never walk alone þar sent m 1 i Ker - jW dl JpPJiyj g>jt Wj GESTIR á þjóðhátíð voru til mikillar fyrirmyndar. brekkan söng með þeim einum rómi. Aðrir sem kornu fram á kvöld- vökum voru leikhópur í Versló með atriði úr söngleiknum Wake me up, spm var ágætlega flutt, gnnaramir Örn Árnason og Karl Ágúst Ulfsson stóðu fyrir sínu en Laddi stóð ekki undir væntingum á brekkusviðinu þó krakk- arnir kynnu vel að meta framlag hans til bamadagskrárinnar. Góð bamadagskrá Fréttir fylgdust með bamadagskránni á sunnudaginn sem var undir stjórn hljómsveitarinnar Dans á rósum. Þeir mættu íklæddir trúðsbúningum og stjómuðu af röggsemi og náðu vel til krakkanna. Var ánægjulegt að sjá hljómsveitarmeðlimi leggja metnað í starf sitt því það hefur ekki alltaf þótt par fínt að þjóna blessuðunt börn- unum sem sýndu þama að þau kunnu að ntela framtakið. Barnadagskráin var á Tjarnarsviði en á rneðan voru hljómsveitir að þenja strengi og raddbönd á Brekkusviði fyrir unga fólkið sem er skynsamlegt því börnin fengu fyrir vikið frið með sína dagskrá. Hljómsveitir þjóðhátíðar að þessu sinni voru Land og synir, Sóldögg og í tjöldunum er trallað og sungið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.