Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 9. ágúst 2001 Vildi eyða helgi með Hreimi í Landi og sonum Söngvakeppni barna er orðin einn af föstu liðunum á þjóðhátíð. I ár voru 50 keppendur og sigurvegari í flokki 9- 13 ára er eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Þuríður Kristín Kristleifsdóttir Fæðingardagur og ár? 14. desember 1989. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjum. Fjölskylda? Kristleifur Guðmundsson, Aðalheiður Rut Önundardóttir og Kristleifur, Krisfjana og Tindur Örvar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Söngkona. Hvernig bíl vildirþú helst eiga? Audi. Hver er þinn helsti kostur? Bjartsýn. Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Veit ekki. Uppáhaldsmatur? Kjötsúpa. Versti matur? Buff. Með hvaða aðila vildirþú helst eyða helgi? Hreimi í Landi og Sonum Aðaláhugamál? Handboiti. Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? Árbæ. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? EdgarDavids, Holland. Stundar þú einhverja íþrótt? Handbolti, badminton. Ertu hjátrúarfull? Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni? Friends. Besta bfómynd sem þú hefur séð? Sjötta skilningarvitið. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Hreinskilni. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Ekkert sérstakt. Hefur þú verið að læra söng? Já, búin að fara á þrjú námskeið hjá Maríu Björk og Siggu Beinteins. Hvað fékkstu í verðlaun? Tösku, geislaspilara, penna til að taka upp á, átta þúsund kr. inneign hjá Sparisjóðnum. Varstu taugaóstyrk? Nei, ég ersvolítið vön. Var gaman á Þjóðhátíð? Já. Eitthvað að lokum? Gangiykkur vel í framtíðinni. Þuríður Kristín Kristleifsdóttir er Eyjamaður vikunnar Matqæðinqur vikunar er Rut Haraldsdóttir Nýfæddir 9 <f Vestmannaeyingar Þann 19. júní sl. eignuðust Guðrún Jónsdóttir og Hreggviður Agústsson dreng sem skírður hefur verið Daníel. Hann var 13 merkur og 52 cm. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Það er stóri bróðir, Agúst Sölvi, sem er með Daníel á myndinni. Fjölskyldan býr í Vest- mannaeyjum. Litla stúlkan á myndinni heitir Urður Eir og fæddist þann 3. júlí sl. Hún var 3764 gr og 53 cm. Foreldrar hennar em Svanhvít Friðþjófs- dóttir og Einar Guðni Guðnason. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Á myndinni eru með henni systkini hennar, Saga Huld og Einar Kristinn. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Kjúklingapottréttur Ég þakka vinnufélögum mínum og vinum fyrir áskor- unina og ætla að bjóða upp á góðan kjúklingarétt. 2 kjúklingar 1 haus hvítlaukur, pressaður 'A bolli rauðvínsedik Vi bolli ólífuolía 1 bolli steinlausar sveskjur Vi bolli svartar ólífur Vi bolli kapers + safinn (1 krukka) 6 lárviðarlauf Öllu þessu blandað saman. Takið húðina af kjúklingnum og hann látinn liggja í þessum legi í sólarhring. I bolli af hvítvíni og I bolli af púðursykri sett yfir kjúklinginn rétt áður en hann er settur í ofninn. Eldað í c.a. 45-60 mínútur við I80°c. Steinselju er stráð yfir áður en rétturinn er borinn á borð. Gott er að hafa hrísgijón og hvítlauksbrauð með og drekka með þessu afganginn af hvítvíninu. Ég ætla að koma matgæðingnum úr Framhaldsskólanum og skora á hjónin í Hrauntúni 1, Bryndísi og Grím því að ég veit að þau em bæði mjög góðir kokkar. Rut Haraldsdóttir er matgæðingur vikunnar Á döfinni 4* Ágúst 11. Golfmót, Glenfiddich Open. 14. KFS ■ Njarðvík kl. 19.00 é Helgafellsvelli. 17. Golfmót, Sveitakeppni 2. deildar 18. Kammertónleikar Áshildar Haraldsdóttur í Listaskólanum. 19. Símadeild karla, ÍBV-Grindavík kl. 18.00. 21. Símadeild kvenna, ÍBV-Stjarnan kl. 18.00. Sjá einnig: www.eyjafrettir.is - Á döfinni Útvörður á Stórhöfða FJÖLBREYTT SJÓNVARPSEFNI Á 10 RÁSUM Fjölsýn - sími 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.