Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. ágúst 2001
Fréttir
13
Ferðasaga Æskulýðsfélags KFUM & K Landakirkju til Noregs og Danmerkur:
Brauð og brenndir peningar
Síðastliðinn vetur var undirlagður í
söfnunum hjá unglingum í KFUM
& K Landakirkju fyrir utaniands-
ferð sem stefnt var á nú í sumar. Því
var það ekki nema von að fiðringur
væri í unglingunum þegar þeir
hittust á Básaskersbryggjunni 23.
júní sl. Hann jókst ört eftir því sem
leið á daginn því morguninn eftir
var flugið tekið á Noreg.
Samferðamenn okkar í þessu ferða-
lagi voru tólf strákar úr Reykjavík auk
leiðtoga. Dagurinn var tekinn snemma
og við vöknuðum kl. 04.00. Sumir
höfðu reyndar ekkert sofnað fyrir
spenningi. Svo var ekið tii Keflavíkur
og allt saman skoðað í bak og fyrir,
flugstöðin, fríhöfnin og allt þetta sem
tilheyrir, því margir vom að fara í sína
fyrstu utanlandsferð.
Þegar kontið var til Noregs tók við
sól og mikill hiti en llestir vom fegnir
að vera komnir á jörðina eftir langa
flugferð. Ekki var allt ferðalag búið
enn því nú tók við þriggja tíma rútu-
ferð í þessum mikla hita.
Að lokum komum við á áfangastað
sem heitir Knattholmen og er í Suður-
Noregi, rétt við Larvik. Þarna eru
sumarbúðir KFUM & K í fallegu
umhverfí við sjóinn og voru um 200
þátttakendur frá öllurn Norðurlönd-
unum mættir. Ætluðu þeir að eyða
saman vikunni í norrænu móti. Gist
var í nokkrum „hyttum“ og komum
við okkur fyrir og fannst mörgum
þetta ekki alveg nógu og gott, því ekki
var klósett í öllum húsunum og því
þurfti að taka góðan tíma í klósett-
ferðir.
I Noregi dvöldum við í eina viku og
allan tímann á þessum sama stað.
Dagskráin var yfirleitt hefðbundin, við
vöknuðum árla morguns og þá var
fánahylling og svo morgunmatur sem
undantekningarlaust var brauð. Eftir
morgunmat og fram að hádegi var
yfirleitt unnið í hópum sem voru á
ýmsum sviðum, s.s. fjallaklifur,
fiskveiðar, sönghópur, danshópur og
fleiri góðir hópar. Að sjálfsögðu tóku
vestmannaeysku þátttakendumir mest
þátt í fiskveiðunum enda komnir frá
stærstu verstöð síns lands.
Lánlausi fararstjórinn
í hádeginu var yfirleitt ekki góður
matur, enda Norðmenn þekktir fyrir
að vera lélegir í eldhúsinu. Eftir
hádegið var svo frjáls tími og þann
tíma notuðu flestir íslendingar til að
sieikja sólina og svamla í sjónum.
Einnig var hægt að fara á árabáta og
kajaka en fararstjórinn fór illa á því
þar sem báturinn sem hann var í tók
skyndilega að sökkva. Varð því uppi
fótur og fit hjá þátttakendum og hlógu
þeir mikið að þessum bjargarlausa
fararstjóra sem svamlaði um og reyndi
að passa kajakann og ekki síst sjálfan
sig. En allirhöfðu gaman af þessu.
Seinnipart dags var svo helgistund
HARALDUR Ari fluttur á „handafæribandi"
AÐ sjálfsögðu voru íslensku þátttakendurnir merktir íslandi í bolum frá Coke.
VESTMANNAEYINGAR versla í vestmanneyskri X-18.
FARARSTJÓRN og ieiðtogar með bros á vör eins og venjulega.
með nokkuð öðruvísi sniði en gengur
og gerist. Við sungum nokkur lög og
svo var hópnum skipt í Biblíuleshópa
sem leiðtogarnir sáu um. I þessum
hópurn voru útskýrðar sögur úr
Biblíunni og kristileg fræðsla. í
kvöldmat var alltaf brauð líkt og í
morgunmat og því voru flestir orðnir
þreyttir á brauði þegar vikunni lauk. Á
kvöldin voru svo kvöldvökur og
skiptust löndin á að sjá um kvöld-
vökumar og að sjálfsögðu var íslenska
kvöldvakan langbest!!! Þar gerðunt
við óspart grín að brauðnotkun Norð-
manna, Eurovisionæði Dana og fleiri
atriðum sem tengdust löndunum og
allir höfðu gaman af, líka þeir sem
verið var að gera grín að.
Til Danmerkur
Eftir mótið var farið yfir til Dan-
merkur með stórri ferju. Þegar komið
var í land keyrðum við í vatnagarð og
nutum þess að busla í vatninu.
Sérstaklega að gusa á hvert annað.
Fyrstu nóttina sváfum við í Odense en
daginn eftir héldum við í Legoland og
eyddum þar nokkrum góðum klukku-
stundum. Þaðan keyrðum við svo til
Kaupmannahafnar og komum okkur
fyrir í húsi FDF, sem er glæsilegt
gistiheimili. Það fyrsta sem við
gerðum var að fara á Strikið og fá
okkur almennilega pizzu og njóta þess
að borða eitthvað annað en norskt
brauð í kvöldmat.
Annars var náttúrulega kíkt í Tívol-
íið, Bakken og á ættingjana í dýra-
garðinum. Næstsíðasta daginn fórum
við svo út fyrir borgina og gistum á
glæsilegu sveitasetri þar sem við
borðuðum saman glæsilegan danskan
hátíðarkvöldverð. Þar gerðu leiðtog-
arnir smá at í þátttakendum til dæmis
þóttumst við kveikja í peningunum
þcirra og fleira sem fékk hjartað hjá
þeim til að slá hraðar. En allt var þetta
góðlátlegt grín og voru allir búnir að
jafna sig morguninn eftir þegar lagt
var í hann heim eftir frábæra ferð.
Þegar farið er í ferðalag þessu líkt
þarf að nota annað tungumál en
íslenskuna hvort sem það er danska
eða enska. Ýmsir reyndu að redda sér
á enskunni en gekk ekki alltof vel, t.d.
var einn þálttakandinn að panta sér
pizzu og sagði við þjóninn: „Can I
have pizza with skinka and peppe-
roni.“ Eðlilega skildi þjónninn ekki
hið íslenska orð skinka og því þurfti
að útskýra þetta sérstaklega fyrir
honum og var hann tekin í stutlan kúrs
í íslensku. Þetta er aðeins eitt dæmi
urn ófá mismælin sem komu upp í
ferðinni sem tókst með eindæmum vel
og unglingarnir voru svo sannarlega
stolt Landakirkju og Vestmannaeyja.
I fararstjórn ferðarinnar voru þeir
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Isb.
KFUM & K, Ólafur Jóhann
Borgþórsson Vestm. og Haukur Árni
Hjartarson Rvk.
Leiðtogar frá Vestmannaeyjum
voru Helga Jóhanna Harðardóttir og
Ingveldur Theodórsdóttir sem stjóm-
uðu sínum krökkum með mikilli
röggsemi og stóðu sig frábærlega.
Eg vil nota tækifærið og þakka
þeim fjölda sem hefur styrkt okkur
fyrir ferðina, sérstaklega vil ég þó
þakka Sparisjóði Vestmannaeyja,
Vífilfelli, Kvenfélagi Landakirkju,
Kjalarnessprófastdænii og sóknar-
nefnd Landakirkju fyrir þeirra
framlag.
Það að finna þennan mikla stuðning
hjá bæjarbúum er frábært og greinilegt
að allir vilja Æskulýðsfélagi KFUM &
K Landakirkju vel og fyrir það erunt
við seni tökum þátt í starfmu þakklát.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Jóhann Borgþórsson