Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 2
2 28. ÁGÚST 2014 Sími 544 4222 • girding@girding.is BÓMUHLIÐ • Tilvalin lausn fyrir stjórn vega og bílastæða hjá fyrirtækjum, sumarhúsaeigendum o.fl. • Hannað fyrir allt að 12 m opnun Sjá nánar á girding.is • Símaopnun • Aðgangskort • Fjarstýring • Talnalás Einnig fáanleg með sólarrafhlöðu Réttardagar í Borgarbyggð 2014 Fjárréttir í Borgarbyggð eru fjölmargar eins og reyndar hefur verið um árabil, jafnvel um aldir. Þær eru í ár þessar; Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 6. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 14. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudaginn 6. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 10. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 14. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 21. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 15. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 15. september. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 16. september. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudaginn 23. september. Fjárréttir draga ætíð að sér fjölda fólks, ekki bara bændur og búalið, heldur einnig brottflutta sveitunga og aðra sem vilja sýna sig og sjá aðra. Töðugjöld og slægjur Töðugjöld og slægjur voru áður hafðar við lok sláttar, slægjurnar þegar engjaslátt var lokið, oftast nálægt miðjum septem- ber, en töðugjöldin um mánuði fyrr þegar hey er alhirt af túnum. Í bæði skiptin var gerður dagamunur með því að húsbændur veittu vinnufólki vel í mat og drykk. Slægjurnar eru þekktar frá fornu fari enda voru engi lengst af miklu mikilvægari en tún en þá var slátrað kind til veislunnar. Slægjurnar héldust fram á síðustu öld, en nokkuð misjafnt eftir landshlutum en lengst suðaustanlands og á Vestfjörðum. Upp- skeruhátíðir á borð við þær sem voru í kornræktarlöndum voru með helstu tyllidögum ársins en hafa að vonum ekki skipað mikinn sess í skemmtana- lífi Íslendinga. Úr Önundarfirði er til sérstæð lýsing á slægjum og meðferð þeirra frá 19. öld. Þar segir: „Að haustinu fékk hvert hjú kind,kvenfólk lamb en karlmenn veturgamla kind. Þetta var kallað s„slægjur“Úr því var vanalega gerð villibráð. Hún var þannig til búin að kjötið var soðið þar til hægt var að smokka beinunum úr því. Svo lagt sjóð- andi niður í dall eða fötu, með lögum feitt og magurt, og hellt feitinni sem rann af kjötinu milli laganna. Síðan pressað eins og hægt var, hellt svo yfir lagi af mörfloti. Þetta geymdist ágæt- lega í köldum húsum fram eftir öllum vetri“Annar Vestfirðingur, fæddur 1901, nefist slægjulamb í tengslum við veðurspár eftir innyflum sauð- fjár. Sá leikur var stundaður víða að spá fyrir vetri í kindagarnir og átti að miða við fyrstu kind sem slátrað var heima. Rakið var frá endagörn sem merkti upphaf vetrar og aðgætt hvar auðir blettir væru í görnunum. Á sama bili vetrar mátti búast við harðindum en þíðvirði þar sem garnir voru fullar. Vestfirðingar kannast við að rauð ský á myrkum himni um veturnætur boðuðu eitthvað illt. Þau sáust m.a. veturinn 1938 – 1939, fyrir seinni heimstyrj- öldina. Ágústínusarmessa Í dag, 28. ágúst, er messa Ágústínusar kirkjuföður sem var uppi liðlega 400 árum eftir fæðingu Krists, bisk- ups í Hippó á norðurströnd Afríku. Ágústínus var mælskukennnari og heimspekingur af Berbaættum, snerist til kristni m.a. fyrir tilverknað Ambróí- usar biskups. Stofnaði ágústínusarreglu prestlærðra og fleiri klausturreglna. Á Íslandi voru ágústínar m.a. í Þykkvabæ í Álftaveri, Helgafelli, Viðey, Möðru- völlum og Skriðu. Ágústínus átti þátt í að móta kristna miðaldarhugsun og er enn í miklum metum meðal guð- fræðinga og heimspekinga. Hey reitt heim af engjum. Það var gert allt fram yfir miðja síðustu öld. „Heyskapur er aldrei búinn“ - segir Haraldur Benediktsson þingmaður og bóndi á Vestra-Reyni „Ég hef þá reglu að segja heyskap aldrei vera búinn, það er mín sér-viska,“ segir Haraldur Benedikts- son þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bóndi á Vestra-Reyni. Því lengi er hægt að halda áfram og slá há- slá til þrifa og framvegis. En í hefðbundnum skilningi þá lauk okkar heyskap – það er fyrri slætti, fyrir all nokkru, líklega 7. júlí sl. Nú undanfarna daga hefur hins vegar verið heyjað fyrir aðra í hesta og slegnir litlir túnblettir til þrifa“Áhyggjur af heyskap Haraldur segir að ástæða tsé til að að hafa áhyggjur af heyskap í hans nágrenni. „Þó kúabændur hafi flestir lokið við að taka saman bróðurpart sinna heyja, þá er heyskapur mjög illa staddur víða – og gríðarlega mikill hey- skapur eftir. Ég keyrði um Leirársveit og Svínadal fyrir nokkru og sá víða mjög slæmt ástand. Þetta er orðið eitt versta óþurrkasumar seinni ára. Til viðbótað því eru tún víða ófær vegna bleytu. Sum er ekki hægt að slá – nema eftir nokkra daga úrkomuhlé – önnur er ekki hægt að týna saman rúllubagga, vegna bleytu. Sagt er að reglan sé tvö óþurrka- sumur í röð – þetta sumar er sannarlega verra en síðasta sumar. En við getum fagnað því að heyskapartækni er önnur en td, 1984 – fyrir 30 árum – en ef við værum enn að reyna að þurrka í hlöður væru sannarlega vandræði og mætti segja hörmungarástand. En nokkrir þurrkdagar núna á næstunni geta gjör- breytt stöðunni. Ef við fáum síðan gott síðsumarsveður – þá gleymist þetta. Nema í vetur verða hey víða ansi léleg,“ segir Haraldur Benediktsson. Haraldur Benediktsson. Fjárréttir í Dalabyggð á þessu hausti Ljárskógarétt í Laxárdal laugardaginn 13. september Tungurétt á Fellsströnd laugardaginn 13. september Kirkjufellsrétt í Haukadal laugardaginn 13. september Fellsendarétt í Miðdölum sunnudaginn 14. september Flekkudalsrétt á Fellsströnd laugardaginn 20. september Vörðufellsrétt á Skógarströnd laugardaginn 20. september Skarðsrétt á Skarðsströnd sunnudaginn 21. september Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit sunnudaginn 21. september Brekkurétt í Saurbæ sunnudaginn 21. september Gillastaðarétt í Laxárdal sunnudaginn 21. september Hólmarétt í Hörðudal sunnudaginn 21. september Ósrétt á Skógarströnd föstudaginn 3. október Ábúendur á landnámsjörðinni Hvammi á Fellsströnd sækja vafa- laust fjárréttir, og það fleiri en eina. Um árið 890 nam Auður djúpúðga Ketilsdóttir Dalalönd frá Dögurðará í utanverðri Hvammsveit til Skraumu- hlaupsár í Hörðudal. Bústað sinn reisti hún í Hvammi og þar bjuggu ætt- ingjar hennar um langan tíma. Auður djúpúðga var kristin kona. Hörmulegt slys skammt undan landi á Akranesi fyrir liðlega öld Fyrir 109 árum, þann 14. septem-ber árið 1905, varð mikið sjóslys skammt frá landi á Akranesi er sexmannafarið Hafmeyjan fórst en þar drukknuðu 11 manns á heimleið úr Reykjavík, allt ungt fólk á tvítugs og þrí- tugsaldri. Fórust þar m.a. fimm systk- ini, börn Helga bónda Guðmundssonar á Kringlu, ennfremur þrír bræður, synir Björn bónda Jóhannssonar í Innsta- Vogi sem voru á heimleið eftir sumar- vertíð á Kútter Sigurfara sem nú er við Byggðasafnið á Görðum á Akranesi. Ekki er vitað um orsök slyssins, talið helst að hann hafi verið ofhlaðinn, en báturinn var kominn mjög nærri landi á Akranesi er hann fórst, svo vaða mátti út í skerið er bátinn rak á. Slysið er það mannskæðasta í sögu Akraness. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi hefur látið reisa minnismerki til minn- ingar um hina ungu Akurnesinga sem fórust og er það sýnilegt tákn ræktar- semi og virðingar. Björgvin Eyþórsson, forseti Kiwanis- klúbbsins Þyrils, segir að klúbbfélagar hafi séð um og annast endurgerð gamla vitans á Breiðinni í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Akraness 1992 og vildu með gerð minnismerkisins minn- ast þessa slyss á Hafmeyjunni með við- eigandi hætti. „Ekki síður fylgdi þessari hugmynd að bæta aðgengi að vitanum og næsta umhverfi hans og auka þannig veg gamla vitans, koma fyrir æskilegum leiðbeiningum og upplýsingum fyrir al- menning og ferðafólk um sögu vitanna beggja, örnefni, náttúrufar og útsýni, sem er afar sérstætt frá þessum stað. Starfsemi klúbbsins hefst aftur í septembermánuði nk. en við ætlum að taka þátt í fjarsöfnun ásamst fleiri félögum og klúbbum til að kaupa óm- skoðunartæki fyrir Heilbrgiðisstofnun Vesturlands á Akranesi en núverandi ómskoðunartæki eru verulega komið til ára sinna. Þessi söfnun er að frumkvæði Hollvinafélags HVE,“ segir Björgvin Eyþórsson. Umdæmisþing Kiwanis verður í Kópavpgi 12. september nk. en nýlega var heimsforseti Kiwanishreyf- ingarinnar, Gunter Gasser, hérlendis vegna 50 ára afmælis íslensku Kiwan- ishreyfingarinnar. Minnismerkið um þá sem fórust 14. september 1905.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.