Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 4
28. ÁGÚST 20144 Vesturland 14. tBl. 3. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Að elska fjölskyldu sína þykir flestum sjálfsagt mál, en að elska óvin sinn og bera fyrir honum virðingu er hreinn kærleikur. Kærleikurinn er einfaldur, sýndu hann því það er svo auðvelt og kostar ekkert. Einelti er allt of algengt hér á landi, og oft líðst það þrátt fyrir fögur orð um að tekið sé með festu á slíkri vanvirðu. Nú við upphaf skólaárs ber sérstak- lega að gæta að því að börn og unglingar komist ekki upp með einelti, taka skal á því föstum tökum, bæði af kennurum og foreldrum. Fyrir ári síðan var það á allra vitorði að stúlka sem var fædd með skarð í vör hefur þurft að þola slíkt einelti alla tíð. Það lýsir hins vegar afar bágum karakter þeirra sem slíkt stunda, jafnvel heimsku. Þessi harðneskja í samskiptum fólks birtist með ýmsum hætti og er allt of algeng í nútíma þjóðfélagi. En kannski hafa þeir unglingar sem telja einelti ekkert athugavert það eftir háttarlagi þeirra fullorðnu. Þeir verða kannski varir við harðneskjulegar innheimtuaðgerðir banka, tryggingafélaga og fleiri stofnana á eigin heimilum og finnst því ekkert athugavert að endurspegla það. Sumar innheimtuaðgerðir eru ekkert annað en gróft einelti. Þingmenn þjóðarinnar ættu að sýna hver öðrum meiri kærleika, þá gengju þingstörfin kannski betur á Alþingi og meiri virðing yrði borin fyrir stjórnmálamönnum almennt en nú er og þar með sýndu þeir gott fordæmi í mannlegum samskiptum. Nú vill ríkisstjórnin rétta almenningi hjálparhönd með því að bjóða lækkun á lánum til húsnæðiskaupa og það er auðvitað alveg frábært. En af hverju er verið einfalt mál óþarflega flókið með því að krefjast þess að sækja þurfi um þessa lækkun sem er auðvitað ekkert með sjálfsagt og eðlilegt að allir njóti. Íbúðalánasjóður, bankar og sjóðir hafa þetta allir á skrá hjá sér og á einum eftirmiðdegi væri hægt að lækka öll þau lán sem falla undir þessa skilgrein- ingu ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, boðaði á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar fyrir ári síðan stórfellda hjálp til handa þeim heimilum sem verst standa fjárhagslega. Þetta er skref í þá átt, en gera þarf mun betur. Almenningur vill trúa því að svo verði, annars fer allt í bál og brand og þá verður svokölluð búsáhaldabylting aðeins hjóm eitt í samanburði við þær aðgerðir sem reiður almenningur gæti gripið til. Forsætisráðherra hefurgert ráð fyrir að það fjármagn sem runnið hefur um vaxtarsamninga, menningarsamninga og samninga eða styrkja sem lúta að byggðaþróun í víðtækri merkingu, bætist auk þess við farveg áætlanagerðar- innar um aðstoð við almenning. Þetta er auðvitað lofandi áætlun, en bíðum efndanna. Ríkisstjórnin er nú upptekin við að finna ráðherra sem getur tekið við dómsmálunum meðan lekamálið svokallaða er í gerjun. Meðan er almenningur að fylgjast með hvað er að gerast marga kílómetra niðri í jörðinni austur við Bárðabungu, verður hraungos eða verður ekki hraungos, er spurt á hverjum degi. Nýlegur fréttatími á Stöð-2 var afar sérkennilegur, fréttamaður þaulspurði jarðvísindamann sem var að koma úr flugi yfir Vatnajökli um það hvort hraungos væri hafið austur við Dyngjujökul. Vísindamaðurinn vissi það ekki á þeirri stundu og svaraði samkvæmt því en var spurður aftur og aftur þar til honum virtist bresta þolinmæði, og lái honum það hver sem vill. Æsingurinn hélt svo áfram í fréttatímanum og þar velt vöngum yfir möguleikum sem enginn möguleiki var að fá frekari svör við. Fréttatími RUV skömmu síðar var fagmannlegur og veitti æsingalaust allar upplýsisngar, þ.e. það var ekkert að gerast á þeirri stundu. Kannski verður farið að gjósa norður af Dyngjujökli þegar þetta blað kemur út, en það veit ekki nokkur lifandi maður þrátt fyrir allt. Vestlendingum fjölgar lítið hlutfallslega milli ára, þó meira en í mörgum öðrum landshlutum en það þarf að skapa þarf nýjum íbúum meira olnbogarými í formi atvinnutækifæra, og auka það fjölbreytni atvinnulífsins. Að því er unnið af ýmsum af mikilli kostgæfni, ekk síst af Markaðsstofu Vesturlands, en starfsmenn stofunnar hafa verið óþreytandi að kynna kosti Vesturlands fyrir ferðamenn undanfarin ár. Í kjölfarið ætti að geta vaknað áhugi fólk í öðrum landshlutum að setjast að á Vesturlandi, en til þess þarf auðvitað að liggja fyrir aukin fjölbreytni atvinnutækifæra. Bygging sólkísilverksmiðju er í farvatninu á Grundartanga sem skapar um 400 störf og því fylgir ýmiss þjónustutengd starfsemi, jafnvel óskyld atvinnustarfsemi. Ef það gerist ekki leita leitar fólk yfir lækinn til annarra landshluta þar sem þjónustan er betri, s.s. aðgengi að góðri menntun í hæfilegri nálægð við heimabyggð auk atvinnutækifæra. Hún er víða orðin góð á Vesturlandi en betur má ef duga skal. Þróunin undanfarin misseri veitir bjartsýninni byr undir báða vængi. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Einelti, lánalækkun og mögulegt hraungos Leiðari Hefði fengist leyfi til að byggja Snorrabúð í Reykholti? - almenn krafa um að Þorláksbúð við Skálholtskirkju víki Svokallað Tilgátuhús við dóm-kirkjuna í Skálholti, öðru nafni Þorláksbúð, er greinilega byggt á fölskum forsendum auk þess að vera sjónmengun vegna staðsetningar. Húsið er hins vegar fallegt, sem er allt annað mál, enda má það vera það fyrir þær tugmilljónir króna sem kostaði að reisa það fyrir almannafé fyrir fá- mennan hóp manna og kvenna auk þess sem samþykkt sveitarfélagsins Bláskógarbyggðar lá ekki fyrir. Skálholtsfélagið hafði forgöngu um umfangsmikla fornleifarannsókn í Skálholti á sjötta áratug síðastliðinnar aldar vegna endurreisnar Skálholts- staðar. Meðal þess sem þá var rann- sakað með grefti var Þorláksbúð en einnig tvær fornar kirkjur á þeim stað þar sem núverandi Skálholtsdómkirkja stendur. Við rannsóknina, sem stóð með hléum frá 1952 til 1958, var ekki komist hjá því að grafarró fjölda einstaklinga væri raskað og voru bein um 70 einstaklinga tekin úr kirkjugrunnunum og kirkju- garðinum. Minjar eftir kirkjurnar voru fjarlægðar við rannsóknina ásamt beinunum, legsteinum og um 500 gripum sem fundust í gröfum sem annars staðar. Uppgröftur Håkon Christie og fleiri á Þorláksbúð árið 1954 leiddi í ljós að húsið hafði verið byggt ofan á grafir. Af hálfu Forn- leifaverndar ríkisins voru gerðar þær kröfur um hönnun hússins sem sett var yfir Þorláksbúð að það hvíldi á púðum þannig að það skaðaði ekki minjarnar. Stefna og sýn Fornleifaverndar ríkisins varðandi uppbyggingu á minjastöðum var sú að endurreisa ekki minjar. Til- gátuhús skyldi reisa fjarri minjum. Þegar um framkvæmdir er að ræða sem ógnað geta fornleifum er ávallt byrjað á því að kanna hvort mögulegt sé að hnika framkvæmdasvæðunum þannig að minjar spillist ekki. Af hverju var það sjónarmið ekki ofan á við byggingu Þorláksbúðar? Var þrýstingur þingmanns og fleiri of þungur? Byggingin yfir Þorláksbúð er ekki nýtt af núverandi vígslubiskupi, Krist- jáni Vali Ingólfssyni, sem skrúðhús eins og hugmynd forvera hans, Sig- urðar Sigurðarsonar, var og virðist almennt vera óánægja með húsið á staðnum. Það er ekki vilji Minjastofn- unar Íslands að húsið verði áfram þar sem það er nú og var Þorláksbúðar- félaginu tjáð það. Eðlilegt er að velt sé vöngum yfir hvort komið hefði til greina að byggja t.d. einhvers konar Snorrabúð í Reykholti eða búð að Hólum i minningu Guðmundar góða. Næsta víst er að það hefði ekki fengist samþykkt, ekki einu sinni fengst leyfi til að rista torf ofan á hugsanlegum byggingastað. Þorláksbúð er fallegt hús en að kolröngum stað, örskammt frá Skálholts- dómkirkju. Staðarfell á Fellsströnd: Húsmæðraskóli í 49 ár og nú meðferðarstofnun SÁÁ Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu, áður höfðingjasetur og stórbýli um langan aldur en frá 1927 til 1976 var þar húsmæðraskóli og frá 1980 starf- semi á vegum SÁÁ. Staðarfellskirkja var vígð árið 1891 og er friðuð. Bærinn stendur á fremur mjórri undirlendis- ræmu undir samnefndu fjalli, sem er bratt og klettótt. Staðarfell er mikil hlunnindajörð og þar bjuggu jafnan höfðingjar. Þorvaldur Ósvífursson, fyrsti maður Hallgerðar langbrókar, bjó þar, eða á Meðalfellsströnd undir Felli, eins og segir í Njálu. Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu, bjó á Staðarfelli á 12. öld. Á fyrri hluta 19. aldar bjó þar fræðimaðurinn Bogi Benedikts- son, sem skrifaði mikið um ættfræði og fleira og er þekktastur fyrir ritið Sýslu- mannaævir. Sýslumenn Dalamanna sátu oft á Staðarfelli og Hannes Hafstein bjó á Staðarfelli í eitt ár, 1886-1887. Á fyrstu áratugum 20. aldar bjuggu hjónin Soffía Gestsdóttir og Magnús Friðriksson á Staðarfelli. Einkasonur þeirra drukknaði ásamt fleirum af bát sem hvolfdi fyrir landi jarðarinnar 1920 og í minningu hans og fóstursonar, Magnúsar, gáfu foreldrarnir jörðina til stofnunar húsmæðraskóla. Sumarið 1929 fór fram vígsla nýs húsmæðra- skóla að Staðarfelli en Herdís Benedict- sen hafði gefið allmikið fé til stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi. SÁÁ Á Staðarfelli fer fram endurhæfing sjúklinga sem koma frá Sjúkrahúsinu Vogi. Þangað fara karlar til fjögurra vikna endurhæfingar og þiggja að þeirri dvöl lokinni stuðning frá göngu- deild í nokkrar vikur. Á Staðarfelli fer einnig fram meðferð fyrir endurkomu karla sem felst í sérstakri meðferð í fjórar vikur á Staðarfelli og síðan stuðningi í göngudeild í eitt ár. Það var árið 1980 að gengið var frá samn- ingi á milli SÁÁ og þáverandi mennta- málaráðherra og heilbrigðisráðherra um afnot SÁÁ af Staðarfelli. Samn- ingur SÁÁ og ráðuneytanna var síðan framlengdur á nokkurra ára fresti en óvissa ríkti jafnan um framtíð Staðar- fells sem eftirmeðferðarheimilis. Það var ekki fyrr en í apríl 1996 að fjórir ráðherrar og ábúandi Staðarfells undir- rituðu samning við SÁÁ sem tryggði reksturinn til langframa. Með þeim samningi gat SÁÁ ennfremur ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar viðgerðir á húsnæðinu. Frá fyrsta degi hefur hvert rúm verið skipað á Staðar- felli svo þörfin hefur augljóslega verið aðkallandi. Byggingin að Staðarfelli er reisluleg. Staðarfellskirkja.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.