Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 12
 Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! 28. ÁGÚST 201412 Hótel Stykkis- hólmur hyggur á stækkun Á fundi skipulags- og bygginganefndar Stykkishólmsbæjar 11. ágúst sl. var tekin fyrir umsókn á stækkun Hótel Stykkis- hólms. Byggð verði ein hæð ofan á eldri hluta byggingar, ein hæð ofan á milli- byggingu og tvær hæðir ofan á nýja hluta byggingar. Alls nemur stækkunina um 57 herbergjum, samkvæmt uppdráttum frá Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar. Skipulags- og byggingarnefnd frestar af- greiðslu erindisins, þar sem fundarmenn hafa ekki getað kynnt sér erindið þar sem það barst á fundadegi nefndarinnar og auk þess vantar umsagnir vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits og brunaeftirlits. Óskað er eftir fullunnum aðalupp- dráttum tímalega fyrir næsta fund svo hægt að óska eftir umsögnum. Opið hús í Röðli og tónleikar í Skarðskirkju Laugardaginn 30. ágúst nk. verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðs- strönd kl. 15.00 – 19.00 og tónleikar í Skarðskirkju kl. 20..00. Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár en síð- ustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Búið er að setja nýja glugga og útidyrahurð í húsið. Í sumar verður skipt um járn á þakinu, en verkefnið fékk styrk frá Dalabyggð sem sjálfboðaliðaverkefni. Dalla úr Tungu syngur nokkur lög, hand- verk, krydd, sultur og fleira heimagert á Skarðsströndinni verður til sölu í Röðli. Sýningar hafa verið í Röðli undanfarin ár og nú er ætlunin að kynna hugmyndir að nýjum sýningum. Kaffi og kökur verða og til sölu gegn frjálsum framlögum, sem renna til uppbyggingar á staðnum. Lítið er um formlega dagskrá, en mikilvæg- asti hlutinn er að hafa gaman hvert af öðru, þ.e. maður er mannsins gaman. Stofubandið verður síðan með sína árlega Rökkurtónleika í Skarðskirkju og eru allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir innheimtur. Útgerðarfélagið Rán vill deiliskipulag Kristján Bentsson hefur sótt um fyrir hönd Útgerðarfélagsins Ránar í Stykkis- hólmi um deiliskipulag við Vatnsás 10. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst sam- kvæmt 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fallið verði frá gerð ,,Lýsingar“ þar sem meginforsendur koma fram í aðal- skipulagi samkvæmt gr.5.2.2 í skipulags- reglugerð nr.90/2013. Nefndin leggur til að gerð verði óveruleg breyting á aðal- skipulagi og auglýst samhliða samkv. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010 önnur málsgrein þar sem lóðin verður skil- greind á svæði ,,verslunar og þjónustu“ í stað þess að vera á,,opnu svæði til sér- stakra nota.“ Stöðuleyfi vegna vinnuskúrs við Narfeyrarstofu hafnað Óskað hefur verið eftir stöðuleyfi vegna vinnuskúrs við Aðalgötu 3 í Stykkishólmi frá 8.6.2014 til 1.10.2014 hjá skipulags- og byggingarnefnd Stykkishómsbæjar. Í umsókn segir að vöntun er á lageraðstöðu sem er nauðsynleg fyrir sumarkeyrslu veitingarstaðarins Narfeyrarstofu. Með umsókninni fylgdi skissa af svæðinu, grenndarkynning sem er undirrituð f.h. sóknarnefndar Stykkishólmskirkju, f.h. Agustson ehf og f.h. Marz ehf. Samþykki eiganda Aðalgötu 3 fylgir með. Erindi var frestað á fyrri fundi skipulags- og bygginganefndar og óskað eftir gögnum. Nefndin hafnar hafnar erindinu og óskar eftir að skúrinn verði fjarlægður strax þar sem hann er utan lóðar. Ekki frekari fjár- framkvæmdir á vegum Snæfells- bæjar Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 19. júní sl. var Kristín Björg Jónasdóttir kosin forseti bæjarstjórnar og Kristinn Jónasson ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára en jafnframt samþykkt að launakjör hans verði gerð opinber. Á fundinum lögðu bæjarfulltrúar J-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: ,,Undir- ritaðir bæjarfulltrúa J-lista Bæjarmála- samtaka Snæfellsbæjar, munu leggja fram tillögur á fyrsta fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar eftir sumarfrí í septem- ber. Tillögurnar byggja á eftirfarandi atriðum: • að ekki verði farið í frekari fjárfrekar framkvæmdir á vegum Snæfellsbæjar þar til búið verði að gera kostnaðar- úttekt á áhrifum nýrra kjarasamninga sem Snæfellsbær á aðild að. • að farið verði í að athuga hagræðingar- áhrif þess að leita tilboða hjá bíla- leigum vegna ferða starfsfólks og stjórnenda Snæfellsbæjar á vegum bæjarfélagsins og að settar verði reglur vegna ferða og bílakostnaðar þeim tengdum. • að farið verði í að skipa nefnd til að móta stefnu varðandi uppbyggingu og staðsetningu á aðstöðu til íþrótta- iðkana í Snæfellsbæ. • að farið verði í að skipa nefnd til að móta stefnu og meta hvaða aðgerðir eru heppilegastar vegna lagfæringa/ stækkunar á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík. • að farið verði í að finna framtíðarhús- næði fyrir Smiðjuna, dagþjónustu fatl- aðra í Snæfellsbæ. Núverandi húsnæði þykir ekki ásættanlegt. Undir þetta rita Baldvin Leifur Ívarsson, Fríða Sveins- dóttir og Kristján Þórðarson. Bjargarsteinn í Grundarfirði flytur á Sólvelli 15 Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi en Guð- brandur G. Garðarsson sækir um fyrir hönd Narfeyrarstofu ehf. að flytja húsið Bjargarstein á lóðina Sólvelli 15 og bæta við viðbyggingu. samkvæmt. uppdrætti frá Tækniþjónustunni ehf. Erindi fre- stað á fyrri fundi nefndarinnar og óskað eftir grenndarkynningu en henni lauk 23.júlí sl. bárust engar athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd sam- þykkti erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingar- leyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Breytingar á framkvæmdum í Borgarbyggð Á fundi byggðarráðs Borgarfjarðar var rætt um framkvæmdir sveitarfé- lagsins á árinu 2014. Samþykkt var að gera breytingu á framkvæmdaáætlun þannig að 5 milljónir króna verði teknar af miðsvæði í Brákarey og flutt á gang- stétt og gönguhlið við grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og innkeyrslu inn á Sólbakki norður. Fyrirspurn barst um skipulagsmál í Arnarholti en lagt var fram bréf Brynjólfs Guðmundssonar varðandi skipulagsmál í Arnarholti í Staf- holtstungum. Bréfritara verður svarað. Lagt var fram bréf Hrafns Hákonar- sonar varðandi hæðarsetningar götu og staðsetningu niðurfalla við hús hans á Hvanneyri Samþykkt var að láta ljúka gerð kantsteins sem ólokið er við götuna. Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga með ályktunum 9. fundar sveitastjórnarvettvangs EFTA um lofts- lags- og orkumál og málefni norðurslóða. Stefnumörkun varðandi bátaskýli á Skorradalsvatni Á fundi hreppsnefndar Skorradals- hrepps sem haldinn var á Hvanneyri fyrir nokkru var tekin fyrir úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn en lögð var fram lýsing vegna breytinga aðal- skipulags varðandi stefnumörkun um bátaskýli.Hreppsnefnd samþykkti að kynna lýsingu fyrir íbúum með dreifi- bréfi og með birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu og leita umsagnar Skipulagsstofnunar. Stuttar Vesturlandsfréttir Tónleikar verða í Skarðskirkju næsta sunnudag þar sem Stofubandið verður með sína árlegu Rökkurtón- leika. Fjöldi sumarhúsa er við Skorradals- vatn og margir sumarhúsaeigendur eiga einnig bátaskýli enda sigling um Skorradalsvatn í góðu veðri afar skemmtileg og gefandi, jafnvel alltaf! Til sjávar og sveita í 70 ár Vélasalan ehf · Dugguvogi 4 104 Reykjavík · Sími, 520 0000 www.velasalan.is Tehri Nordic 6020 C Yfir 1000 bátar seldir 30 ár á Íslandi

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.