Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 6

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 6
EX PO - w w w .ex po .is Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA Sími: 535 9000www.bilanaust.is 3 ÁRA ÁBYRGÐ 6 28. ÁGÚST 2014 Stykkishólmsbær: Herör skorin upp gegn númerslúsum bifreiðum, óskráðum byggingum, gámum og fleiru Bæjarstjórn Stykkishólms hefur óskað eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar bæj- arins vegna lausafjármuna, gáma, númarlausa bíla og óskráðra bygginga sem hafa verið kortlagðar í Stykkishólmi. 36 gámar eru inn á atvinnu- og iðnaðarlóðum en aðeins er greitt af tveimur þeirra. 14 gámar eru utan lóðar og hefur þeim fækkað verulega á síðustu mánuðum. 6 byggingar eru óskráðar inn í Stykkishólmsbæ en 9 hús eru óskráð á Nýræktarsvæðinu. Núm- eralausum bílum innan bæjarmarka hefur fjölgað mjög, bæði á íbúðar- húsalóðum og atvinnuhúsalóðum og er enginn þeirra með stöðuleyfi. Skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt til að áfram verði unnið að því að koma þessum málum í rétt horf. Af- greiðsla nefndarinnar var samþykkt. L-listinn lét bóka að mikið hafi áunnist í þessum málum á undan- förnum árum og að hluta til kemur fram í fundargerð Skipulags- og bygginganefndar. Í þessu sambandi beri að nefna gjörbreytta ásýnd á Ögursvegi og Reitarvegi. Einnig megi nefna nýtt gámasvæði við Snoppu, sem búið er að ákveða að stækka. Fulltrúar L-ista, þau Lárus Ástmar Hannesson, Ragnar Már Ragnars- son og Helga Guðmundsdóttir, leggja áherslu á að áfram verði unnið af einurð í þessum málaflokki. Deiliskipulag hafnarsvæðis Samþykkt hefur í bæjarstjórn Stykk- ishólms að hafin vrði vinna við gerð deiliskipulags af hafnarsvæðinu. Þess gerist þörf vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi sem er forsendan fyrir breytingum á notkun hússins Austurgötu 7 sem unnið er að á vegum Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Samrekstur Grunnskóla og Tónlistarskóla Bæjarstjórn hefur samþykkt að setja af stað vinnu við endurmat þeirra tillagna sem liggja fyrir um stækkun skólahússins, samrekstur Grunnskóla og Tónlistarskóla og nýtt hlutverk fyrir gamla skólahúsið sem hefur hýst Tónlistarskólann undan- farin ár. Jafnframt verði skoðað hvort með einföldum aðgerðum og breytingum mætti fjölga nýtanlegum kennslustofum. Héraðsskjalasafn Akraness: Reglulegt sýningarhald í sal Bókasafns Akraness og sýningar- skápur í Bónus á Akranesi Hlutverk Héraðsskjalasafns Akraness er söfnun, inn-heimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu Akraneskaupstaðar, til notkunar fyrir yfirvöld, stofnanir og einstaklinga, til þess að tryggja hags- muni og réttindi þeirra og til notk- unar við fræðilegar rannsóknir á sögu sveitarfélagsins. Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og lætur þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveður um ónýt- ingu skjala, sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar. Hlutverk safnsins er í meginatriðum tvíþætt: a) Stjórnvaldshlutverk: - Leiðbeina stofnunum sveitarfé- lagsins um skjalastjórn - Hafa eftirlit með skjalavörslu stofnana sveitarfélagsins - Varðveita eldri skjöl sveitarfélags- ins á tryggan hátt - Hafa skjölin skráð og aðgengileg til notkunar - Afgreiða fyrirspurnir úr skjölum samkvæmt gildandi lögum b) Menningarhlutverk: - Safna og varðveita skjöl um sögu Akraness og Akurnesinga - Rannsaka og kynna sögu Akra- ness t.d. með sýningum og út- gáfum og þannig efla þekkingu á sögu sveitarfélagsins. - Stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu Akraness. Meginverkefni Héraðsskjalasafns Akraness er móttaka eldri skjala frá stofnunum og fyrirtækjum sveitarfé- lagsins, eftirlit og leiðbeiningar um skjalastjórn til stofnana og afgreiðsla fyrirspurna. Enn fremur söfnun einkaskjalasafna, sem eru skjöl frá einstaklingum, félögum og fyrir- tækjum á Akranesi. Fólk til starfa í átaksverkefni Í tilefni af 50 ára afmæli Akraneskaup- staðar árið 1992 var tekin sú ákvörðun að stofna skyldi Héraðsskjalasafn Akra- ness og var það stofnað formlega í apríl árið eftir. Skjalasafnið hóf starfsemi sína í Bókhlöðunni, Heiðarbraut 40 en þar voru fyrir í húsinu skjalageymslur kaupstaðarins í kjallaranum, bókasafn á fyrstu hæð og skrifstofur á annarri hæð. Árið 2009 flutti safnið að Dal- braut 1 þar sem eldra húsnæðið þurfti mikillar viðgerðar við. Safnið deilir húsnæði með Bókasafni Akraness og Ljósmyndasafni Akraness. Umdæmi safnsins er Akraneskaupstaður og héraðsskjalavörður er Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Starf héraðsskjalavarðar Akraness er að sinna hinum hefðbundnu ver- kefnum sem til falla á skjalasafni. Frá og með árinu 2007 var rekstur Héraðsskjalasafns og Ljósmynda- safns Akraness færður til Bókasafns Akraness. Þetta var gert með sparnað í huga, söfnin deildu með sér hús- næði og ýmsum tækjabúnaði og því þótti hagræði að sameina söfnin í eina rekstrareiningu. Bróðurpartur skjala héraðsskjalasafnsins kemur frá Akraneskaupstað og stofnunum hans. Einnig berst til safnsins tölu- vert magn einkaskjala sem koma frá einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum einkaaðilum. Héraðsskjalasafn Akraness leitar ým- iss leiða til að koma efni sínu til al- mennings. Reglulegt sýningarhald í sal Bókasafns Akraness er þar fyrirferða- mest en safnið hefur einnig brugðið á það ráð að koma sýningum að annars staðar og sem dæmi má nefna að settur var upp sýningarskápur í verslun Bónus á Akranesi. Héraðsskjalasafnið hefur lagt til greinar og efni í Árbók Akurnesinga og fleiri rit. Ljósmyndir safnsins og efni úr skjalasafni hafa einnig verið tölu- vert nýtt til sýningarhalds á Akranesi og víðar. Þar bera hæst tvær sýningar: Hernámið – á Akranesi, í Borgarnesi og í Hvalfirði en hún stóð sumarið 2008 í Listasetrinu Kirkjuhvoli og sýningin Börn – í hundrað ár sem opnaði í Safna- húsi Borgarness árið 2008 og stendur enn. Í sýningarhaldi hefur samstarf við önnur söfn á svæðinu skipt höf- uðmáli og ber þar að nefna samstarf við Byggðasafnið í Görðum, Listasetrið Kirkjuhvoll, Safnahúsið í Borgarnesi og Snorrastofu í Reykholti. Skjalasafnið hefur sóst eftir því að fá fólk til okkar í átaksverkefni í skráningu skjala og skönnun ljósmynda og filma. Í gegnum árin hafa þau verkefni gengið vonum framar og stofnunin hefur notið góðs af því að til hennar hafa valist sérstak- lega vandvirkir einstaklingar sem hafa aukið verulega við þann sagnabrunn sem skjalasafnið myndar. Í dag starfar safnið með héraðsskjalavörð í 100% starfi og hefur einnig starfsmann í átaksverkefni. Héraðsskjalasafn Akranes er að Dalbraut 1 á Akranesi. Þar er margt að finna og sjá, bæði fyrir fræðimenn og almenning. Grunnskólinn í Stykkishólmi. Stefnt er að samrekstri grunnskóla og tón- listarskóla.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.