Vestfirðir - 12.09.2013, Page 2
2 12. september 2013
Reykhólakirkja 50 ára:
Biskup Íslands Agnes M.
Sigurðardóttir í heimsókn
Reykhólakirkja er hálfrar aldar gömul á þessu ári og af því til-efni kom Biskup Íslands, Agnes
M. Sigurðardóttir í heimsókn, predik-
aði og þjónaði fyrir altari ásamt sr.
Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknar-
presti við hátíðarguðsþjónustu á Reyk-
hólum. Þá var minnst hálfrar aldar
vígsluafmælis Reykhólakirkju. Kirkjan
er helguð minningu Þóru Einarsdóttur
í Skógum við Þorskafjörð, móður þjóð-
skáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar.
Gamla kirkjan var tekin niður og
flutt að Bæ á Rauðasandi við norðan-
verðan Breiðafjörð og þjónar íbúum
þar í dag.
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is
Við kaupum ber
STAÐGREIÐSLA
Sími : 5650447 og 6980448
urta@urta.is
landica
reykhólakirkja ofan byggðarinnar á reykhólum.
Hugsjónir aldamótakynslóðar-
innar ræddar á Hrafnseyri
Stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar og samstarfsaðilar boðuðu til ráðstefnu í haustbyrjun þar sem
hugsjónir aldamótakynslóðarinnar
voru bornar saman við samtímann
og þá framtíðarsýn sem við okkur
blasir í dag. Hvar stöndum við nú
hvað varðar umhverfis- og samfélags-
mótun og í hvað stefnir? Hvað getum
við lært af þeirri hugmyndafræði og
þeim aðferðum sem beitt var í byrjun
síðustu aldar? Ráðstefnan fór fram á
Hrafnseyri í Arnarfirði, á fæðingarstað
Rögnvaldar að Núpi í Dýrafirði og í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði 6. og 7.
september sl. Dagskráin samanstóð af
fyrirlestrum, stuttum kynningum, pall-
borðsumræðum og samræðuhópum.
Hún var hugsuð fyrir fagfólk jafnt
sem almenning og var lögð áhersla
á að þátttakendur næðu að hittast og
ræða saman utan dagskrár með því
m.a. að taka þátt í skoðunarferðum og
hátíðardagskrá að Núpi.
Stemmningin í byrjun
tveggja alda
„Stemmningin” var með tvennum
hætti í byrjun þessara tveggja alda.
Um aldamótin 1900 voru tækninýj-
ungar að ryðja sér til rúms, svo virt-
ist sem auðlindir væru óþrjótandi
og helstu viðfangsefnin fólust í því
að þróa tækni til að nýta þær. Miklir
hugsjónamenn leituðust við að hanna
umhverfi og þróa nýjungar sem gætu
nýst sem flestum, stórvirki voru unnin
með hagsmuni fjöldans í huga. Nú eitt
hundrað árum síðar fleygir tækninni
hratt fram en flestar auðlindir jarðar
eru í hættu. Hvað er til ráða? Getum
við lært eitthvað af því fólki sem vann
af mikilli hugsjón og bjartsýni í byrjun
síðustu aldar?
Á ráðstefnunni var leitast við að
fanga stemmninguna nú á tímum
og bera saman við andrúmsloft og
viðhorf sem réðu ríkjum hjá aldamó-
takynslóðinni. Reynt var að bera saman
þessi tvö tímabil og skilgreina hvernig
þau eru ólík og hvað þau eiga sameig-
inlegt og hvaða lærdóm má draga af
viðhorfum og vinnubrögðum „alda-
mótakynslóðarinnar” við mótun nýrrar
framtíðarsýnar.
Rögnvaldur Ólafsson var fæddur
á Ytrihúsum í Dýrafirði 1874 og ólst
upp á Ísafirði. Hann lést úr berklum
á Vífilsstöðum árið 1917. Rögnvaldur
lagði stund á nám í arkitektúr fyrstur
Íslendinga í Kaupmannahöfn og varð
merkilegur brautryðjandi í íslenskri
byggingarlist. Hann var afkastamikill
á stuttum ferli í starfi sem síðar varð
embætti Húsameistara ríkisins. Hann
teiknaði mörg prýðileg hús og opin-
berar byggingar sem reistar voru víða
um land og ber þar hæst Vífilsstaða-
spítala. En auk þess teiknaði hann 25
kirkjur, sumar þeirra perlur í íslenskri
byggingarlist.
Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar
hefur það að markmiði að hvetja
til rannsókna á sviði arkitektúrs,
hönnunar, umhverfis- og skipulags-
mála og skyldra greina. Einnig hefur
stofnunin á stefnuskrá sinni að stuðla
að nýsköpun með því m.a. að standa
fyrir sumarskóla og námskeiðum og
halda málþing með reglulegu milli-
bili þar sem horft er til framtíðar og
nýjungar í hönnun og arkitektúr eru
kynntar og ræddar.
Hrafnseyri.
sýnishorn eldri tíma á Hrafnseyri.
Lína Björg Tryggvadóttir ráðin verk-
efnastjóri við byggðaþróunardeild FV
Stjórn Fjórðungssambands Vest-firðinga hefur samþykkt tillögu formanns og framkvæmdastjóra
FV um að ráða Línu Björgu Tryggva-
dóttur, Ísafirði, í starf verkefnastjóra
við byggðaþróunardeild FV. Lína
Björg er viðskiptafræðingur og hefur
góða reynslu og þekkingu af verk-
efnastjórnun. Hún situr í umhverfis-
nefnd og er varamaður í bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar auk setu í stjórn Við-
lagatryggingar Íslands.
Síðustu ár hefur Lína starfað sem
svæðis- og þjónustustjóri hjá Motus
á Ísafirði.
Starf verkefnastjóra var auglýst í
byrjun júní sl. með umsóknarfrest til
18. júní, umsækjendur voru 13 auk
einnar umsóknar frá lögaðila um
verktöku. Samið var við ráðningar-
stofuna Talent ehf. til að meta hæfni
umsækjenda og byggir tillaga for-
manns og framkvæmdastjóra á mati
ráðningarstofunnar.
Lína björg tryggvadóttir.
María Játvarðardóttir ráðin félagsmála-
stjóri Strandabyggðar og Reykhólahrepps
María Játvarðardóttir hefur verið ráðinn félagsmála-stjóri Strandabyggðar og
Reykhólahrepps og hefur störf þann
16. september nk.. María er ættuð
frá Miðjanesi í Reykhólahreppi en
þar býr Halldóra, systir hennar fjár-
búi og systursonurinn Gústaf Jök-
ull Ólafsson kúabúi. Á Miðjanesi
er einnig ferðaþjónusta. María
Játvarðardóttir hefur síðustu 20 ár
starfað á Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins við Digranesveg í
Kópavogi. maría Játvarðardóttir.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir skipuð
dómari við Héraðsdóm Vestfjarða
Innanríkisráðherra hefur skipað í þrjú embætti héraðsdómara, þar af tvær konur og einn karl.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir var
skipuð í embætti dómara við héraðs-
dóm Vestfjarða og verður jafnframt
dómsstjóri. Þau Sigríður J. Hjalte-
sted og Þórður Clausen Þórðarson
voru skipuð dómarar við héraðsdóm
Reykjavíkur. Embættin voru auglýst
laus til umsóknar þann 6. júní sl. Sam-
kvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr.
15/1998 skilaði dómnefnd umsögn
sinni um umsækjendur um embættin.
Niðurstaða dómnefndar var sú að
af þeim umsækjendum sem sóttu
um embætti dómara við héraðsdóm
Reykjavíkur hafi Sigríður J. Hjaltested
verið hæfust og að henni frátalinni
hafi Sigríður Elsa Kjartansdóttir og
Þórður Clausen Þórðarson verið
hæfust. Þá telur nefndin að af þeim
sem sóttu um embætti dómara við
héraðsdóm Vestfjarða hafi Arnaldur
Hjartarson og Sigríður Elsa Kjartans-
dóttir verið hæfust til að hljóta skipun
í það embætti.
sigríður elsa Kjartansdóttir.