Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 14. mars 2002 LÚÐRASVEITIN náði upp góðri stemmningu á tónleikunum og Stefán stjórnandi kryddaði þá með skemmtilegum kynningum. Styrkfartónleikar Lúðrasveitarinnar: Hrein og klár skemmtun Skipulagsstofnun fjallar um Höllina: Matvælafram- leiðsla óleyfileg -en böllin í lagi samkvæmt aðalskipulagi Húsfyllir var á styrktartónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem fram fóru í Vélasalnum á laugar- daginn. Sveitin bauð upp á fjöl- breytta dagskrá auk þess sem brasskvintett steig á svið og sönghópur, skipaður sveitarmeð- limum, söng nokkur lög eftir Oddgeir Kristjánsson. Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur í áratugi verið fastur liður í tónlistarlífi Vestmannaeyja. Þar hefur margur tónlistarmaðurinn stigið sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni og hefur hún því þjónað tvennum tilgangi í bæjar- líftnu, að skemmta fólki með tónlistarflutningi og ala upp tónlistar- fólk framtíðarinnar. Af því sem mátti heyra í Vélasalnum á laugardaginn virðist sveitin, undir stjóm Stefáns Sigurjónssonar skóara, standa undir væntingum á báðum sviðum. Það hlýtur alltaf að vera erfítt að bera hljómsveitina saman frá einum tíma til annars eða milli ára. En þó held ég að segja megi að hún hafi sjaldan verið betri en einmitt á þessum tónleikum. Vélasalurinn verður seint talinn fallegasti tónlistarsalur landsins en tónlistarfólkið er ánægt með hljómburð og húsnæðið skapar sér- kennilegan en um leið skemmtilegan ramma urn bæði gesti og hljómsveit. Stefán stjómandi sér um að kynna dagskrána og tekst það með ágætum, gerir ofl á tíðum grín bæði að sjálfum sér og öðmm. Það gerir tónleikana skemmtilegri og var greinilegt að gestir kunnu að meta hnyttnar kynningamar. Eins og áður hefur komið fram var dagskráin íjölbreytt og að venju voru lög Oddgeirs Kristjánssonar á sínum stað. Átti hann öll lögin eftir hlé. Það er vel til fundið enda var Oddgeir stofnandi sveitarinnar og erfitt er að gera sér í hugarlund tónleika í Vestmannaeyjum þar sem lög hans er ekki að finna. Enda var svo núna að lög hans skipuðu veglegan sess á dagskránni. Fyrir hlé var víða leitað fanga og í þeim kafla var Lúðrasveitin einráð. Eftir hlé byrjaði sveitin á lögunum Vor við sæinn, Sigling og Sfidarvísur Oddgeirs. Þá tók við Heima og Góða nótt sem Brass kvintettinn lék og í lokin sungu Hrafnhildur Helgadóttir, Jarl Sigurgeirsson og Vilborg Sigurð- ardóttir lögin Ágústnótt, Ég veit þú kemur og Glóðir, allt lög Oddgeirs. Þar með lauk skemmtilegum tón- leikum og vonandi eigum við eftir að sjá Lúðrasveit Vestmannaeyja vaxa og dafna. Hún var að þessu sinni skipuð um 30 manns, sumir komnir langt að en þar er líka ungt fólk sem við eigum vonandi eftir að sjá mejra til í framtíðinni. O.G. Skipulagsstofnun sendi nýverið bæjarstjórn bréf þar sem farið er yfir málcfni veitingahússins í Löngulág. Tildrög þess að Skipu- lagsstofnun tók þetta mál fyrir var bréf Odds Björgvins Júlíussonar þar sem óskað er eftir því að Skipu- lagsstofnun fari ofan í saumana á starfseminni. Skipulagsstofnun telur að starf- semin samræmist ekki breyttu aðal- skipulagi Vestmannaeyja og að ekki megi fara fram matvælaframleiðsla á svæðinu. Aftur á móti er ekki gerð athugasemd við rekstur skemmti- stapar í húsinu. í bréfinu er rakin saga málsins, allt frá bréfi Odds til svarbréfs skipulags- og byggingafulltrúa. Þar kemur fram að bæjarstjóm Vestmannaeyja telji að sú starfsemi sem fram fer í Höllinni samræmist meðfylgjandi starfsleyfi og breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008. „Er það álit bæjarstjómar að um- rædd starfsemi falli ekki undir skilgreiningu á iðnaði samkvæmt skipulagsregiugerð, enda teljist eldhús ekki verksmiðja, né annað sem þar er upp talið.“ Skipulagsstofnun er ósammála bæjarstjóm um þessa túlkun og telur að starfseminn. þ.e. matvælafram- leiðslan samræmist ekki þeirri land- notkun sem í gildi er á viðkomandi svæði, þ.e. opinberar stofnanir, félagsheimili og verslun og þjónusta. „Samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, er gert ráð fyrir að upplýsingar um deiliskipulag á viðkomandi svæði fyigi umsókn um starfsleyfi og að heilbrigðisnefnd leiti eftir atvikum umsagnar Skipulags- stofnunar áður en starfsleyfi er gefið út. Verður að gera ráð fyrir að slík ákvæði séu til að tryggja að fyrir- huguð starfsemi sé í samræmi við landnotkun samkvæmt gildandi skipu- lagsáætlun. Ekki var leitað umsagnar Skipulagsstofnunar áður en starfsleyfi vegna veitinga- og ráðstefnuhúss var gefið út. Skipulagsstofnun ítrekar þá afstöðu stofnunarinnar að rekstur framleiðslueldhúss sé ekki í samræmi við staðfesta landnotkun í Löngulág samkvæmt aðalskipulagi Vestmanna- eyja 1988-2008." Bréf þetta á eftir að taka fyrir í skipulagsnefnd sem og bæjarstjóm og má búast við að það verði gert á allra næstu dögum. í bréfinu koma einnig fram upplýsingar um að heilbrigðisnefnd Suðurlands telji ekki ástæðu til að breyta viðmiðunarmörkum vegna hávaðatakmarkana á samkomum. Myndlistarvor íslandsbanka: Fótboltamennirn hennar Huldu Myndlistarvor íslandsbanka, það fjórða í röðinni, hófst með sýningu Huldu Hákon á föstudaginn. Sýn- ingarnar eru að venju í Vélasalnum sem löngu er orðinn þekktur meðal okkar hclstu myndlistar- manna sem margir hverjir hafa tekið þátt í myndlistarvorinu. Það höfðu ekki margir trú á að hugmynd Benedikts Gestssonar, fytT- um blaðamanns á Fréttum, að Myndlistarvori íslandsbanka, yrði langlíf. Það má þakka góðum stuðningi Islandsbanka og elju og dugnaði Benedikts, þekkingu hans á myndlist og góðum tengslum inn í raðir listamanna. Börkur Grímsson, bankastjóri íslandsbanka í Eyjum, sagði í samtali við Fréttir að Benedikt hefði komið til sín með hugmyndina að myndlistarvorinu og var hún þá strax að mestu fullmótuð. Bendikt vildi fá íslandsbanka í lið með sér, þar á bæ slógu menn til og segir Börkur að forstöðumenn bank- ans séu mjög ánægðir með hvemig til hafi teksit. Hingað til hafa eingöngu listamenn ÍBV á sinn fulltrúa á sýningunni og hann vakti athygli Egils og Jóhönnu. af fastaland:,iu sýnt á Myndlistar- vorinu en hopur sem Börkur fékk til liðs við sig í stað Benedikts ákvað að fara nýjar leiðir og fá listamenn sem búa í Vestmannaeyjum eða tengjasl þeim með einum eða öðrum hætti. Þó fyrirvarinn væri ekki langur var Hulda Hákon tilbúin að að ríða á vaðið á myndlistarvorinu 2002 og á eftir henni koma Benno, Lína Rut og Bjami Ólafur. Tengsl Huldu við Vestmannaeyjar eru að hún á ættir að rekja hingað eins og maður hennar. Þá eiga þau hús við Skvísusund sem þau em að lagfæra. Öll em hin búsett í Vestmannaeyjum. Þá að sýningu Huldu sem sýnir að þessu sinni 15 portrett af fótbolta- mönnum. Það er víða leitað fanga, þar sem leikmann IBV er að finna meðal knattspyrnumanna frá Englandi, Færeyjum, Suður-Ameríku, Banda- ríkjunum og víðar. Auk þess er eitt verk þar sem fjölda andlita er að finna. Ekki verður lagt listrænt mat á sýninguna en myndimar em athyglis- verðar og alveg þess virði að líta við í Vélasalnum og berja myndirnar BÖRKUR, Hulda og Sigrún Inga forseti bæjarstjórnar. augum. Það þarf talsvert hugmynda- flug til að láta sér detta í hug þetta viðfangsefni því knattspyrnumenn hafa verið svolítið eins og ósnert- anlegir í sínum heimi. I augum margra er knattspymuvöllurinn smækkuð mynd af daglega lífinu þar sem hver reynir að ota sínum tota, tækla og toga, ýta, hrinda og stjaka. Kúnstin er að gera þetta án þess að fá gula spjaldið og alls ekki það rauða. En það gerist bæði í daglega lífinu og í knattspymunni að mönnurn hleypur kapp í kinn og þeir sjást ekki fyrir. Kannski em það einmitt örlög fótboltamannanna hennar Huldu, þeir eru svoldið eins og þeir hafi verið gómaðir og em fyrir vikið haiftómir á svipinn. Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.