Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. mars 2002 Fréttir 13 Þrír þreyttu Guðlaugssundið þegar 18 ár voru frá Helliseyjarslysinu: I þágu öryggismála á sjó Á þriðjudagsmorgun syntu Matt- hías Sveinsson, vélstjóri, Magnús Kristinsson, útvegsbóndi og Kristján Gíslason, stjórnarfor- maður Eykis, Guðlaugssundið en þann dag voru átján ár frá því að Guðlaugur Friðþórsson synti til lands eftir að Hellisey VE sökk austur af Eyjum. Hver og einn synti sex kílómetra eða sömu vega- lengd og Guðlaugur gerði þegar hann bjargaðist. Friðrik Ásmundsson hefur frá upp- hafi haft umsjón með sundinu. „Nemendur Stýrimannaskólans syntu íyrst 1985 og ég hef reynt að halda því gangandi síðan. Tilgangurinn með sundinu er að minna á öryggismál sjómanna og við hvetjum í því sam- bandi útgerðarmenn og sjómenn til að hafa öryggisbúnað og tæki í lagi. Einnig að þeir sem em í landi og starfa við björgunar- og öryggismál séu ekki með neitt hangs og hik þegar neyð er. Noti þegar í stað öll þau tæki sem best henta hvetju sinni.“ Þegar Friðrik er spurður hvemig gangi að fá menn í þetta segir hann það ekki hafa verið neinn vandi meðan Stýrimannaskólinn var hér í Eyjum. „Þá var maður með þetta allt í vasanum en það hefur þó gengið þokkalega síðan. Eg talaði við Magnús Kristinsson núna fyrir sundið og spurði hvort hann ætlaði ekki að synda Guðlaugssundið með Kristjáni Gíslasyni. „Ef ég má byrja kl. 05.00 um morguninn af því ég þarf að mæta í vinnu kl. 08.00,“ sagði Magnús og hringdi svo hálftíma seinna og sagði „Kristján kemur á mánudag, og sefur hjá mér. Vignir opnar íþróttamið- stöðina kl. hálf fimm og við stingum okkur út í kl. fimm.“ Það sem stendur upp úr varðandi þetta sund er að maður bara dáist að hreysti og æðmleysi Guðlaugs þegar maður verður vitni af þessu sundi öll þessi ár,“ sagði Friðrik. Matthías Sveinsson, vélstjóri á Þór- HVÍLA þreytta vöðva í heitapottinum. Kristján, Magnús og Matthías að sundinu loknu. unni Sveindóttur VE sem verður 59 ára á þessu ári, sagði í viðtali að ástæða þess að hann tók þátt í sundinu hefði fyrst og fremst verið sú að Jói á Andvara hefði beðið sig um það., Jói ætlaði að synda en komst ekki, þannig að ég sló til. Eg fer mikið í laugina þegar ég er í landi en syndi aldrei meira en tuttugu til fjörutíu ferðir sem eru 500 til 1000 metrar. Þetta voru hins vegar 6000 metrar og við mætt- um upp úr fimm um morguninn og syntum um 240 ferðir. Vignir þurfti að sjálfsögðu að opna sundlaugina fyrr en venjulega og það var Friðrik Ás- mundsson sem taldi ferðimar hjá okkur. Eg vartværklukkustundirog Ijömtíu og tvær mínútur og synti bæði bringu- og baksund. Magnús synti þetta á tveim og fjörutíu en Kristján Gíslason synti á einni fjömtíu og fimm en hann synti mest skriðsund. Þetta er að sjálfsögðu lítið afrek hjá okkur miðað við hjá Guðlaugi Friðþórssyni. Það getur enginn skilið hvemig hann fór að þessu í köldum sjónum og myrkri. Það var gaman að taka þátt í þessu og halda með því afreki Guð- laugs á lofti,“ sagði Matthías. Magnús Kristinsson, sem verður 52 ára á árinu, sagði að hann hefði alltaf haft áhuga fyrir þessu sundi sem minnir á afrek Guðlaugs og um leið baráttu sjómanna fyrir öryggismálum. „Eg hef alltaf haft gaman af því að synda og hef tekið þátt í þessu sundi áður. Árið 1997 var ég tvær klukku- stundir og tuttugu mínútur, 1999 var ég tvær, þrjátíu og fimm mínútur, 2000 tvær fjömtíu og fjórar mínútur og 2002 var ég tvær og fjörutíu. Kristján Gíslason, stjórnarformaður Eykis kom hingað gagngert til að taka þátt í þessu með okkur en hann er mikill áhugamaður um sund. Ég viðurkenni að ég var mjög þreyttur og tuttugu síðustu ferðirnar tóku vel í. Ég þarf að æfa mig betur fýrir næsta sund. Ég finn fyrir harðsperrum en mætti auðvitað til vinnu í morgun. Það var mjög gaman að Guðlaugur heiðraði okkur með nærvem sinni en það eru átján ár síðan hann þreytti þetta sund. Ég hef oft hugsað urn hvemig hann af mikilli elju og þrautseigju gat þetta. Ég hugsa ekki síst til þess þegar þreytan fer að segja til sín þó svo ekki sé hægt að líkja þessu saman. Það er tvennt ólíkt að synda þetta í upphitaðri sundlaug eða við þær aðstæður sem Guðlaugur synti,“ sagði Magnús að lokum Prestar og kórar Grafarvogskirkju í heimsókn: Fimm prestar og fjórir kórar Vora samankomnir í Landakirkju í einni og sömu messunni Um síðustu helgi heimsóttu góðir gestir Eyjarnar, prestar Grafar- vogskirkju komu hingað ásamt kórum kirkjunnar og sóknarnefnd. Fimm prestar þjónuðu fyrir altari í messu á sunnudagsmorgun. Það vom. sr. Vigfús Þór Ámason, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir sr. Bjami Þór Bjamason ásamt Kristjáni Bjömssyni og Bám Friðriksdóttur. Kór Grafar- vogskirkju og unglingakór söng við messuna ásamt kór Landakirkju og Litlum lærisveinum. Anna Cwalinska söng einsöng með kómnum. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og Hörður Bragason organisti Grafar- vogskirkju tóku þátt í æðmleys- ismessu um kvöldið en þær höfða sérstaklega til þeirra sem nýta sér stuðning AA kerfisins og systurfélags þess. Sr. Anna flutti hugvekju en hún hefur margoft leitt slíkar messur í Reykjavík. Gestakóramir vom með tónleika í Safnaðaheimilinu á laugardeginum og héldu sína árshátíð um kvöldið í Höllinni. Sr. Kristján Bjömsson sóknar- prestur sagði að allar athafnimar hefðu hefðu mátt vera duglegri að mæta en reikninginn. Það var frábært að fá okkur öll,“ sagði Kristján. tekist mjög vel. „Vestmannaeyingar ófærð vegna sjókomu setti strik í þessa gesti og virkileg upplyfting fyrir PRESTARNIR fimm, f.v. Bjarni Þór, Anna Sigríður, Kristján, Bára og Vigfús Þór. Mynd: Sigurgeir. Spurt er... Æflar þú að kíkja á Mynd- listarvor Islands- banka? Scheving athafna- -Ég hef gert það hingað til og býst við að ég bregði ekki út af þeim vana. Sigmar Pálmason fiutninga- bflstjóri -Já, það ætla ég að gera. Arnar Richardsson þjónustu- stjóri Landssímans -Já el'ég hef tfma þá væri kannski gaman að kíkja á það. Steinunn Jónatansdóttir hjúkr- unarfræðingur -Já, ég á alla vega eftir að kíkja á sýn- inguna hjá Bjarna Ólafi. Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdarstjóri -Já ég á von á því. Hef reynt að kfkja á þá menningu sem er í boði. Arnór Páll Valdimarsson fram- kvæmdarstjóri -Já, hef hugsað mér það. Grímur Gíslason matreiðslu- meistari -Ég ætla að gera það efég hef tíma. Sigurgeir maður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.