Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Side 17
Fimmtudagur 14. mars 2002 Fréttir 17 Einu sinni frjálsíþróttamaður, Alltaf frjáls- íþróttamaður -segir Árny Heiðarsdóttir frjáls- íþróttakona og ein aðal drif- fjöðrin í Ungmennafélaginu Oðni til margra ára NÝ stjórn færði Árnýju blóm fyrir vel unnin störf fyrir Umf. Óðin. Frá vinstri Helga Vestmann, Margrét Helgadóttir, Jóna Björk Grétarsdóttir og Árný. Vestmannaeyjar hafa í gegnum tíðina getið af sér afreksfólk í hinum ýmsu greinum íþróttanna en snemma ó síðustu öld voru afreksmenn í frjólsum íþróttum gjarnan úr Eyjum. Síðan þó hefur mikið vatn runnið til sjóvar í heimi frjólsíþróttanna en síðustu ór hefur orðið endur- vakning í frjólsum í Eyjum. Það var ekki síst fyrir tilstilli Arnýjar Heiðarsdóttur að byrjað var að nýju að æfa frjólsar íþróttir í Eyjum órið 1985 eftir rúmlega 13 óra hlé. Ámý hefur ásamt fjölskyldu sinni, þeim Olafi Guðjónssyni eigimanni sínum og bömunum þremur, Karen, Guðjóni og Áma Óla verið ein styrk- asta stoð Ungmennafélagsins Óðins og því starfi sem þar fer fram en til gamans má geta þess að Ólafur er sá eini sem ekki hefur orðið íslands- meistari í fijálsum í fjölskyldunni. Auk þess að þjálfa og sinna stjómunarstörfum hefur Ámý einnig lagt hart að sér sem ftjálsíþróttamaður. Afrekaskrá Ámýjar er glæsileg, hún er margfaldur Islandsmeistari, fjórir Norðurlandameistaratitlar og einn Evrópumeistaratitill auk þess að setja tvö Evrópumet. Hefur auk þess unnið til tveggja silfurverðlauna á Heims- meistaramótum. Þá hefur Ámý einnig verið veitt gull-, silfur- og bronsmerki UMFÓ, silfurmerki UMFI og silfur- og bronsmerki FRI. Nú hefur hún hins vegar tekið þá ákvörðun að hætta eftir sautján ára starf. Pabbi kom mér af stað „Eg byrjaði aftur 1985 en þá kom Anna Día Erlingsdóttir til Eyja sem íþróttakennari og henni fannst vanta fijálsar íþróttir í Eyjum. Henni var þá sagt frá því að ég hefði verið í frjálsum á mínum yngri ámm. Hún hafði samband við mig og ég sló til. Eg byrjaði nú bara á því að aðstoða hana en smám saman óx mitt hlutverk. Eftir tvö ár flutti Anna Día frá Eyjum og ég tók alfarið við,“ segir Ámý. Upphafið að áhuga á fijálsum rekur Amý til fóður síns. „Pabbi minn sá um frjálsar íþróttir hjá Þór á sínum tíma og það má segja að hann hafi komið mér af stað. Eg var reyndar í handbolta líka en sá svo að ég þyrfti að velja um hvora íþróttina ég vildi leggja fyrir mig. Valið var ekki erfttt. Mér fannst það alltaf meira kreíjandi að þurfa að standa sig í einstaklingsíþrótt heldur en hópíþrótt. Ég var líka farin að ná ágætis árangri. Var komin í landslið íslands en hætti svo um sextán ára aldurinn, pabba til mikillar mæðu,“ segir Ámý og brosir. Hvemig kom það til að þú fórst að œfa frjálsar íþróttir aftur, komin á fertugsaldurinn ? „Þegar ég fór að þjálfa byrjaði ég auðvitað á að láta krakkana hlaupa og hita upp. Svo fór maður að hreyfa sig með þeim og á endanum var ég farin að æfa sjálf á fullu. Frjálsíþrótta- maðurinn virðist alltaf vera í manni, einu sinni frjálsíþróttamaður alltaf frjálsíþróttamaður, þannig að mér fannst mjög gaman að byrja aftur og gerði það fyrst og fremst ánægjunnar vegna.“ Margs að minnast Hvað stendur svo upp úr á ferlinum ? „Mér fannst alltaf rosalega gaman að keppa og frnnst það enn. Kannski fyrst og fremst af því að ég hætti svona ung þá fannst mér ég vera að vinna upp glötuð tækifæri á frjáls- íþróttavellinum. Ég byrjaði aftur að keppa 36 ára gömul. Þá fór ég á mitt fyrsta Norðurlandamót sem var haldið í Danmörku. Á seinni ámm hef ég fengið að upplifa það sem ég hefði átl að gera þegar ég var ung. Ég hef t.d. farið fimm sinnum á Norðurlandamót, hef farið á Evrópumeistaramót og orðið Evrópumeistari og svo hef ég farið á tvö heimsmeistaramót sem eru mér mjög minnisstæð. Karen fylgdi mér nánast á öll þessi mót. Ferðalögin eru líka hluti af því sem stendur upp úr á ferlinum. Það var alveg einstakt að fá tækifæri til að skoða heiminn. Ég efa að ég hefði nokkum tímann farið til Suður-Afríku nema vegna þess að ég tók þátt í Heimsmeistaramótinu þar 1997.“ En eitt finnst Ámý standa upp úr og það er bikarmótið á síðasta ári. „Gaui, sonur minn, var formaður Óðins og hann langaði að fara með lið á bikarmót FRÍ en Óðinn hefur aldrei átt lið þar. Hann safnaði saman liði og var alltaf að reyna að fá mig til að koma með en ég hafði átt í erfiðum meiðslum og var eiginlega búin að ákveða að hætta. En viku fyrir mót ákvað ég að slá til. Ég fór á eina æfrngu á malarvellinum með Áma Óla syni mínum sem er góður sleggjukastari. Hann þurfti að kenná mömmu sinni sleggjukast sem hafði aðeins kastað sleggju einu sinni áður. I sjálfri keppninni hjálpaði hann mér og bætti ég mig um einn metra í hverju kasti. Ég varð í 4. sæti og setti íslandsmet öldunga. Formaður FRI kom til okkar og tók í höndina á okkur og þakkaði mér frábært afrek. Það sem var svo eftirminnilegt frá þessu móti var að í liðinu var ég, mamman ásamt bömunum mínum þremur. Það er í fyrsta sinn sem það ÁRNÝ, með börnin. Karen, Árný, Guðjón og Árni Óli. Á heimsmeistaramóti öldunga í Suður-Afríku árið 1997 varð Árný í öðru sæti í þrístökki. náð miðað við hversu slæm aðstaðan er. Ég get nefnt t.d. Vigdísi Sigurð- ardóttur, Steingrím Jóhannesson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem öll vom nokkuð efnileg í frjálsum. Krakkamir fá þarna ákveðinn gmnn, snerpa, kraftur og liðleiki er fylgifiskur frjálsra íþrótta en mér hefur verið sagt að á ámm áður þegar ÍBV var að ná árangri í boltagreinunum þá var uppistaðan í liðinu strákar úr frjálsum." EVRÓPUmeistari í þrístökki í júlí 1996. gerist, að mamman keppi með bömunum sínum en við enduðum í þriðja sæti.“ Samkeppni við boltaíþróttir Nú áttu 17 ár að baki sem þjálfari; hefur eitthvað breyst á þessum árum ? „Krakkar hætta yfirleitt alltaf á vissum aldri og þá of ung. Oft em það boltaíþróttimar sem toga en þá koma inn yngri krakkar og maður verður að byrja upp á nýtt. Ég er ekki í vafa um það að aðrar íþróttagreinar í Eyjum hafa notið góðs af því að krakkamir vom í frjálsum. Það er í raun ótrúlegt hversu góðum árangri við höfum oft Ungmennafélagsandinn heillaði Auk þess að sinna þjálfun og iðka íþróttina þá hefur Ámý með einum eða öðmm hætti komið að stjómun félagsins og þekkir því vel til sögu þess. „Við vorum fyrstu árin sem frjáls- íþróttadeild ÍBV en svo gerðumst við Ungmennafélagið Óðinn á þeim forsendum að þá fengum við keppn- isrétt á Landsmótinu. Svo var líka annað sem réði þeirri ákvörðun, en það var þegar við sendum lið til keppni til Reykjavíkur þá var gisti- kostnaður oft mjög hár en meðlimir f Ungmennafélaginu fengu mun ódýrari gistingu. Ungmennafélagsandinn heillaði líka svolítið, þar sem allir hjálpast að og félagamir reyna að skila sínu aftur til bæjarfélagsins. Við fómm t.d. á hverju ári og hreinsuðum bæinn,“ segir Ámý. Og Ámý heldur áfram: „Mér frnnst Óðinn hafa dafnað mjög vel í gegnum tíðina. En það er alveg á hreinu að þetta hefði aldrei verið hægt nema með aðstoð þeirra ijölmörgu sem hafa starfað með okkur og gera enn. Ég neita því ekki að oft hefur þetta verið mjög erfitt eins og með aðstöðuleysið en þetta er nánast upp á sveitamátann þar sem við emm jafnvel að æfa úti á túni. Smám saman hefur þetta hins vegar verið að batna. Núna emm við með tartandúk fyrir hástökk og lang- stökk en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Öli, maðurinn minn, tók sig til og lagaði langstökksgryíjuna sjálfur en hún var orðin ónothæf og í raun hættuleg. Hlaupabrautimar í kringum völlinn em ónýtar og eru bara slysa- gildrur en ég bind miklar vonir við nýja stjóm félagsins." Landsmót í Eyjum? „Við höfum verið að fá inn gott fólk til að taka við, Jóna Björk Grétarsdóttir hefur tekið að sér formennsku en hún er margfaldur Islandsmeistari og Ómar Garðarsson hefur tekið að sér að vera varaformaður. Nú em þau að velta því fyrir sér að sækja um Landsmótið árið 2004. Ef það gengi eftir þá yrði ég rosalega glöð. Þau hafa m.a. rætt við bæjaryfirvöld og þau hafa tekið vel í málið. Aðstaðan hér í Eyjum er frábær fyrir allar greinar nema frjálsar. Vestmanna- eyjar em íþróttaparadís og ég er ekki í vafa um að Landsmótið hér yrði eitt það glæsilegasta í langan tíma. Það eina sem þyrfti að gera væri að laga frjálsíþróttaaðstöðuna en ég geri mér grein fyrir því að það kostar mikla peninga. Ég er hins vegar ekki í vafa um það að ef aðstaða fyrir frjálsar batnaði þá yrði árangur krakkanna héma mjög góður á landsvísu. Við höfum í gegnuni tíðina verið með bestu afrekin miðað við aðstöðuna hér í Eyjum. Ég hef kannski ekki verið nógu frek og ekki rifið nógu mikið kjaft til að fá mitt fram,“ segir Ámý og hlær. Árný undirstrikar hversu gott samstarf hún hefur átt við þá tjöl- mörgu sem hafa hjálpað til í gegnum tíðina. „Mig langar fyrst og fremst að þakka þeim fjölmörgu sem hafa aðstoðað okkur í gegnum árin. Sama hversu lítið það hefur verið þá em það verk sem þarf að inna af hendi. Hólmfríður Júlíusdóttir á sérstakan heiður skilinn fyrir sitt framlag og það var einstakt að hafa hana innan okkar vébanda enda er hún hörkukven- maður,“ sagði Ámý að lokum. -jg'

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.