Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 19
Fimmtudagur 14. mars 2002 Fréttir 19 Handbolti Essodeild karla: IBV 32 - Afturelding 28 Bráðnauðsynlesur sigur -Það er ekki nógu gott hjá okkur hvaó við erum að fá á okkur mikió af mörkum, segir Arnar Pétursson Karlalið IBV tók á föstudagskvöldið á móti Aftureldingu en gestirnir hafa lengst af verið í fjórða sæti deild- arinnar en IBV hefur verið að gera harða hríð að þessu vinsæla sæti. Leikurinn bar þess líka merki að mikið var undir, Afturelding gat með sigri færst upp um sæti í deildinni en ÍBV þurfti nauðsynlega að sigra til að halda sér við toppinn. Það tókst að lokum eftir mjög jafn- an leik en strákamir sigu fram úr á lokakaflanum og nældu sér í mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitum. Lokatölur urðu 32-28 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15-15. Amar Pétursson, fyrirliði IBV sagði að þrátt fyrir sigurinn þá megi enn gera betur. „Það er ekki nógu gott hjá okkur hvað við emm að fá á okkur mikið af mörkum en þetta hefur þokast í rétta átt að undanfömu. Við reyndar skomm mikið á meðan en þetta er eitthvað sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þetta var hörku- leikur enda em þeir með hörkulið og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Þetta vom mjög mikilvæg stig sem við fengum því þetta var spuming um fimmta eða níunda sætið. Þetta er orðið svo jafnt þarna um miðja deild að einn ósigur getur jafhvel sent okkur út úr úrslitakeppninni." Mörk IBV: Mindaugas Andriuska 9, Svavar Vignisson 6, Jón Andri Finnsson 6/4, Petras Raupenas 5, Sigurður Ari Stefánsson 2, Amar Pétursson 2, Kári Kristjánsson 1/1, Sigþór Friðriksson 1. Varin skot: Hörður Flóki Olafsson 25/1. JÓN Andri Finsson, sem hér er að hugga leikmann Aftureldingar, skoraði sex mörk í leiknum. Handbolti Essodeild karla: Þór 35 - ÍBV 24 Rassskelltir fyrír norðan ARNAR og Petras Raupenas voru ánægðir með hlut ÍBV eftir sigurinn á Aftureldingu en sennilega hafa þeir ekki verið með hýrri há eftir leikinn fyrir norðan. Hópaleikur ÍBV og Frétta Ekkivar skorið merkilegt Ekki var skor helgarinnar merkilegt. Var algengt að menn væru með 7-9 rétta en einstaka hópar fóru niður í 6 rétta. IA- riðli hirtu Sig-bræður 2. sætið af Bonny and Clyde sem féllu niður í 5. sætið en eru þó aðeins tveimur stigum á eftir efstu hópum. B-riðilI var ekki eins spennandi og það eina markverða sem gerðist þar var að hópurinn Það er ekkert að frétta skaust upp um eitt sæti á kostnað Spýtnanna. Til gamans má geta þess að lakari röðin hjá Spýtunum var 3 réttir sem ég held að sé lakasta skor vetrarins „Til hamingju.“ Húskross kom sá og sigraði í C-riðli og fékk 10 rétta sem var besta skor helgarinnar. Með þessari glæsilegu frammistöðu eru þau komin með annan fótinn í átta liða úrslit. Þar á eftir koma Narfarnir og Van Basten jafnir að stigum og fast á hæla þeim eru SS og Flamingó. í síðustu umferð urðu smá mistök og átti Grænahlíð að fá 10 rétta í stað 7, hefur það hér með verið leiðrétt og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kiakinn er eins og Húskross kominn með annan fótinn í átta liða úrslit eftir að hafa stungið Kaffislettu af um helgina. Þykir undirrituðum líklegt að annaðhvort Kaffisletta eða Vinningsliðið fylgi þeim upp. Nú er aðeins ein umferð eftir og línur svona aðeins farnar að skýrast þó allt geti enn gerst. Verður spennandi að sjá hvernig næsta umferð fer og hverjir fara í átta liða úrslit. Virðingarfyllst Rexman J -Við höfum í raun enga afsökun fyrir því hversu slakirvió vorum, sagði Sigbjörn þjálfari ÍBV fór norður til Akureyrar á sunnu- daginn til að leika gegn Þórsurum en leiknum hafði verið frestað frá því daginn áður. Eyjamenn náðu aldrei takti í leiknum, lentu strax undir og áttu í raun aldrei möguleika gegn frískum Þórsurum. Þór sigraði í leiknum mjög sannfærandi með ellefu mörkum og hirti því öll fjögur stigin í viðureignum liðanna því þeir sigruðu ÍBV einnig hér í Eyjum í fyrri umferðinni. ÍBV byrjaði leikinn illa og lenti strax þremur mörkum undir. Sá mun- ur hélst framan af en undir lok hálfleiksins náðu heimamenn að tryggja sér fimm marka forystu. í hálfleik var staðan 15-10. Vonir IBV um að gera betur í seinni hálfleik urðu að engu þegar heima- menn náðu að auka muninn í sex mörk. Lokatölur urðu svo 35-24 sem þýðir að ÍBV fékk á sig tuttugu mörk í seinni hálfleik. Sigbjöm Óskarsson sagði að liðið hefði einfaldlega ekki verið tilbúið til leiks. „Við höfum í raun enga afsökun fyrir því hversu slakir við vorum. Þessi frestun á að fara eins í okkur og IBV mætti Stjömunni nánast í hreinum úrslitaleik um annað sætið í deildinni. Þó bæði lið eigi enn möguleika á efsta sætinu verður að teljast ólíklegt að Haukamir misstígi sig. Leikmenn ÍBV mættu mjög ákveðnir til leiks enda ólmir í að gera betur en í síðasta leik þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Víking. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir tíu mínútna leik átti ÍBV góðan leikkafla og í sundur dró með liðunum. Munurinn í hálfleik var þijú mörk, 10-13 fyrir ÍBV. Eyjastúlkur gerðu svo út um leikinn í upphafi þá og ferðalagið norður hefði ekki átt að sitja í mönnum. Við vomm bara alls ekki tilbúnir í slaginn auk þess gekk okkur allt í mót. Það má eigin- lega segja að það hafi ekkert gengið upp í leiknum. Við vomm andlausir og pirraðir, dómgæslan var okkur alls ekki í hag án þess þó að hún hafi ráðið úrslitum. Núna eigum við FH héma síðari hálfleiks og breyttu stöðunni úr 10-13 í 20-13. Stjömustúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin en lokatölur urðu 20-26 fyrir ÍBV. Ingibjörg Jónsdóttir sagði að í raun hefði lítil mótspyma Stjömunnar komið sér á óvart. „Við vomm í raun ekki að sýna neinn toppleik en mér fannst þær einfaldlega vera þungar. Við emm með meira léttleikandi lið á meðan þær treysta á reynsluna. Við keyrðum einfaldlega yfir þær á hraðanum. Ég hafði eiginlega aldrei áhyggjur af því að tapa þessum leik því á meðan vamarleikurinn og mark- heima annað kvöld og ég lofa því að við gemm betur í þeim leik. Ég var mjög ósáttur við hversu fáir mættu á leikinn gegn Aftureldingu og óska hér með eftir því að allir þeir sem haft tök á því að mæta, geri það. Við sáum það á móti Haukum þegar húsið var fullt hversu góð stemmning var og það skilar sér inn á völlinn." varslan er í lagi hjá okkur þá eiga liðin í deildinni ekki möguleika á móti okkur. Núna eigum við tvo leiki eftir, útileik gegn Val og svo heimaleik gegn KA/Þór og við verðum einfald- lega að vinna þessa leiki ef við ætlum okkur annað sætið. Það er í okkar höndum og við ætlum okkur heima- leikjaréttinn í úrslitunum." Mörk ÍBV: Theodora Visokaite 8, Dagný Skúladóttir 6, Ana Perez 4, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Andrea Atladóttir 2, Anita Eyþórsdóttir 1, Isabel Ortiz 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16. Essodeild kvenna: Stjarnan 20 - ÍBV 26 Annað saetið innan seilinsar Breyttur leiktími í síðusu viku var tekin ákvörðun um að breyta leiktímanum í Símadeild karla í tilraunaskyni. Þeir leikir sem eru á virkum degi heljast nú klukk- an 19.15 í stað 20.00. Helstu rökin fyrir þessum breytingum eru m.a. hagræðing fyrir lið sem þuifa að ferðast í sína leiki. Leiktíminn er fjölskylduvænni bæði fyrir leik- menn og áhorfendur en einnig kallar breytt þjóðfélagsmynstur á breytinguna. Breytingin verður hjá Símadeikl karla til að byrja með en ekki er ólíklegt að á næsta áii verði leiktíma flestra leikja breytt á þessa lund. Stuðningsmenn ÍBV í Eyjum verða ekki mikið varir við þessa breytingu því aðeins tveir leikir fara fram á virkum degi en alls spilar ÍBV fimm útileiki á þessum tíma. KFS steinlá í deildarbikarnum -stelpurnar gerðu jafntefli við Þrótt R. KFS spilaði sinn fyrsta leik í deild- arbikamum um helgina en þá mætti liðið I. deildarliði Aftureldingar. KFS stillti upp mjög vængbrotnu liði og ekki bætti úr skák þegar Þorsteinn Gunnarsson, markvörður liðsins, fékk rautt spjald eftir hálftíma leik. KFS tapaði leiknum 7-2 eftir að staðan hafði verið 2-0 í hállleik. Mörk KFS skoruðu þeir Óðinn Steinsson og Yngvi Borg- þórsson. Kvennalið ÍBV spilaði einnig sinn fyrsta leik í deildarbikarnum um helgina en á sunnudaginn mætti liðið Þrótti frá Reykjavík. Loka- tölur leiksins urðu 1-1. Kjartan meiddist en Venni spilaði Það fór víst ekki framhjá nokkrum manni að íslenska karlalandsliðið spilaði í síðustu viku gegn einu sigursælasta landsliði fyrr og síðar, því brasilíska, en leikurinn fór fram í Brasilíu. Eyjamenn áttu tvo fulltrúa, Kjart- an Antonsson, leikmann IBV og Eyjapeyjann Sigurvin Ólafsson, leikmann KR. Meiðsli í nára tóku sig upp hjá Kjartani ytra en Venni kom inn á tæpum hálftíma fyrir leikslok. Jöfnunarsjóður samþykktur Um helgina fór fram ársþing HSI en fátt markvert gerðist á því þingi. Það sem helst vakti athygli var að ákveðið hefur verið að koma á jöfnunarsjóði til slyrktar liðum á landsbyggðinni. Reyndar var til- lagan samþykkt með töluverðum breytingum þannig að nú greiðir hvert lið í efstu deild heilar 50 þúsund krónur í jöfnunarsjóðinn. Framundan Föstudagur 15. mars Kl. 20.00 ÍBV-FH Essodeild karla Þriðjudagur 19. mars Kl. 20.30 IBV-ÍA Deildarb. kvenna Asvöllum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.