Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 14
14 Fréttir Fimmtudagur 14. mars 2002 Einn af 200 fallegustu og bestu völlum Evrópu og eitt best varðveitta leyndarmól golfara er meðal þess sem erlendir blaðamenn segja um golfvöllinn í Eyjum - Forróðamenn GV eru ó sama móli og vilja sjó fleiri kylfinga , bæði innlenda og erlenda sem hér geta stundað íþróit sína við fyrsta flokks aðstæður Allt of fáar konur SIGURJÓN, Helgi og Elsa eru ekki í vafa um að golfvöllurinn í Vestmannaeyjum sé einn sá besti á landinu og enginn völlur er lengur í notkun á hverju ári. Og eitt er víst, umgjörðin er stórkostleg. Áhugamál manna eru mismunandi og mistíma- frek. Golfástundun hefur vaxið mikið undanfarin ár á landinu og Eyjamenn hafa ekki farið varhluta af því. Ekki skemmir fyrir að hafa við bæjardyrnar einn fallegasta og skemmti- legasta golfvöll landsins. Hinn dæmigerði kylfingur er sá sem dustar rykið af kylfum sínum í apríl, drífur sig á völlinn í byrjun maí og leggur kylfunum aftur um mánaðamótin septem- ber-október. En það er líf og fjör allt árið í golf- skálanum og sannarlega engin ástæða til að láta kylfurnar rykfalla yfir hávet- urinn. Starf golfklúbbs er æði viðamikið og koma þar margir að. Yfirstjórn er kosin til árs í senn og hefur Helgi Bragason veitt henni forstöðu undanfarið. Þá eru starfandi ýmsar undir- nefndir, t.d. kappleikja- nefnd, vallarnefnd, hús- nefnd og aganefnd. Markaðs- og kynningar- nefnd var svo sett á laggirnar á síðasta aðal- fundi og er meginhlutverk hennar að starfa að sérstökum fjáröflunarverk- efnum fyrir GV. Auk þess er framkvæmdastjóri starf- andi allt árið og hefur síðan í febrúar 2001 verið Elsa Valgeirsdóttir. En það er ekki tekið út með sældinni einni saman að reka klúbbinn. Skuldir eru miklar og eru þær til- komnar vegna stækkunar vallarins úr níu í átján holu golfvöll og stækkunar á klúbbhúsinu sem nú er eitt það glæsilegasta á land- inu. Einn fallegasti og skemmti- legasti völlur landsins Framkvæmdir undanfarinna ára hafa gert það að verkum að nú er einn glæsilegasti golfvöllur landsins í Eyjum og ekki síður ein besta aðstaða sem kylfingum býðst. Virtir erlendir golffréttamenn spara ekki stóru orðin þegar fjallað er um völlinn í Eyjum. „Einn af 200 fallegustu og bestu völlum Evrópu." og „Eitt best varðveitta leyndarmál goifara," eru meðal fyrirsagna sem birst hafa í erlendum tímaritum. Þama er um að ræða t.d. sænska tímaritið Svensk Golf og Paradise Golf. Því mætti ætla að það sé dýrt að stunda íþróttina í Vestmannaeyjum, en svo er þó ekki. Reyndar verður seint talað um ódýrt áhugamál í sömu andrá og golf er nefnt, en þó standa þeir sig vel gagn- vart öðrum sambærilegum stöðum. Leggst ekki í vetrardvala Yfir vetrartímann þegar völlurinn sjálfur er á kafi í snjó, eins og nú er, þá er ýmislegt í gangi í klúbbnum og í raun kemur það á óvart hversu virkt starfið er. Fyrir nokkrum ámm var stofnað félag um kaup á golfhermi og með því er enn og aftur ráðist í að skapa félögunum bestu fáanlega aðstöðu. Er hermirinn kominn í sérherbergi í golfskálanum. Þannig er hægt með góðu móti að heimsækja hinn fræga St. Andrews eða spila skógi vaxinn Pebble Beach í Bandaríkjunum, eitthvað sem golfarar fá seint að prófa í Eyjum. Eins eru æfingatímar í íþróttamiðstöðinni á sunnudagsmorgnum þar sem unglingum gefst kostur á að æfa stutta spilið undir leiðsögn Elliða Aðal- steinssonar, Eyþórs Harðarsonar, Grétars Jónatanssonar og fleiri góðra kappa. Fleira er í bígerð, t.d. nýliða- og kvennakynning sem við ætlum að fræðast nánar um hér. Aðstaða til að taka við miklu fleiri félögum Helgi Bragason formaður Golf- klúbbsins, Elsa Valgeirsdóttir fram- kvæmdastjóri og Sigurjón Pálsson hönnuður golfvallarins urðu fyrir svörum og byrjuðum við að spjalla um skipulag klúbbsins og stjóm. Helgi sagðist halda að almenn sátt væri um stjómina. ,Auðvitað er aldrei 100% sátt um allt sem stjómin gerir í svona félagi en almennt er hún góð,“ sagði Helgi. Hlutverk Elsu Valgeirsdóttur fram- kvæmdastjóra er að sjá um daglegan rekstur klúbbsins. Yfir vetrartfmann er það mikið til undirbúningsvinna fyrir komandi sumar en hvað er annað í gangi? „Það er reynt að vera með mót þegar vel viðrar, sem hefur því miður verið sjaldan í vetur. Einnig eru hér alltaf einhverjir í morgunkaffi svo er reksturinn á golfherminum ásamt undirbúningi fyrir komandi sumar. Svo er nýjung hjá okkur að vera með inniæfingar. Við fengum nýverið aðstöðu í íþróttahúsinu til æfinga og á fundi íþróttaráðs á föstudaginn var okkur svo úthlutað meiri tíma og ber að þakka íþróttaráði sérstaklega fyrir skjót viðbrögð. Nú höfum við salinn frá tíu á sunnudagsmorgnum til klukk- an tvö eftir hádegi og þar geta kylfmgar komið og æft sveifluna og fleira. Eins hefur nýverið verið tekin sú ákvörðun að efla nýliða- og kvennastarf og mun Ragnar Guð- mundsson hafa yftmmsjón með þeim þætti. Síðasta sunnudag var fyrsti kvennatíminn og virðist vera áhugi hjá konunum að nýta sér þetta,“ sagði Elsa. Helgi bætti við að það vantaði meira líf í húsið yfir vetrartímann, bæði til að lífga félagsstarfið upp yfir háveturinn og auka tekjumöguleika klúbbsins. Eru klúbbfélagar duglegir að koma í heimsókn í skálann? „Það er alltaf eitthvað rennerí á félagsmönnum í kaffi. Þetta er vissulega fastur kjami sem er hér í kaffi og það læðast alltaf einhverjir nýir með. Eins höfum við reynt að bjóða upp á góða verslun hér á golf- vörum, vomm t.d. með mikið úrval af golfvömm í kringum jólin, sem var tilvalið í jólapakkana fyrir kylfinga,“ sagði Elsa og Helgi bætti við að nefndastarf væri mjög virkt yfir vetrar- tímann. Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu £ÍI 131 rJjJjB Æ£S& sasssB ióír

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.