Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Side 1
HERJÓLFUR
VETRARAÆTLUN
Frá Frá
Veitm.cyjum Þorl.höfn
Mánu-til laugardaaa.08.15 12.00
Aukaferð föstudaga.16.00 19.30
Sunnudaga..........14.00 18.00
HERjÓLFUR
Unifi2Í2f
Upplýsingasfmi: 481-2800 * www.harjolfur.is
30. árg. • 2. tbl. • Vestmannaeyjum 9. janúar MQ3 * Verð kr. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is
Eyverjar héldu sitt árlega grí-
muball í Alþýðuhúsinu á þret-
tándanum. Að venju var mikið
um skemmtilega búninga en
Erna Grímsdóttir, stjórnarmaður
í Eyverjum, segir þá hafa verið
óvenju marga í ár. „Það voru
margir flottir búningar og erfitt
að gera upp á milli þeirra en
það komu fleiri krakkar á ballið
til okkar í ár en í fyrra.“
Fyrstu verðlaun fékk Sædís
Birta Barkardóttir, sem borð
með kransatertu. Önnur verð-
laun hlaut Kristinn Pálsson sem
var jólasveinn í jólakorti. Þriðju
verðlaun fékk Rakel Ýr Leifs-
dóttir en hún var sólblóm.
Verðlaun fyrir besta keypta
búninginn fékk Eydís Ógn
Guðmundsdóttir en hún var
Lína langsokkur. Verðlaun fyrir
frumlegasta búning fékk Sigrún
Bryndís Gylfadóttir en hún var
draugur með hausinn undir
hendinni. Einnig voru veitt
verðlaun fyrir danskeppni og
ýmislegt til gamans gert.
Jólasveinar komu í heimsókn
enda virtist unga kynslóðin
skemmta sér vel á ballinu.
Myndin til hliðar er af þret-
tándagleðinni á malarvellinum
en sigurvegarinn á grímuballinu
er á hinni myndinni.
Brennuvargur á ferð?
Þann 4. janúar varð tjón af völ-
dum elds í kjallara Sælahússins
við Flatir. Virðist sem kveikt hafi
verið í húsinu en einnig hefur
lögreglu verið tilkynnt tvisvar
um skemmdir af völdum elds við
Lifrarsamlagið á stuttum tíma.
Þann 10. desember var lögreglu
tilkynnt um tjón af völdum elds í
kaffistofu Lifrarsamlagsins sem er í
suðurenda hússins. Rúða hafði
verið brotin og einhverju hent inn
um gluggann þannig að eldur
kviknaði í gluggatjöldum en náði
ekki að valda verulegu tjóni.
Atburðurinn er talinn hafa átt sér
stað þann 9. desember en þess má
geta að ísfélagsbruninn átti sér stað
þann 9. desember 2000.
Að kvöldi 4. janúar kviknaði eldur
við hurð Lifrarsamlagsins sem
sviðnaði en skemmdir urðu ekki
aðrar. . Greinilegt var að bensín eða
olía var notuð við íkveikjuna.
Þann 6. janúar barst tilkynning til
lögreglu um að eldur hafi kviknað í
kjallara Sælahússins við Flatir en
slokknað af sjálfu sér. Þó nokkrar
skemmdir urðu vegna reyks og sóts
en eldurinn virðist hafa kraumað í
nokkurn tíma í kjallaranum en
slokknað vegna súrefnisskorts. Allt
bendir til þess kveikt hafi verið í á
þessum tveimur stöðum sama
kvöldið eða að kvöldi 4. janúar.
Að sögn Tryggva Kr. Olafssonar,
rannsóknarlögreglumanns, sáu veg-
farendur til mannaferða við Lifrar-
samlagið 4. janúar en frekari
upplýsingar vantar. Hvetur hann þá
sem geta gefið upplýsingar um
grunsamlegar mannaferðir, hvort
sem er við Lifrarsamlagið eða
Sælahús, að láta lögreglu vita.
Framsóknarflokkur og Frjólslyndir funda:
Eygló í slaginn hjá Framsókn?
Nú er að komast skriður á fram-
boðsmál þeirra flokka sem ekki
enn hafa lagt fram lista sína í
kjördæminu. Framsóknarflokk-
urinn og Frjálslyndir hafa boðað
til fundar í Eyjum í kvöld.
Samkvæmt heimildum er hart sótt
að Isóffi Gylfa Pálmasyni, sem nú
situr í öðru sæti Framsóknar í
Suðurlandskjördæmi. Hann sækist
eftir þriðja sæti á lista flokksins í
Suðurkjördæmi og er Reyknesing-
urinn Drífa Sigfúsdóttir nefnd sem
helsti keppinautur um það sæti,
sem líklega verður baráttusæti
flokksins í vor.
Ekkert hefur heyrst úr herbúðum
Framsóknarflokksins um hugsan-
legan frambjóðanda úr Eyjum en
samkvæmt grein í Víkurfréttum er
nafn Eyglóar Harðardóttur fram-
kvæmdarstjóra ofarlega á lista.
Frjálslyndir boða opinn fund á
Lundanum í kvöld en samkvæmt
nýjustu fréttum hefur Magnús Þór
Hafsteinsson blaðamaður með
meiru gefið kost á sér í efsta sæti
listans. Fijálslyndir leita því út
fyrir kjördæmið eftir manni í efsta
sæti listans en Magnús er Skaga-
maður.
Svo gæti farið að Vinstri - grænir
geri það einnig því Ragnar
Stefánsson, jarðskjálftafræðingur
Dalvíkurbyggð, er orðaður við
efsta sætið hjá VG. Það hljóta að
vakna upp spumingar um styrk
flokkanna þegar leita þarf yfir í
önnur kjördæmi eftir leiðtogum.
- á öllum sviðum!
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Réttingar og sprautun
.SímL48.U125.
Skip og bíll
EIMSKIP í^mnriTI
sími: 481 3500
sími: 481 3500