Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Síða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Líkams-
árás og
stolið
áfengi
Alls voru 170 l'ærslur í dagbók
lögreglu í sl. viku seni eru nokkuð
fæni færsluren í síðustu viku.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu
í vikunni en hún átti sér stað í
heimahúsi að morgni 4. janúar sl.
Ekki var um mikla áverka að ræða.
Að kvöldi 4. janúar sl. var
tilkynnt um þjófnað á áfengi úr húsi
hér í bæ. Stuttu síðar var 15 ára
drengur handtekinn með þýftð og
viðurkenndi liann að hafa tekið það.
Einnig viðurkenndi hann að hafa
brotist inn í Hugin VE á aðfanga-
dagskvöld.
Tilkynnt var um skemmdir á
girðingu til lögreglu í vikunni.
Girðingin er norðan við Þorlaugar-
gerði en nokkuð hefur borið á því
áð klippt hefur verið á girðingar
suður á eyju. Það er með ólíkindum
að menn skuli finna þörf hjá sér að
skemma eigur annarra.
Jólaljósin loga
fram yfir 23.
janúar
íbúar Vestmannaeyja hafa verið
hvattir til að láta loga á jólaljós-
unum fram yftr 23. janúar. Bærinn
gengur á undan með góðu fordæmi
og ljósskreytingar á ljósastaurum,
jólatrjám í Bárugötu og við
Ráðhúströð lýsa upp skammdegis-
myrkrið.
Virðist sem þoiri bæjarbúa kunni
vel að meta þetta framtak og haft
ákveðið að láta Ijós á heimilum loga
áfram. Þykir þetta ekki síst við hæft
vegna þess að nú eru þrjátíu ár frá
því eldgos hól'st á Heimaey.
Víða annars staðar á Norður-
löndum er þessi siður viðhafður en
þá verða viðbrigðin ekki eins mikil
þegar ljósin fara, enda eru þau ekki
slökkt öll í einu.
Ekið utan í
bifreið
Þann 5. janúar sl. var tilkynnt um að
ekið hafí verið utan í bifreið sem
stóð við Hólagötu 27. Sá sem þama
var að verki tilkynnti eiganda
bifreiðarinnar ekki um óhappið
heldur ók á brott. Lögreglan óskar
eftir að vitni að þessu óhappi hafí
samband við lögreglu.
Fréttatilkynning vegna
jólaljósa í Kirkjugarði
Ljós munu verða látin loga fram
yfír 23. janúar. Ef einhver vill taka
niður ljós fyrir þann tíma getur hann
halt samband við Steisa í síma 897-
7507 eða Svein í 481-2244.
Hressómólið:
Oraunhæft tilboð
-að mati íþróttafulltrúa bæjarins
Á fundi íþróttaráðs, þann 3. janúar
sk, lá fyrir svar Guðmundar Þ.B.
Ólafssonar íþróttafulltrúa við fyrir-
spurn Guðrúnar Erlingsdóttur (V)
þar sem óskað er eftir nákvæmum
útskýringum hvað það var í tilboði
Líkamsræktarstöðvarinnar ehf.
sem var algjörlega óraunhæft.
í svari Guðmundar kemur m.a.
fram að í tilboðinu hafi verið gert ráð
fyrir að gerður verði sjö ára óupp-
segjanlegur samningur og telur ráðið
að slíkt sé algjörlega óraunhæft. Eins
kemur hvergi fram í tilboðinu að
Líkamsræktarstöðin ehf. greiði eina
einustu krónu í leigu fyrir aðstöðuna.
Slíkt tilboð er talið algjörlega óraun-
hæft.
Einnig felur tilboðið í sér að
rekstraraðilinn fái allartekjur sem inn
koma og í ár er gert ráð fyrir 3,2 millj-
ón króna árstekjum. Eins vill Lík-
amsræktarstöðin ehf. fá franúag
bæjarsjóðs til íþróttafélaga, aldraðra,
slökkviliðs og skóla og nemur sá
styrkur tæpum Ijórum milljónum
króna. Inni í þessum hóp eru þeir 200-
250 einstaklingar sem fá frítt í salinn í
dag.
Sævar Sveinsson sendi bæjarráði
bréf þar sem viðruð var sú hug-
mynd að opna aftur landhelgi í
kringum Vestmannaeyjar sem var
lokað árið 1993 til verndunar
fiskimiða.
Voru þá allar togveiðar bannaðar,
sama hvort um stór eða smá skip var
að ræða. Sævar kemur með þá hug-
mynd að opna svæðin fyrir minni tog-
og dragnótabátum og mætti t.d. miða
þessa opnun við báta með 500 hestafla
vélar eða minni og eingöngu með
fótreipi. Eins að svæðið væri aðeins
opið frá sjö á morgnana til sjö á
Samkvæmt þessu felur tilboðið m.a.
í sér að rekstraraðili fái á ársgrundvelli
tekjur, sem á þessu ári verða rétt
rúmar sjö milljónir. „Ef sömu tekju-
forsendur em notaðar fyrir næstu sjö
ár, felur tilboðið m.a. í sér tekjur til
rekstraraðila að upphæð 49.686.000.-
kr. á verðlagi dagsins í dag. Það er
talið nokkuð Ijóst að kostnaður við
rekstur Iþróttamiðstöðvarinnar muni
ekki lækka, sem neinu nemur, þrátt
fyrir að rekstur líkamsræktarsalar
verði falinn öðmm aðila, þá miðað við
núverandi starfsemi salarins. Þetta á
ekki síður við, þar sem það er haft í
huga að í tilboðinu er ekki gert ráð
fyrir neinni greiðslu fyrir afnot á
mannvirki og tækjum, til að mæta
rekstrarkostnaði viðkomandi salar og
þeim húshlutum sem starfseminni
fylgir. Aðrir þættir tilboðsins, svo sem
aukin starfsemi og tillögur um aukna
þjónustu, em ekki taldir vega upp á
móti þeim þáttum tilboðsins sem um
er getið í framansögðu.“
Iþrótta og æskulýðsráð samþykkti
þessi rök, enda voru þau í samræmi
við skoðanir ráðsins eins og þær komu
fram á fundi þess 5. desember sl.
kvöldin.
„Útgerð þessara báta hefur átt í vök
að verjast eftir að þessum svæðum var
lokað eins og dæmin sanna, það em
bara örfáir bátar eftir. Þessum bátum
er illmögulegt að sækja lengra, t.d.
austur á Vík og á dýpri mið í haust og
vetur þegar veður eru válynd og
dagsbiilu nýtur stutt við.“
Einnig bendir hann á að skoða
mætti þann möguleika að opna svæðið
eingöngu fyrir Vestmannaeyjabáta þar
sem fordæmi em fyrir slíku, t.d. í
Faxaflóa þar sem svokölluð flóaleyfi
em í gangi. Fram kemur í bréfinu að
Þar með var umfjölluninni um
Hressómálið svokallaða ekki lokið í
ráðinu en skýrsla Jóns Gauta Jóns-
sonar ráðgjafa hjá IBM um rekstur
líkamsræktarsalar Iþróttamiðstöðv-
arinnar var tekin fyrir. Bæjarráð vísaði
frá tillögu V-listans um að bæjarstjóm
láti á það reyna með samningum við
Likamsræktarstöðina að tryggja megi
almenningi sömu kjör til líkamsræktar
og hann hefur haft hingað til. Við
afgreiðslu málsins f bæjarráði var
einnig óskað eftir að greinagerð fylgdi
tillögunni sem útskýrði nánar tillögu
V-listans. Engin greinargerð hefur
borist og því var umræðu um hana
frestað þangað til greinargerðin liggur
fyrir.
„Iþróttaráð telur, með vísan í
úttektarskýrslu Jóns Gauta Jónssonar,
að tekjur f samræmi við gildandi
gjaldskrá líkamsræktarsalar standi
fyllilega undir rekstri starfseminnar og
sé gjaldskráin þvf í samræmi við
úrskurð Samkeppnisstofnunar. Bæjar-
ráð hefur falið bæjarstjóra að senda
úttektarskýrsluna til Samkeppnis-
stofnunar og má vænta álits stofn-
unarinnar á málinu í kjölfar þess.“
Sævar hefur viðrað hugmyndina í
sjávarútvegsráðuneytinu. Svör þeirra
væru að eflaust væri hægt að breyta
þessu en til þess þyrfti formlega
umsókn frá Vestmannaeyjabæ svo og
formlegt álit Hafrannsóknastofnunar.
Hafði Sævar haft samband við
Hafstein Guðfinnsson hjá Hafró og
tók hann vel f hugmyndina. Sævar
sagðist vonast eftir snöggum við-
brögðum bæjaryfirvalda í málinu.
Bæjarráð samþykkti einróma að
leita eftir umsögn og afstöðu hags-
munafélaga í Vestmannaeyjum um
málið.
Samþykkja
samning um
Náttúrustofu
Suðurlands
Bæjarráð samþykkti samning
milli Vestmannaeyjabæjar og
umhverfisráðuneytisins um
rekstur Náttúrustofu
Suðurlands. Að sögn Inga
Sigurðssonar bæjarstjóra felur
þessi samningur í sér að nú verði
reksturinn meira í höndum
bæjarins en ríkið sá um þetta
áður.
„Framlag ríkisins mun aukast,
er sjö og hálf milljón í ár en verður
átta milljónir á næsta ári og leggur
bærinn fram 30% ofan á framlag
ríkisins."
Ingi segir rekstur Náttúmstofu
hafa verið þungan undanfarið en
með þessu sé verið að skapa
stofunni betri grundvöll. „Þetta er
ágæús mál og á ársgrundvelli em
þetta 9,5 milljónir króna og
stendur vel undir launum
forstöðumanns. Náttúmstofa getur
líka tekið að sér verkefni og
mkkað sérstaklega fyrir það.“
Samningurinn er til 2007 með
endurskoðunarákvæðum.
Tæplega
2000 rottur
og mýs náð-
ust á árinu
Skýrsla meindýraeyðis var tekin
fyrir á fúndi bæjarráðs á þriðjudag
og kom þar fram að alls vom 989
ferðir famar vegna meindýra á
árinu og langflestar af þeim í hús
vegna rottu og músagangs, alls
963 ferðir. Alls veiddi
meindýraeyðirinn 1819 mýsá
árinu og 189 rottur. Skotnir vom
1655 varfuglar. 24 villikettir
náðust á árinu og 11
flækingskettir. 17hundarvom
svæfðir á árinu. Alls vom notuð
um 190 kg. af rottu og músaeitri á
árinu.
Geta ekki
staðið við tilboð
Á fundi bæjarráðs á þriðjudag
lá fyrir bréf frá Brimhól ehf.
Þarer tilkynnt að félagið sjái
sér ekki fært að standa við tilboð
í aflaheimildir mb. Adolfs
Sigurjónssonar VE 182 af
þrotabúi Ogmundar ehf. ef
Vestmannaeyjabæ verði
dæmdur forkaupsréttur á bát og
kvóta.
Segir í bréfinu að sýnt sé að
þetta ferli virðist ætla að taka
langan tíma og em þeir ekki í
stakk búnir til að bíða með
íjármögnunina þar sem þeir urðu
að kaupa sér aflaheimildir strax.
Lions klúbburinn verðlaunaði þriðja árið í röð fyrir fallegustu jólaskreytinguna í bænum. Hér má sjá þá
Friðrik Friðriksson, veitustjóra og Bjarna Samúelsson frá Lionsklúbbnum afhenda Kolbrúnu
Þorsteinsdóttur viðurkenningarskjöld, eiginmaðurinn Sverrir Gunnlaugsson var fjarverandi en hann
var nýfarinn á sjó. Kolbrún sagði að þau hjónin væru mikið jólafólk og allt hafi verið komið upp 1. des.
sl. Henni líst vel á að láta ljósin loga til 23 janúar nk., enda tímir hún varla að taka jólaskrautið niður.
Vilja opna landhelgi við Eyjar
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeírsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.