Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Qupperneq 4
4 Fréttir Föstudagur 9. ianúar 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Pabbi átti hugmyndina en við unnum hana saman. Hið árlega grímuball Eyverja fórfram á mánudaginn og sáust margir skemmtilegir búningar. Sá frum- legasti var þó kaffiborðið hennar Sædísar Birtu sem sigraði verð- skuldað. Sædís er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn?Sæó\s Birta Barkardóttir. Fæðingardagur og ár? 16. maí 1992. Fæðingarstaður? Reykjavik. Fjölskylda? Mamma heitir Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, pabbi Börkur Grímsson og svo á ég eina systur sem heitir Eva Brá. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Listamaður. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Rauðan blæjubíl. Uppáhaldsmatur? Soðin ýsa. Versti matur? Lakkrís og piparmynta. Uppáhaldsvefsíða? www.leikni.is/ og www.eyjar.is/photos/. Hvaða tóniist kemur þér ígott skap? Þjóðhátíðarlög og freestyletónlist. Hvaða frægu persónu vildirþú helst hitta? David Beckham. Aðaláhugamál? Freestyle dans, tónlist og lestur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Álsey. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Manchester United og ÍBV. Stundarþú einhverja íþrótt? Fimleika og golf. Ertu hjátrúarfull? Nei. Uppáhalds sjónvarpsefni? Frasier. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Með alltáhreinu. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Heiðarleiki og húmor. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Fólk sem er alltaf í fýlu finnst mér fráhrindandi. Sædís Birta Barkardóttir er Eyjamaður vikunnar Hvernig dattþérþessi búningur í hug? Pabbi átti hugmyndina en við unnum hana saman. Var erfitt að vera í búningnum á grímuballinu? Nei, bara svoítið heitt. Hver hjálpaði þér að búa til búninginn? Pabbi, Arnór bakari og Helga konan hans. Var þetta ekta kaka? Það er leyndó. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka Arnóri bakara fyrir hjálpina og hvet alla til að taka þátt í grímuballi Eyverja á næsta ári. Villi^æs með lingu Ég jmkka áskorunina og œtla að hjóða upp á gœs. Villigæs með fyllingu Guðmundur Ólafsson Fylling: 1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar 1 pakki sveppir I bréfbeikon 1 laukur 1/4 hvítt snittubrauð balsamic edik, góð skvetta salt og svartur pipar, grófur Beikonið saxað smátt og brúnað á pönnu. smátt söxuðum lauk og sveppum bætt á pönnuna, tómatarnir skornir í þunnar ræmur og settir á pönnuna, edikið sett út á og soðið smákryddað með salti og pipar. Brauðið sett í litla teninga og bætt á pönnuna. Pannan tekin af hellunni og fyllingin látin kólna. Gæsin nudduð með salti og pipar, fyllingin sett í hana og henni lokað. Ofninn hitaður í 225° C, gæsin lögð á ofngrind ofan á ofnskúffu inni í ofni með bringuna niður og steikt í u.þ.b. 10 mín. gæsinni snúið við og 5 dl. af kjötsoði hellt í skúffuna, hitinn lækkaður niður í 160° C og gæsin steikt áfram í ca. 2 1/2-3 klst. gæsin ausin nteð kjötsoðinu á ca. 20 mín. fresti. Sósa bökuð upp úr soðinu, bragðbætt með rauðvíni, rjóma og rifsbeijahlaupi Ég ætla að skora á Adolf Þórsson Fréttaljós Kl. 20.00 áfóstudögum. Endursýntkl. 18.00á mánudögum. Sótt um styrk vegna þóttaraða um Vestmannaeyjagosið Fyrir bæjarráði á þriðjudag lá bréf frá framleiðslufyrirtækinu Storm um styrk vegna gerðar heimildar- myndaraðar í þremur þáttum um gosið 1973. Þættirnir heita Ég lifl..Vestmannaeyjagosið 1973. Verður fyrsti þátturinn frumsýndur á Stöð 2 sunnudags- kvöldið 12. og hinir tveir 19. og 26. janúar. I bréfinu segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að ná viðtölum við sem flesta einstaklinga sem á einn eða annan hátt tengdust gosinu. „Þetta er mjög tilfmningaþrungin saga þess fólks sem horfðist í augu við þessar hörmungar. Þetta er baráttu- og hetjusaga þeirra sem létu eldgos ekki hrekja sig að heintan, heldur lögðu berhentir í baráttu gegn náttúru- öflunum. Og þetta er saga fólksins sem kom til baka til að byggja upp Eyjamar sínar að nýju. Líta má á söguna sem óð til Vestmannaeyja og þess lífs sem þær hafa upp á að bjóða og sýnir hún hversu ótrúlegur dugnaður einkennir fólkið sem þar býr og hverju er hægt að áorka sé viljinn fyrir hendi.“ Efnisskipting er á þá leið að fyrsti þátturinn „Flóttinn" fjallar um gosnóttina og flóttann upp á land, þáttur tvö "Baráttan" fjallar um björgunaraðgerðimar í Eyjum og þriðji þátturinn "Goslok" fjallar um lífið uppi á landi, uppbygginguna og loks litið til baka og lagt út af gosinu." Storm vann lil Edduverðlauna árið 2000 fyrir heimildaþáttaröðina Síðasti valsinn, saga þorskastríðanna. „Það er erindi okkar með þessu bréfi að kanna hvort bæjarráð Vestmannaeyja gæti lagt okkur til styrk til verksins að upphæð 300 þúsund krónur og mun sú upphæð verða notuð til að kaupa myndefni erlendis frá sem aldrei heíúr sést í sjónvarpi hér á landi. Komi til þess að bæjarráð styrki verkið mun það að sjálfsögðu koma fram í þáttunum auk þess sem við höfum lagt til þann möguleika að klippa saman bestu hlutana úr verkinu og bjóða Vestmannaeyjabæ að sýna bæjarbúum þann 23. janúar nk." Undir þetta skrifar Margrét Jónasdóttir. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við hana. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, aft, sonur og bróðir, Gylfi Harðarson Vestmannabraut 33 lést að heimili sínu fimmtudaginn 2. janúar. Utför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjumlaugardaginn ll.janúarkl. 14.00. Gylft Anton Gylfason, Linda Hrönn Ævarsdóttir, Ólafur Þór Gylfason, Ingibjörg Amarsdóttir, Unnur Heiða Gylfadóttir, Þröstur Friðberg Gíslason, Bjarki Týr Gylfason, Sigríður Reynisdóttir, Unnur Jónsdóttir, bamaböm og systkini hins látna. Forstöðumaður Staða forstöðumanns Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, sem stofnuð var 6. janúar 2003 er laus til umsóknar. Starfið krefst góðrar menntunar sem nýtist í starfi, mikillar samstarfshæfni, viðtækrar tölvukunnáttu, sjálfstæðra vinnubragða og fmmkvæðis. Umsóknarfrestur er til 24. janúar n.k. og skulu umsóknir berast til formanns stjómar, Amars Sigurmundssonar, pósthólf 88,902 Vestmannaeyjum, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar. Stjóm Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja Á döfinni 4* Janúar 9. Fundur hjá Fromsóknarflokknum á annarri hæð Lanterna. Fundurinn hefst klukkan 20. 9. Opinn fundur hjá Frjálslynda flokknum á Lundanum. Fundurinn hefst kl. 20. 13-27. Leiklistarnámskeið hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. 23. 30 ára Heimaeyjargoss minnst. 24. Fssó deild kvenna: IBV - Víkingur kl. 20.00. Þú gelur fylgsl nánar með hvað er á döfinni á www.eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.