Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. janúar 2003 Fréttir 7 SMÁRI Jökull í ræðustól. Útskriftarræða Smára Jökuls Jónssonar: Strákarnir þurfa að taka sig á - 75% útskriftarnema nú stúlkur Hoppaðu til Reykjavíkur fyrir Kf 3«41 Sgm Hoppfargjald er ekki bókanlegt og gildir fyrir fólk á aldrínum 12 til 25 ára. Skattar innifaldir ISLANDSFLUG www.islandsflug.is Sími: 481-3300 Gauragangur LV auglýsir ^ ^ Leiklistarnámskeiö dagana 13.-27. jan. 14-16 ára..kl. 16.30 -18.30.verö: kr. 500,- 17 ára og eldri.kl. 20.00 - 23.00.verö: kr. 1000,- Að loknu námskeiði verður valið í hlutverk í Gauragangi. Leiöbeinandi veröu Agnar Jón Egilsson sem m.a. leikstýröi Vesturpor+shópnum í Rómeó og Júlíu. Nánori upplýsingar og skráning í símo 481-1940 dogono 11. og 12. jon og milli kl. 17 og 19. Stjórn LV Loðnuvertíð fer vel af stað: Sjö Eyjaskip með 7000 tonn „Kæm nýstúdentar, skólastjómendur, kennarar og aðrir gestir. Til hamingju með daginn. Nú er ég viss um að margir nem- endur Framhaldsskólans hugsa með sér. Oh. hvað þau eru ógeðslega heppin, búin með skólann og við þurfum að hanga hér í nokkur ár í viðbót. En í sannleika sagt þá finnst mér þessu eiginlega öfugt farið. Ég öfunda eiginlega aðra nemendur sem eiga einhvern tíma eftir í skólanum. Því sá tími sem ég hef átt í FÍV hefur verið frábær. Busavikumar, skólaböllin, árshátíð- imar og óvissuferðimar svo ekki sé minnst á allar ferðirnar r bakaríið með kennumnum. Þetta hefur verið alveg meiriháttar tími og allir skemmt sér vel. Síðan hafa auðvitað allir hellt sér yfir skólabækumar daginn fyrir próf og skriðið yfir 5, og svo bara haldið áfram að skemmta sér. En oft þegar maður er að tala við fólk ofan af landi þá er maður oftar en ekki spurður að því hvort að það sé ffamhaldskóli í Vestmannaeyjum. Og þegar maður svarar játandi þá glottir fólk og talar um hvort þeir sem útskrifist þaðan skítfalli svo ekki allir þegar komið er í háskólann. Að sjálfsögðu er þessu ekki svona farið. Að mínu áliti hefur skólinn okkar dálítið forskot á hina skólana. Við stöndum jafnfætis öðmm skólum í sambandi við kennara, námsgögn og allt þess háttar en þetta forskot felst í því að í skólanum okkar þekkjast allir og tengjast á svo margan hátt. Ef ég tek mig sem dæmi þá er skóla- meistarinn fjölskylduvinur, sálfræði- kennarinn er mótherji í pólitík, efnafræðikennarinn samherji í pólitfk og eðlis- og stærðfræðikennarinn á strák sem ég er svo að þjálfa í fótbolta. Fyrir utan þetta þá em allir vinir manns með manni í skólanum. Þegar þessu er svona farið þá líður öllum betur í skólanum, að vera innan um fólk sem maður þekkir. Þetta finnst mér vera stærsti kosturinn við skólann okkar. En þrátt fyrir þetta þá þarf Fram- haldskólinn í Eyjum að passa sig á að verða ekki undir í hinni miklu baráttu sem er orðin um nemendur. Margir skólar koma með ýmis konar gylliboð sem erfitt er að hafna. Það sem vantar í skólann okkar er einhvers konar sérhæfing í námi. Þá væri hægt að laða að nemendur hvar sem er af land- inu í skólann okkar til að stunda eitt- hvað tiltekið nám. Skólinn hefur reyndar staðið sig mjög vel með því að bjóða upp á fjamám fyrir nem- endur í hjúkrun og er svona fjamám eitt dæmi um það sem án efa getur breytt miklu, bæði íyrir skólann okkar og einnig íyrir bæjarfélagið í heild. Nú í haust kom frétt í fjölmiðlum þar sem Ijallað var um kynjaskiptingu nema í háskólunum hér á landi. Þar vom konur í miklum meirihluta og höfðu þeir sem rætt var við nokkrar áhyggjur af gangi mála. Þegar litið er yfir hópinn sem er að útskrifast hér í dag sést það sama. Af 23 nýstúdentum sem útskrifast af bóknámsbraut em einungis 6 karl- menn, eða rétt rúmlega 25 %. Þetta er visst áhyggjuefni, og þá er ég ekki að lýsa yfir neinu vantrausti á stelpumar, þvert á móti. Þær em greinilega bara svona duglegar. En það er alveg nauðsynlegt að meira jafnvægi sé þama á milli þannig að strákamir þurfa að taka sig á. En að lokum þá vil ég fyrir hönd nýstúdenta þakka skólastjómendum og kennurum kærlega fyrir skemmti- legan tíma og um leið minna þá nemendur sem ennþá em í skólanum á hversu heppin þau em að geta verið í skóla, það em forréttindi sem enginn ætti að líta á sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Smári Jökull nýstúdent. Útskriftar- nemendur Náttúrufræðibraut: Bjami Rúnar Einarsson Elfa Ásdís Ólafsdóttir Guðrún María Þorsteinsdóttir Matthildur Sveinsdóttir Smári Jökull Jónsson Sæþór Jóhannesson F élagsfræðibraut: Birgit Jóhannsdóttir Bjartey Gylfadóttir Eva Björk Ómarsdóttir Hildur Sævaldsdóttir Kolbrún Stella Karlsdóttir Lára Skæringsdóttir Margrét Grétarsdóttir Marsibil Anna Jóhannsdóttir Rakel Rut Stefánsdóttir Sigurrós Steingrímsdóttir Sindri Ólafsson Védís Guðmundsdóttir Félags- og náttúrufræðibraut: Hildur Sólveig Sigurðardóttir Hagfræðibraut: Andrés Bergs Sigmarsson Ása Sóley Hannesdóttir Jón Helgi Gíslason Viðskiptabraut Þórey Svava Ævarsdóttir ÍB Heiðar Hinriksson Vélaverðir: Baldvin Þór Sigurbjömsson Guðjón Þorkell Pálsson Halldór Ingi Guðnason Hallur Einarsson Sigurmundur Gísli Einarsson Valgarð Jónsson. Vélstjórn 2. stig: Hafþór Halldórsson Vélsmíði / Vélvirkjun: Þórarinn Magnússon Sérstakar viðurkenningar Framúrskarandi skólasókn: Ásta Björk Guðnadóttir og Sigmar Þór Hávarðsson. Fyrir góðan eða mjög góðan námsárangur á stúdentspróf: Elfa Ásdís Ólafsdóttir Guðrún María Þorsteinsdóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Sindri Ólafsson Smári Jökull Jónsson Fyrir framúrskarandi árangur í íslensku: Frá Sparisjóði Vestmannaeyja: Hildur Sólveig Sigurðardóttir Fyrir mjög góðan námsárangur í íslenskum bókmenntum: Frá Máli og Menningu Elfa Ásdís Ólafsdóttir Fyrir frábæran námsárangur í samfélagsgreinum: Frá Drífanda stéttarfélagi: Hildur Sólveig Sigurðardóttir Fyrir framúrskarandi námsár- angur í efnafræði: Frá Efna- fræðingafélagi Islands: Elfa Ásdís Ólafsdóttir Fyrir mjög góðan námsárangur í viðskiptagreinum: Frá Deloitte og Touche. Sindri Ólafsson. Loðnuvertíð fer vel af stað en loðnan veiðist nú austur af Langa- nesi. Sjö Eyjaskip eru komin með afla, samtals um 7000 tonn. Kap VE 4 hélt á miðin á miðnætti 2. janúar og landaði fullfermi, 900 tonnum, hjá Vinnslustöðinni á þriðju- dag. Kap hélt aftur á miðin sama dag. Að sögn Guðna Ingvars Guðnasonar, útgerðarstjóra Vinnslustöðvarinnar, er loðnan sem nú fæst falleg og í ágætum gæðaflokki. ísleifur VE 63 hélt á loðnumiðin þann 3. janúar og var væntanlegur til Eyja í gær, miðvikudag. Isleifur var með sjö hundruð til sjö hundruð og fimmtíu tonn og landaði í Vinnslu- stöðinni. Huginn VE 55 hélt einnig á miðin þann 3. janúar og var kominn með tólf hundruð tonn í gær og allar líkur til Byggðakvótinn sem fiskvinnslu- fyrirtækin Godthaab í Nöf, Hlíðardalur og Aðgerðarþjónustan Kútmagakot fengu úthlutað verður veiddur af togbátnum Gjafari VE sem Sæhamar ehf. gerir út. Samtals voru þetta 41 tonn sem kom af byggðakvótanum til Eyja og kom í hlut fyrirtækjanna þriggja. Sæ- þess að þeir myndu landa á Aust- fjörðum. Gullberg VE 292 hélt á loðnumiðin aðafaranótt 2. janúar og landaði full- fermi, 1250 tonnum, á Reyðarfirði á þriðjudag. Gullberg hélt á miðin aftur sama dag. Guðmundur VE 29 og Sigurður VE 15 héldu á loðnumiðin þann 3. janúar og lönduðu báðir í Krossanesi á þriðjudag. Guðmundur var með 900 tonn og Sigurður með 1500 tonn. Harpa VE 25 var nýkomin á miðin í gær. Bergur VE 44 hélt til veiða 5. janúar og var kominn með 400 tonn í gær. Veðrið var einstaklega gott á mið- unum en eitthvað rólegra yfir veiðinni en sólarhringana á undan að sögn Ásdísar Sævaldsdóttur, útgerðarstjóra. hamar tryggir á móti 120 tonn þannig að samtals fá þau 120 tonn til vinnslu. Hjá útgerðinni fengust þær upplýs- ingar að breytingin yrði ekki mikil því á síðasta ári hefðu þeir landað 500 til 600 tonnum til vinnslu í Godthaab í Nöf og Hlíðardal og því yrði haldið áfram. Eina breytingin væri að nú bættist Kútmagakot við. Gjafar VE veiðir byggða kvóta n n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.