Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Qupperneq 9
Fimmtudagur 9. janúar 2003 Fréttir 9 Bergur-Huginn ehf. fyrirtæki ársins 2002: Farsæll rekstur í 30 ár „Um þetta leyti fyrir 30 árum var togarinn Vestmannaey VE 54 á leið frá Japan til heimahafnar í Vestmannaeyjum. En það átti eftir að breytast þegar gos hófst á Heimaey aðfaranótt 23. janúar 1973. Það varð þess valdandi að Vestmannaey fór til Hafnarfjarðar þar sem hún var gerð út næsta árið,“ segir í umsögn um fyrirtæki ársins 2002 að mati Frétta. „Hér erum við ekki að minnast gossins 1973 heldur þeirra þáttaskila sem urðu í útgerð í Vestmannaeyjum með tilkomu Vestmannaeyjar. Þá hófst togaraútgerð að nýju frá Eyjum og um leið urðu Eyjamenn þátt- takendur í skuttogaravæðingunni sem hófst hér á landi í kringum 1970. Það vom þeir mágar, Kristinn Pálsson sem á þessum árum gerði út Berg VE og Guðmundur Ingi Guð- mundsson sem gerði út Hugin VE, sem þama sameinuðu krafta sína. Stofnuðu þeir Berg-Hugin hf. sem seinna átti eftir að verða ehf. Kristinn er látinn og Guðmundur Ingi berst við erfiðan sjúkdóm en báðir em þeir verðugir fulltrúar útgerðarmanna sem stigu sín fyrstu skref í greininni upp úr miðri síðustu öld. Bæði Bergur ehf. og Huginn ehf. em til ennþá þó breyt- ing hali orðið á eignarhaldi en það sem skiptir mestu, að enn gera fyrirtækin út frá Vestmannaeyjum. Guðmundur Ingi og fjölskylda seldu á sínum tíma hlut sinn í Berg- Hugin en gmnnurinn, sem þeir mágar lögðu með kaupunum á Vestmanna- ey, VE hefur skapað þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Eyjanna. Frá upphafi hefur Magnús Kristinsson, Pálssonar, veitt Berg-Hugin forstöðu og undir hans stjóm hefur tekist að sigla ileyinu fram hjá þeim boðum og brotsjóum sem hafa.gengið yfir ís- lenskan sjávarútveg á þessum þremur áratugum. I dag er Vestmannaey orðin að frystitogara og auk þess gerir Bergur- Huginn ehf. út Smáey VE sem er einn af öflugri trollbátum í Vestmanna- eyjum. Starfsmenn em milli 40 og 50 og á árinu 2001 greiddi fyrirtækið hæstu iaun allra fyrirtækja í landinu. Magnús hefur líka átt sinn þátt í að halda kvóta í byggðarlaginu og hefur líka keypt kvóta annars staðar frá. Síðast keypti hann 250 þorskígildi og þar með hafði hann á síðustu sex ámm fjárfest fyrir 1,3 milljarða í kvóta og fyrirtækið einn af 20 stærstu kvótaeig- endum í landinu. Einkaútgerðir hafa átt undir högg að sækja að undanfömu og því miður hefur þeim fækkað í Eyjum á undan- fömum ámm sent er mjög óæskileg þróun. Við eigum því mikið undir fyrirtækjum eins og Berg-Hugin ehf. og mönnum eins og Magnúsi Kristins- syni sem sýna það og sanna að enn er til staðar kraftur og vilji til sjálfs- bjargarviðleitni í Vestmannaeyjum. Okkur finnst því kjörið á þessum tímamótum að útnefna Berg-Hugin ehf. fyrirtæki ársins í Vestmanna- eyjum 2002. Megi féiagið vaxa og dafna og verða til í a.m.k. 30 ár í viðbót. Hér eru mættar Lóa Skarphéðins- dóttir, eiginkona Magnúsar og Þóra Magnúsdóttir móðir hans og ekkja Kristins Pálssonar til að taka við viðurkenningunni. Sjálfurer Magnús norður á Akureyri þar sem verið er að skipta um vinnslulínu á millidekki á Vestmannaey." HLYNUR Stefánsson hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. I viðtali á Fjölsýn á mánudaginn sagðist hann vera endanlega hættur í boltanum. Framlag til íþrótta, Hlynur Stefónsson: Glæsilegur ferill í 20 ár LÓA Skarphéðinsdóttir, eiginkona Magnúsar, framkvæmdastjóra Bergs-Hugins, og Þóra Magnúsdóttir móðir hans og ekkja Kristins Pálssonar tóku við viðurkenningunni. Björgunarafrek ársins 2002: Giftusamleg björgun við Elliðaey „Litlu mátti muna að illa færi þegar fjórir menn á leið í Elliðaey, þann 24. apríl í sumar, lentu í hrakn- ingum. Þrír þeirra lentu í sjónum við eyna, komst einn þeirra af sjálfsdáðum í land en tveir gátu enga björg sér veitt þar til björg- unarbáturinn Þór bjargaði þeim. Var annar þeirra þá orðinn mjög þrekaður. Snögg viðbrögð áhafnar- innar á björgunarbátnum Þór réðu þarna úrslitum ásamt vökulu auga Þórarins Sigurðssonar í Geisla sem fylgdist með félögum sínum af útsýnispallinum á Nýjahrauninu. Þegar hann sá hvað verða vildi hringdi hann eftir hjálp og með því fór af stað ótrúlega hröð atburðarás þar sem enginn hlekkur brást og varð það mönnunum til bjargar,41 segir í forsendum viðurkenningar fyrir björgunarafrek á árinu 2002. „Að sögn Adólfs Þórssonar, for- manns Björgunarfélags Vestmanna- eyja, barst félaginu kali frá Neyðar- línunni kl. 16.12 þennan dag þar sem tilkynnt var um menn í sjónum við Elliðaey, nánar tiltekið við Pálsnef vestan á eynni. Brugðist var skjótt við og voru skipverjar á Þór búnir að ná mönnunum tveimur úr sjónum klukkan 16.26. Það tók því Gunn- laug Erlendsson, skipstjóra, og áhöfn hans á Þór ekki nema 14 mínútur að bjarga mönnunum eftir að kallið barst. Upphafið var að fjórir félagar af Sigurði VE, þeir Amar Andersen, Friðrik Björgvinsson, Bjarki Krist- jánsson og Sigurður Sigurðsson voru á leið í Elliðaey þegar bátnum hvolfdi undir þeim með þeim afleiðingum að þrir þeirra, Friðrik, Bjarki og Sigurður, lentu í sjónum. Sigurður náði landi fljótlega en hinir tveir voru í sjónum í tæpar tuttugu mínútur þar til björg- unarbáturinn Þór náði þeim upp. Þórarinn var, eins og áður segir, staddur á útsýnispallinum á Nýja- hrauninu. Sá hann atburðinn og náði að tilkynna hann strax. Otrúlega snögg viðbrögð skipverja björgunar- bátsins Þórs vöktu mikla athygli, enda tók það aðeins fjórtán mínútur frá því útkallið kom og þar til þeir vom búnir að ná seinni manninum upp úr. Fyrst þurftu þeir að sigla einar tvær til þrjár mílur til að komast að Elliðaey. Ekki mátti miklu muna að illa færi enda vom þeir orðnir kaldir og þrekaðir þegar náðist til þeirra og má þakka snöggum viðbrögðum allra þeirra sem að björguninni komu fyrir það. Sjálfir gerðu þeir sem komust á land í eynni ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Neyðarlínuna en án árangurs. Það vom því rétt viðbrögð Þórarins og sá háttur hans að fylgjast með mönnum á leið í úteyjar, ásamt ótrúlegri röð tilviljana þennan dag sem urðu þess valdandi að hann var ekki sjálfur með í för sem áttu sinn þátt í giftusamlegri björgun. Ekki má svo gleyma þætti áhafnarinnar á Þór sem sannaði að þar fer björgunarsveit sem stendur undir nafni. Hvað þetta stóð tæpt sést best af því að þegar menn- imir tveir náðust vom þeir báðir orðnir mjög kaldir, var líkamshiti Bjarka kominn niður í 33° og 34° í Friðrik. A þessum forsendum afhendum við Þórami og áhöfninni á Þór og Björg- unarfélaginu viðurkenningu fyrir björgun ársins 2002.“ Það var Adólf formaður sem veitti viðurkenningunni viðtöku. „Þegar fótbolti og ÍBV eru nefnd kemur nafn Hlyns Stefánssonar strax upp í hugann. Hann hefur í mörg ár verið einn af máttar- stólpum meistaraflokks karla IBV í knattspyrnu,“ sagði Omar Garð- arsson í umsögn Frétta um að veita Hlyn viðurkenningu fyrir framlag til íþrótta í Vestmannaeyjum. „Sem fyrirliði átti hann sinn þátt í veigengni liðsins á ámnum 1997 til 1999 þegar ÍBV vann tvöfalt. Ekki ætla ég að rekja feril Hlyns sem spannar yfir 20 ára tímabil en kaflaskil urðu hjá ÍBV 1996 þegar hann gekk á ný til liðs við félagið eftir að hafa leikið nokkur ár með Örebro í Svíþjóð. Þar með hófst sannkallað gullaldartímabil í sögu félagsins. Það ár vom Eyjamenn í toppbaráttu bæði í deild og bikar og árið eftir varð IBV Islandsmeistari. Toppnum var svo náð árið 1999 þegar IBV varð bikar- meistari, Islandsmeistari og meistari meistaranna. Það em sennilega ekki mörg dæmi þess að einn og sami fyrirliðinn hafi fengið jafn mörg tækifæri á eins stuttum tíma til að taka við jafn mörgum bikutum og Hlynur gerði á þessum ámm. En snemma beygist krókurinn og Hlynur varð líka bikarmeistari með IBV 1981 en þá var hann í leikmannahópnum. Hlynur hefur verið í fremstu röð knattspymumanna landsins í um 20 ár og á glæstan feril með landsliðinu, hann var kjörinn knattspymumaður ársins árið 2000, hann er með leikja- hæstu mönnum hjá IBV í efstu deikl frá upphafi og hann svaraði kalli ÍBV á síðasta sumri þó hann hafi verið búinn að leggja skóna á hilluna. Margt fieira má telja Hlyni til tekna en það eru líka mannkostir hans sem hafa skapað honum orðstír. Hann er fæddur leiðtogi og hefur alla tíð verið öðmm fyrirmynd í íþróttum. Fyrir þetta allt veita Fréttir og Fjölsýn honum viðurkenningu fyrir framlag hans til knattspymu og íþrótta í Vestmannaeyjum á síðustu 20 ámm.“ INGl Sigurðsson, bæjarstjóri, ávarpaði þá sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni og óskaði þeini til hamingju.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.