Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Side 15
Fimmtudagur 9. janúar 2003 Fréttir 15 Handbolti, Essodeild kvenna - IBV 27 - Valur 13 Stdpurnar styrkja stoðu sína á toppi deildarinnar -Alla Gorkorian meiddist, óvíst meó bikarleikinn ÍBV tók á móti Val í Essodeild kvenna á sunnudaginn í fyrsta leik í Essodeildinni á nýju ári. Sex vikur eru frá því að IBV liðið lék síðasta leik í deildinni en leikur liðsins bar þess ekki merki. Liðið átti ekki í teljandi vandræðum með gestina og sigraði örugglega með fjórtán marka mun, 27 -13. Það var augljóst að leikmenn ÍBV biðu spenntir eftir því að komast á völlinn aftur og spila handbolta. Eftir- væntingin braust út í ágætum leik liðsins, sérstaklega var vamarleikurinn sterkur og bak við hann var Vigdís Sigurðardóttir í miklum ham en hún varði m.a. fjögur af sjö vítaskotum gestanna. Eftir að hafa komist í 5 - 0 jafnaðist leikurinn aðeins og staðan f hálfleik var 13-6. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og sá fyrri, ÍBV gaf í þegar á þurfti og endaði leikinn með því að auka forystu sína um helming. Sigurinn kostaði hins vegar sitt, Alla Gorkorian meiddist í Ieiknum og óvíst hvort hún hefði náð sér fyrir bikarleikinn gegn Fylki/IR sem fram fór í gærkvöldi. Mörk IBV: Ingibjörg Jónsdóttir 5/1, VIGDÍS, sem hér hampar bikar, varði vel í leiknum gegn Val en í gærkvöldi mætti IBV Fylki/ÍR í átta liða úrslitum bikarsins. Stelpurnar eiga góða möguleika á sigri og vonandi hefst það og þær haldi bikarnum. Alla Gorkorian 4/1, Ana Perez 4, Sylvia Strass 3/2, Birgit Engl 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 2, Anna Yakova 2. Varið: Vigdís Sigurðardóttir 24/4. Unnur Sigmarsdóttir þjólfari IBV: Verðum að klára þessa leiki líka -sesir Unnur um leikina Sesn Gróttu/KR á föstudasinn os á lausardasinn sesn K/yÞór sem báðir eru útileikir. Um helgina leikur kvennalið ÍBV tvo útileiki, fyrst gegn Gróttu/KR á föstudaginn en á laugardaginn fer liðið til Akureyrar og Ieikur þar gegn KA/Þór. Fyrri leikir liðanna í deild- inni enduðu allir með sigri IBV en liðið hefur Ieikið tvívegis gegn norðanliðinu. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari, sagði í samtali við Fréttir að það væri mjög mikilvægt fyrir ÍBV að ná fjórum stigum út úr þessum leikjum. „Eg var aðeins að rifja upp leikinn gegn Gróttu/KR sem við spiluðum héma heima og þar vomm við aðeins í vandræðum með þær í byrjun. Svo unnum við okkur inn í leikinn og tókum hann í okkar hendur. Eg tel að við eigum að vinna Gróttu/KR, þó þær séu á heimavelli því við erum ein- faldlega með betra og reynslumeira lið. Leikimir gegn KA/Þór fyrst í vetur vom kannski ekki alveg mark- tækir um getu okkar en við vomm ennþá að slípa saman Iiðið. Við unnum báða leikina, fyrri leikinn ömgglega en seinni leikurinn var aðeins jafnari. KA/Þór er með mjög efnilegt lið og tvær mjög góðar stelpur en við emm hins vegar sterkari. Við verðum hins vegar að vera með einbeitinguna í lagi því þessa leiki verðum við að klára ef við ætlum okkur eitthvað í vetur.“ Eftir helgina tekur svo við tólf daga pása en helgina 24. janúar er Esso- bomba en þá leikur liðið gegn Víkingum á heimavelli og svo gegn Haukum á útivelli. fcíHTÍRTT L s J T S 1. Valur 17 12 3 2 27 2.ÍR 17 12 1 4 25 3.HK 17 11 2 4 24 4. Haukar 16 11 1 4 23 5.KA 16 10 3 3 23 6. Þór 17 10 0 7 20 7.FH 17 9 2 6 20 8. Fram 17 8 3 6 19 9. Grótta/KR 16 8 1 7 17 10. Stjaman 17 5 2 10 12 11. Aftureld. 16 4 2 10 10 12.ÍBV 17 4 2 11 10 13. Víkingur 17 1 2 14 4 14. Selfoss 17 0 0 17 0 Fssndeild kvenna L S J T S l.ÍBV 14 13 1 0 27 2. Haukar 15 11 1 3 23 3. Stjaman 15 10 3 2 23 4. Víkungur 15 8 3 4 19 5. Valur 15 8 1 6 17 6. Grótta/KR 15 7 1 7 15 7.FH 14 5 2 7 12 8. KA/Þór 15 3 0 12 6 9. Fylkir/ÍR 15 2 0 13 4 10. Fram 15 1 0 14 2 Handbolti: Unglingaflokkur lcvenna Slæmt jafntefli hjá stelpunum Unglingaflokkur kvenna lék gegn Val um helgina en flokkurinn er sem stendur í harðri toppbaráttu í B-riðli íslandsmótsins en rétt að taka það fram að á laugardaginn mætast toppliðin. ÍBV og Fram2 hér í Eyjum. Leikurinn gegn Val fór einnig fram hér í Eyjum og þrátt fyrir að Valur sé við botn riðilsins þá gerðu þær sér lítið fyrirog stálu stigi af ÍBV en lokatölur urðu 21-21 eftir að staðan hafði verið 5-9 gestunum í hag í hálfleik. Mestur varð munurinn sex mörk en stelpumar gerðu vel í að jafna Ieikinn áður en hann kláraðist en niðurstaðan engu að síður slæm. Mikil meiðsli herja nú á liðið og ljóst að róðurinn gæti orðið erfiður það sem eftir lifír vetrar. Mörk IBV: Þórsteina Sigurbjöms- dóttir 6, Ester Óskarsdóttir 6, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 4, Hildur Dögg 2, Sæunn Magnúsdóttir 1, Hekla Hannesdóttir 1. EKKERT lát er enn á þeirri veðurblíðu sem leikið hefur við kylfinga í vetur. Þessi mynd af þeim Atla Elíassyni, Gísla Jónassyni og Ólafi Kristinssyni var tekin um miðjan desember en hefði allt eins getað verið tekin í gær, veðrið er hið sama og græni liturinn enn allsráðandi. Annar flokkur úr leik í bikarnum Annar flokkur karla lék á sunnu- daginn í sextán liða úrslitum í bikarkeppninni en í fyrra komst liðið alla leið í undanúrslit. Það rikti því nokkur eftirvænting hvernig strákunum gengi í ár en nú leikur liðið mun fleiri leiki enda tekur það þátt í íslandsmótinu. Á sunnudaginn voru andstæðingarnir úr Mosfellsbænum en Afturelding er í efri hluta deildarinnar. Leikurinn var hins vegar jafn og spennandi og gat sigurinn endaði hvoru megin sem var. Staðan í hálfleik var 12 -12 en heppnin var á bandi gestanna í lokin sem sigmðu með tveimur mörkum, 24 - 26 og er ÍBV því fallið úr leik í bikamum. Mörk ÍBV: Kári Kristjánsson 3, Davíð Þór Óskarsson 8, Sindri Haraldsson 3, Sigurður Ari Stef- ánsson 6, Sindri Olafsson 2, Sigþór Friðriksson 2 auk þess varði Eyjólfur Hannesson mjög vel í markinu. Karlaliðið í æfingaferð til Kanarí Karlalið ÍBV í handknattleik mun um helgina leggja land undir löt og ferðast alla leið suður til Kanaríeyja þar sem liðið mun dveljast í æfingabúðum. Forsaga málsins er að upphaflega var ákveðið að liðið myndi fara saman til Portúgals í janúarmánuði til þess að fylgjast með Heimsmeislaramótinu sem fer fram þar. En ferðin reyndist hins vegar vera mjög dýr og því var ákveðið að fara til Kanaríeyja í staðinn. Þar mun liðið leika gegn liðum sem eru staðsett þar og eru það nokkuð sterk lið. IBV mun dvelja ytra í viku. Framundan Föstudagur 10. janúar KI. 20.00 Grótta/KR-ÍBV Essodeild kvenna Kl. 21.30 Haukar-ÍBV 2. fl. karla Laugardagur II. janúar Kl. 14.00 ÍBV-Fram2 Unglinga- flokkur kvenna Kl. 16.00 KA/Þór-ÍBV Essodeild kvenna 3. fk karla íslandsmót í innan- hússknattspymu í Þorlákshöfn Sunnudagur 12. janúar 2. fl. karla íslandsmót í innan- hússknattspymu í Austurbergi 2. fl. kvenna íslandsmót í innan- hússknattspymu í Þorlákshöfn Annállinn í næsta blaði Seinni hluti íþróttaannálsins mun birtast í næsta tölublaði Frétta en þar er m.a. fjallað um handbolta karla og kvenna, golf, motocross, ftmleika og fleira.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.