Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 1
HERJÓLFUR
VETRARÁÆTLUN
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
- a öllum svibum!
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Réttingar og sprautun
Sími 481 1535
Skip og bíll
EIMSKIP Œ&féinZB
sími: 481 3500
sími: 481 3500
30. árg. • 8. tbl. • Vestmannaeyjum 20. febrúar 2003 • Verð kx. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is
Frl Frá
Vcstm.tyjum Þorl.höfn
Mánu- til laugardaaa.08.15 12.00
Aukaferd föstudaga...16.00 19.30
Sunnudaga............14.00 18.00
H ERJÓLFU R
Umdfkitrö^ar
Upplýsingailmi: 481-2800 * www.hcrjolfur.it
Enginn svæfinga-
læknir:
Fleiri sjúk-
lingar til
Reykjavíkur
Guðrún Erlingsdóttir (V) vakti
athygli á fundi bæjarráðs á
mánudag á slæmri stöðu sem
upp er komin á Heilbrigðis-
stofnuninni þar sem hér vantar
svæfingalækni.
Hún kom með tillögu um að
bæjarráð lýsi yfir þungum
áhyggjum vegna þessa. „Bæjar-
ráð fer þess á leit við Land-
læknisembættið og heilbrigðis-
ráðherra í samráði við stjórn
Heilbrigðisstofnunarinnar að
tryggt verði með öllum ráðum að
ávallt verði svæfingalæknir til
staðar hér í bæ og tekið verði tillit
til sérstöðu Vestmannaeyja land-
fræðilega þegar leitað verður
lausna.“
Bæjarráð samþykkti tillöguna.
Gunnar K. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unarinnar, sagði í samtali við
Fréttir að búið væri að auglýsa
stöðu ,svæfingalæknis í Vest-
mannaeyjum en enginn hafi sótt
um. „Við erum með vinnu í gangi
að reyna að fá hingað pólskan
svæfmgalækni. Edmund, sá sem
var héma síðast, hefur verið að
vinna með okkur að þeim málum.
Hér hafa verið óslitið pólskir
svæfmgalæknar frá 1994 og það
er rétt að taka fram að þeir hafa
ekki lækningaleyfi hér á landi og
starfa því á ábyrgð skurðlæknis.
Við höfum reynt að koma á sam-
starfi við Landspítalann til að
manna þessa stöðu en þar er líka
skortur á svæfingalæknum."
Gunnar vonast til að fá hingað
pólskan svæfingalækni fyrir
vorið. „Það er almennur skortur á
svæfingalæknum og ég veit til
þess að auk þess sem hér vantar
slíkan lækni, sem og á Land-spf-
talanum, þá vantar svæfinga-
iækni á Akureyri.“
Þrautalendingin er að senda
sjúklinga til Reykjavíkur og
sagði Valgeir Arnórsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Vest-
mannaeyja að frá áramótum hafi
verið sjö sjúkraflug en á sama
tíma í fyrra var komið eitt
sjúkraflug. A síðasta ári voru alls
39 sjúkraflug og fjórum sinnum
kom þyrla Landhelgisgæslunnar.
SÍÐASTA föstudag var mikið um að vera hjá Vinnslustöðinni, m.a. vartekin í notkun nýr rafskautaketill. Það
kom í hlut Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra, að ræsa ketilinn. Með honum er Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri VSV.
Önnur vatnsleiðslan skemmdist í ofsaveðri:
Gæti haft áhrif á loðnuvertíðina
Önnur vatnslciðslan til Eyja
skemmdist í ofsaveðri aðfaranótt
11. febrúar með þeim afleiðing-
um að mun niinna berst af vatni
til Vestmannaeyja en flutnings-
geta gerir ráð fyrir. Ekki er Ijóst
hve miklar skemmdirnar eru en
reiknað er með að kafarar komist
út að leiðslunni um helgina en
veður hefur torveldað athuganir
og viðgerð.
Friðrik Friðriksson, veitustjóri,
segir nokkuð öruggt að talsvert
magn leki úr annarri leiðslunni og
allt bendi til þess að það sé nýrri
leiðslan. „Flutningsgetan er því
mun minni. Við dælum 47 lítrum á
sekúndu frá landi sem er hámarks-
dæling en aðeins 25 lítrar ná í gegn.
Við þyrftum að dæla 30 til 35 lítrum
á sekúndu til að anna eftirspurn í
dag en stærstu fyrirtækin hafa
dregið úr vatnsnotkun eins og kost-
ur er. Dæla þarf um 40 lítrum þegar
loðnuvertíð hefst. Við keyrum í
gegn um báðar leiðslumar því ef við
lokum fyrir fáum við sjó inn á
löskuðu leiðsluna og þá þyrfti að
skola og gera ýmsar ráðstafanir.
Þegar vatni er dælt um leiðsluna er
meiri þrýstingur í henni en í sjónum
fyrir utan. Við vitum ekki nákvæm-
lega hvar bilunin er en höfum grun
um að hún sé á svipuðum slóðum
og snurvoðartó skemmdi leiðsluna
fyrir um tveimur árum eða í miðju
sundinu úti við Elliðaey. Kafarar
koma um helgina með búnað,
myndavélar og fleira, til að stað-
setja bilunina. Þá fara kafarar niður
með viðgerðarhólk og setja utan um
leiðsluna til bráðabirgða."
„Við vonumst til að viðgerð ljúki
áður en loðnuvertíð hefst en það
ræðst af veðri og því hversu
skemmdir eru mikilar. Vonandi
getum við klárað þetta í næstu viku
en mér er ekki kunnugt um að
leiðslan hafí farið í sundur eftir
gos.“
Friðrik segir að aðfaranótt 11.
febrúar hafi sjólag breyst úr allmikl-
um sjó í stórsjó og ölduhæð var yfir
9 metra frá kl. 24.00 til 03.00 þessa
nótt. „Okkur grunar hvar skemmd-
imar eru en vitum ekkert fyrir víst
ennþá en hugsanlega hefur grjót eða
veiðarfæri lent á leiðslunni og
laskað hana,“ segir Friðrik.
Útlendingaherinn
hjá ÍBV
Birgit og Silvia koma frá
Austurríki til að spila með
ÍBV. Þær verða í sviðsljósinu á
laugardaginn.
IBLS. 8 oq 9.
Stór dagur hjá
Vinnslustöðinni
Það var sannkölluð hátíð í
Vinnslustöðinni í siðustu viku.
Greint er frá því í blaðinu í dag.
BLS. 13. og 13