Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 20. febrúar 2003 Fréttir heilsa upp á útlendingahersveit ÍBV í kvennahandboltanum Bikarúrslitaleikur IBV og Hauka fer fram um næstu helgi. Gengi liðsins hefur verið gott í vetur og er það ekki síst að þakka tveimur ungum liðsmönnum frá Austurríki. Sylvia Strass er tuttugu og sjö ára leik- stjórnandi liðsins og Birgit Engl ertuttugu og þriggja ára varnarmaður en þær léku báðar með landsliði Aust- urríkis í Evrópukeppninni sem fram fór í Danmörku í desember. Þær voru tilbúnar í spjall um veruna hér og leikinn sem er framundan á laugardaginn. Sylvia Strass tók ákvörðun, ásamt unnustu sinni Miriam Gonzácez, um að flytja til Eyja eftir að Hlynur Sig- marsson hafði hringt í hana og hvatt til að koma til liðs við handboltalið ÍBV Hafði heyrt vel látið af Vestmannaeyj um „Hlynur hafði samband við mig árinu áður en hann fylgist mjög vel með leikmönnum um allan heim og veit nákvæmlega hvar hver er að spila,“ sagði Sylvia. „Ég var þá að leika í Þýskalandi en ákvað að slá til þegar hann hringdi í seinna skiptið og koma hingað. Ég vildi breyta til ekki síst handboltalega því ég taldi að í Skandinavíu væri talsvert annar stíll í boltanum, leikmenn eru oft léttari og boltinn sem er spilaður þar af leiðandi hraðari. Ég heyrði að fólkið hér væri gott og Eyjar væru lítill en notalegur staður. Mér var líka kunnugt um að Birgit myndi spila með liðinu og það voru engin vandkvæði á því að unn- usta mín gæti komið og búið hjá mér í Eyjum. Þessir þættir urðu þess valdandi að niðurstaðan varð sú að við ákváðum að koma hingað.“ Ánægð með umgjörðina Birgit Engl sem spilaði í Valencia á Spáni áður en hún ákvað að ganga til liðs við ÍBV er ánægð með æfinga- aðstöðuna og umgjörðina í kring um liðið héma. „íþróttamiðstöðin er mjög góð og frábært að hafa innisundlaug og allt sem til þarf á einum stað. Ég kem frá bæ í Austurríki sem er svipaður að stærð og Vestmannaeyjar en þar búa um fimm þúsund manns. Þar er bara útisundlaug og í raun ekki hægt að stunda sund allt árið. Þess ber að geta að vegalengdir milli bæja eru stuttar og hægt að sækja þjónustu þangað Það er til dæmis ekki kvik- myndahús í bænum okkar en það tekur um tuttugu mínútur að keyra til næsta bæjar og skella sér í bió. Það er auðvitað ekki hægt hér. Æfinga- aðstaða á Spáni er líka mjög góð en hún er ekki öll til staðar í sama húsinu eins og hér,“ segir Birgit og bætir við brosandi að það sé að vísu dálítið kaldara hér en þar. Góðir stuðningsmenn Sylvia er einnig ánægð með aðstöð- una, hún kemur frá Vín en þar eru íbúar í kringum tvær milljónir. „Það er TILBÚNAR í slaginn. Birgit og Sylvia eru lykilmenn í liði ÍBV sem mætir Haukum í bikarslagnum og með þeim er spænsk unnusta Sylviu, Miriam Gonzácez. Vilja upplifa bikarstemmningu -segja austurrísku stelpurnar í ÍBV liðinu sem láta vel af dvölinni í Eyjum allt af öllu þar og aðstaða til fyrir- myndar en gallinn er sá að þar hefur enginn áhuga á kvennahandbolta. Það eru helst foreldrar og ættingjar leik- manna sem koma og horfa á leiki.“ Birgit segir að í Austurríki komi aðeins um hundrað og fimmtíu manns á úrslitaleiki en til samanburðar bendir hún á að á milli sjö og átta hundruð manns komu á leik IBV og Stjöm- unnar í íþróttahúsinu. „Héma hrópar fólk og virkilega styður okkur en í Austurríki er ekki svona mikill hávaði á leikjum og þar af leiðandi ekki eins mikil stemmn- ing,“ Þær segja móralinn í liðinu góðan en liðið hefur aðeins tapað einum leik og gert tvö jafntefli. „Við vomm auð- vitað ekki sáttar eftir tapleikinn en andinn í liðinu er yfirleitt góður. Við fórum til Svíþjóðar og Finnlands áður en keppnistímabilið hófst og sú ferð var vel heppnuð. Þetta voru ekki einungis leikir og keppni heldur líka skemmtiferð og góð fyrir móralinn. Það hafa allir hjálpast að við fjáröflun eins og þegar við vomm að safna dósum og flöskum,"... „og selja happdrættismiða," bætir Birgit við á góðri íslensku og segist hafa lært ákveðna rullu til að fara með þegar hún fór hús úr hús að selja miðana. Hún segir tungumálaerfiðleika ekki há liðinu þó svo þær komi frá sex þjóðlöndunt, Austurríki, Spáni, Rússlandi, Úkraínu, Danmörku og fslandi. „Það em engir erfiðleikar, reyndrar talar leikmaðurinn frá Úkraínu litla ensku en þá notum við táknmál, það er ekkert vandamál og bjargast allt saman.“ „Héma hrópar fólk og virkilega styður okkur en í Austurríki er ekki svona mikill hávaði á leikjum og þar af leiðandi ekki eins mikil stemmning,“ Ferðalagið til Þýskalands var erfitt enda var ég einn en þó að Anna hafí verið með á bakaleiðinni breyttist ástandið ekkert enda talaði hún enga ensku þannig að þögnin var oft þrúgandi. Þettavar kannski erfítt fyrir mig en ég get ekki ímyndað mér hvemig þetta hefur verið fyrir Önnu, að ferðast með manni sem hún var að hitta og gat ekkert tjáð sig við. Við komum um nóttina til Stokkhólms og þar sem ég er alltaf að spara þá ákvað ég að við skyldum bara sofa í bflnum þangað til ferjan færi. Þær eru sammála um að ferðalögin á rnilli lands og Eyja geti verið erfið Sylvia segir að þegar hún spilaði í Þýskalandi hafi liðið þurft að fara langar leiðir til að spila leiki og tók það eina til sex klukkustundir. „Um síðustu helgi áttum við að keppa við FH á föstudagskvöldinu, þá var ófært en við komumst með flugi á laugar- dagsmorgninum. Þegar leiknum var lokið var ófært til baka þannig að við gistum í bænum. Herjólfur fór ekki daginn eftir vegna veðurs en sem betur fer var flug á sunnudagskvöldinu og við komumst heim aftur. Við reiknuðum kannski með að það yrði meira frí um helgar en mikill tími fer í ferðir á milli.“ Miriam er frá Spáni og segir að sér hafi gengið erfiðlega að fá vinnu en hún hefur starfað við liðveislu tvo til þrjá daga í viku. „Ég hefði viljað vinna meira og ég veit að menn hafa lagt sig fram við að reyna að útvega mér starf. Það hefur því miður ekki gengið þar sem hér er mikið atvinnu- leysi sem stendur. Strákamir í handboltaráðinu gera allt fyrir okkur og þetta er vel skipulagt hjá þeim.“ Sylvía segir mikinn mun á um- gjörðinni í kringum liðið hér eða í Þýskalandi. „Ef ég hafði undan einhveiju að kvarta var mér bent á að ég væri á kaupi og þurfti alltaf að senda inn skriflegar athugasemdir. Héma fara menn í það að redda málunum og allt miklu manneskju- legra. Okkur er boðið í mat og allt gert fyrir okkur. Fólkið á Spáni var opið og almennilegt en það er enn betra héma.“ Birgit, Silvia og Miriam segja auðvelt að kynnast fólki hér og stemmninguna í kring um liðið skemmtilega. „Stundum kemur fólk og spjallar við okkur fyrir og eftir leiki, þetta er eins og stór tjölskylda." Ef eitthvað er að þá finnst þeim verð á matvöm of hátt og allt of dýrt að fara á veitingastaði og kaupa sér að borða. Þær em vanar því heiman frá sér að geta farið út að borða með vinum og kunningjum en þær segja það allt of dýrt héma. „Matseðillinn mætti líka vera fjölbreyttari og fleira í boði en fiskur og lamb og vínið er allt of dýrt. Við tökum eftir því að Islendingar hafa sérstöðu hvað varðar víndrykkju því þeir drekka til að verða fullir," segja þær og brosa. Hvað með leikinn á laugardaginn? „Við verðum að vinna. Það veltur á dagsforminu en við veðum að leggja áherslu á liðsheildina og vinna saman. Við emm undir pressu því það ætlast allir til þess að við vinnum og við megum ekki tapa þessum leik. Við vonum að það komi margir að hvetja okkur en það skiptir mjög miklu máli,“ segir Silvia. „Ég vona að við vinnum. Ég hef heyrt að stelpumar hafi fengið frábærar móttökur þegar þær hafa komið heim með bikarinn og ég vil upplifa hvemig það er að koma hingað með Herjólfi. Við emm besta liðið! “ segir Birgit. gudbjorg @ eyjafretti r. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.