Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 20. febrúar 2003
Stór dagur í sögu Vinnslustöðvarinnar:
Aukin afköst í fiskimjölsverk-
smiðju og loðnuhrognavinnslu
Hagnaður 2002 1.069 milljónir króna - Veltufé fró rekstri 1.093 milljónir - Orka fró
nýjum rafskautakatli nýtt til að hita upp allt að helming íbúðarhúsa í Eyjum
Á föstudaginn var mikið um
dýrðir í Vinnslustöðinni þegar
ný stjórn félagsins hélt sinn
fyrsta fund. Þar lógu fyrir
reikningar ársins 2002 sem
sýna mjög góða afkomu. Þá
var formlega tekinn í notkun
nýr gufuketill og rafskauta-
ketill í fiskimjölsverksmiðju
Vinnslustöðvar. Rafskauta-
ketillinn þjónar um leið sem
orkugjafi fyrir bæinn því með
vatni frá honum er hægt að
hita upp helming íbúðarhús-
næðis í Vestmannaeyjum.
Unnið er að því að reisa
hreinsistöð fyrir frárennsli
fiskimjölsverksmiðju og fisk-
vinnslu. Þá tók Saltkaup í
notkun saltskemmu sem reist
var á lóð Vinnslustöðvar-
innar og var hún vígð á
föstudaginn. Síðdegis var svo
veisla í Höllinni þar sem var
móttaka fyri’r starfsfólk og
gesti.
Aukin afköst
fískimjölsverksmiðju
Á föstudaginn var formlega tekinn í
notkun nýr og öflugur gufuþurrkari
ásamt rafskautakatli í fískimjöls-
verksmiðju Vinnslustöðvarinnar. Með
tilkomu nýju tækjanna eykst afkasta-
geta verksmiðjunnar úr 850 tonnum í
allt að 1.200 tonn á sólarhring.
Vinnslustöðin verður jafnframt orku-
ver fyrir Vestmannaeyjar því nýi
rafskautaketillinn hitar vatn fyrir
dreiftkerfi fjarvarmaveitu Hitaveitu
Suðumesja í Eyjum sem er svo notað
til húsahitunar og nægir það til að
kynda upp helming íbúðarhúsa í bæn-
um.
Fram kom að kostnaður við stækk-
un og breytingar í fiskimjölsverk-
smiðjunni er áætlaður um 250
milljónir króna.
Á síðasta sumri gerði Vinnslustöðin
samning við Hitaveitu Suðumesja um
að kaupa ótryggt rafmagn fyrir
rafskautaketilinn og nota með því
innlendan orkugjafa, rafmagn, í stað
svartolíu að hluta. Landsvirkjun
útvegar raforkuna en framboðið er
háð vatnsstöðu í miðlunarlónum
fyrirtækisins hverju sinni. Flutnings-
línur RARIK frá Búrfelli til Hvols-
vallar anna hins vegar ekki saman-
lagðri orkuþörf Hitaveitu Suðumesja
og nýja rafskautaketilsins á meðan
verksmiðjan er í gangi. Lausnin var
að verksmiðjan sér Hitaveitu
Suðumesja fyrir orku til upphitunar
húsa í Eyjum á meðan bræðsla
stendur yfir. Ætla má að
Vinnslustöðin leggi Hitaveitunni til
allt að helming orkuþarfar fjarvarma-
veitunnar á meðan verksmiðjan er í
gangi. Þannig er um leið dregið úr
þörf fyrir orkullutninga úr landi til
ljarvarmaveitunnar.
Hér em því margar flugur slegnar í
einu höggi:
*Orka er beisluð í fiskimjölsfram-
leiðslunni, orka sem ella rynni ónotuð
til sjávar.
*Innlend orka, rafmagn, kemur í stað
innflutts orkugjafa (svartolíu).
*Dregið verður úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og þar með dregið úr
mengun við mjölframleiðsluna.
Hreinsistöð og breytingar á
hrognavinnslu
Fleira er á döfinni hjá Vinnslustöðinni
og er unnið að því að reisa hreinsistöð
fyrir frárennsli fiskimjölsverksmiðju
og fiskvinnslu. Föst efni og fita verða
hreinsuð úr frárennslinu með bestu
tækni sem þekkist í veröldinni að því
er kom fram. Úr efnunuin, sem falla
til, verður unnið lýsi og mjöl. Fálkinn
hf. hafði milligöngu um kaup tækja og
sér um uppsetningu þeirra.
Þá er unnið að umfangsmiklum
breytingum á búnaði til loðnuhrogna-
vinnslu fyrirtækisins sem nú verður
öll á einum stað. Framleiðslugeta
eykst verulega, framleiðslutíminn
styttist og kostnaður minnkar en
Vinnslustöðin hefur framleitt 900 til
1.400 tonn af loðnuhrognum á hverri
vertíð undanfarin þrjú ár.
Saltkaup hf., dótturlélag SÍF, hefur
reisl saltskemmu á lóð Vinnslu-
stöðvarinnar og er það í samræmi við
samkomulag frá því vorið 2002. Þetta
er stálgrindahús sem Saltkaup mun
nota til að geyma í salt í Eyjum en
Vinnslustöðin er stór kaupandi salts
og umsvifamikill framleiðandi salt-
fiskafurða og hefur árum saman átt
mikið og gott samstarf við Saltkaup
og SÍF.
SIGURGEIR Brynjar Kristgeirsson, Haraldur Gíslason, Jakob Bjarnason stjórnarformaður VSV og
Jón Halldórsson framkvæmdastjóri Saltkaupa.
Tæknileg lýsing og
upplýsingar um búnað
-og þeir sem komu að verkinu
*Þurrkarinn er framleiddur af
Haarslev a/s í Danmörku. Hita-
llöturinn er 600 rúmmmetrar og
drilbúnaður 200 kW. í þurrkaranunt
gufa upp allt að 6.000 kg á klukku-
stund sem samsvarar tæpum 4 MW í
varmaafli. Þurrkarinn vegur alls um
110 tonn. Hann er þyngsti hluturinn
sem Samskip hf. hafa flutt til Islands
og næstþyngsti hluturinn sem fluttur
hefur verið í einu lagi til landsins.
*Rafskautakctillinn er smíðaður af
Peter Halvorsen í Björgvin í Noregi.
I katlinum er framleidd gufa með
raforku fyrir þurrkarann. Hámarksafl
er 12 MW og er 11.000 volta raf-
straumur leiddur gegnum vatn.
Vegna viðnáms í vatninu myndast
varmi sem nýtist til uppgufunar.
*Hrcinsihúnaðurinn er frá Huber í
Þýskalandi. Ohreint vatn er fyrst
grófsíað og fer síðan inn á skilju þar
sem loftbólur lyfta smáum ögnum
upp á yfirborðið. Ögnunum er fleytt
ofan af vatninu ásamt fitu. Búnað-
urinn afkastar unt 120 rúmmetrum á
klukkustund.
*Meðalrafaflsnotkun í Vestmanna-
eyjum er um 5 MW, þegar ekki er
talið með rafafl sem notað er til
upphitunar í kyndistöð Hitaveitu
Suðumesja. Það verður því vemleg
aukning á raforkusölu hjá Hitaveitu
Suðumesja í Vestmannaeyjum en á
móti minnkar olíunotkunin.
Fram kemur í frétt frá VSV ap
forráðamenn em ntjög ánægðir með
hvemig til hefur tekist og segja að
menn hafi skilað góðu verki.
Þeir em:
*Páll Sigurðsson verkfræðingur,
sem starfað hefur fyrir VSV sem
ráðgjafi vegna mjölverksmiðjunnar
undanfarin ár, hefur haft með umsjón
með tæknivinnu og innkaupum á
búnaði vegna þeirra breytinga sem
ráðist var í.
*Sigurjón Pálsson tæknifræðingur
hjá Teiknistofu PZ í Vestmanna-
eyjum hefur haft yfirumsjón með
hönnun og byggingarframkvæmd-
um.
*Edmund Bellesen. rafmagnstækni-
fræðingur hjá Tera sf., sá um
rafmagnshönnun og samræmingu
framkvæmda milli HS og VSV.
*Stefán Högnason sá um forritun á
stjómtölvum og tengingu við
skjámyndakerfi verksmiðjunnar.
*Onnur fyrirtæki sem komið hafa
að framkvæmdunum voru bygg-
ingafyrirtækið Steini og Olli hf.,
Toppstál ehf., Vélaþjónusta
Þórðar ehf., Vélsmiðjan Þór ehf..
Skipalyftan ehf., Miðstöðin ehf.,
Vélsmiðjan Völundur ehf., Eyja-
blikk ehf., Fálkinn hf.. ískraft hf..
Héðinn hf.. Samskip hf., Eimskip
hf.. Gunnar Guðmundsson hf. GP
kranar ehf.. MM flutningar og
kranar ehf.. Viðar Einarsson
málarameistari, Guðjón Jónsson
rafvirki. Hjálmar Brynjúlfsson
rafvirki og rafverktakafyrirtækin
Orkuvirki og Ral'múli.
Síðast en ekki síst þá þakkar SVS
starfsmönnum sem tóku þátt í fram-
kvæmdum af fullum krafti.