Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. febrúar 2003
Fréttir
9
liðið undirbýr sig nú fyrir bikarleikinn gegn Haukum á laugardaginn
Ekki þrautalaust að kaupa leikmenn
-segir Hlynur Sigmarsson sem er heilinn á bak við kaup ÍBV á erlendum leikmönnum
HLYNUR og Anna upplifðu saman erfítt ferðalag og sparnaðarskyni sváfu þau saman eina nótt í bfl en Hlynur hefur sýnt og sannað að
hann er tilbúinn að leggja talsvert á sig þegar IBV er annars vegar.
Það eru líklega ekki allir sem
gera sér grein fyrir hversu
öflugt bakland við Eyjamenn
eigum þegar kemur að
íþróttum. Hér býr fólk sem
fórnar frítíma sínum og
jafnvel vinnutíma fyrir það eitt
að IBV eigi lið í fremstu röð.
Það er fyrst og fremst vegna
þessarar fórnfýsi að ÍBV er eitt
af stórveldunum í íslensku
íþróttalífi. A félagið lið í efstu
deildum í tveimur af stærstu
íþróttum landsins, bæði í
karla- og kvennaíþróttum.
Framganga handknattleiks-
róðs kvenna hefur vakið
athygli enda hefur kvennalið
IBV nóð fróbærum órangri
um og eftir síðustu aldamót
en það hefur fyrst og fremst
tekist með samstilltu ótaki
leikmanna og þeirra sem fyrir
utan liðið standa. Hlynur
Sigmarsson er einn þeirra
sem vinna ó bak við tjöldin
og í haust fór hann í sann-
kallaða ævintýraför þar sem
hann ferðaðist með fulla
poka af peningum og var að
gera kaup við úkraínska
„fjórmólamenn."
Sá hana á landsliðsæfingu
Hlynur féllst á að segja okkur frá
þessu ferðalagi þar sem markmiðið
var að gera samning við sterkan
úkraínskan leikmann.
„Þetta byijaði allt á því að ég var
staddur út í Ukraínu en eiginkona mín
er þaðan,'1 segir Hlynur. „Maður er
alltaf með allar klær úti til að útvega
IBV leikmenn þannig að ég ákvað að
skoða aðeins hvað liðin í Ukraínu hafa
upp á að bjóða. Eg kíkti á æfingu hjá
liði staðarins en þar sögðu menn mér
að besti leikmaðurinn væri ekki með
þar sem hún væri á landsliðsæfingu.
Eg ákvað því að kíkja aðeins á
landsliðsæfinguna og þar sá ég Önnu
æfa,“ segir Hlynur og á við Önnu
Yakovu. „Eg íylgdist með æfingunni í
hálftíma eða svo þar sem liðið var að
æfa skot. Þetta voru einu kynni okkar
af Önnu þegar við ákváðum að fá
hana hingað. Eg hafði reyndar kíkt á
netið og séð hvað hún hafði verið að
skora í Evrópukeppninni. Þar hafði
hún verið að skora frá sex mörkum og
alveg upp í tveggja stafa tölu.“
Stórlið á eftir Önnu
Hvenœr var ákveðið að reyna fá hana
til liðsins?
„Eg var í Ukraínu fyrir síðasta
tímabil og þá var mér sagt að evrópsk
stórlið væru að spá í Önnu þannig að
upphæðin sem þeir nefndu var alveg
út úr kortinu. Eg veit ekki hvort þeir
voru bara að reyna að hækka verðið
en svo fórum við aðra leið í leik-
mannamálum. Fyrir þetta tímabil
vorum við svo aftur komnir í þá stöðu
að leita að leikmönnum og þá kom
Anna aftur upp á borðið. Það var
reyndar einn hængur á, úkraínskar
handboltareglur segja að leikmenn
yngri en 25 ára mega ekki fara í
atvinnumennsku erlendis. En það er
hægt að fara í kringum það og yfirleitt
þarf að borga eitthvað fyrir svoleiðis.
Konan mín var dugleg að aðstoða mig
í samningaviðræðunum sem fóru að
mestu í gegnum síma en þeir gátu
reyndar einhverjir talað ensku. Svo
var þetta orðið svo langdregið að
konan var búin að gefast upp en þá
losnaði hnúturinn og við komumst að
samkomulagi um verð. Þá þurftum
við að semja við úkraínska sambandið
og þegar það var komið var okkur sagt
að við gætum náð í leikmanninn."
Mjög erfitt ferðalag
„Það varð úr að ég fór á undan ÍBV-
liðinu sem var á leiðinni í æfmgaferð
til Alandseyja. Eg átti að keyra til
Berlínar í Þýskalandi þar sem
viðskiptin áttu að fara fram. Mér leist
bara ágætlega á þetta til að byrja með
en þegar nær dró fór ég að hugsa að
það væri Iíklega betra að hafa ein-
hvem með enda var ég með mikla
peninga meðferðis. En það komst
enginn með mér þannig að ég hellti
mér bara út í þetta og flaug til
Svíþjóðar nokkrum dögum á undan
liðinu. Eg var búinn að plana ferðina
mjög vel en þegar á reyndi fór allt úr
skorðum og ég missti af ferjunni milli
Svíþjóðar og Þýskalands. Eg komst
svo loksins yfir og þá var það að keyra
til Berlínar. Þegar ég komst þangað
var enn ein flækjan eftir því við
höfðum mælt okkur mót á ákveðnu
hóteli og ég þurfti að finna það. Ég
ákvað að gista þar yfir nóttina en átti
svo von á þeim aftur daginn eftir."
Ferðalagið til Þýskalands var
erfitt enda var ég einn en þó
að Anna hafi verið með á
bakaleiðinni breyttist
ástandið ekkert enda talaði
hún enga ensku þannig að
þögnin var oft þrúgandi.
Þetta var kannski erfitt fyrir
mig en ég get ekki ímyndað
mér hvemig þetta hefur verið
fyrir Önnu, að ferðast með
manni sem hún var að hitta
og gat ekkert tjáð sig við.
Við komum um nóttina til
Stokkhólms og þar sem ég er
alltaf að spara þá ákvað ég
að við skyldum bara sofa í
bflnum þangað til ferjan færi.
Hvar átti að geyma
peningana?
Hlynur heldur áfram og segir að
hótelið hefði verið alveg þokkalegt en
hausverkurinn var að passa upp á
peningana. „Það var reyndar öryggis-
hólf inni á herberginu en það var bara
laus kassi og ef einhver hefði komist
inn í herbergið var auðvelt að nappa
því. Fyrir utan það þá gat ég ekki læst
svalahurðinni en svalimar voru sam-
eiginlegar þannig að þú gast þess
vegna labbað hringinn í kringum
hótelið. Ég ákvað því að fara með
peningana niður í afgreiðsluna og bað
um að geyma þá. Seinna um nóttina
vaknaði ég upp og fattaði að ég hafði
ekki fengið kvittun þannig að ég svaf
ekki mikið þessa nótt.
Þetta gekk hins vegar allt upp,
Ukraínumennimir skiluðu sér meira
segja aðeins fyrr og eftir að félaga-
skiptin milli HSI og úkraínska
sambandsins höfðu gengið í gegn
gengum við frá okkar viðskiptum."
Ferðin til baka
Þar sem þessi viðskipti gengu vel fyrir
sig sá Hlynur fram á það að geta
komist til Álandseyja fyrr en áætlað
var en eftir að hann og Anna höfðu
keyrt langleiðina frá Berlín kom í ljós
að vegabréf Önnu hafði gleymst í
Berlín. „Við urðum því að snúa við og
þá var ég alveg búinn að fá nóg. Ég
ákvað því að gista yfir nóttina í
Berlín.“
En ævintýrinu var hvergi nærri
lokið. Þreytt og ringluð eftir erfitt
ferðalag komust þau loksins til
Stokkhólms þar sem áætlað var að
fara með feiju til Álandseyja.
„Ferðalagið til Þýskalands var erfitt
enda var ég einn en þó að Anna hafi
verið með á bakaleiðinni breyttist
ástandið ekkert enda talaði hún enga
ensku þannig að þögnin var oft
þrúgandi. Þetta var kannski erfitt fyrir
mig en ég get ekki ímyndað mér
hvemig þetta hefur verið fyrir Önnu,
að ferðast með manni sem hún var að
hitta og gat ekkert tjáð sig við. Við
komum um nóttina til Stokkhólms og
þar sem ég er alltaf að spara þá ákvað
ég að við skyldum bara sofa í bfinum
þangað til ferjan færi. En allt leystist
þetta, við hittum liðið daginn eftir og
Anna spilaði sinn fyrsta leik klukku-
tíma eftir það.“
Værirðu til í að gera þetta aftur?
„Nei, aldrei aftur. Ef ég fer út til að
sækja leikmenn þá fer ég allt fljúg-
andi.“
Leist ekki vel á byrjunina
Anna Yakova hcfur þakkað fyrir
traustið sem Hlynur sýndi henni og
vaxið með hverjunt leik. Blaðamaður
Frétta hitti hana á æfingu á mánu-
daginn og þar sem Anna talar hvorki
okkar ylhýra eða ensku þá fór viðtalið
í gegnum Öllu Gorkorian.
Aðspurð sagðist Anna alltaf hafa
ætlað að verða atvinnumaður í hand-
bolta. „I Úkraínu er atvinnumennska í
handbolta þannig að ef þú stendur þig
geturðu lifað af íþróttinni. Ég spilaði
með liðinu Motorzaporozje Galich-
inka Lvov og við vomm meðal þeirra
bestu.“
Hvemig leist þér á að koma til íslands
að spila handbolta?
„Mér leist bara vel á það. Ég vissi
ekki mikið um landið og það var því
ákveðin ævintýraþrá sem varð til þess
að ég ákvað að fara.“
Þegar spurt er út í ferðalagið frá
Úkraínu færist angistarsvipur yfir
andlit Önnu sem breytist fljótlega í
lúmskt glott. „Það var mjög erfitt.
Við keyrðum í tvo sólarhringa frá
Úkraínu til Þýskalands og svo tók við
erfitt ferðalag með Hlyn. Mérleistnú
ekkert sérstaklega vel á þessa byrjun
hjá nýja liðinu, sérstaklega ekki þegar
við sváfum í bfinum en eftir að ég
kom hingað þá hefur allt breyst og ég
er ánægð í dag,“ sagði Anna sem nú
býr sig undir bikarleikinn gegn
Haukum á laugardaginn.
julius@eyjafrettir.is