Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2003 Kröfu Hressó vísað frá Fyrir bæjarráði á mánudag lá fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar sam- keppnismála vegna Hressómálsins svokallaða. Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar kærðu úrskurð samkeppnisráðs vegna og var aðalkrafa þeirra að áfrýjunar- nefndin hnekki þeirri niðurstöðu samkeppnisráðs að Vestmannaeyja- bær hafi ekki brotið gegn ákvörðun samkeppnisráðs og kveði upp úrskurð um hið gagnstæða. Áfrýjunarnefndin hafnaði kröfu Líkamsræktarstöðv- arinnar og stendur því fyrri úrskurður samkeppnisstofnunar. Styrkir til sérverkefna Tveir styrkir fengust frá Vinnumála- stofnun og barst bréf þess efnis Byggðasafninu í síðustu viku. Voru styrkimir veittir til sérverkefna á vegum svæðismiðlana og safna og eru verkefnin, eitt starf í þrjá mánuði við viðgerð á trillunni Hlýra og tvö störf í tvo mánuði í kynningu á Skans- svæðinu. Menningarmálanefnd þakk- aði jákvæð viðbrögð. Hækkun leikskólagjalda Á fundi skólamálaráðs þann 12. júní sl. voru lagðir fram útreikningar á gjaldskrá leikskóla. Var samþykkt að hækka leikskólagjöld um 4,75% og kostar klukkustundin því 2.554 krónur. Einnig var samþykkt að hækka fæðiskostnað um 1,12% og tekur ný gjaldskrá gildi 1. júlí. 150 ára afmæli Herfylkingarinnar Formanni menningamálanefndar, Sigríði Bjarnadóttur var falið að hafa samband við Sýslumanninn í Vestmannaeyjum um hugmyndir hans á því með hvaða hætti er við hæfi að minnast 150 ára afmælis Herfylkingarinnar í Vestmannaeyjum. FJÖLSKYLDAN var að sjálfsögðu mætt við opnun sýningarinnar, Erla Baldvinsdóttir, móðursystir listamanns- ins, Margrét Lilja systir hans og sonur hennar Baldvin Búi, Magnús í'aðir hans, Bjarni Ólafur og Unnur Gígja móðir hans. * Sýning Bjarna Olafs í Vélasalnum: Vel þess virði að líta við Bjami Ólafur Magnússon, myndlistar- maður, sýnir níu verk í Vélasal Myndlistarskólans og er hann með því að kvitta fyrir að á síðasta ári var hann bæjarlistamaður Vestmannaeyja. 1 síðustu Fréttum segir Bjarni Ólafur að öll verkin séu unnin á þessu og síðasta ári og með sýningunni sé hann að kvitta fyrir sig sem bæjar- listamaður Vestmannaeyja árið 2002. Um leið sé sýningin endir og um leið upphaf á ferli hans sem myndlistar- manns. „Og nú finnst mér ég hafa orku til að byrja á einhverju nýju. Hvað sem það svo verður,“ sagði Bjami Ólafur í viðtalinu. Vélasalurinn hefur mikla sérstöðu sem sýningarsalur því sáralitlu hefur verið breytt ifá því hann þjónaði hiut- verki áhaldahúss bæjarins og vélasalar Vélskólans. Allir gluggar eru á suður- vegg sem gerir erfiðara að stilla upp í salinn en með gluggatjöldum hefur tekist að bregðast við því en birtan fær samt að njóta sín. Listamenn sem hafa sýnt í Vélasalnum hafa margir verið mjög sáttir við aðstöðuna, segja að ekki sé margt sem taki athyglina frá sjálfri sýningunni. Þessir kostir koma vel fram á sýningu Bjama Ólafs og ekki síst þar sem verk hans eru í stærri kantinum. Það er líka eins og myndimar níu hafi hver og ein verið gerð með Vélasalinn í huga. Salurinn skiptist í nokkur bil og er hver mynd sniðin inn í hverl þeirra. Þegar þetta var borið undir Bjama segir hann að þetta hafi verið allsendis ómeðvitað. „Við vomm búin að fara með myndirnar þrisvar fram og til baka áður en ég var ánægður. Eg sé núna að verkin passa inn í salinn en það var alveg ómeðvitað af minni hálfu,“ sagði Bjami Ólal'ur. Eins og áður er enga eftirgjöf eða málamiðlun að finna í myndlist Bjama Ólafs og útkoman er ein fallegasta sýning sem ratað hefur í Vélasalinn. Sýningin er opin frá 15.00 til 19.00 alla daga og lýkur henni á sunnudag. Er full ástæða til að hvetja fólk til að líta við, það er þess virði. Þriggja mánaða uppgjör bæjarins: Hallí á bæjarsjóði hálf milljón á dag -Tekjur 100 milljónir undir áætlun Á fundi bæjarráðs var rætt um árshlutareikning bæjarsjóðs og stofn- ana hans sem lagður var fyrir í bæjarráði í byijunjúní. Meginniður- stöður reikninganna em þær að tekjur eru rúmum hundrað milljón krónum undir fjárhagsáætlun og gjöld tæpum 45 milljónum undir kostnaðaráætlun. Rekstrarleg niðurstaða er í mínus, upp á rúmar 65 milljónir króna. Svo- hljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur og Slefáni Jónassyni (V) „Við skoðun á þriggja rnánaða upp- gjöri kemur í ljós að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu em kr. 4.436 milljónir króna eða sem sam- svarar 1.005.000 kr. á hvem bæjarbúa. Einnig kemur í ljós að tekjur hjá bæjarsjóði á dag sl. þrjá mánuði eru 3,3 milljónir króna og gjöld 3,8 milljónir. Bæjarsjóður er því rekinn með 500.000 kr. halla á hveijum degi. Slíkur viðskilnaður er óskaplega dapur hjá Sjálfstæðisflokknum í Vest- mannaeyjum eftir tæplega 13 ára valdasetu. Nýr meirihluti mun leggja metnað sinn í að snúa dæminu við. Það mun taka einhvem tíma en bæjarfulltrúar hins nýja meirihluta em þess fullvissir að hægt sé að koma rekstri bæjarins í betra horf.“ Selma Ragnarsdóttir (D) lét þá bóka að hún fagnaði því að þriggja mánaða niðurstöður milliuppgjörs Vestmanna- eyjabæjar og stofnana hans liggi nú fyrir. „Er uppgjörið í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins að teknu tilliti til afskrifta og lífeyrissjóðs- skuldbindinga. Guðrún og Stefán bókuðu þá aftur að þau teldu 500 þúsund króna ha'.'a á hverjum degi í rekstri bæjarsjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins ekki bera vott um góða fjármálastjóm og áætlanagerð hjá sjálfstæðismönnum. Vísuðu þau svo í fyrri bókun sína. Egill Arngrímsson skrifar bæjarráði: Vill koma upp fjölmiðlaskrif- stofu í Eyjum Egill Amgrímsson starfsmaður Þró- unarfélags Vestmannaeyja skrifaði bæjarráði bréf sem tekið var fyrir á mánudag. Egill fékk uppsagnarbréf fyrir skömmu þar sem liggur fyrir að félagið verði lagt niður. Segir hann í bréfinu að í ljósi þessa ákvarðana hafi hann ákveðið að skoða hvaða aðrir möguleikar væm fyrir hendi svo hægt væri að veita frumkvöðlum og fyrir- tækjum í Vestmannaeyjum þá þjón- ustu sem stofnanir á vegum Byggða- stofnunar og Impiu, þjónustumiðstöð fmmkvöðla og fýrirtæki, veita annars staðar á landinu. Bréfið bar heitið Impra í Eyjum. „í Ijósi bágrar stöðu á atvinnumarkaði í Eyjum þykir það algjörlega óviðun- andi að bjóða ekki upp á stuðn- ingsþjónustu við almenning sem þarf að leita sér grunnráðgjafar fyrir lítinn pening. Auk þess vantar manneskju sem getur leiðbeint Vestmanna- eyingum varðandi það hvar hægt er að fá styrki og lán á góðum kjömm, með öðmm orðum að leiðbeina vegna fjármögnunar." Segir Egill að sú óvissa sem nú hefur skapast um hans starf hafi orðið til þess að hann fór að kanna þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi atvinnu sem fellur að þeirri menntun sem hann hefur aflað sér. „Það er ljóst að ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að því að leita sér að slíkri vinnu og hafa menn með sams konar menntun reynt árangurslaust að verða sér úti um vinnu í Eyjum á síðustu mánuðum . Einn möguleikinn er þó að skapa sér starf sjálfur. Þetta er niðurstaða sem getur verið kostnaðarsöm og töluverð áhætta fylgir." Talar hann um að einn ókostur þess að vera með fyrirtæki í Eyjum sé hversu langt við séum frá markað- inum á höfuðborgarsvæðinu. Hug- myndir utn framleiðslu í Eyjum þykja ekki spennandi vegna mikils fiutn- ingskostnaðar. Talar Egill um að ein töfralausn fyrir landsbyggðina sé fjarvinnsla en slík vinnsla hafi þó oft á tíðum faiið illa og em dæmi þess hér í Eyjum. Það er hinsvegar á gmnni ljarvinnslunnar sem hugmynd Egils er byggð á. Hugmyndin er að reka einskonar fjölmiðlaskrifstofu í Vest- mannaeyjum. „Netið er orðið viðurkenndur miðill og margir fjölmiðlar og fyrirtæki sem leggja mikið upp úr upplýsingamiðlun og fréttafiutningi á sínum síðum. Það er á þessum nótum sem fyrirtækið er hugsað og sýnir reynsla þeirra sem að hugmyndinni standa að nóg er af verkefnum á þessu sviði. Þessi markaður getur þó verið reikull og ekki á vísan að róa. Þess vegna er afar mikilvægt að vera með nokkur verkefni sem em föst í hendi.“ Eitt af þeim verkefnum sem gætu verið gmnnur sem fyrirtækið byggði á er útibú frá Impm sem er þjónustu- miðstöð frumkvöðla og fyrirtækja og var sett upp sem samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins og Iðntækni- stofnunar fyrir fjórum ámm. Egill segir í bréfi sínu að hann hafi farið á fund Karls Friðrikssonar fram- kvæmdastjóra Iðntæknistofnunar með þessa hugmynd. Karl tók vel í hana og var nokkuð jákvæður, eins og segir í bréfi Egils, að þetta gæti orðið að veruleika. Arnar Sigurmundsson frá Nýsköpunarsjóði tók strax vel í hugmyndina og nefndi dæmi slíkra útibúa bæði á Norðurlandi og Austur- landi. „Við þetta er að bæta að mögulegt er að bæta enn við þjónustuna, hafi Vestmannaeyjabær áhuga, og taka inn í starfsemina þá gmnnþjónustu sem Þróunarfélag Vestmannaeyja sá áður um að veita og snýr sérstaklega að atvinnumálum Vestmannaeyja.“ Egill nefnir annan möguleika sem er að í samstarfi útibúsins og Vest- mannaeyjabæjar verði starfrækt fmm- kvöðlasetur í húsnæði Athafnaversins og myndi útibú Impm sjá um þjónustu við fmmkvöðla þar og reka Setrið. „Það er hins vegar mat undirritaðs að frekar beri að huga að Nýsköp- unarmiðsöð en Frumkvöðlasetri. Fréttir berast af því að nýting á þeim frumkvöðlasetrum sem þegar hafi verið sett upp sé ekki góð og spuming er því hvort raunhæf þörf sé fyrir slíkt í Eyjum. Það má hins vegar alltaf skoða hvort ekki sé hægt að veita frumkvöðlum einhverja aðstoð í leit að húsnæði og þá jafnvel nýta þau hús sem bærinn á líkt og gert hefur verið með Athafnaverið." Segir Egill í lok bréfsins að hug- myndin með aðkomu bæjarins að málinu á þessu stigi sé einungis með því að setja tölvuar Þróunarfélagsins og þau gögn sem þar em til staðar um atvinnumál inn í útibúið. „Ef hins vegar væri áhugi hjá bænum um að fyrirtækið kæmi meira að stað- bundnum verkefnum á vegum bæjar- ins, ekki ólíkt því sem Þróunarfélagið hefur gert, þá yrði að endurskoða þessa rekstraráætlun og hugsanlega bæta við fimmtíu prósent starfi. Með þessu bréfi leita ég eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að halda áfram vinnu við þessa hugmynd og óska einnig eftir að heyra hvernig bærinn sér fyrir sér að hann geti komið að málinu. Bæjarráð fól bæjarstjóra framgang málsins og þakkaði bréfritara fyrir framkomnar hugmyndir. Einnig var tekið fyrir afrit af bréfi Vestmanna- eyjabæjar til ýmissa aðila í tengslum við beiðni um viðræður um stofnun fmmkvöðlaseturs í Vestmannaeyjum. Var bæjarstjóra falið að upplýsa bréfritara um leið og viðbrögð koma frá þeim aðilum sem leitast hefur verið efitir samstarfi við í tengslum við stofnun frumkvöðlaseturs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.