Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 19.júní2003
Börn settu mikinn svip á hátíðahöidin, leikskólabörn sungu nokkur lög undir stjórn Eyvindar Inga Steinarssonar
Mikið um dýrðir á 17. júní
Mikið var um dýrðir á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní og dagskráin öll hin
vandaðasta. Hátíðin hófst með skáta-
og lýðveldismessu í Landakirkju þar
sem sr. Kristján Bjömsson messaði
Margir tóku þátt í skrúðgöngu sem
hélt af stað frá íþróttamiðstöðinni að
Stakkó, fánaberar frá Skátafélaginu
Faxa og Lúðrasveit Vestmannaeyja
voru í broddi fylkingar.
Sigríður Bjarnadóttir, formaður
menningarmálanefndar, setti hátíðina
og Guðrún Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi
flutti hátíðarræðu Lúðvíks Bergvins-
sonar, í forföllum hans. Lára Skær-
ingsdóttir í hlutverki Fjallkonunnar
flutti Ijóð og var hin glæsilegasta.
Anna Brynja Valmundsdóttir flulti
ávarp nýstúdents.
Börn settu mikinn svip á
hátíðahöldin, leikskólabörn sungu
nokkur lög undir stjórn Eyvindar Inga
Steinarssonar og stúlkur sýndu
dansatriði undir stjórn írisar Onnu
Steinarsdóttur. Ungmennafélagið
Oðinn skipulagði hlaup yngri og eldri
barna og verðlaun voru aflient lil
sigurvegara í hvorum flokki. Drífa
Þöll Arnarsdóttir, í hlutverki Soffíu
frænku, kynnti dagskrá Leikfélagsins
en fram komu margar þekktar
persónur eins og Lína langsokkur,
ræningjarnir, ljónið, stelpumar á
Saumastofunni og fleiri. Einnig var
fimleikasýning á vegum Fimleika-
félagsins Ránar og ýmsir leikir á
túninu og athygli vakti að bærinn
hefur komið upp nýjum leiktækjum
fyrir yngstu kynslólðina. Það var
notalegt að kíkja í Alþýðuhúsið og fá
vöfflur og heitt súkkulaði hjá kven-
félagskonum í Líkn en þær hafa séð
um veitingasölu þennan dag.
Dagskráin var öll hin vandaðasta og
langt síðan 17. júní hefur verið gert
eins hátt undir höfði í Vestmanna-
eyjum enda markmið menningarmála-
nefndar, í samvinnu við Andrés
Sigurvinsson, að færa daginn til
upprunalegs horfs og áhersla lögð á að
hafa daginn þjóðlegan og skemmti-
legan.
Hljómsveitin Made in China spilaði
á Ráðhúströð eftir að hefðbundinni
dagskrá lauk á túninu og Lalli og fleiri
héldu uppi fjörinu í Akóges þar sem
gömlu dansarnir voru í aðalhlutverki
en mæting hefði mátt vera betri.
Gestir hel'ðu mátt vera fleiri á Stakkagerðistúni á 17. júní, en þeir seni
mættu fengu nokkuð fyrir sinn snúð.
1Í
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa.
Bergs Elíasar Guðjónssonar
Dverghamri 15
Stuðningur ykkar er ómetanlegur
Guðrún Agústsdóttir
Agúst Bergsson Stefanía Guðmundsdóttir
Margrét Klara Bergsdóttir Birgir Símonarson
Kristín Bergsdóttir Kristmann Karlsson
Barnabörn, bamabarnabörn
og bamabamabamabam.
í1
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veitt hafa
okkur stuðning með samúð sinni og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa
Ástvaldar Valtýssonar
Hrauntúni 37
Stuðningur ykkar er ómetanlegur.
Halldóra Sigurðardóttir
Stefanía Ástvaldsdóttir Guðbjöm Ármannsson
Ásta María Ástvaldsdóttir Grímur Þór Gíslason
Una Sigrún Ástvaldsdóttir Magnús Freyr Valsson
og bamaböm
Athafnafólk:
www.bestoflife4u.com
Nudd er heilsurækt!
Nudd er lífsstíll!
Erla Gísladóttir
nuddari
Faxastíg 2a
Sími: 481 1612
Múrvalútsýn
Urriboð í Eyjum
Friðfinnurfinnbogason
Símar
481 1166
481 1450
ER SPILAFIKN
VANDAMÁL?
G.A. fundir
alla fimmtudaga kl. 17.30.
að Heimagötu 24
Framundan á Fjölsýn:
mjjTijspofíT
*****
Fimmtud. 19. júnf__________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 17.00.....Tyrkland - USA
Kl. 19.00...Brasilía - Kamerún
Föstud. 20. júnf___________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 16.45...Kolumbía - N. Sjáland
Kl. 19.00...Frakkland - Japan
Laugard. 21. júní__________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 19.00......Brasilía - USA
Sunnud. 22. júnf___________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 18.45......Leikur í beinni
Mánud. 23. júnf____________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 18.45......Leikur f beinni
Fimmtud. 26. júní__________
Álfukeppnin í Fótbolta
Kl. 15.30.......Undanúrslit
Kl. 18.30.......Undanúrslit
Laugard. 28. júnf__________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 16.00...Leikur um 3ja sæti
Sunnud. 29. júní___________
Álfukeppnin í fótbolta
Kl. 18.30.....Úrslitaleikur
ff FJÖLSÝN
// VESTMANNAEYJUM
Alla sunnudaga_____________
Fréttaljós.........kl.20.00
Alla mánudaqa______________
Fréttir............kl. 20.00
Fréttaljós (e).....kl.20.20
Alla þriðjudaga____________
Fréttir(e).........kl. 12.30
Áskriftarsíminn er
481 -1300
Eyjaprent
Strandvegi 47
Sími 481 1300
Léttast -þyngjast - hressast
Frábærar vörur sem hafa hjálpað tugum
milljóna manna um allan heim í þyngdar-
stjórnun og heilsu. Sílelldar endurbætur og
nýjungar. Frí sýnishorn, stuðningur, ráðgjöf
Helga Tryggva • Sími 862 2293
Fæðu og heilsubót
A .. /- •
Smáar
Ibúð óskast
Óska eftir íbúð til leigu yfir versl-
unarmannahelgina. Hafið samband
í síma 821-3890, Svanlaug.
Bíll til sölu
Til sölu Nissan Almera árg. ‘96.
Ekinn 92 þús. Upplýsingar í s. 481-
1269/696-1369.
Tapað - Fundið
Silfurlitað CK úr tapaðist við íþrótta-
miðstöðina sl. mánudag. Fundar-
laun í boði. Uppl. í s. 845-1075.
íbúð óskast
Óska eftir snyrtilegri 3ja til 4ra
herbergja íbúð til leigu í 1 ár. Uppl.
gefur Magnús í s. 664-4549.
íbúð til leigu
2ja herb. íbúð við Bröttugötu til leigu
í sumar frá og með júlí og út ágúst.
Helgar- og/eða vikuleiga. Uppl.
gefur Guðmundur Erlingsson í s.
899-9539.
Bíll til sölu
Daihatsu Cuore árg. 2000, ekinn
28.000 km. Lítill og nettur frúarbíll.
Uppl. í s. 481-1234/898-4023.
Tapað - Fundið
Hlaupahjól með rauðum dekkjum
merkt Helgu ásamt símanúmeri.
Tapaðist í Foldahrauni. Á sama
stað tapaðist Prostyle reiðhjól blátt
að lit, merkt Emil. Finnandi hafi
samband við Heiðu í s. 552-0302 /
847-7184.
Skjalaskápar til sölu
Til sölu tvö stykki skjalaskápar.
Uppýsingar f sfma 863-3344.
Fiskabúr óskast
Óska eftir fiskabúri, helst gefins.
Þarf hvorki að vera vel með farið né
halda vatni. Símar 481-3207 eða
897-3207. Þóra.
Barnapössun
13 ára stúlka óskar eftir að fá að
passa börn í sumar. Upplýsingar f
síma 481-2703/849-1975.
íbúð óskast
Óska eftir íbúð á leigu í Eyjum frá
28/7 - 4/8. Áhugasamir hafi sam-
band við Kristján í síma 897-2869.
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fvrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
AA fundir
AA fundir eru haldnir sem hér
segir að Heimagötu 24:
sun. kl. 11.00
mán.kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus
þri. kl. 18.00 Nýliðadeild
þri. kl. 20.30 Kvennafundur
mið. kl. 20.30 reyklaus fundur
fim. kl. 20.30
fös. kl. 19.00 reyklaus fundur
lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl.
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath. símatíma okkar, sem eru hvern
dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 481 1140