Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 7
Frcttif / Fimmtudagur 19.júní2003 7 Frestaði afgreiðslu á girðingarmáli landnytjanefndar Landnytjanefnd fundaði þann 5. júní sl. þar sem m.a. var samþykkt að beita Dalfjall og að girðingin standi á sama stað og verið hefur. Einnig mælti nefndin með í öðru máli á dagskrá að bærinn leggi til girðingarefni og að landnotendur sjái um uppsetningu. Að viðhald verði í höndum bæjarins og tekið verði hóflegt leigugjald fyrir afnot af landinu. Tekið skal tillit til ífamlags landnotanda við uppsetningu girðingar. Sömu reglur skulu gilda um önnur almenn beitarsvæði en taka skal tillit til aðstæðna á hverjum stað. Bæjarráð frestaði öðru máli en samþykkti fundargerðina að öðru leyti. Sigurður Friðriksson og Sigurjón Ingvarsson sendu landnytjanefnd bréf varðandi lundaveiði í Stórhöfða þar sem þeir fara fram á að fá að aflífa lunda í Stórhöfða. Nefndin var samþykk erindinu svo fremi sem hefðbundnar veiðiaðferðir verði notaðar, þ.e. háfur. Nefndin felur ritara að komast að samkomulagi við Veiðifélag Stórhöfða. 2 milljónir í vegbætur í Dalnum Vestmannaeyjabær hefur úthlutað tveimur milljónum úr sjóðum Vega- gerðarinnar til endurbóta á vegi í Herjólfsdal. Verður hann greiddur út eftir að framkvæmdum er lokið eða þeim að ljúka og fulltrúi Vegagerð- arinnar hefúr tekið verkið út. Guðfinnur Þár Balsscn, farstöðLmaður Iferjólfe í Brfuti - Boðar hre/tingar á bókunarkEsrfi Staðfesta þarf bókun fyrir bíl með greiðslu Þarf hun að hafa borist fyrir hádegi dagim áður -KONAN las það á Eyjafréttum að fbúum hafði fjölgað um fjóra frá 1. desember sl. og hún hringdi í mig og spurði hvort það gæti verið við en það er víst ekki hægt að segja það þar sem Björgvin flutti burt með fjölskyldu sinni sem telur einnig fjóra, segir Guðnnnur sem segir að fjölskyldu sinni líði vel í Eyjum og vel hafi verið tekið á móti þeim hér. Það mæðir mikið á for- stöðumanni Samskipa í Vest- mannaeyjum þessa dagana enda er Herjólfur, þjóðvegur Vestmannaeyinga milli lands og Eyja, undir hans umsjón. Guðfinnur Þór Pálsson gegnir því starfi og tók hann við því af Björgvin Arnaldssyni sem flutti til Englands. Guðfinnur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur eins og hann orðar það sjálfur en flutti til Eyja ásamt konu sinni og tveimur börnum um síðustu áramót. „Konan las það á Eyjafréttum að íbúum hafði fjölgað um fjóra frá 1. desember sl. og hún hringdi í mig og spurði hvort það gæti verið við en það er víst ekki hægt að segja það þar sem Björgvin flutti burt með fjölskyldu sinni sem telur einnig fjóra,“ segir Guðfmnur sem segir að fjölskyldu sinni líði vel í Eyjum og vel hafi verið tekið á móti þeim hér. „Þetta hafa verið mikil viðbrigði fyrir okkur þar sem við bjuggum í Reykjavík, sam- félagið héma er rólegt, ólfkt því sem við kynntumst í Reykjavrk, hér er engin fösmdagsstreita eins og í Reykjavík þar sem fólk er að fara á límingunum yfir engu,“ sagði Guð- finnur og bætti við að hans reynsla væri sú að Eyjamenn tækju vel á móti aðkomufólki. Ekki ERFITT AÐ KOMAST UM HELGAR Guðfinnur sagði að rekstur Heijólfs gangi þokkalega og þeir væru sæmi- lega sáttir. „Farþegafjöldi hefur staðið nokkurn veginn í stað fyrstu mánuði ársins miðað við í fyrra en það ber að hafa í huga að mikil Ijölgun varð bæði árið 2001 og 2002. Við gerðum ráð fyrir tveggja prósenta fjölgun og hefúr það staðist nokkum veginn." Guðfinnur sagði það að öllu jöfnu ekki rétt að erfítt sé að komast hingað um helgar. „Það em vissir álags- punktar eins og t.d. í kringum peyja-, pæjumót og Þjóðhátíð og í ár bætist goslokahelgin þar við. I kringum þessar helgar er vissulega erfiðara en ella að komast en þó hægt enda er enn laust pláss í kringum goslokahátíðina til dæmis. Fólk miðar oft við að ef fullt er á bfladekkið, þá hljóti skipið að vera fullt. Þetta er langt Irá því að vera reyndin, það er enn pláss íyrir farþega í kringum þessar helgar." PANTA EN MÆTA EKKI Guðfmnur sagði að bókanir stæðust oft ekki og því miður væru dæmi um það að fólk sé að panta ferðir fram og til baka yfir nokkrar helgar, bara til öryggis. „Þetta er vandamál og gott dæmi um þetta kom upp í síðustu viku, þá var búið að vera fullbókað á bfladekkið í margar vikur og margir búnir að fá það svar þegar þeir ætluðu að bóka en svo þegar til kom var pláss fyrir níu bfla. Þetta er náttúrulega eitthvað sem gengur ekki upp,“ sagði Guðftnnur og bætti við að nú væri verið að vinna að því að breyta bókunarkerfi Herjólfs þannig að fólk þurfi að staðfesta bókun degi fyrir brottför með greiðslu. „Þetta á einungis við um bfla og er ætlunin að þeir sem ekki hafa gengið frá pöntun sinni um hádegi daginn fyrir brottför detti út og eins ætlum við að koma upp biðlistakerfi þannig að bflar detta þá inn með ágætis fyrir- vara. Með þessu teljum við að þjónustan við Eyjamenn og reyndar alla landsmenn lagist. Þetta ætti að verða til þess að bókunarmynstrið breytist þannig að fólk geti aftur tekið skyndiákvarðanir um að fara án þess að allt sé fullt af pöntunum sem aldrei stóð til að nota.“ Guðfinnur sagði að fjölmargir hefðu komið að máli við sig vegna þessa vandamáls og sagði hann greinilegt að Eyjamenn létu málefni Herjólfs ekki fram hjá sér fara og allir hefðu skoðanir á skipinu. „Enda er það ekkert óeðlilegt þar sem Heijólfur ber þungann af samgöngum við Vest- mannaeyjar.“ VEGAGERÐIN TEKUR ÁKVARÐANIR Þegar rætt var við Guðfinn um þá kröfu sem hávær hefur verið að Herjólfur sigli næturferðir með gáma til þess að skapa meira pláss á bfla- dekkinu segir hann það vissulega vera eina leið til þess að takast á við vandamálið en hann hefur sínar efasemdir um að sú leið virki. „í fljótu bragði sé ég ákveðna vankanta á þessu og ég veit til þess að viðskiptavinir okkar eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir þessu. Eins verður að líta á það hvemig það hentar flutningsaðilum. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki endanleg ákvörðun okkar, Vegagerðin tekur ákvarðanir um allar breytingar og þetta er bara samnings- atriði á milli aðila. „Síðasta hálfa árið hefur umræðan um Herjólf verið heldur róleg, alla vega miðað við um- ræðuna á síðasta ári,“ og segir Guðfmnur umræðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Eg var búinn að heyra af þeirri miklu umræðu sem hér var en ákvað strax með sjálfum mér að horfa fram á veginn og ekki vera í ein- hverjum sagnfræðirannsóknum.“ Þreifa FYRIR SÉR MEÐ BÓKANIR Á Netinu Nýtt hjá Samskipum hefur verið bók- anir á netinu, þetta hefur ekki verið mikið auglýst enda segir Guðfinnur kerfið enn í þróun. „Við höfum ekki viljað auglýsa þetta mikið enda verður svona kerfi að virka algjörlega. í dag er einungis hægt að panta fyrir farþega, ekki bfla og ekki kojur. Ekki er heldur hægt að borga með eining- um sem kemur sér afar illa fyrir þá sem mest ferðast með skipinu. í íramtíðinni verður þetta kerfi lagað að þessum kröfum." Það ER AFGREIÐSLA í Reykjavík Annað sem hefur kannski lítið verið auglýst er afgreiðsla fyrir Herjólf í höfuðborginni. „Það er afgreiðsla fyrir Herjólf hjá Landflutningum í Reykja- vík, að Skútuvogi 8 og er það aðalsölustaðurinn í Reykjavík. Þar er opið frá 9.00 - 17.00 alla virka daga nema á föstudögum en þá er opið 9.00 til 16.00. Þar er hægt að ganga ffá öllu og eins er hluti af símaþjónustu okkar þar þannig að á álagstímum flytjast símtöl frá afgreiðslu okkar hér í Eyjum þangað. Við höfum nýlega bætt við fólki til þess að sinna þessu í Reykjavík.“ Guðfinnur upplýsti í lokin um þær aukaferðir sem ákveðnar hafa verið þegar álag verður mest í sumar. „Það verður ein aukaferð í kringum Shell- mót, um er að ræða kvöldferð sunnu- daginn 29. júní og verður brottför héðan klukkan ellefu. Einnig verður farin kvöldferð goslokahelgina, sunnudaginn 6. júlí og aftur verður farið af stað frá Eyjum klukkan ellefu. Næturferð er svo fyrirhuguð aðfara- nótt þriðjudags eftir Þjóðhátíð og er brottför héðan klukkan eitt eftir miðnætti." Hann vildi að lokum hvetja þá sem enn hafa ekki pantað og jafnvel halda að fullbókað sé að hafa samband. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk komist til Eyja í kringum goslokin, það er nóg pláss fyrir farþega í Heijólfi, ég get ekki lofað fari fyrir bflinn en hér er rekin góð leigubflaþjónusta sem hægt er að nýta og eins og veðrið hefur verið, þá ættu gönguferðir að vera vel inn í myndinni," sagði Guðfinnur að lokum. Vilja fá svör frá Guðjóni vegna Ofanbyggjara Gatnagerðargjöld Ofanbyggjara vom aftur til umræðu í bæjarráði á mánu- dag en eins og greint var frá í Fréttum í síðustu viku sendi Ámi Johnsen íýrrverandi alþingismaður bréf úl for- manns ráðsins, Guðrúnar Erlings- dóttur fyrir hönd Ofanbyggjara þar sem hann fór fram á að gatnagerð- argjöld yrðu felld niður á svæðinu. Jóhann Pétursson lögfræðingur skilaði greinargerð vegna málsins og var hún tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudag. Þar kemur fram að álagningarheimild á fasteignir vegna B gatnagerðagjalda varð til þegar að framkvæmdum vegna bundins slit- lags lauk um vorið 1994. Heimildin varði í fimm ár og lauk því um vorið 1999. Eftir það var ekki hægt að leggja gatnagerðagjald á eigendur fasteigna sem vom til þegar að slitlagið var sett á. Ný lög tóku gildi árið 1997 sem heimila sveitafélögum að leggja gatnagerðagjöld á úthlutaðar lóðir og byggingarleyfi sem og stækkanir við eldri hús eftir að lögin tóku gildi. Ef um slík tilvik er að ræða við Ofan- leitisveg þá er hægt að leggja gatna- gerðargjöld á þær eignir samkvæmt nýju lögunum. Jóhann bendir sér- staklega á það að engin tengsl em á milli gatnagerðar við viðkomandi götu sem fasteign er við og álagningu gatnagerðagjaldanna eins og var samkvæmt eldri lögum. Gatnagerðagjöld samkvæmt nýju lögunum em aðeins lögð á einu sinni, þ.e. þegar lóð er úthlutað eða bygg- ingarleyfi fæst og skiptir engu máli hvort gatnagerðarframkvæmdum sé lokið eða þær yfirleitt hafnar við viðkomandi götu. Bæjarráð frestaði málinu þar sem ekki lágu fyrir svör Guðjóns Hjör- leifssonar fyrrverandi bæjarstjóra og ítrekaði ráðið að þau svör liggi íýrir á næsta fundi bæjarráðs. Selma Ragnarsdóttir (D) bókaði þá. „ Öll gögn liggja nú þegar fyrir í málinu og bæjaryfirvöldum því ekkert að vanbúnaði að gæta hags- muna Vestmannaeyjabæjar." Guðrún Erlingsdóttir og Stefán Jónasson (V) ítrekuðu þá í bókun að svör íýrrverandi bæjarstjóra liggi ekki fyrir. „Og er það nú í hans höndum hvenær Vestmannaeyjabær fær tækifæri til þess að gæta hagsmuna bæjarins. ítrekum við því enn og aftur að skrifleg svör liggi fyrir í síðasta lagi 23. júní nk.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.