Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 16
16 Frittir / Fimmtudagur 19.júní2003 Sœdís Eva Birgisdóttir Sædís Eva Birgisdóttir er sautján ára gömul, fædd 21 september 1985. Hún er dóttir Kolbrúnar Evu Valtýsdóttur og Birgis Þórs Sverrissonar. Hvert er eftinninnilegasta augnablikið ílífiþínu? Þegar ég var viðstödd fæðinguna hjá Birgi Þór, litla frænda mínum. Hvert er mesta prakkarastrik sein þú hefur framið? Ætli það sé ekki þegar ég kastaði bók í stóru systur mína og hún fékk gat á hausinn. Hvað erþað neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég veit ekki, mér dettur ekkert í hug. Efþú mœttir breyta einhverjum afmörkuðum þœtti i þjóðfélaginu, hverju myndirþú vilja breyta? Ég vil að Islendingar hefji hvalveiðar aftur. Hvað þarf sumarstúlka að liafa til að bera? Vera brosmild og hafa góðan þokka. Er einhver munur á sumarstúlkii og fegurðardrottningu ? Já, það er miklu meira lagt upp úr fegurð í fegurðarsamkeppni. Hvaða einstaklings lítur þút mest upp til? Ingunnar frænku og ömmu Erlu. Efþú mœttir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndirþú fara og með hveijum? I Karabíska hafið með kærastanum. Trúirþú á eittlivað? Já, ég trúi á allt það góða. Attu þér eitthvert lífsmottó? Bara njóta lífsins og hafa gaman af. ilvað œtlarþú að gera ísumar? Vinna í 11 -11, fara í gott sumarfrí og njóta lífsins. Sefurðu ínáttfötum? Voða sjaldan. Hvaða lið vinnur Landsbankadeildina? ÍBV, em þeir ekki bestir? Ertu með einhver ákveðin framtíðaráform ? Já, mig langar að læra fatahönnun. Draumaprinsinn ? Svenni. Hvað œtlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég held ég hafi alltaf ætlað að vinna í Straum eins og amma og mamma. Hvers vegna tekur þú þátt í keppninni? Bara prófa eitthvað nýtt, gaman að vera með. Arndís Bára Inaimarsdóttir Arndís Bára Ingimarsdóttir er átján ára gömul, fædd 17.apríl 1985. Foreldrar hennar eru Ingimar Heiðar Georgsson og Hjördís Inga Arnarsdóttir. Hvert er eftirminnilegasta augnablikið ílífiþínu? Þegar litli strákurinn minn fæddist. Hvert er mesta prakkarastrik sem þú liefur framið? Ég veit það ekki, ég held ég hafi ekki verið mikið í prakkarastrikum. Hvað erþað neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Það er alveg fullt, en ég reyni að gleyma vandræðagangi sem fyrst. Efþú mœttir breyta einhverjum afmörkuðum þœtti í þjóðfélaginu, hverju myiidirþú vilja breyta? Engu held ég, mér finnst þetta fínt þjóðfélag. Hvað þarf sumarstúlka að hafa til að bera? Vera skemmtileg og það þarf eitthvað íris Elíasdóltir að vera spunnið í hana. Er einhver inunurá siimarstúlku og fegurðardrottningu ? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, við komum ekki fram á síðkjólum eða sundfötum. Það er engin pressa á okkur og við ráðum þessu sjálfar. Hvaða einstaklings lítiirþú mest upp til? Mömmu og pabba, Hjördísar og Ingimars. Efþú mœttir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum? Ég myndi skella mér í sólina til Spánar með kærastanum, ívari Róbertssyni, og stráknum okkar, ísak Elí. Trúirþú á eitthvað? Já, ég trúi á guð, sjálfa mig og margt gott. Áttu þér eitthvert lífsmottó? Já, hafa gaman af líftnu. Hvað œtlar þú að gera í sumar? Vinna í Vöruvali, fara á þjóðhátíð. taka þátt í Sumarstúlkukeppninni og annað leiðir tíminn í Ijós. Sefurðu ínáttfötum? Já stundum, fer eftir atvikum. Hvaða lið vinnur Landsbankadeildina? Vonandi ÍBV. Ertu með einhver ákveðin framtíðaráform ? Ég ætla að verða stúdent og hef hugsað mér að fara í tannlæknanám og vera hamingjusöm allt til loka. Draumaprinsinn ? Kærastinn minn, Ivar Róbertsson, hann er rosalega fullkominn kærasti og pabbi. Hvað œtlaðir þú að verða þegar þút yrðir stór? Ég ætlaði að verða löggukona. Hvers vegna tekur þú þátt í þessari keppni? Prufa eitthvað nýtt, þetta er eitthvað sem býðst einu sinni á ævinni og er mjög gaman. Iris Elíasdóttir er nítján ára gömul, fædd 3. apríl 1984. Foreldrar hennar eru Hjördís Guðbjartsdóttir og Elías Weihe Stefánsson. Hvert er eftirminnilegasta augnablikið í lífi þínu? Ætli það sé ekki þegar ég söng á þjóðhátíð 1996 og vann söngva- keppnina. Hvert er mesta prakkarastrik sem þú hefur framið? Ég veit ekki, ég gerði margt af mér þegar ég var lítil, það er ekkert eitt sem stendur upp úr. Ég var svolítill strákur í mér enda lék ég mér oftast með þeim. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég held ég hafi ekki lent í neinu rosalega neyðarlegu, maður getur alltaf bjargað sér. Það er líka nauðsynlegt að sjá broslegu hliðamar á sjálfum sér og maður má alls ekki taka sjálfan sig of hátíðlega. Efþú mœttir breyta eihhverjum afmörkuðum þœtti í þjóðfélaginu, hyerju myndirþú vilja breyta? Ég myndi láta atvinnuleysi minnka og auðvitað vil ég hafa frið í heiminum, er það ekki klassískt svar. Hvað þarf sumarstúlka að hafa til að bera? Vera góð fyrirmynd. brosmild og lífsglöð stelpa. Er einhver mutiur á sumarstúlku og fegurðardrottningu ? Já, í fegurðarsamkeppni er meira lagt upp úr útliti, fegurðardrottning þarf að vera grönn og falleg, sumarstúlka er meira sumarleg, sæt stelpa. Hvaða einstaklings lítur þú mest upp til? Ég lít mjög upp til pabba míns, Elíasar Weihe Stefánssonar. Efþú mœttir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndirþú fara og með hveijum? Ég færi með Atla Jóhannssyni á Anfield Road, á Liverpool leik, eða til Krítar. Trúirþú á eittlivað? Ég trúi á guð. Attu þér eitthvert lífsmottó? Lifa lífinu lifandi og hafa gaman af. Hvað œtlar þú að gera í sumar? Ég verð að vinna í Tvistinum hjá Bigga Sveins, fara á þjóðhátíð, það er hið eina sem er planað. Sefurðu ínáttfötum? Stundum, það fer eftir veðri. Hvaða lið vinnur iMiidsbaiikadeildina ? IBV, maður verður að'hafa trú á þeim. Ertu með einhverframtíðaráform? Ég klára Framhaldsskólann um jólin og ætla í Söngskóla Reykjavíkur eftir áramótin Ég stefni á að verða tónlistarkennari. Draumaprinsinn ? Ég held ég sé búin að ftnna hann. Hvað œtlaðirþú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða söngkona og fegurðardrottning. Af hverju tekurðu þátt í siiiiiarstúlkiikeppniniii? Prófa eitthvað nýtt. Styrktaraðilar: TjjýTZVfiTi : ^£c)jsiMosfwe Sérstakar þakkir til Sólbakkablöm, Hásteinsvegi 3 lcelandic Hotels hummel HM§Ö Enn e l l CSÍjS) ^lamingó Snvrm/o/,;,, Anita 4^- Reynj/tgtjuf Tjó/art / C A [ l, A S Kn,kkako1 Ra^narsdottir V.i1k^kc\ Fatahönnuður/Kjólameistari Zóuviúdöttvi Ljosmyndan

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.