Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 19.júní2003 13 Jósef Agnar Róbertsson skrifar: Þetta er hundalíf neyroi frekar leið- inlegan hlut hjá einni manneskju sem ég ‘ t *' M þekki um ?! Æ daginn. i ' xm Þannig er wr mkymm mál með WOk vexti að ég 1 ^H á tæplega þriggja ára gamla dóttur sem gengur í leikskólann Sóla við Faxastíg. Ekkert nema gott um það að segja nema hvað að eftir lokun þá eru krakkar að leika sér þarna á lóðinni, sem er allt í lagi nema þegar þeir koma stundum með hunda með sér. Og þessir hundar, eins og öll önnur dýr, þurfa að sjálfsögðu að létta á sér eftir allan góða matinn sem þeir fá heima hjá sér. Það gera þeir þar sem þeir standa og ég hef heyrt af og séð saur í sandkassanum innan við hliðið sem er vanalega læst. Ég elska hunda en allt hefur sín takmörk, og svo í ofanálag þá sagði dóttir mín við mig; „pabbi, það er ógeðslegt að borða saur, nema hún sagði ekki saur en þið fattið þetta. Jæja nú ætla ég ekki að tefja ykkur mikið lengur en foreldrar, vinsam- legast biðjið nú elsku bömin ykkar að fara ekki með hunda inn á leikskólalóðina, þó það væri nú bara ekki nema fyrir hundana sjálfa því þeim hundleiðist þetta ömgg- lega. Jæja, svo vil ég bara þakka fyrir mig og bið að heilsa öllum voffunum og foreldrum þeirra. með Jýrirframþökk JósefAgnar Róberisson Sigurbjörg Axelsdóttir skrifar: Annað apótek í Eyjum? Nýlega þurfti maður sem ég var með í bíl að fara inn í Borgarapótek. Það var lokað. Kona fyrir utan sagði að það hefði verið lokað í viku og væri víst farið á hausinn. Þetta var sjálfstætt apótek. Er það þetta sem Vestmannaeyingar vilja. Að hingað komi stórmarkaðs- apótek og setji hitt á hausinn? Þá verður eftir sem áður eitt apótek, ekkert ódýrara. Þegar við Axel fluttum í Bessa- staðahreppinn var langt í apótek. Hanna María bauð okkur þjónustu úr Laugarnesapóteki. Hún bauð fría heimsendingu, sem þýddi að við þurftum aldrei að hringja í lækni til að fá daglega skammta af lyíjum og heimsent að auki. í fýrstu sögðumst við ætla að hugsa málið, því alltaf var verið að segja okkur hvað lyf væru mikið ódýrari í Lyf og heilsu og í Lyfju. Það reyndist ekki vera rétt. Það munaði á sumu en ekki í öðru. Þegar upp var staðið var verðið svipað. Sum apótek gefa þennan afslátt, önnur annan. Eitt hafði farið óskaplega í taug- amar á mér en það var að fara í apótekið og vera með lyfseðil upp á t.d. 30 pillur en fá bara 10 afhentar en hitt fengi ég á morgun eða hinn. Sagði ég í gríni: „Hvað fyndist þér ef ég seldi þér eitt par af skóm, en þú getur fengið annan skóinn seinna?" Ekki er ástandið betra í Reykjavík. Ekkert apótek sem við höfum reynt, hefur átt fullan pilluskamt af sumum lyljum á lyfseðli. Alltaf er manni sagt að koma daginn eftir, er þó töluvert lengra að sækja en í Eyjum. Endirinn varð sá að við þáðum boð Hönnu Maríu og áttum viðskipti við hana í Laugamesapóteki. Vorum við með sjö pillubox sem var fyllt á þrisvar til fjórum sinnum í einu og okkur sent heim, eða við léturn vita ef við vildum sækja sjálf, ef við áttum leið um. Vil ég hér með þakka Hönnu Maríu og starfsfólki hennar áralanga þjón- ustu og vona að hún þurfi ekki að flýja Vestmannaeyjar. En það er kristaltært að það þrífast ekki tvö apótek í Vestmannaeyjum. Annað apótekið lætur undan. Getið hvort það verður? Stórmarkaðsapótekið hlýtur að sigra. Ég lýsi hér með ánægju minni yfir að apótekið keypti gamla Axel Ó. húsið. Þótt gamalt sé hefur það sál. Sigurbjörg Áxelsdóttir Gísli Óskarsson kennari skrifar: juni árið 2003 Þann tólfta 1 maímánuði var þessi vegaslóði farinn að grænka og hyljast gróðri. í dag blasir við sjónum gesta og gangandi moldarslóði sem er bein afleiðing ólöglegs aksturs utan vega í tíma og ótíma. Skammt frá þessum slóða eru staðsett tvö bílastæði. Þau er að finna í á að giska í 100 skrefa fjarlægð frá þessum hílailota sem lagt hefur verið á gróðurlendið við hlið stækkandi moldarslóða á landgræðslusvæði. Hugsanlega er þetta allt saman ofur eðlilegt þar sem umráðendur þessa bílaflota voru að sinna ræktunarmálum þessa stundina. Við verkalok tóku ræktendurnir til óspilltra málanna við að losa sig við rusl dagsins sem að sjálfsögðu var plantað á jörðina og síðan var dagsverkið kórónað með því að skilja fangamark sitt rækilega eftir á gróðurlendinu. Allt er þetta án efa hið besta mál, enda borgar bæjarsjóður víst brúsann! Þaðhlýtur að toppa þetta allt saman að skilja eftir sig hundaskít í plastpoka hangandi utan í girðingu með gróðurlendið í baksýn svona smekkvísinni til áréttingar. BJÖRG og Gísli Valur, hótelhaldarar, fengu til sín rúmlega 50 eldri borgara frá Húsavík í síðustu viku sem dvöldu hér í þrjá daga. Síðasta kvöldið buðu þau hópnum og öllum eldri borgurum í Eyjum á harmonikkuball á Prófastinum. Skemmti fólk sér vel og kunni greinilega vel að metajietta framtak. Á myndinni til vinstri eru Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti, Húsvíkingurinn og Eyjamaðurinn Ólafur Guðmundsson og Þórey Jónsdóttir. A hinni myndinni er dansinn stiginn af miklum krafti. Spurt er: r A að fara á Jóns- messu- gleðina? Jóhann Pétursson -Maður veit aldrei fyrirfram hvernig stemmningin verður. Settu mig niður sem óákveðinn. Jónas Þorsteinsson -Nei, ég ætla að sleppa því. Ég er svo rosalega upptekinn maður. Smári Jökull Jónsson -Já, að sjálfsögðu, ekki spurning. Mér finnst Fiskiðjusundið mjög góð staðsetning og þar sem ég hef misst af þessu síðustu fjögur ár hlakka ég mikið til. Hjördís Kristinsdóttir -Nei, ég ætla að skella mér á sjúkrahússgrill, svo ætla ég að fara snemma að sofa og skella mér í kvennahlaupið á laugar- daginn með dóttur minni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.