Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Qupperneq 2
2
Fféttir / Fimmtudagur 17. júlf 2003
Bergur Agústsson, nýráðinn bæjarstjóri á blaðamannafundi:
Gætum þurft að grípa tíl erfiðra aðgerða
-til að fá tekjur og gjöld til að stemma
UM 100 bflar voru mættir við Ráðhúsið síðasta fimmtudag þar sem eigendur þeirra þeyttu bflflauturnar til
stuðnings Inga Sigurðssyni, fráfarandi bæjarstjóra, en skömmu síðar var nýr bæjarstjóri, Bergur Agústsson,
kynntur til sögunnar.
„Frá því að núverandi meirihluti tók
við hefur verið unnið að því að endur-
skipuleggja frá grunni stjómskipulag
Vestmannaeyjabæjar. Þessar breyting-
ar miða að því að bæjarfélagið geti
sem best þjónað þörfum og hags-
munum íbúa Vestmannaeyjabæjar,“
segir í yfirlýsingu sem meirihluti
bæjarstjómar, V-listi og Andrés
Sigmundsson, lagði fram á blaða-
mannafundi í morgun.
„Frá því að nýr meirihluti tók við
hefur ekki tekist að mynda þann
nauðsynlega trúnað sem verður að
ríkja milli bæjarstjóra og meirihlutans,
en bæjarstjóri á hverjum tíma er helsti
trúnaðarmaður meirihlutans. I því ljósi
er það mat bæjarfulltrúa meirihlutans
og þeirra flokka sem að honum standa
að það þjóni best hagsmunum allra,
ekki síst hagsmunum bæjarbúa, að nýr
einstaklingur taki við starfi bæjar-
stjóra. Bæjarstjóraskiptin munu ekki
hafa í för með sér nein fyrirsjáanleg
útgjöld fyrir bæjarsjóð umfram það
sem ella hefði orðið.
Meirihluti bæjarstjómar er þeirrar
skoðunar að þessi tími sé réttur til að
spyma við fótum og snúa af braut
stöðnunar, hvar bæjarfélagið hefur
verið undanfarin þrettán ár undir
forystu Sjálfstæðisflokksins, og reyna
að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem
em til staðar í Vestmannaeyjum.
Meirihlutinn mun leggja mikla áherslu
á atvinnu-, mennta- og menningarmál.
Enn fremur munum við leggja ríka
áherslu á að ná tökum á fjármálum
bæjarins en þar hafa ríkt mikil lausa-
tök undanfarin ár.
Til þess að vinna að þessum mark-
miðum höfum við fengið til liðs við
okkur Berg Ágústsson, sem er
menntaður í Tromsö í Noregi sem
„Master of fishery science“ og hefur
mikla reynslu af rekstri sjávarút-
vegsfyrirtækja o.fl. fyrirtækjum. Hann
mun gegna starfi bæjarstjóra frá og
með 15. júlí nk.
Enn fremur höfum við ákveðið að
fá til liðs við okkur fjóra einstaklinga
sem munu gegna störfum fram-
kvæmdastjóra þeirra íjögurra sviða,
sem nýtt stjómskipulag Vestmanna-
eyjabæjar gerir ráð fyrir en þeir em:
Viktor Stefán Pálsson lögfræðingur,
framkvæmdastjóri stjómsýslu- og
fjármálasviðs, Hera Ósk Einarsdóttir
félagsfræðingur, framkvæmdastjóri
félags- og fjölskyldusviðs, Andrés
Sigurvinsson gmnn- og framhalds-
skólakennari og leikstjóri, fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og menn-
ingarsviðs og Frosti Gíslason,
iðnaðartæknifræðingur frá Tæknihá-
skóla íslands, framkvæmdastjóri
umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Við teljum okkur vera mjög lánsöm
að hafa fengið allt þetta fólk til að vera
í forystu við að vinna að því að byggja
á ný upp öflugt sveitarfélag hér í
Vestmannaeyjum. Við viljum hvetja
alla Eyjamenn og aðra sem að þessu
verki vilja koma að taka þátt í því með
okkur,“ segir í yfirlýsingunni sem
Andrés Sigmundsson og Lúðvík
Bergvinsson kynntu á fundinum.
A eftir sátu þeir fyrir svömm,
Andrés Sigmundsson forseti bæjar-
stjómar, Lúðvík Bergvinsson bæjar-
fulltrúi og Bergur Elías Ágústsson
nýráðinn bæjarstjóri. Lúðvík sagði að
takmark meirihluta bæjarstjómar væri
að skapa í Vestmannaeyjum fjöl-
skylduvænt umhverfi og það hafi
verið mikið lán að fá jafn hæfan mann
og Berg til að stýra þeirri vinnu.
„Hann hefur mikla reynslu af rekstri í
sjávarútvegi og kemur inn með nýja
sýn,“ sagði Lúðvfk.
Andrés tók í sama streng og sjálfur
sagði Bergur ánægjulegt og spennandi
að takast á við nýtt verkefni. Lofaði
hann að vinna af krafti og heilindum
fyrir samfélagið og kvaðst vonast til
að allir legðust á eitt til í þeim efnum.
Þeir vom spurðir að því hvort
trúnaðarbrestur hefði orðið milli Inga
Sigurðssonar ífáfarandi bæjarstjóra og
núverandi meirihluta. Andrés sagði
ekki rétt að tala um trúnaðarbrest.
„Það er frekar nauðsynlegt við þessar
aðstæður að skipta um mann í
brúnni,“ sagði Andrés og viðurkenndi
að ekki hefði tekist að byggja upp
nauðsynlegt traust milli þeirra og Inga.
Lúðvík áréttaði að bæjarstjóra-
skiptin væm til hagsbóta fyrir alla en
af hveiju var þetta ekki gert fyrr? „Við
sögðum í upphafi að við ætluðum að
láta á það reyna hvort það gengi eða
ekki. Sjálf ákvörðunin er ekki mjög
gömul og þetta er niðurstaðan,“ sagði
Lúðvík.
Ekki höfðu þeir áhyggjur af því að
bæjarsjóður þyri'ti að borga fráfarandi
bæjarstjóra laun út kjörtímabilið, því
til staðfestingar benti hann á lögfræði-
álit sem kveður á um að bæjarstjóri
hafi sex mánaða uppsagnarfrest.
Aðspurðir um stöðu fólks sem er í
störfum sem leggja á niður samkvæmt
nýja skipulaginu sagði Lúðvík að
pláss væri fyrir þá alla innan bæjar-
kerfisins. „Það er svo spuming hvort
þeir vilja taka við nýjum störfum.
Þessar breytingar voru unnar í
samvinnu við Starfsmannafélagið og
þetta var skipulagt þannig að enginn á
að skaðast," sagði Lúðvík.
Næst vitnaði hann í skýrslu Jóns
Gauta Jónssonar, sem telur að
boðleiðir innan bæjarkerfisins hafi
ekki komið að tilætluðum notum og
því hafi verið nauðsynlegt að brjóta
það upp.
Ekki sagði Lúðvík að nauðsynlegt
hefði verið að auglýsa stöður
sviðsstjóranna og það hefði ekki
heldur verið heiðarlegt þegar búið var
að ákveða hverjir fengju stöðurnar.
Ekki eiga breytingamar að hafa
kostnaðarauka í för með sér nema
hvað staðið verður við að borga þau
biðlaun sem falla á bæjarsjóð.
Það kom fram að þeir vænta mikils
af nýju fólki og með nýju skipulagi
verði kerfið einfaldara, ynni hraðar og
yrði skilvirkara en Bergur kom að
kjama málsins þegar hann sagði að
gjöld og tekjur yrðu að stemma og það
gæti komið að því að þeir þyrftu taka
erfiðar ákvarðanir.
Sumarstúlkan 2003 og Herra Vestmannaeyjar
Það var bónus að vinna
Geðveikt gaman
- segir Stefán Atli
Sædís Eva Birgisdóttir var valin
Sumarstúlka Vestmannaeyja og Ijós-
myndafyrirsæta í Sumarstúlku-
keppninni sl. laugardagskvöld.
Atta stúlkur tóku þátt í keppninni.
Sædís er sautján ára, fædd 21. sept-
ember 1985. Hún er dóttir Birgis Þórs
Sverrissonar og Kolbrúnar Evu
Valtýsdóttur og starfar í versluninni
11-11 í Goðahrauni í sumar. „Þetta
var æðislega gaman og undirbún-
ingurinn skemmtilegur, alveg brjálað
að gera síðustu dagana. Mórallinn var
mjög góður, sérstaklega síðustu
vikuna. Fyrst var svolítil spenna á
milli okkar en þá vomm við að hittast
á viku til tveggja vikna fresti. Þegar
við fómm að hittast oftar þá fór
hópurinn að smella betur saman."
Sædís Eva segir lokakvöldið hafa
verið frjálslegt og skemmtilegt en
stúlkumar komu fram í sumarlegum
fatnaði í stað síðkjóla. Þegar hún er
spurð hvort hún telji að titillinn opni
einhverjar dyr hlær hún og segist ekki
hafa áhuga á fegurðarsamkeppni og
þetta hafi verið meira til gamans gert.
„Eg á ekki von á því að leggja fyrir
-segir Sædís Eva
mig fyrirsætustörf. 1 sjálfu sér á ég
ekki nein sérstök áhugamál önnur en
það sem ég er að fást við hverju sinni.
Mér finnst gaman í vinnunni og fer til
Ítalíu eftir tvær vikur og ætla að sleppa
þjóðhátíð að þessu sinni. Það kemur
þjóðhátíð eftir þessa þjóðhátíð."
Sædís Eva stundar nám í FIV og er á
þriðja ári á félagsfræðibraut. „Mér
finnst erfitt að koma mér af stað í
skólanum eftir frí en það er allt í lagi
þegar ég er byrjuð. Ég er ekki ákveðin
hvaða framhaldsnám ég ætla að velja
í framtíðinni það verður að koma í
ljós.“
Hún segir úrslitakvöldið hafa verið
rosalega skemmtilegt og bónus að
vinna þetta. „Það fylgdu mér tuttugu
og fimm manns þetta kvöld en enginn
pabbi og enginn kærasti þar sem þeir
voru báðir á sjó. Ég hef ekki fundið
fyrir neinu neikvæðu í tengslum við
keppnina og fólk tekur þessu öllu vel.
Þetta var skemmtilegt og ógleyman-
legt kvöld," segir Sædís Eva.
EVA Sædís með mömmu sinni,
Kolbrúnu Evu og Valtý Snæ
bróður sfnum.
Stefán Atli Agnarsson var kosinn
herra Vestmannaeyjar sl. laugar-
dagskvöld en fimm ungir menn
kepptu um titilinn.
Stefán Atli er sautján ára, fæddur
18. desember 1985. Foreldrar hans
eru Agnar Ámason og Valgerður
Stefánsdóttir. Stefán Atli hefur búið í
Reykjavík og á Olafsfirði en fluttist
hingað frá Akureyri sl. haust. Hann
segist ánægður í Éyjum og bjóst ekki
við að það væri svona mikið um að
vera hér. „Það gerist ekki betra, ég
var á goslokahátíð og maður verður
auðvitað á þjóðhátíð."
Hann segir það hafa verið mjög
gaman að taka þátt í keppninni og
ágætt að prófa eitthvað nýtt. „Við
æfðum öll saman, þ.e. við strákamir
og stelpumar sem tóku þátt í Sumar-
stúlkukeppninni. Það vom ekki aðrar
kröfur gerðar til okkar en að við
væmm við sjálfir og við áttum að
brosa til dómaranna."
Stefán Atli segist ekki hafa orðið
var við fordóma vegna þátttöku sinnar
x keppninni. „Vinimir hafa komið
með athugasemdir en það er bara í
gríni og mér er nákvæmlega sama.“
Þegar hann er spurður hvort hann
ætli að taka þátt í keppninni um herra
Suðurland segist hann ekki alveg vera
búin að gera það upp við sig ennþá.
Hann segir ýmsa möguleika geta
opnast og fer í myndatökur hjá
Model.is á miðvikudag. „Þetta er
pmfa og ég veit ekkert hvað kemur út
úr því en ég get samt alveg hugsað
mér að starfa eitthvað sem módel, það
getur verið ágætt. Ég fer á þriðja ár í
FIV í haust á félagsfræðibraut og
stefni á að æfa handbolta næsta
vetur.“
Hann segir fjölskylduna hafa stutt
vel við bakið á sér úrslitakvöldið en
níu manns komu frá Reykjavík.
Félagamir og kærastan hvöttu mig en
ég tók voða lítið eftir því þegar ég var
uppi á sviði. „Þeir sem fá tækifæri til
að taka þátt í svona keppni ættu
endilega að nýta sér það, þetta er
geðveikt gaman,“ sagði Stefán Atli að
lokum.
FRETTIR
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar
Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir:
Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi
47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolia í Hafnarfirði
og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.