Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Side 6
6 Frcttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003 Yfirlýsing frá fulltrúum á B-lista óháðra: Andrés Sigmundsson er ekki fulltrúi okkar í bæjar- stjórn Vestmannaeyja Við undirrituð viljum koma því á framfæri enn og aftur að Andrés Sigmundsson er ekki fulltrúi B-listans í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Andrés var fulltrúi B-listans í bæjarstjóm þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn- arflokkurinn og óháðir mynduðu meirihluta eftir síðustu bæjar- stjómarkosningar. En eins og allir vita kaus Andrés að segja sig frá því samstarfi og fara í samstarf með V- listanum. Andrés fékk ekki samþykki full- trúaráðsins í vetur til að fara í meirihlutaviðræður við V-listann. Hann er því ekki á vegum B-lista Framsóknarflokks og óháðra, hann er ekki á vegum Framsóknarflokksins eða Frammsóknarfélagsins í Vest- mannaeyjum í þessu meirihluta- samstarfi sínu hjá V-listanum þetta veit Andrés vel. En hann fór og tekur sér það vald að kenna sig við B-listann í þessu meirihlutasamstarfi. Við frábiðjum okkur því að vera tengd við V-listann á nokkum hátt. Og í raun skömmumst við okkur íyrir að hafa sl. vor komið Andrési í þá aðstöðu að geta valsað með hagsmuni bæjarbúa eftir eigin geðþótta. Þá aðstöðu hefur Andrés gjörsam- lega misnotað og leyfir sér að vaða yfir bæjarbúa undir því yfirskini að hann telji að þær aðgerðir sem hann er að taka þátt í séu bæjarbúum fyrir bestu. Síðasti gjömingur hans og V- listans er algjör skandall, þar sem vilji bæjarbúa er gjörsamlega hundsaður, þe. að segja Inga Sigurðssyni, bæjar- stjóra, upp störfum, þar sem hann hefur stuðning og traust meirihluta bæjarbúa á bak við sig. Og ljótt er ef satt er, að það starfsfóík hjá Vestmannaeyjabæ sem missti starf sitt eða var fært til í starfi hafi frétt um þessar breytingar í fjölmiðlum. Hvert er siðgæði þessa meirihluta? Andrés kom oftar en einu sinni fram í ijölmiðlum þar sem hann þrætti fyrir að segja ætti Inga upp og bar við að Hrekkjalómafélagið væri vaknað til lífsins á ný og líklega væri þetta hrekkur frá þeim. Þessi frétt komá eyjar.net.. Formaður bæjarráðs ætti að skammast sín fyrir svona útúrsnúning og ómerkilegheit, en greinilega kann hann það ekki því fimmtudaginn 10. júlí er hann spurður að því hvort það eigi að ræða væntanlega uppsögn Inga á bæjarstjómarfundi þann dag. Ekki vildi Andrés kannast við það en allir vita hvemig fór. Við höfum það fyrir satt að Andrés hafi ekki haft stuðning frá „sínu“ nefndarfólki innan núver- andi meirihluta til að reka Inga Sigurðsson bæjarstjóra. Einhvert tang- arhald hafa V-listamenn á honum, því hann beygði sig undir þeirra vilja og tók þátt í þessum brottrekstri á manni sem hann sjálfur átti þátt í að ráða si. vor og lýsti þá yfir að hann væri hæst- ánægður með Inga í starfið. Já, Andrés rak mann sem mikill meirihluti bæjarbúa hafði lýst yfir ánægju sinni með sem bæjarstjóra og bar við að ekki hafi verið nægur trúnaður í samstarfinu við hann. En skyldi Andrés vita hvað orðið trúnaður þýðir, við emm næstum því viss um að svo er ekki, því ekki sýndi hann okkur svo mikinn trúnað sem vomm að vinna með honum í fyrrverandi meirihluta, þegar farið var að vinna í nefndum og út í alvömna var komið. Hann fór í viðræður við V- listann án þess að ræða það við okkur, hann leyfði sér að taka sér það vald sem efsti maður á listanum án þess að við vissum að hann væri að plotta á bak við okkur. Líklega finnst Andrési þetta vera trúnaður. Andrés fann að hann fékk aðhald frá okkur og það þoldi hann ekki. Andrés hefur gagn- rýnt og látið þau orð falla að það séu alltof margir sjálfstæðismenn og fólk sem tengist Sjálfstæðisflokknum í vinnu hjá bænum og úr því þurfi að bæta!!!! Eigum við, sem emm í vinnu hjá bænum og emm í nefndum í núver- andi minnihluta von á því að fá upp- sagnarbréf fyrir tilstuðlan Andrésar því við tengjumst Sjálfstæðisflokkn- um í gegnum nefndarstörfin? Núverandi meirihluti hefur gagn- rýnt mjög harkalega stefnu sjálf- stæðismanna í ráðningu starfa hjá bænum og kallað það vinaráðningar og klíkuskap. En hvað gerir núverandi meirihluti, þeir ráða vini og vanda- menn í nýju störfin sem urðu til núna og höfðu ekki einu sinni fyrir því að auglýsa í stöðumar. Þeir fara sömu leið og þeir hafa verið að gagnrýna. Við emm undrandi yfir því að V- listinn skuli treysta á trúnað Andrésar og treysta því að hann greiði atkvæði með meirihlutanum á fundum. Að lokum viljum við biðja alla bæjarbúa afsökunar á því að hafa stuðlað að því að Andrés Sigmunds- son kæmist í þessa aðstöðu sem hann hefur í dag, þe. að halda heilu bæjar- félagi nánast í gíslingu. Við bemm að hluta ábyrgð á því. Að lokum þetta, Andrés Sigmundsson er ekki fulltrúi B-lista lista Framsóknar og óháðra í bæjarstjóm Vestmannaeyja, hann er þar á sínum vegum og ber einn og sjálfur ábyrgð á öllum gjörðum sem hann framkvæmir. B-listinn kemur hvergi þar nærri. Vestmaimaeyjum 15. júlí2003. GuðríðurAsta Halldórsdóttir, Sœrún Eydís Asgeirsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Agústa Kjartansdóttir, Sigurður Páll Asmundsson, Víkingur Smárason og Sigurður Friðbjömsson. Á fimmtudagskvöldið, 3. júh' á goslokaafmæli voru hljómleikar sem ætlaðir voru yngri kynslóðinni. Þar komu fram hljómsveitirnar, Brútal og Hugarástand frá Vestmannaeyjum, Búdrýgindi sem unnu Músíktilraunir 2002 og Dáðadrengir sem sigruðu í ár. Hljómleikarnir voru ætlaðir 12 til 18 ára og mættu hátt í 200 manns og fengu sveitimar góðar undirtektir enda var þetta góð blanda sem boðið var upp á. Á neðri myndinni er Brútal á sviðinu í Höllinni en á þeirri efri Dáðadrengir. Yfirlýsing frá frambjóðendum D lista og B lista og óháðra í Vestmannaeyjum: Fordæmum vald- níðslu og siðleysi Sveitarstjórnarflokkar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks og óháðra harma þá ákvörðun meirihluta V-lista og Andrésar Sigmundssonar að segja Inga Sigurðssyni upp sem bæjarstjóra. Ingi Sigurðsson hefur með dugnaði sínum í starfi sem bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum áunnið sér mikið og vaxandi traust meðal bæjarbúa, hvar í flokki sem þeir standa. Það er öllum ljóst að hér er gengið gegn vilja mikils meirihluta bæjarbúa. Ennfremur hörmum við það fals og þann óheiðarleika sem Vestmanna- eyingum var sýnt í öllum aðdraganda þessa máls. Oddviti V-lista, Lúðvík Bergvinsson og Andrés Sigmundsson höfðu ítrekað vísað fullyrðingum um að til stæði að segja Inga Sigurðssyni upp störfum og er þess skemmst að minnast þegar forseti bæjarstjómar sagði í Fréttum 26. júní að hann vísaði þessum fullyrðingum algjörlega á bug og væri helst á því að einhver væri að endurvekja Hrekkjalómafélagið. Galgopaháttur þessi og sú vald- níðsla sem útt hefur sér stað frá því að samstarf þeirra Lúðvíks og Andrésar varð að vemleika er ófýrirgefanlegur. Fordæmum jafnframt siðleysi í vinnubrögðum núverandi meirihluta bæjarstjómar varðandi samskipti við starfsfólk vegna breytinga á skipuriti Vestmannaeyjabæjar. í stað þessi að ræða við viðkomandi starfsfólk var tilkynning send í fjöl- miðla íyrir hádegi og mátti starfsfólk bæjarins lesa eða heyra það í fjöl- miðlum að því hafði verið sagt upp störfum. Það vekur jafnframt furðu að stöður fjögurra nýrra framkvæmdastjóra hjá Vestamnnaeyjabæ skulu ekki verða auglýstar lausar til umsóknar, eins og reglur bæjarstjómar Vestmannaeyja gera ráð fyrir og samið hefur verið um við Starfsmannafélag Vestmannaeyja- bæjar. Fyrir hönd sveitarstjórnarflokks Sjálfstœðisflokks, Guðjón Hjörleifsson Ný og endurbætt flugslysaáætlun Fyrir skömmu var undirrituð í Vestmannaeyjum ný og endurbætt flugslysaáætlun fyrir Vestmannaeyja- flugvöll. Áætlunin hefur að geyma upplýsingar um verkefni og samhæfingu allra viðbragðsaðila í Vestmannaeyjum. Viðbragðsaðilarnir eru: Almanna- varnir, Björgunarfélagið, Flugmálastjórn, flug- rekendur, Iögreglan, Rauði krossinn, Sjúkrahús Vestmannaeyja, slökkviliðið og Lóðsinn og Vest- mannaeyjaradíó vegna viðbraða á sjó. Flugslysaáætlunin er unnin samkvæmt verk- þáttaskipulaginu SÁBF (stjórnun, áætlanir, bjarganir og framkvæmdir) sem er sameiginlegt skipulag allra viðbragðsaðila á Island. Skipulag áætlunarinnar var unnið í samstarfi heimamanna, Flugmálastjórnar íslands og Ríkislögreglustjórans almannavamadeildar. í lok október er svo stefnt að því að reyna virkni áætlunarinnar með flugslysaæfingu, þar sem allir hlut- aðeigandi aðilar koma að. Flugmálastjórn, Ríkislögreglustjóri og viðbragðsaðilar á einstökum stöðum vinna nú að flugslysaáætlunum í SÁBF-kerfinu fyrir alla áætlanafiugvelli landsins. Áætlanirnar byggja m.a. á þeim fjölmörgu hóp- slysaæfingum sem átt hafa sér stað á undanförnum árum, nú síðast á Vopnafirði og Þórshöfn í maímánuði, þar sem æfð voru viðbrögð við flugslysi. Á myndinni eru Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum og fulltrúar Flugmálastofnunar að undirrita áætlunina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.