Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Page 7
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003
7
Ný Smáey VE í Eyjaflotann
Á laugardaginn kom nýtt skip,
Smáey VE 144. til heimahafnarí
Vestmannaeyjum í fyrsta skipti.
Utgerðarfélagið Bergur-Huginn ehf.
gerir skipið út en eldra skip félagsins
með sama nafni var sett upp í.
Magnús Kristinsson. útgerðarmaður,
segir það stóra stund í sögu hverrar
útgerðar að fá nýtt skip. „Bergur-
Huginn er rúmlega þijátíu ára en
tuttugu ár eru liðin frá því fyrirtækið
keypti nýtt skip en félagið fékk þá
Smáey rúmlega árs gamla frá
Olafsvík en nýja skipið kemur frá
Reykjavík, er rúmlega árs gamalt.
Það má því segja að aðstæður séu
svipaðar. Skipin eru svipuð að stærð
en nýja skipið hærra og breiðara og
ber meiri afla,“ sagði Magnús.
Smáey VE var smíðuð í Kína 2001
og er 327 brúttótonn, lengd er
28.87m, breidd 9,17 m, aðalvél er
Yanmar951 hestafl. Magnús
Kristinsson sagðist að vonum vera
glaður og ánægður og líta björtum
augum til framtíðar á þessum
tímamótum í sögu félagsins.
Smáey er vel búin tækjum og
vinnslukerfi eru mjög fullkomin.
Aðbúnaður áhafnar er góður og allur
frágangur til fyrirmyndar.
Erum að læra á nýtt skip
Smáey hélt út til veiða strax á
laugardagkvöldið en skipstjóri er
Sigurður Siguijónsson. „Það hefur
gengið vel, þetta er allt nýtt og við
erum að læra á þetta,“ sagði Sigurður
þegar náðist í hann á miðunum á
þriðjudagsmorgun. „Þetta er
myndarlegt skip. ætli þetta sé ekki
svipað og ef maður fengi sér nýja
konu, maður þyrfti að læra á hana.
Eg þekkti gömlu Smáey út og inn en
þetta lofar mjög góðu. Skipið er
myndarlegt í alla staði og fer vel um
mannskapinn. Þetta eru ný handtök
og hugtök sem menn verða að temja
SMÁEY VE kemur til hafnar í Vestmannaey.jum í fyrsta skipti.
sér en ef þessi reynist eins vel og sú
gamla þá erum við á grænni grein,“
sagði Sigurður. Smáey var komin
með sjötíu kör og var væntanleg í
land klukkan eitt á þriðjudag.
„Það þarf að laga og slípa hlutina
aðeins til og það hefur ekkert komið
upp á nema eðlilegir byrjunar-
erfiðleikar. Nýja skipið er tveimur
metmm breiðara en það var samt
hægt að setja ótrúlega mikið í þá vitleysu," sagði Sigurður hinn
gömlu en þetta skip er öflugra og hressasti.
nýtískulegra. Mannskapurinn hefur
unnið lengi saman og þeir ýta við
mér ef ég er að gera einhverja
ilillllftl ts li A | i
m i ípíT W? ÍQ
\• \ iá 'w * l*
SIGURÐUR skipstjóri og Eva
Andersen, kona hans, í brúnni á
Smáey en margir voru mættir og
færðu bæði útgerð og áhöfn blúm.
Séra Kristján Bjarnason flutti
hugvekju við þetta tækifæri og bað
skipi og mannskap blessunar.
JÓN Snædal, stýrimaður og
aflevsingaskipst júri með soninn
???????. Faðir Jónsogafi
?????????????, Logi heitinn
Snædal, var um langt skeið
skipstjúri á Smáey og fetar Jón í
fótspor hans.
MAGNÚS útgerðarmaður við komu Smáeyjar á laugardaginn.