Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Page 9
Fréttir / Fimmtudagur 17. júli 2003
9
smiðja, fullvinnsla úr fiskimjöli og
lífefhavinnsla úr sjávarafurðum. Að
lokum telja þeir mikilvægt að
Vestmannaeyingar efli tengsl sín við
Háskóla Islands, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og
fleiri með það að markmiði að nýta sér
þá þekkingu sem fydr er hjá sérífæð-
ingum þessara stofnana.
Fiskvinnsla
Hópurinn, sem fjallaði um fiskvinnslu
í Eyjum, skilaði langri skýrslu um
málið enda fiskvinnsla löngum verið
mikilvæg atvinnugrein í Eyjum.
Hópinn skipuðu þau Guðmundur
Elíasson, Kristján Bjarnason, Eygló
Harðardóttir, Georg Amarsson,
Kristín Valtýsdóttir, Jóhann Jónsson
og Amar Hjaltalín. Skýrslan er nokk-
uð pólitísk þar sem farið er mikið yfir
það sem betur má fara í stjóm fisk-
veiða. Fyrst er áréttað í umfjöllun um
útflutning óunnins afla að fiskistofnar
við landið séu sameign þjóðarinnar og
eðlilegt að hlutast sé til um meðferð
aflans, bæði á sviði ríkis- og
sveitarstjóma, sérstaklega þar sem
hagsmunir sveitarfélaganna em miklir
eins og hér í Eyjum. Lagt er til að allur
afli sem á að fara til útflutnings verði
boðinn upp hér á landi og að gerð
verði hagfræðileg úttekt á afleiðingum
þess að afli er fluttur óunninn út.
Einnig vill hópurinn að myndaður
verði samstarfshópur þeirra sveitar-
félaga sem mestra hagsmuna eiga að
gæta. Þau benda á mikinn aðstöðumun
sjó- og landvinnslu og sérstaklega
þegar kemur að vigtunarmálum, losun
úrgangs og skattaumhverfi fyrirtækja
og starfsmanna auk kjaramála. Þennan
mun þarf að jafna, ekki með því að
gera sjóvinnslu erfiðara fyrir heldur
með því að jafna tækifæri land-
vinnslunnar til móts við sjóvinnsluna.
Umhverfi þetta er að mestum hluta
skapað af lögum og reglugerðum og
þarf því að beina spjótum að þeim sem
því stjóma. Þau benda þó á að einn
hlutur er ekki settur í reglugerð en það
er brottkast á stórum hluta fisksins í
sjóinn frá vinnsluskipum, það eru
hausar, hryggir og oft afskurður sem
mönnum er fijálst að koma með t' land
en gera ekki. Áætlað er að þetta
brottkast geti numið að minnsta kosti
1.500 tonnum á ári frá skipum á
bolfiskveiðum, gerðum út í Eyjum.
Vilja þau að afurðir verði vigtaðar
fullunnar frá húsum en ekki hráefni
inn í hús eins og nú er gert. Það er
heimilt í sjóvinnslu. Segja þau þetta
mjög til bóta og einnig vel fram-
kvæmanlegt. Benda þau á að fyrir-
tækjum með vinnslu út á sjó er heimilt
að henda öllum þeim fiski í sjóinn sem
þeir ekki nýta. Þannig geta allt að
63% af hveijum bolfiski farið í sjóinn
án athugasemda frá opinberum
aðilum. Unnin hefur verið skýrsla á
vegum sjávarútvegsráðuneytisins um
þetta mál og koma engin rök þar fram
sem mæla þessu bót.
Einu rökin í skýrslunni sem útgerð-
armenn höfðu fram að færa þessu til
málsbóta voru þau að aðrir fiskar
fengju að éta. Eins benda þau á að
landvinnslan hafi engan möguleika á
að losa sig við úrgang nema með
nokkrum tilkostnaði og auk þess er
alltaf verið að herða reglugerðir með
fráveitumál, til dæmis fitugildrur og
þess háttar sem sjóvinnslan sleppur
alveg við.
Hópurinn bendir á að fyrirtæki í
landvinnslu beri ýmsa skatta og að-
stöðugjöld sem em ekki lögð á skip og
segja þau þar tækifæri til að jafna.
Tillögur hópsins fela meðal annars í
að annaðhvort verði sett reglugerð
sem beinlínis skyldar menn að koma
með allt að landi, eða með því að
leggja skilagjald á það sem nú er
yfirleitt hent, eða kvótaívilnun. Að
kjör liskvinnslufólks á sjó og landi
verði jöfnuð þegar kemur að opin-
berum gjöldum. Að viðurkennt verði
að landvinnslan eigi tilkall til þeirra
afurða sem sjóvinnslan getur ekki nýtt,
á frjálsum markaðsgrundvelli.
Nýsköpun í sjávarútvegi fær gott
pláss í skýrslunni og kemur þar fram
að opinberar stuðningsstofnanir fyrir
nýsköpun, svo sem Iðntæknistofnun
og Byggðastofnun hafa haft á orði að
lítið af umsóknum og fyrirspurnum
berist frá Vestmannaeyjum og al-
mennt virðist upplýsingamiðlun til
frumkvöðla hafa verið takmörkuð.
Einnig er flutningskostnaður aðfanga
innanlands hár. Hvetja þau til aukinnar
samvinnu á milli hinna íjölmörgu
fiskvinnslufyrirtækja sem starfa í
Vestmannaeyjum, að setja á stoíh ný-
sköpunarmiðsöð eða frumkvöðlasetur
til stuðnings og aðstoðar nýjum og
eldri íyrirtækjum. Draga þuríi úr flutn-
ingskostnaði, til dæmis með niður-
greiðslu og að gera þurfi bæjarfélagið
meira aðlaðandi með staðsetningu
fyrir ný fyrirtæki. Til dæmis með því
að lækka eða fella niður föst gjöld, svo
sem fasteignagjöld, gamamálagjöld og
svo framvegis fyrstu tvö til þrjú
rekstrarár íyrirtækisins í Eyjum. Þau
telja fullvinnslu sjávarafurða í Eyjum
vera heppilegan kost með tilliti til
aðfanga, góðu aðgengi að hæfu starfs-
fólki og ódýru húsnæði. Benda þau á
mikinn ýsukvóta Eyjamanna og að
mikil aukning sé fyrirsjáanleg. Telja
þau upp nokkra möguleika sem fisk-
vinnsluhópurinn telur vert að skoða
varðandi fullvinnslu. Til dæmis
fiskibökur frá fyrirtækinu Kútmaga-
koti sem voru framleiddar fyrir
nokkrum ámm en var hætt, ekki vegna
slæmrar afkomu heldur vegna þess að
þessi tegund vinnslu hentaði illa með
annari vinnslu fyrirtækisins.
Benda þau á að til staðar séu upp-
skriftir, umbúðir og þekking. Eins er
til staðar hér í Eyjum nánast fullbúin
verksmiðja, uppskriftir, þekking, til-
lögur að framleiðslusamningum og
reynsla af útflutningi til Evrópu í
fyrirtækinu Westmar.
Fiskiðnaðarhópurinn telur einnig
rétt að skoða möguleika á þurrkun
sjávarafurða með það í huga að nota
ódýrt hráefni, til dæmis hausa, af-
skurð, loðnu, fiskroð, bein og svo
framvegis. Einnig telja þau mikla
möguleika í Eyjum á útflutningi á
ferskum flökum og að aðstæður hafi
skapast á ný fyrir harðfiskverkun.
Hópurinn vill stuðla að því að um-
ræðan um fiskvinnslu verði jákvæðari
en nú er og að Framhaldsskólinn taki
inn fiskvinnsludeild. Að lokum íjalla
þau um samkeppnisstöðu fiskvinnslu í
Eyjum annars vegar og á Suður-
nesjum og í Reykjavík hins vegar,
með tilliti til vatns- og orkuverðs.
Niðurstaðan í stuttu máli er sú að það
virðist frekar óhagkvæmt að vera með
fiskvinnslu í Eyjum sem notar mikið
ferskvatn, hafi hún ekki möguleika á
að nota sjó í staðinn.
Ferðaþjónusta
Sú atvinnugrein, sem hvað mestar
vonir hafa verið bundnar við undan-
farin ár, er ferðaþjónustan og hópurinn
sem fjallaði um hvað má betur fara þar
var skipaðurþeim Valgeiri Amórssyni
formanni, Ámari Hjaltalín, Frosta
Gíslasyni, Selmu Ragnarsdóttur, Sig-
urmundi Einarssyni, Stefáni Jónas-
syni, Viktori Ragnarssyni og Þresti
Johnsen. Hópurinn lagði til eftir-
farandi markmið og tillögur: Tuttugu
prósent aukningu á ferðamönnum
innan eins árs og telja þau að hægt sé
að ná þessu markmiði með aukinni
markaðssetningu.
Að gerð verði markaðsgreining,
könnun meðal ferðamanna hvað leiddi
til ákvörðunartöku um að koma til
Eyja. Hvenær árs ferðamenn koma
hingað og út frá þeirri markaðs-
greiningu verði Vestmannaeyjar
markaðssettar. Benda þau á að betur
mætti nýta sögu Vestmannaeyja til
kynningar og markaðssetningar má
þar meðal annars nefna landnám
Eyjanna, og t.d. víkinga, Tyrkjaránið,
gos og gossöguna.
Alla þessa atburði má setja í leik-
rænan búning, með fjölda starfa fyrir
unga sem aldna. Fyrrgreindir atburðir
falla undir menningartengda ferða-
þjónustu og hægt er að sækja um
styrki fyrir þess háttar ferðaþjónustu.
Einnig benda þau á nokkra atburði
sem vel mætti markaðssetja betur, til
dæmis Shellmótið, Þjóðhátíðina,
Pæjumótið, Hvítasunnumót Sjóve,
golfmót og fleira.
Næsta skref segja þau að sé að ráða
markaðs- og sölufulltrúa tímabundið,
og það starf verði auglýst sem fyrst og
hæfasti einstaklingurinn ráðinn.
ÁTVINNUTÆKIFÆRI kvenna í
V ESTMANNAE Y JUM
Sérstökum hópi var falið að fjalja um
atvinnutækifæri kvenna í Vestmanna-
eyjum og hópinn skipuðu Helga
Tryggvadóttir sem var formaður,
Anna Dóra Jóhannsdóttir, Eygló
Harðardóttir, Hlíf Gylfadóttir, Stein-
unn Jónatansdóttir, Unnur Sigmars-
dóttir, Vigdís Sigurðardóttir og Þóra
Hrönn Siguijónsdóttir. Tillögur þeirra
fela meðal annars í sér að endurskoða
opnunartíma leikskólanna og sam-
ræma við atvinnulífið og þarfir fjöl-
skyldna í bænum. Lögð er áhersla á
að ljúka einsetningu grunnskóla og að
boðið verði upp á heilsdagsskóla og
daggæslu yfir sumarmánuðina. Að
viðhaldi leik- og grunnskóla verði
sinnt mun betur en gert hefur verið og
að stuðlað verði að aukinni fag-
mennsku í skólum með því að mennta
stuðningsfulltrúa og annað starfsfólk.
Telur hópurinn að styrkja þurfi
konur sem eru í og hafa hug á að fara
út í atvinnurekstur bæði í smáum og
stórum stíl. Auk þess telja þau að
Framhaldsskólinn þurfi að auka náms-
framboð sitt bæði til þess að fólk
innanbæjar fái tækifæri til að mennta
sig ffekar og einnig vilja þær veg FIV
sem mestan og vilja sjá nemendur frá
öðrum stöðum á landinu sækja
framhaldsskólamenntun sína hingað.
Fleiri hugmyndir koma fram hjá
þeim, þær tala um atvinnumál og at-
vinnutækifæri kvenna þar sem helstu
tillögur eru að ráða starfsmann sem
hefði það að verkefni að halda utan
um og fylgja eftir hugmyndum frá
hópi um atvinnumál kvenna.
Telja þær að betri heilsugæsla og
þróun starfsemi sjúkrahússins geti
opnað mörg atvinnutækifæri fyrir
konur og segja að stækka þurfi mark-
hóp sjúkrahússins. Aðrar hugmyndir
sem koma fram hjá hópnum er að fá
ríkisstofnanir í bæinn, setja á laggimar
markaðsskrifstofu útflutnings á sjávar-
afurðum, einkareknar búðir þar sem
bærinn gengi í ábyrgðir fjárhagslega,
föndurmiðstöð, einfalda framleiðslu á
fýlgihlutum og útibú frá lyfjafyrir-
tækjum eða öðmm ámóta, pökkun og
létta framleiðslu.
Hafnarnefnd
Þeir Sigurmundur G. Einarsson,
Georg Amarsson og Sigurður Óskars-
son vom í hafnamefnd og skilgreindu
höfnina sem fyrirtæki og tillögur
skoðaðar út frá því. Tillögur jxirra fela
meðal annars í sér bætta aðstöðu fyrir
dagróðrabáta þar sem til staðar verði
upptökutæki til lagfæringa á plast-,
stál- og tréskipum. Vilja þeir sjá söfn á
hafnarsvæðinu, til dæmis sögu vél-
bátaútgerðar í Vestmannaeyjum sem
og skipasmíða. Saga Björgunarfélags
Vestmannaeyja og fyrsta varðskip
íslendinga, Þór og saga hans. Sögu
erlendrar útgerðar í umhverfi Vest-
mannaeyja og sögu köfunar á íslandi.
Þeir vilja sjá göngubrú yfir í Löngu,
litla flotbryggju inni í Klettsvík og að
bryggjuaðstaða á Skansinum þurfi að
vera nothæf fyrir báta en í dag er dýpi
ekki nægilegt. Nefndin segist hafa
ákveðnar hugmyndir um framkvæmd
á ofantöldum tillögum og er tilbúin til
aðstoðar ef óskað er eftir.
Upplýsingatækni
Fyrir ekki löngu var upplýsingatæknin
það sem átti að bjarga landsbyggðinni
en heldur hefur dregist saman í þeim
geiranum undanfarin ár og svokölluð
sprotafyrirtæki farið á hausinn hvert á
eftir öðm. Samt sem áður telja menn
þar mikla vaxtarmöguleika og var
einn hópur tileinkaður þessum geira.
Ekki kemur fram í skýrslunni
hverjir skipuðu hann og skýrslan er
mjög slök og lítið í hana lagt miðað
við hvað hinir hópamir höfðu fram að
færa. Þrjár hugmyndir em viðraðar og
ganga þær út á að bæjarfélagið ætti að
koma að því að auðvelda fmm-
kvöðlum í upplýsingatækni með
opnun eins konar upplýsingatækni-
seturs. Bæjarfélagið ætti að heija
könnun á því hvort möguleikar em
fyrir Landssímann að flytja eitthvað
af sinni starfsemi til Eyja vegna land-
fræðilegrar stöðu eyjanna gagnvart
Cantat 3 og að bæjaifélagið ætti að
kynna fyrir netmiðlum möguleika á
að koma með útibú til Eyja.
svenm@eyjafretúr. is
Margar góðar hugmyndir komu fram
-segir Guðmundur Elíasson, verkfræðingur, sem var falið að fylga skýrslunni eftir
Það kemur í hlut Guðmundar Elíassonar rekstr-
arverkfræðings að fylgja skýrslu atvinnuhópsins
eftir fyrst um sinn en honum hefur verið falið að
vinna að því að kortleggja hugmyndimar og
tillögumar. „Lúðvík Bergvinsson bað mig um að
fylgja eftir þeirri vinnu sem búin var og setja niður
hver næstu skref geta verið.“ Guðmundur sem
starfar hjá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thorodd-
sen var einn þeirra sem tók þátt í vinnu hópsins en
hann starfaði bæði í iðnaðar- og fiskvinnsluhópi.
„Mér líst vel á skýrsluna og þetta er rosalega gott
framtak og þama em margar góðar hugmyndir."
Guðmundur, sem reiknar með því að skila sinni
vinnu um mánaðamótin ágúst - september, segir að
hans vinna sé að skoða tillögumar og flokka þær.
„Það þarf að skoða hversu einfalt eða flókið er að
koma tillögunum í framkvæmd með tilliti til
kostnaðar, tíma o.fl. Sumar tillögumar em þess
eðlis að einfalt er að koma þeim í framkvæmd en
aðrar byggja á mikilli undirbúningsvinnu og jafnvel
stefnumótandi ákvörðunum. Auk þess má skoða
það sem fram kemur í skýrslunni með tilliti til þess
að einhverjar ábendingar höfða til einstaklinga,
aðrar til bæjaryfirvalda og sumar hugmyndir þurfa
jafnvel að fara í gegnum landsmálapólitík áður en
lengra er haldið." Guðmundur sagði að bæjarbúar
gætu enn haft sín áhrif á vinnuna sem er í gangi.
„Það er hægt að nálgast skýrsluna hjá mér og eins
vil ég hvetja fólk, sem hefur hugmyndir eða
eitthvað annað til málanna að leggja, að hafa
samband." Netfangið hjá Guðmundi er ge@vst.is,
síminn 481-3292 og myndsímanúmer 481-3294.
PÁLL Scheving afhendir Lúðvík Bergvinssyni, oddvita meirihluta bæjarstjórnar, skýrsluna.