Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Qupperneq 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 17. júli 2003 Lúðvík Bergvinsson oddviti V-listans Arfleifð íhcildsins kcillcir á margvíslegar aðgerðir -Það er afar mikilvægt að gott samband sé milli hans og bæjarstjóra. Það eru einfaldlega hagsmunir bæjarfélagsins að svo sé. Þeir hagsmunir eiga að ganga fyrir. Það er algerlega óþekkt að minnihluti í sveitarstjórnum ráði bæjarstjóra, segir Lúðvík um ráðningu nýs bæjarstjóra. Hér er hann á blaðamannfundi með Berg Agústssyni bæjarstjóra sem tók við í gær og Andrési Sigmundssyni formanni bæjarráðs. Lúðvík Bergvinsson, oddamaður V- listans, segir að í raun hafi ekki annað komið til greina en að skipta um bæjarstjóra og þar komi margt til. I yfirlýsingu ykkar kemurfram að ekki hafi tekist að mynda nauðsynlegan trúnað milli ykkar og fráfarandi bœjarstjóra síðan þið tókuð við í mars, í hverjufólst það? „Því miður tókst ekki að móta sam- starf eða samvinnu sem hefði getað orðið sá grunnur sem hægt hefði verð að byggja á næstu árin. Þegar það lá fyrir var ekki önnur leið fær en sú sem ákveðið var að fara. Ég tel það ekki þjóna neinum tilgangi að ræða þetta frekar, enda upplifir hver þetta á sinn hátt, hvort heldur atvik eða samskipti og væntanlega hafa báðir aðilar skoð- un á því. Þetta var mat meirihlutans. Þess ber þó að geta að háttalag Sjálf- stæðismanna við að eigna sér bæjar- stjórann og gera hann að sínum manni hjálpaði ekki við að reyna að skapa nauðsynlegt traust. Þeir bera mikla ábyrgð í því hvemig fór jafnvel þó þeir hafi þurft að nota þetta mál til að fela frambjóðanda sinn í alþingis- kosningunum í maí sl. Það sýnir aðeins að þeir setja hagsmuni flokks- ins ofar öllu. Þeim hugsunarhætti verður að breyta." Hvað réttlælir slíkt ÖRYGGISNET? Ingi Sigurðsson sagði sjálfur í rœðu á fundinum að hann hafi aldrei fengið tœkifœri til þess að mynda þennan trúnað, hvað viltu segja um það? „Ég er ósammála þeirri skoðun.“ Lögfrœðiálit Rugnars Hall, er það ekki ávísun á að máliðfarifyrirdóm- stóla? „Það verður ákvörðun þeirra sem sætta sig ekki við þá túlkun samningsins sem ég tel eðlilega og í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar í sambærilegum málum. Fyrir flesta hefði ég talið að rúmlega þriggja milljóna króna greiðsla, við þessar aðstæður, hljóti a.m.k. að vera sann- gjöm og eðlileg, svo vægt sé að orði komist, og skoðist sem nægur heimanmundur við þessar aðstæður. Til samanburðar má geta þess að borgarstjórinn í Reykjavík hefur engan uppsagnarfrest fyrr en eftir að hann hefur starfað í tvö ár, að því að ég best veit. Verkafólk til sjós og lands hefur að jafnaði varla meira en viku uppsagnarfrest eftir sambærilegan starfstíma. Við uppsagnir þess fólks að undanfömu í Vestmannaeyjum hefur lúðrasveit Sjálfstæðisflokksins látið sig vanta. Maður spyr því sjálfan sig hvað réttlæti svo mikið öryggisnet eins og það sem er í ráðningar- samningi við fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum? Þá spyr maður hvers vegna séu ekki til hliðstæðir samningar annars staðar á landinu? Ef fólk telur að á sér sé brotið hefur það alltaf rétt til að bera það undir dómstóla. Það getur hver og einn gert. Það tryggir réttaröryggi. Annað hef ég ekki að segja um það.“_ Hvenœr kom najh Bergs Ágústssonar upp á borðið hjá ykkur? „Það er ekki langt síðan.“ Þið segið sjálftr í yfirlýsingunni að skipting á bœjarstjóra muni ekki hafa ífór með sér neinfyrirsjáanleg útgjöld fyrir bœjarsjóð, Ingi á a.m.k. rétt á sex mánaða launum og því verða tveir bœjarstjórar á launum í sex mánuði, hvernig skýrir þú þá að engin útgjaldaaukning muni eiga sér stað? „Þeir undarlegu ráðningarsamn- ingar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert undanfarin misseri við bæjar- stjóra, yfirleitt hefur íhaldið verið að semja við sjálft sig, gera ráð fyrir því að bæjarstjóri fái sex mánaða greiðslur eftir að hann lýkur störfum. M.ö.o. hvemig eða hvenær sem starfslok hans ber að em honum ætlaðar greiðslur í sex mánuði. Þetta átti sér t.d. stað við þekkt starfslok Guðjóns Hjörleifssonar í frægum ráð- gjafa/biðlaunagreiðslum til hans. Vegna samningsins verður bærinn alltaf að inna þessar greiðslur af hendi. Það breytir því í sjálfu sér engu hvenær hann leysir þessa kvöð til sín. Það sem gerist við bæjarstjóraskiptin er að verðandi bæjarstjóri gengur einfaldlega inn í kjör þess sem áður sat, þó ákvæði um biðlaunarétt falli brott. Hann mun því njóta sömu launakjara og fyrrverandi bæjarstjóri að öðm leyti. Samningur hans verður með uppsagnarfresti. Bæjarsjóður heldur því áfram að greiða bæjarstjóra laun sem fyrr, en leysir út kvöðina um sex mánaða biðlaunagreiðslur í dag. Hún hefði hvort eð er alltaf komið til útborgunar. Af þessu leiðir að engin fyrirsjánleg aukaútgjöld tengjast þessum bæjarstjóraskiptum frá því sem ella hefði verið.“ Mótmæli skipulögð af Fréttum Mótmœli bœjarbúa, hvað viltu segja um þau? „Almennt er ég þeirrar skoðunar að fólk eigi oftar en það gerir að segja skoðun sína umbúðalaust. Það sem gerir á hinn bóginn þessi mótmæli sérstök er sú staðreynd að allt frá því að nýr meirihluti tók við hefur íhaldið ólmast einsog kjánar við að reyna að sannfæra fólk um að nýr meirihluti eigi ekki að velja sér sinn bæjarstjóra. Mótmælin vom skipulögð af þeim með dyggri aðstoð vikublaðsins Frétta, Amar Sigurmundsson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er stjórn- arformaður útgáfufélags blaðsins. Af þessum sökum er erfiðara að fjalla um mótmælin og dæma þau á hlutlægum hátt. Vegna þeirrar miklu vinnu sem flokkurinn lagði á sig við að fá fólk til að mæta og skipuleggja mótmælin fannst mér uppskeran rýr, enda málstaðurinn veikur. Til þess að setja þetta í samhengi má spyrja, hvemig hefði fólk brugðist við ef við í V- listanum hefðum ólmast á þennan hátt fyrir ári síðan í því skyni að ráðinn yrði bæjarstjóri sem væri okkur sérstaklega að skapi. Ég geri ráð fyrir því að fólk hefði undrast slíka hegðun. Það á einnig að gera það nú. Meirihluti bæjarstjómar hverju sinni ber pólitíska, fjárhagslega og stjómunarlega ábyrgð á rekstri bæjarins. Það er afar mikilvægt að gott samband sé milli hans og bæjar- stjóra. Það em einfaldlega hagsmunir bæjarfélagsins að svo sé. Þeir hags- munir eiga að ganga fyrir. Það er al- gerlega óþekkt að minnihluti í sveitar- stjórnum ráði bæjarstjóra, auk þess sem undantekningalaust hefur nýr meirihluti, þegar hann hefur tekið við í bæjarstjóm Vestmannaeyja, ráðið sér nýjan bæjarstjóra. Við fómm þó aðra leið, við vildum átta okkur á því hvort nýr meirihluti og bæjarstjóri gætu náð saman. Það gekk ekki. Við sambæri- legar aðstæður hefur íhaldið ætíð sagt bæjarstjómm upp samdægurs. Dæmið um Pál Zóphóníasson frá árinu 1982 er sennilega einna þekkt- ast. Þá var settur á hann yfirfrakki þar til hann yfirgaf skrifstofu sína, eftir að hann hafði starfað mjög vel á erfiðum tímum. Það er athyglisvert að Amar Sigurmundsson sat þá í bæjarstjorn sem nú fyrir íhaldið. í þessu ljósi er erfitt að skilja undirbúning mótmæl- anna, nema að baki búi ótti fyrr- verandi meirihluta við það að nýtt fólk taki við stjóm ráðhússins. Þar skyldi þó ekki vera eitthvað sem ekki þolir dagsbirtuna; spyr sá sem ekki veit.“ Töldum eðlilegt AÐ STOKKA UPP í BÆJARKERFINU Þið ráðið fjóra nýja framkvœmda- stjóra yftr sviðin og þar af eru þrír sem koma nýir til staifa hjá bœnum, var eifitt að fá menn til staifa? „Nei, við fengum það fólk sem við vildum. Við töldum afar mikilvægt að stokka upp í bæjarkerfinu. Það hafði verið lengi á döfinni en það hefur skort pólitískan kjark til að takast á við verkefnið. Við töldum þetta rétta tím- ann til þess.“ Hefði ekki verið eðlilegra að auglýsa stöðumar lausar til umsókna? „Við könnuðum það og komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti ekki að auglýsa stöðumar. Því töldum við það vera óheiðarlegt að auglýsa stöður sem þegar hafði verið lagt að fólki að taka. Þá hefðum við verið að hafa fólk að fíflum. Það gemm við ekki.“ Hafið þiðfengið einhver viðbrögð frá bœjarstaifsmönnum út afþessu? „Fyrst og fremst jákvæð viðbrögð. Þó er rétt að nefna að á síðasta bæjarstjómarfundi hélt Amar Sigur- mundsson innblásna ræðu um slæma framkomu gagnvart einhverjum ótil- greindum starfsmönnum, sem hann vitnaði til. Þetta þótti mér afar eftir- tektarvert. Þessi sami Amar hefur líklega haft meiri áhrif en nokkur annar við að gera Vestmannaeyjar að láglaunasvæði. Þessi sami Amar hefur staðið í því að reka fólk eins og ekkert sé. Þessi undarlega orðræða minnti mig á ágætan frænda minn sem nefnir það jafnan þegar honum finnst að tilvemnni hafi verið snúið á haus, að nú sé moldin farin að fjúka í logn- inu.“ Endurskipuleggja ÞARF FJÁRMÁL BÆJARINS Eitthvað sem þú vilt koma inn á að lokum? „Verkefnin framundan em marg- vísleg. Arfleifð íhaldsins kallar á margvíslegar aðgerðir. Það hefur þurft að taka allt stjómskipulagið í gegn. Það hefur verið gert. Það verður að endurskipuleggja fjármál bæjarins. Það verður gert. Það hefur verið ákveðið að nota næsta vetur í að ræða það hvort rétt sé að skipta grunnskólunum upp eftir aldri nem- enda. Gera þarf Þróunarfélagið upp og koma á fót Nýsköpunarmiðstöð. A næsta ári eða svo verður vonandi hafist handa við byggingu menningar- húss og nýs Sóla. Þá þarf að styðja við bakið á þeim sem em í atvinnu- rekstri og finna ný tækifæri. Vinna þarf að markaðssetningu eyjanna upp á nýtt. Verkefnin em mýmörg. Við höfum fengið með okkur í lið mjög öfluga sveit til að takast á við þessi verkefni með okkur. Fyrir var fólk sem hefur mikið til bmnns að bera. Það sem mestu skiptir er að nýr meirihluti fái vinnufrið til að geta farið að einbeita sér að verkefnum sem skipta mestu máli fyrir bæjarbúa. Því verða hagsmunir Sjálfstæðisflokksins að víkja því þeir fara ekki saman við hagsmuni Eyjanna. Það sem mestu skiptir nú í mínum huga er að þessum bjálfagangi minnihlutans linni, þó hann muni ekki hafa mikil áhrif á okkur í okkar störfum. Mikið verk er að vinna því tækifærin em mörg. Það verður að vinna upp tíma hinna glötuðu tækifæra."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.