Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003
15
Klofningur
Ferðamála-
samtakanna
Nú er ljóst að klofningur
Ferðamálasamtaka
Vestmannaeyja er orðin
staðreynd með úrsögn fimm
stærstu aðilanna innan
samtakanna.
I síðustu viku sögðu
Sigurmundur Einarsson, sem
rekur Vikingtours, Höllin,
Gísli Valur Einarsson, sem
rekur Hótel Þórshamar og
Hótel Hamar og tvö
gistiheimili, Flugfélag
Vestmannaeyja og Jón Ingi
sem rekur Lundann og
Prófastinn, sig úr
samtökunum.
Þeir sem eftir sitja ætla þó
ekki að láta deigan síga og
segir Ruth Zohlen,
formaður, að blásið verði til
sóknar í
Ferðamálasamtökunum.
„Það er leitt að þau skuli
vera að fara úr samtökunum
sem að sjálfsögðu munu
halda áfram af miklum
krafti. Til dæmis kemur á
næstu vikum út bæklingur á
vegum samtakanna.
Ferðamálasamtökin eru
öllum opin og við vonumst
til að sjá þau sem yfirgáfu
okkur núna sem allra fyrst,“
sagði Ruth.
Hilmar Rósmundsson skrifar:
Hvað er eiginlega að
gerast í bænum okkar?
Það fer ekki framhjá neinum, sem hér
býr, að ýmislegt er og hefur verið að
gerast í pólitíkinni hér. Þegar forystu-
maður B-listans, sem verið hafði í
meirihlutasamstarfi með D-listafólki,
sýndi því allt í einu vinstri hliðiina og
tók um leið heljarmikla vinstri sveiflu,
þrátt íyrir andstöðu flokksfélaga sinna,
missti íhaldið þann meirihluta, og þau
völd, sem það hefur haft hér frá
ómunatíð, með stuttum hvíldum.
Mín skoðun er sú að full þörf hafí
verið á breytingu í stjóm bæjarmála
hér, að íhaldið hafi verið búið að
stjóma hér of lengi, í þessari lotu,
þreyta var komin í ráðamennina og
þeir vom hvíldarþurfi, orðnir væru-
kærir og of öruggir um sinn pólitíska
hag, enda gerðu þeir akkúrat ekki
neitt, þó að á síðustu árum væri bæði
bæjarfélagið og bæjarsjóður að drabb-
ast niður. Þó að hér sé að mörgu leyti
mjög gott að búa, þá er það staðreynd
að um það bil eitt hundrað manns á ári
hafa orðið að flytja héðan hin síðari ár,
þar sem það fólk hefur misst sína at-
vinnu og engin önnur í boði, vegna
þess að atvinnutækjunum fækkar og
ekkert kemur í staðinn.
Unga fólkið sem tekur sig upp og
gengur menntaveginn kemur ekki
heim aftur þegar þeirri göngu lýkur
þar sem hér er engin vinna sem hentar
þeirra námi. íbúum bæjarins fækkar
og fækkar og þetta hlýtur að enda með
ósköpum, verði áfram flotið sofandi
að feigðarósi.
Þeir sem fylgjast með landsmála-
pólitíkinni vita að á síðustu ámm hafa
ýmis ríkisfyrirtæki verið flutt af Stór-
Reykjavíkursvæðinu á landsbyggðina
að kröfu forráðamanna sveitarfélaga
þar, og hefur það haft mjög góð
atvinnuáhrif á þeim stöðum sem
hnossið hafa hlotið, einkum fyrir unga
fólkið. Hefur eitthvað af þessum
fyrirtækjum sest hér að? Nei.
Ráðamenn bæjarins hafa trúlega ekki
leitað eftir því, enda alltaf talið allt í
lukkunnar velstandi hér, jafnvel þó að
á annað hundrað manns hafi verið á
atvinnuleysisskrá á þeim tíma sem
atvinna á að vera hvað mest.
Eg held að sjávardeild Landhelgis-
gæslunnar myndi sóma sér vel héma,
Hafrannsóknastofnun með alla sína
vitringa og spámenn gæti alveg eins
sent sinn boðskap héðan eins og frá
Reykjavík. Siglingamálastofnun,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og
jafnvel stórapparatið Fiskistofa, með
hóp af alls kyns sérfræðingum og
fiskateljumm, gæti hæglega búið um
sig hér. Hverju þessara fyrirtækja
fylgja æði mörg störf fyrir alls kyns
fólk, að vísu em þrjú þeirra með afar
fámenn útibú hér. íhaldið hefur nú
látið af stjóm bæjarmála, í bili að
minnsta kosti, en fjöldi Eyjamanna
lítur á það sem heimsendi og líður því
ekki vel, en enginn getur neitað því að
viðskilnaðurinn er afar bágborinn.
Pólitísk staða í stjóm bæjarins er
ákaflega viðkvæm núna og jafnvel
i
Það er eflaust tómt rugl í mér
að fara með þessum skrifum
að blanda mér í hatrammar
pólitískar deilur, þar sem ég
sit á friðarstóli, sæmilega
hress, með allt á hreinu og
veit ekki til þess að ég eigi
einn óvin, hvað þá fleiri. Með
þessum pistli kem ég mér
eflaust upp óvildarmönnum,
kannski mörgum. Það verður
að hafa sinn gang, bakið er
ennþá nokkuð breitt, svo ég
þoli það. En þegar við mér
blasir bruðl og óráðsía og ég
tala nú ekki um alls konar
pólitískt siðleysi, hjá þeim
sem ég hef trúað fyrir mínum
málum, á ég erfitt með að
halda kjafti.
furðuleg. í síðustu sveitarstjómarkosn-
ingum fékk V-listi Vestmannaeyja-
listans þrjá menn kjöma í bæjarstjóm,
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk einnig
þrjá menn en B-listi Framsóknar og
óháðra fékk einn mann en þar sem sjö
em í bæjarstjóminni er B-lista
maðurinn oddamaður, en það færir
honum ómæld völd og áhrif.
Það er slegist um hann vegna þess
að hann einn virðist geta ráðið því
hvort kratar eða sjálfstæðismenn
stjóma þessum bæ og auðvitað fær
hann að ráða því sem hann vill því
annars óttast þeir, sem hann starfar
með, að hann snúi baki við þeim.
Oddamaðurinn hóf meirihlutastarf
með sjálfstæðismönnum og í fyrstu
lék allt í lyndi en eftir nokkra mánuði
hljóp snurða á þráðinn, sem þeim tókst
ekki að leysa, samstarfinu var slitið og
oddamaðurinn myndaði meirihluta
með krötum, en þá varð fjandinn laus.
Flest af því fólki sem stóð að B-list-
anum með oddamanninum lýsti því
yfir að hann sæti ekki í bæjarstjóm
sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks
og óháðra. Mér er sagt að fjórir eða
fimm þeirra, sem Ijáðu B-listanum
nafn sitt styðji oddamanninn, hinir em
á móti. Sem sagt, varaforseti bæjar-
stjómar Vestmannaeyja og formaður
bæjarráðs situr í þessum valdamiklu
embættum vegna eigin ágætis, en ekki
íyrir stuðning flokkssystkina.
Það er margt skrýtið í pólitíkinni.
Ekki hefur farið mikið fyrir stjóm-
viskunni hingað til og aðalfréttimar
sem bæjarbúar fá af bæjarstjórninni
sinni em þegar bæjarblöðin birta íféttir
af fundum bæjarstjómar, en þar ganga
bókanir á víxl um flest mál, þannig að
þeim sem á annað borð nenna ennþá
að reyna að fylgjast með fmnst nóg
um.
Fimmtudaginn 10. júlí 2003 var
boðað til aukafundar í bæjarstjórn
Vestmannaeyja sem hófst kl. 18.00 í
Þórsheimilinu. Nokkrir bæjarbúar
sóttu fundinn sem fór afar friðsamlega
af stað og vom flest þau mál er upp
vom borin samþykkt með sjö at-
kvæðum samhljóða. En þegar meiri-
hlutinn bar upp tillögu þess efnis að
Inga Sigurðssyni bæjarstjóra yrði sagt
upp störfúm hjá Bæjarsjóði ffá og með
11. júlí, féll sprengjan. Ekki fylgdi
brottrekstrinum hver ástæða hans væri
og hlýtur það að vera algjörlega sið-
laust og ég leyfi mér að fullyrða að
mikill meirihluti bæjarbúa fordæmir
svona vinnubrögð og þeir sem standa
að og stunda svona vinnubrögð eru
heppnir að ekki em kosningar á næsta
leiti, því þeim yrði tæpast treyst.
Þeir sem til þekkja fullyrða að þann
stutta tíma sem Ingi Sigurðsson sat í
stóli bæjarstjóra hafi hann staðið sig
mjög vel og að ekkert sé út á störf
hans að setja, enda sýnist mér pilturinn
hvers manns hugljúfi, nemá í
boltanum, þar er hann grimmur. Þama
er pólitíkin í algleymi og pólitíkusar,
sem einskis svífast. Þá hefur verið
boðuð endurskipulagning á stjómsýslu
bæjarins og starfsmannahaldi.
Ráðnir hafa verið fjórir fram-
kvæmdastjórar fyrir þau fjögur svið
sem nýtt stjómskipulag Vestmanna-
eyjabæjar gerir ráð fýrir. Mér líst mjög
vel á þessa breytingu, það er fyllilega
kominn tími á að einhver fari að
stjóma og bera ábyrgð og ég vona að
það fólk, sem valist hefur til þessara
þýðingarmiklu starfa, standi undir
væntingum bæjarbúa og óska þeim
heilla í starfi. Mér finnst endilega að
bæjarstjóm skuldi skattgreiðendum
upplýsingar um hvað það kosti
blankan bæjarsjóð að reka bæjar-
stjórann og einnig að segja okkur
hvort nýju toppamir bætist við toppa-
kerfi bæjarins, eða hvort þeir ganga í
störf og slóðir einhverra sem þá yrðu
reknir á fullum eftirlaunum. Trúlega
hafa ráðamenn ekki þungar áhyggjur
af vel blönkum bæjarsjóði á meðan
lánstraustið endist, það má alltaf bæta
við einu láni og breyta síðan fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs.
Rekstur á bæjarsjóði eins sveitar-
félags er áþekkur rekstri á stóm
heimili, það verður að miða eyðsluna
við það fé sem aflast hverju seinni,
annars fer illa. Það finnst öllum gaman
að eiga glæsilegt heimili en flestra
gaman kámar þegar þeir átta sig á því
að kaupmaðurinn eða bankinn á allar
firiu mublumar og engir aurar em fyrir
næstu afborgun.
Það er líka skemmtilegt að búa í
fallegum bæ eins og bærinn okkar er
orðinn. A síðustu ámm hefur ýmislegt
verið gert til þess að fegra bæinn
okkar og hefur það yfirleitt tekist mjög
vel en það sem skyggir á er að hér
blasir við það sama og hjá manninum
í fallegu íbúðinni með fínu mublumar,
það er bankinn sem á allt þetta skraut
en hvorki bærinn eða bæjarbúar; sem
sagt allt í skuld.
Meðan staða Bæjarsjóðs jafngildir
því að hvert mannsbam í bænum
skuldi á aðra milljón, geri ég það að
tillögu minni að ráðamenn bæjarins
hætti að láti sig dreyma um byggingu
og rekstur á svokölluðu Menningar-
húsi, ég legg til að hætt verði við
uppgröft á handónýtum gosminjum og
sting upp á að bæjarstjóm bjóði
Islandsbanka að fegra umhverfi sitt
með því að helluleggja bankatorgið á
sinn kostnað. Bankinn hefur án efa
meiri efni á að leggja torgið gull-
hellum en blanki bæjarsjóðurinn
venjulegum steini. Hafi bankinn ekki
áhuga þá á auðvitað að malbika yfir
urðina.
Einhvem veginn finnst mér að
miðað við fjárhagslega stöðu sveitar-
félagsins nú, væri skynsamlegast að
jarða pólitíkina og kjósa fólk til þess
að stjóma bænum sem kann að reka
fyrirtæki með sóma. Ef til vill er
ráðning hinna nýju framkvæmdastjóra
spor í þá átt, það kemur fljótlega í ljós.
Annars hlýtur mannval til stjómun-
arstarfa að vera ákaflega takmarkað
fyrst það er talið boðlegt að oddvitar
bæði meiri- og minnihluta bæjar-
stjómar sitji á Alþingi. Eg hélt að seta
á Alþingi væri fullt starf, allavega er.
það launað sem slíkt. Þeir verða því að
stjóma þessu bæjarfélagi í hjáverkum
eða með tölvupósti og síma og
sjálfsagt má líka nota Netið.
Það er eflaust tómt mgl í mér að
fara með þessum skrifum að blanda
mér í hatrammar pólitískar deilur, þar
sem ég sit á friðarstóli, sæmilega
hress, með allt á hreinu og veit ekki til
þess að ég eigi einn óvin, hvað þá
fleiri. Með þessum pistli kem ég mér
eflaust upp óvildarmönnum, kannski
mörgum. Það verður að hafa sinn
gang, bakið er ennþá nokkuð breitt,
svo ég þoli það. En þegar við mér
blasir bmðl og óráðsía og ég tala nú
ekki um alls konar pólitískt siðleysi,
hjá þeim sem ég hef trúað fyrir mínum
málum, á ég erfitt með að halda kjafti.
Vestmannaeyjum 1 l.júlí2003
Hilmar Rós
Kröftugur
bæjar-
stjórnar-
fundur
Hafi örlað á von í brjóstum
bæjarbúa um að samstaða næðist í
bæjarstjóm og samskipti meiri- og
minnihluta kæmust í eðlilegt horf
var djúpt á henni á aukafundi
bæjarstjómar í Þórsheimilinu
síðasta fimmtudag.
Stærsta málið var breyting á
stjómskipulagi bæjarins sem Jón
Gauti Jónsson hjá IBM-ráðgjöf
hafði unnið fyrir bæjarstjóm. Inni í
þeim pakka var ráðning fjögurra
framkvæmdastjóra, uppsögn
bæjarstjóra og ráðning nýs þó
hvomgt væri í útsendri dagskrá.
Um 40 manns fylgdust með
fundinum sem er mjög sjaldgæft en
trúlega vom það bæjarstjóraskiptin
sem drógu til sín fólk.
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, bað
um orðið og las upp lögfræðiálit
Ragnars Hall hrl. sem fullyrðir að
Ingi eigi rétt á launum út kjör-
tímabilið sem gengur þvert á álit
Astráðs Haraldssonar hrl. sem
meirihluti bæjarstjómar kynnti fyrir
nokkru. Kemst Astráður að þeirri
niðurstöðu að Ingi eigi aðeins rétt á
sex mánaða biðlaunum. Þama
munar miklu í peningum þvf sex
mánaða biðlaun em nálægt 3
milljónum króna en ekki fjarri 20
milljónum reynist Ragnar Hall hafa
rétt fyrir sér.
Það var greinilegt að Ingi er ekki
sáttur og sagði hann að aldrei hefði
verið látið á það reyna að ná trúnaði
og trausú af hálfu meirihlutans. Ingi
sagðist aldrei hafa verið í pólitík en
nú hefði hann kynnst henni. Var á
honum að skilja að þau kynni hefðu
verið góð en hann þakkaði fólki
fyrir samstarfið, bæði starfsfólki
bæjarins og fólki í nefndum sem
hann sagði að hefði sýnt sér fullan
trúnað, sama hvar í flokki það væri.
„Við hina segi ég, ég vona að þið
eigið eftir að gera rétt og að
hagsmunir Eyjanna verði ofan á,“
sagði Ingi.
Amar Sigurmundsson (D) vildi
fá svör við því hvers vegna starfs-
menn bæjarins hafi orðið að lesa
um það í fjölmiðlum og eða fengið
um það skilaboð að þeir ættu von á
uppsögnum eða tilfærslu innan
bæjarkerfisins. Lúðvík Bergvinsson
(V) sagði að enn einu sinni væri
Amar með kjánagang og dylgjur og
fleira var honum, fundið til foráttu,
m.a. að vera stjómarformaður
Eyjaífétta. Annars hirti Lúðvík ekki
um að svara Amari.
Þannig gekk fundurinn og létu
fundargestir í sér heyra nokkuð
reglulega. Tillaga um að segja Inga
upp var samþykkt með fjórum
atkvæðum meirihlutans, minni-
hlutinn greiddi atkvæði á móti.
Sama gerðist með ráðningu Bergs
Agústssonar í stöðu bæjarstjóra.
Aftur á móti sat minnihlutinn hjá
þegar framkvæmdastjóramir vom
ráðnir. Þeir eru Viktor Stefán
Pálsson lögfræðingur, sem verður
framkvæmdastjóri stjómsýslu- og
fjármálasviðs, Hera Ósk Einars-
dóttir félagsfræðingur, verður
framkvæmdastjóri félags- og
íjölskyldusviðs, Andrés Sigurvins-
son gmnn- og framhaldsskóla-
kennari og leikstjóri, verður fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og
menningarsviðs og Frosti Gíslason,
iðnaðartæknifræðingur frá Tækni-
háskóla íslands, verður fram-
kvæmdastjóri umhverfis- og
framkvæmdasviðs.