Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Qupperneq 17
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003
17
eftir Rósu Guðmundsdóttur, Barbara
Hafdís Þorvaldsson sýndi dans og
þátttakendur sýndu föt frá verslunum
Flamingó og Axel O. Loks var það
svo krýningin.
í heild var kvöldið vel heppnað og
greinilegt að framkvæmdastjóri
keppninnar, Ester Helga Sæmunds-
dóttir, hafði skilað góðu verki og
stjórnin var í höndum Bjama Olafs
Guðmundssonar sem hefur verið
kynnir keppninnar undanfarin ár. Þar
er fagmaður á ferð sem leggur mikla
vinnu í undirbúning.
Það er alltaf gaman að vera í
Höllinni þegar margt fólk er í mat eins
og þetta kvöld. Sennilega hafa gestir
ckki verið fleiri í sögu Sumar-
stúlkukeppninnar sem nær allt aftur til
ársins 1986 þegar Fréttir og Pálmi
Lórensson veitingamaður á Höfð-
anum stóðu fyrir fyrstu keppninni.
Síðan hefur keppnin aðeins fallið
niður í eitt skipti og var það ein-
faldlega vegna þess að ekki var til
húsnæði sem sannar enn og aftur
mikilvægt hlutverk Hallarinnar fyrir
bæjarfélagið.
Matseðill samanstóð af sjávar-
réttarspjóti, pönnusteiktum kjúklinga-
bringum og súkkulaðisinfóníu í
eftirrétt. Allt smakkaðist vel enda
eldamennskan í ömggum höndum
Gríms Þórs Gíslasonar matreiðslu-
meistara og hans fólks í eldhúsi
Hallarinnar.
Dómnefnd skipuðu Dagmar Skúla-
dóttir formaður, Halla Einarsdóttir
Ijósmyndari, Auður Eva Auðunsdóttir
framkvæmdastjóri Herra Suðurlands,
Ævar Sveinsson frá Hummel og
Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir frá
Flamingó.
Dómnefndin átti erfítt verk fyrir
höndum að velja þá sem uppi stóðu
en niðurstaðan var skýr, Sumar-
stúlkan er Sædís Eva Birgisdóttir.
Sædís Eva er sautján ára gömul, fædd
21 september 1985. Hún er dóttir
Kolbrúnar Evu Valtýsdóttur og Birgis
Þórs Sverrissonar. Hún var einnig
valin Ljósmyndafyrirsætan.
Sportstúlkan og vinsælasta stúlkan
er Eygló Egilsdóttir. Hún er nítján ára
gömul og foreldrar hennar em Helena
Weihe og Egill Jónsson.
Herra Vestmannaeyjar kemur frá
Akureyri en hann er Stefán Atli
Agnarsson, fæddur 18. desember
1985 og verður því átján ára á þessu
ári. Foreldrar hans em Agnar
Amason og Valgerður Stefánsdóttir.
Sportherrann er svo Benedikt
Oskar Steingrímsson, sautján ára
gamall en hann er fæddur 5. nóv-
ember 1985. Foreldrar hans eru
Steingrímur Benediktsson og Jóhanna
Magnúsdóttir.
Fréttir vilja að lokum þakka öllum
sem að sýningunni komu fyrir þeirra
hlut í undirbúningi keppninnar og
henni sjálfri, einkum stúlkunum og
strákunum sem vom bæði sjálíúm sér
og Eyjunum til sóma, einnig Ester
Helgu og Bjama Ólafi sem vinna sitt
verk af fagmennsku.
AXELÓ kynnti nýjustu línuna frá Hummel. Ásta Hrönn og Ingibjörg Ósk
sýndu að þetta eru hinar eigulegustu flíkur.
FLOTTIR í fötum frá Flamingó. Stefán Björn og Styrmir báru sig
fagmannlega að í tískusýningunni.
ERNA Björk og Silja Elísabet sungu sig inn í hjörtu gesta.
ÞAÐ sama gerðu Sigrún Arna og VÉDÍS flutti lög eftir Rósu systur
Sædís Eva. snia.
Glæsileg verðlaun
Verslun Grétars V. Þórarinssonar,
Heildverslun Karls Kristmanns,
Selma Ragnarsdóttir, Halla Einars-
dóttir ljósmyndari og Foto voru
meðal þeirra sem styrktu keppnina
með framlögum sínum.
Starfsfólk Snyrtistofunnar Anitu
sá um förðun keppenda og
Hárgreiðslustofan Enn Ell sá um
hárgreiðslu. Skreytingar í salnum
voru frá Blómastofunni Bárustíg og
síðan má geta þess að allt í
skreytingunum hér í Höllinni var
sótt út í náttúru okkar Eyjamanna.
Allar stúlkurnar og allir herrarnir
fengu: Frítt í Hressó á undir-
búningstímanum og einnig frítt í ljós,
gjafakörfu frá Sebastian og EnnEll
hársnyrtistofu sem að sjálfsögðu selur
og notar Sebastin vörumar, gjafakörfu
frá Clarins og Snyrtistofunni Anitu
sem selur Clarins vömrnar og blóm-
vönd frá Blómastofunni Bámstíg.
Vinsælasta stúlkan fékk: Bangsa frá
Krakkakoti og 10 tíma ljósakort frá
Hressó.
Sportstrákur Hummel fékk:
Gjafabréf frá Hummel sem fæst í Axel
Ó, umboðsaðila Hummel í Eyjum og
10 tíma ljósakort frá Hressó.
Sportstúlka Hummel fékk: Gjafa-
bréf frá Hummel og 10 tíma ljósakort
frá Hressó.
Ljósmyndafyrirsæta Foto og í raun
ljósmyndafyrirsæta Vestmannaeyja
hjá herrunum fékk: Glæsilega
Samsung. myndavél frá Foto og 10
tíma ljósakort frá Hressó
Foto stúlkan fékk: Glæsilega
Samsung myndavél frá Foto og Í0
tíma ljósakort frá Hressó.
Herra Vestmannaeyjar og Sumar-
stúlka Vestmannaeyja fengu:
Gjafabréf frá Axel Ó., að verðmæti
10.000,- krónur, gjafabréf frá
tískuversluninni Flamingó, að
verðmæti 10.000,- krónur, ferð fyrir
tvo með íslandsflugi Vm. - Rvík. -
Vm, undirföt að eigin vali frá
Versluninni 66 gráður norður,
borðlampa frá Reynistað, Ritsenhof
glas frá versluninni Callas, Sælulykil
að Hótel Örk, 3ja rétta máltíð fyrir 2
frá Veitingastaðnum Fjólunni, gjafa-
körfu frá verslun Grétars V. Þórar-
inssonar, gjafapakka frá Clarins og
Snyrtistofunni Anitu og blómvönd frá
Blómastofunni Bárustíg.
ÞESSAR ungu stúlkur dönsuðu af innlifun.