Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 17. júlí Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Notaleg sam- verustund foreldra og bama þeirra. Spjall og kaffisopi á morgun- göngunni. Sunnudagur 20. júlí KI. 11.00. Messa. Ungbamsskím og altarisganga. Hópur úr Litlum lærisveinum og Kór Landkirkju syngja. Börnin fá biblíumyndir. Þessi messa er síðasta messa sr. Kristjáns fyrir eins árs námsleyfi vestanhafs. Prestsfjölskyldunni allri þætti gaman að sjá sem flesta í kirkju til að segja bless á meðan. Það er alltaf gott að fá góðar blessunaróskir þegar lagt er upp í langa ferð. Kaffisopi á eftir í Safnaðar- heimilinu. Sr. Kristján Bjömsson. Fimmtudagur 24. júlí Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Síðasti mömmumorgunn fyrir þjóðhátíð í Eyjum! Sr. Kristján Bjömsson. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 17. júlí Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Föstudagur 18. júlí Kl. 20.30 Unglingakvöld. Allir unglingar velkomnir. Laugardagur 19. júlí Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna- stund. Sunnudagur 20. júlí Kl. 11.00 SAMKOMA. Komið og takið þátt í lofgjörð og heyrið lifandi orð Guðs predikað. „Sælir em þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Lúk. 11:28. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bænastundir, kl. 7.30 hvem virkan dag. Aðventkirkjan Laugardagur 19. júlí. Kl. 10.30Biblíurannskókn. Biblían talar sími 481-1585 Knattspyrna: Markamaskínan Gunnar Heiðar í léttu spjalli Stefni á atvinnumennsku GUNNAR Heiðar: -Við stefnum hins vegar ofar og mér finnst markmiðið ætti að vera Evrópusæti, sem þýðir að IBV þarf að vera í einu af þremur efstu sætunum. Okkur tekst það vonandi enda væri það mjög mikilvægt fyrir IBV fjárhagslega að komast í Evrópukeppnina. Sá leikmaður IBV sem hefur vakið hvað mesta athygli síðustu tvö ár er án efa sóknarmaðurinn efnilegi, Gunnar Heíðar Þorvaldsson. Hann er reyndar kominn á grátt svæði þegar talað cr um efnilega leikmann, hann er ein- faldlega orðinn góður og á án efa eftir að verða betri. Það sannar best kjör á besta manni fyrstu sex umferðanna í deildinni í sumar, þar sem hann sigraði. Belgíska úrvalsdeildarliðið Mous- croen fylgdist vel með piltinum síðasta sumar og gerir enn en sjálfur segist Gunnar Heiðar stefna á at- vinnumennsku síðar. Gunnar tók vel í það að spjalla aðeins um IBV, viðurkenningamar og framtíðarsýn sína. Vantar stöðusleika Þegar Gunnar var spurður út í mun- inn á síðustu tveimur leikjum ÍBV segir hann að þeir séu eins og svart og hvítt. „I Skagaleiknum mættum við grimmir og ákveðnir og fómm í einu og öllu eftir því sem Magnús Gylfason lagði fyrir okkur. Það sýndi sig líka í úrslitum leiksins hversu öflugir við vomm en að sama skapi sýndi það sig fyrir norðan hvað við getum verið slakir. Þar má segja að þetta hafi verið öfugt miðað við í Skagaleiknum. Mér fannst við vera andlausir og ekki nógu einbeittir til þess að ná betri úrslitum. KA-menn vom líka heppnir og fengu þessi mörk nánast gefins. Eg er ekki með þessu að setja út á varnarmenn liðsins, það var allt liðið sem tapaði leiknum, ekki einn eða tveir leik- menn.“ Hvað er það sem vantar hjá IBV? „Það er ekki erfitt að svara því, það er stöðugleikinn. Við höfum sýnt mjög góða leiki, t.d. á móti IA um daginn og gegn Fylki á heimavelli. Þegar við spilum þannig getum við unnið öll lið deildarinnar. Því miður gerist þetta ekki nógu oft og inn á milli dettum við niður á ansi lágt plan. Andlega hliðin leikur stórt hlutverk og við vitum sjálfir að getan er til staðar. Við höfum sýnt það. Svo má kannski segja að það vanti meiri breidd í hópinn. Þó við ætlum okkur alltaf að leggja okkur hundrað prósent fram í öllum leikjum er mönnum hættara við að slaka aðeins á ef maður er nokkuð viss með sæti í liðinu. Menn gera þetta bara ósjálfrátt og aðeins samkeppni um stöður breytir þessu. Þetta em kannski 13 leikmenn hjá okkur sem em að berjast um ellefu stöður þannig að þetta er ekki eins og hjá atvinnu- mannaliðunum þegar þú stendur þig ekki í einum leik þá ertu bara einfaldlega settur á bekkinn." Ætla að bæta mig Gunnar var ífyrra valinn efnilegasti leikmaður mótsins, skoraði hann ellefu mörk og var í baráttunni um markakóngstitilinn. En er stejhan sett á gullskóinn í ár? ,Já, auðvitað stefnir maður á að verða markahæstur. Það hefur samt sem áður engan forgang hjá mér, ég vil bara að IBV nái í þau stig sem liðið þarf á að halda. Hins vegar ætla ég mér að bæta mig frá því í fyrra, þá skoraði ég ellefu mörk og var valinn efnilegastur. Eg neita því ekki að ég sakna Steingríms í fram- línunni enda er hann reyndur leik- maður og fær mikla athygli frá varn- armönnum andstæðingsins. Þannig fæ ég kannski meira pláss en hins vegar hefur verið mjög gott að spila með Bjama Rúnari og Atla í framlínunni enda hafa þeir staðið sig mjög vel.“ Nú varstu valinn besti leikmaður fyrstu sex umferðanna affjölmiðlum í vali sem KSI stendur fyrir, kom það þér á óvart? „Já, ég neita því ekki. Mér fannst ég reyndar vera að spila mjög vel í byrjun móts og greinilegt að fleirum hefur fundist það. Þessi viðurkenning er jákvæð fyrir mig en ekki síst fyrir liðið því einn leikmaður getur aldrei unnið leiki. En ég var mjög ánægður með að fá þessa viðurkenningu, svona hefur mikið að segja upp á sjálfstraustið." Evrópusæti markmiðið Þegar Gunnar er spurður út í það hvort staða IBV sé samkvæmt hans vænt- ingum fyrir mótið svarar hann því þannig að liðið sé á þeim slóðum sem hann hefði búist við. „Eg hafði það á tilfinningunni að við yrðum unt miðja deild um þetta leyti. Við stefnum hins vegar ofar og mér frnnst markmiðið ætti að vera Evrópusæti, sem þýðir að ÍBV þarf að vera í einu af þremur efstu sætunum. Okkur tekst það von- andi enda væri það mjög mikilvægt fyrir ÍBV fjárhagslega að komast í Evrópukeppnina." Síðasta sumar fylgdust erlendir njósnarar með þér og um haustið fórstu út, m.a. til belgíska félagsins Mouscroen. Hefiirðu heyrt íþeim eftir það? „Nei, ég hef reyndar ekkert heyrt frá þeim síðan um áramótin. Þeir eru að skipta um þjálfara núna en sá sem fylgdist með mér verður aðstoðar- þjálfari liðsins þannig að hann veit í það minnsta af mér. Þeir ætluðu að fylgjast með mér í sumar þannig að ég hef bara einbeitt mér að því að standa mig og gera mitt besta.“ Er stefnan sett á atvinnumennskuna? „Eg neita því ekki að þangað leitar hugurinn. Það væri mjög gott fyrir mig að komast að hjá liði í Belgíu eða Hollandi, byija þar sem deildimar eru ekki jafn yfirþyrmandi eins og í Englandi og á Italíu. Ég væri t.d. ekki til í að fara til ensks úrvalsdeildarliðs þar sem maður myndi jafnvel bara týnast eins og dæmin hafa sýnt okkur Islendingum.“ En að lokum, hvemig sérðu fyrir þér að sumarið þróist hjá IBV? „Næstu tveir leikir eru mjög mikilvægir og ég held að ef við fáum fjögur stig út úr þeim þá séum við búnir að stíga stórt skref í áttina að tryggja okkar sæú í deildinni. Við þyrftum reyndar að fá fleiri stig en mér finnst mikilvægt að komast sem lengst frá botninum sem fyrst því þegar það tekst, er hægt að fara að skoða aðra möguleika." julius@eyjafrettir. is Ungmennafélagið óðinn hefur í sumar staðið fyrir fjölbreyttum íþróttanámskeiðum sem Trausti Hjaltason stjómar. Það er ekki bara boðið upp á íþróttir því farið er í bátsferð, skoðunarferð um Heimaey og endað með mikilli grillveislu. Er myndin tekin í lok síðasta námskeiðs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.