Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 6
6
Frcttir / Fimmtudagur 18. september 2003
Ný búfjár-
samþykkt
Landnytjanefnd samþykkti á fundi
sínum þann 10. september síðastliðinn
að breyta niðurlagi fimmtu greinar
samþykktar um búfjárhald í Vest-
mannaeyjum. Nú hljóðar niðurlagið:
„Hagaganga, þ.e. haust- og vetrarbeit
sauðfjár á skilgreindum svæðum á
Heimaey er heimil á tímabilinu 1.
október til 31. mars ár hvert. Land-
nytjanefnd getur, að fenginni umsögn
búijáreftirlitismanns, veitt undanþágu
frá dagsetningu ef nauðsynlegt þykir
að mati nefndarinnar. Land sem ætlað
er til hagagöngu skal ákvarðað af
landnytjanefnd að fenginni umsögn
búijáreftirlitismanns.
Mörk landsvæðis, sem ætlað er til
hagagöngu, skulu endurskoðuð þriðja
hvert ár.“
Hitt málið á dagskrá nefndarinnar á
var bréf frá Oddi Björgvin um samn-
ing bæjarins og Skógræktarfélagsins.
Landnytjanefnd óskaði álits lögmanns
bæjarins. Bæjarráð samþykkti fundar-
gerðina og að gert yrði ráð fyrir
breytingum á fimmtu greininni í
samræmi við tillögu nefndarinnar.
Oskar eftir fundi
Fyrir fundi bæjarráðs á mánudaginn lá
fyrir bréf frá Gunnari K. Gunnarssyni
framkvæmdastjóra Sjúkrahússins þar
sem óskað er eftir fundi með bæjar-
stjóm Vestmannaeyja eða fulltrúum
hennar við fyrsta hentugleika til að
fara yfir skýrslu stofnunarinnar,
Stefna og framtíðarsýn 2003.
Vísað er til laga um heilbrigðismál
frá 1990 þar sem segir meðal annars
að framkvæmdastjóm skuli boða til
upplýsinga- og samráðsfunda með
sveitastjórn eða sveitastjómum á
starfssvæði stofnunarinnar að minnsta
kosti tvisvar á ári. Bæjarráð þakkaði
greinargóða skýrslu og felur bæjar-
stjóra að svara bréfritara og fínna
fundartíma.
Lausn á Hressómálinu virðist vera í augsýn?
ÞEIR eru margir sem telja líkamsrækt, sjálfsagðan hlut og eru tilbúnir að leggja mikið á sig eins og sést á þessum
konurn sem voru að æfa í Hressó í gærmorgun.
Guðlaugur Guðmundsson sendi fyrir
hönd Deloitte & Touche bréf til
Samkeppnisstofnunar þar sem farið er
yfir hvemig ijármálalegur aðskilnaður
líkamsræktarsalar Iþróttamiðstöðvar
verður. Samkeppnisstofnun gerði þá
kröfu í úrskurði sínum fyrr á árinu í
svokölluðu Hressómáli að þetta yrði
gert.
Kemur fram að í bókhaldi bæjar-
sjóðs hefur verið sett upp sérstök
stofnun í reikningslyklinum sem nær
yfir rekstur og efnahag salarins. Öll
tæki í salnum voru talin, listuð og
verðlögð með verðupplýsingum frá
seljendum tækjanna. Um er að ræða
nítján tæki auk lóða og bekkja þeim
tilheyrandi.
Tækin voru verðmetin eftir verð-
listum viðkomandi heildsala og kosta
ný 7,3 milljónir króna. Tækin voru
keypt á ýmsum tímum og eru í
útreikningum Deloitte & Touche
metin á 55% af nývirði að meðaltali.
Ahöld og tæki í salnum eru því metin
á fjórar milljónir króna. Skuld við
bæjarsjóð er því fjórar milljónir króna
og reiknast vextir af þeirri upphæð.
Líkamsræktarsalurinn skal greiða
leigu til bæjarsjóðs, 774 krónur á
fermetraen salurinn telur 141 fermetra
og því 109 þúsund króna mánaðar-
leiga.
Aðgangur að salnum á að
VERA JAFNDÝR OG HJÁ ÖÐRUM
Tekjur salarins eru þríþættar, sala til
almennings, afnot skóla af salnum
vegna leikfimi grunnskólanemenda og
afnot félagsmanna IBV af salnum við
þjálfun og æfingar. í gjaldskrá
Iþróttamiðstöðvarinnar er þjónusta
líkamsræktarsalarins verðlögð sérstak-
lega og við gerð hennar var einkum
gætt að tvennu. I fyrsta lagi að að-
gangur að salnum sé að minnsta kosti
jafn dýr og gerist hjá líkamsræktar-
stöðvum í einkarekstri og að tekjur af
salnum standi undir kostnaði við
rekstur hans, auk eðlilegrar fram-
legðar.
Kemur fram að lauslegur verðsam-
anburður bendi til að verð á þessari
þjónustu hjá Vestmannaeyjabæ sé
svipað og víða annars staðar, en finna
má bæði hærri og lægri verð. Með
þessum aðgerðum telur Guðlaugur að
bæjarsjóður Vestmannaeyja hafi
fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru
í úrskurði áfrýjunamefndar frá því lyrr
á þessu ári.
Drög að samkomulagi VIÐ
Hressó
Var þetta bréf lagt fyrir bæjarráð en
fyrr á fundinum hafði meirihluti
ráðsins lagt fram tillögu um að ganga
til viðræðna við Líkamsræktarstöðina
ehf., sem á og rekur Hressó, á grund-
velli draga að samkomulagi. Þar
kemur fram að bærinn muni ekki fara
í frekari uppbyggingu á líkamsræktar-
sal í Iþróttamiðstöðinni og að ekki
verði launaðir starfsmenn þar. Vest-
mannaeyjabær samþykkir að engum
sé heimilt að nota salinn án endur-
gjalds nema með skriflegu samþykki
Líkamsræktarstöðvarinnar ehf.
Einnig samþykkir bærinn að ekki
verði um frekari útleigu á salnum að
ræða umfram það sem nú þegar er,
nema með skriflegu samþykki
Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. Gefnir
verða út sérstakir aðgöngumiðar sem
veita aðgang að líkamsræktarsalnum í
íþróttamiðstöðinni og Hressó. Þeir
verða afhentir þeim aðildarfélögum
ÍBV héraðssambands sem nú þegar
hafa endurgjaldslausan aðgang að sal
Vestmannaeyjabæjar svo og Slökkvi-
liði Vestmannaeyja og ellilífeyrisþeg-
um. Þeir sem hafa aðgöngumiða hafa
fijálst val um það hvora aðstöðuna
þeir nota. Vestmannaeyjabær ákvarðar
hversu marga miða hann afhendir
hverju aðildarfélagi IBV héraðs-
sambands, Slökkviliði Vestmannaeyja
og ellilífeyrisþegum. Bærinn greiðir
400 krónur fyrir hvem aðgöngumiða.
Aðgöngumiðamir gilda ekki að sund-
laug eða heitum pottum í íþrótta-
miðstöðinni. Gert verður upp
mánaðarlega og em aðgöngumiðar í
fullu gildi allan opnunartíma salanna
tveggja.
Búið að velkjast í kerfinu í
ÁTTAÁR
Amar Sigurmundsson (D) bókaði að
hann fagnaði því að nú stefni í að
lausn á ágreiningi milli Hressó og
íþróttamiðstöðvarinnar sé fundin.
„Lausnin byggir á miðakerfi, ekki
ólrku því sem reynt var áður við að
leysa þessa deilu milli aðila. Legg
áherslu á að drög að samkomulagi
verði lögð fyrir bæjarráð áður en
endanlega verður gengið frá samn-
ingum.“
Meirihlutinn, Andrés Sigmundsson
(B) og Lúðvík Bergvinsson (V),
bókuðu þá: „Með tillögu þessari er
verið að leita lausnar á máli sem velkst
hefur um bæjarkerfið í sjö til átta ár.
Tillögur þær sem liggja fyrir vom
unnar af starfshóp sem komið var á fót
af núverandi meirihluta. Meirihlutinn
vonast til þess að þessar hugmyndir
verði til þess að leysa þetta vand-
ræðamál til framtíðar, þó hér sé lagt
upp með eins árs tilraunaverkefni í
upphafi."
Málið var samþykkt í bæjarstjóm.
Hart tekist á um meðhöndlun frétta úr bæjarstjóm
Amar Sigurmundsson (D) lagði fram
tillögu á fundi bæjarráðs á mánu-
daginn þar sem hann leggur til að
bæjarráð samþykki að móta skýrar
reglur með hvaða hætti samþykktum
bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda
skuli komið á framfæri við fjölmiðla
og almenning.
Segir ennfremur að nýjar reglur
unnar samhliða endurskoðun á sam-
þykkt um stjómun bæjarins og
fundarsköpum bæjarstjómar sem nú er
í undirbúningi. I greinargerð, sem
fylgdi með tillögunni, segir meðal
annars: „Tillagan er lögð fram að
gefnu tilefni, en 5. september sl. var
send út fréttatilkynning í nafni
bæjarstjómar Vestmannaeyja til
Qölmiðla um samþykkt bæjarstjómar
um sjávarútvegsmál frá 4. sept. sl. í
tilkynningunni komu fram persónu-
legar skoðanir þess aðila sem hana
samdi um leið og áherslum í sam-
þykkt bæjarstjómar var breytt.
Það er með öllu ólíðandi að einstaka
bæjarfulltrúar, í þessu tilviki Lúðvík
Bergvinsson alþingismaður, geti kom-
ist upp með það að senda út
persónulegar tilkynningar í nafni allrar
bæjarstjómar. Fjölmiðlar og bæjarbúar
verða að geta treyst því að upplýsingar
um samþykktir bæjarstjórnar séu
réttar. Allar fundargerðir bæjar-
stjómar og nefnda hafa til margra ára
verið aðgengilegar á heimasíðu Vest-
mannaeyjabæjar og hafa fjölmiðlar,
ekki síst innanbæjar, notfært sér það í
ríkum mæli og skilað vel sínu
hlutverki við að veita upplýsingar um
gang bæjarmála.“
Meirihlutinn bókaði þá að af gefnu
tilefni skuli það tekið fram að umrædd
tillaga um fimm prósent kvótaívilnun
til handa þeim útgerðum sem landa
hér á landi var borin upp af meirihluta
bæjarstjórnar. „Efni tillögunnar var
skýrt og fréttatilkynningin, sem send
var út í framhaldi af samþykkt hennar,
algerlega í samræmi við efni hennar.
Það er afar óheppilegt að bæjar-
fulltrúar, í þessu tilviki Arnar Sigur-
mundsson, skuli reyna að bakka út úr
samþykkt sinni með jafn auðvirði-
legum hætti og raun ber vitni eftir að
athugasemdir höfðu borist vegna
samþykktar hennar frá forsvarsmanni
Utvegsbændafélags yestmannaeyja
og forsvarsmönnum LÍU.
Það er ástæða til að vekja athygli á
því að bæjarfuiltrúum er ætlað að taka
afstöðu til mála í samræmi við sann-
færingu sína. Efni þeirrar tillögu sem
er til umfjöllunar var skýrt og enginn
velktist nokkum tíma í vafa um hvað í
henni fólst. Að öðru leyti hafnar
meirihluti bæjarráðs tillögu bæjarfull-
trúa minnihlutans enda tilkynningin í
fullu samræmi við vinnureglur bæjar-
stjómar um að fela oddvitum
tillöguflytjenda að gera fjölmiðlum
grein fyrir málinu.“
Arnar mótmælti þá harðlega þeimi
nýju stefnu núverandi meirihluta
bæjarstjórnar að einstaka bæjarfull-
trúar geti tekið sér heimild til jress að
gefa út fréttatilkynningar í nafni allrar
bæjarstjómar.
„Bæjarfulltrúar minnihlutans tóku
efnislega afstöðu til tillögu meirihlut-
ans í sjávarútvegsmálum í bæjarstjóm
4. sept. sl„ en þeir voru ekki að
samþykkja fréttatilkynningu Lúðvíks
Bergvinssonar alþingismanns, sem
send var til fjölmiðla daginn eftir, en
þar er meðal annars talað um geð-
þóttaákvörðun stjómvalda, en þá
tilvitnun er hvergi að finna í tillögu
meirihlutans, né í greinargerð sem
henni fylgir.“
Meirihlutinn ítrekaði þá fyrri bókun
sína um leið og meirihlutinn harmar
að bæjarfulltrúinn Amar skuli rjúfa þá
samstöðu sem myndaðist í bæjarstjóm
við einróma samþykkt tillögu um að
gæta í hvívetna hagsmuna bæjarfé-
lagsins vegna yfirvofandi hugmynda
stjómvalda um að mismuna lands-
hlutum við úthlutun aflaheimilda með
svokallaðri línuívilnun.
„Eftir stendur spumingin sem
bæjarfulltrúinn, Amar Sigurmunds-
son, skuldar Vestmannaeyingum svar
við, en hún er sú hverra erinda hann
gengur með tillöguflutningi og bók-
unum af því tagi sem raun ber vitni."
Amar mótmælti harðlega bókun
Lúðvíks Bergvinssonar. „Bæjarstjóm
Vestmannaeyja er væntanlega ein-
róma sammála í afstöðu sinni til
hugmynda varðandi línuívilnum. Allar
breytingar á fiskveiðistjómarkerfinu
sem byggja á því að taka aflaheimildir
frá einum til þess að afhenda öðmm
aðilum kalla óhjákvæmilega á mót-
mæli þeirra byggðarlaga og íyrirtækja
sem fyrir skerðingunni verða.
Eftir stendur í þessu máli að Lúðvik
Bergvinsson tók sér vald til að semja
og gefa út persónulega fréttatil-
kynningu í nafni bæjarstjómar án
heimildar.“
Meirihlutinn lauk þessum bókunum
með því að harma tilraunir bæjar-
fulltrúans Amars Sigurmundssonar til
að klóra sig út úr samþykkt bæjar-
stjómar og rjúfa þannig samstöðu
hennar með útúrsnúningi.
Vinabæjartengsl
og bætt aðstaða
unglinga
Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem
haldinn var 8. september síðastliðinn
lágu fyrir þrjú framsend erindi frá
bæjarráði. Fyrst var það vegna
vinabæjartengsla við Götu í
Færeyjum og lýsti ráðið yfir ánægju
sinni með vinabæjartengslin og hvetur
félög og stofnanir til að kanna þá
fjölmörgu möguleika sem felast í
slíkum vinabæjartengslum.
Næst var það vegna bættrar aðstöðu
unglinga og var tekið heilshugar undir
þörf á að finna félagsmiðstöð ung-
linga hentugra húsnæði, svo bæta
megi aðstöðuna.
Núverandi aðstaða í Félagsheim-
ilinu er óhentug að mati ráðsins og
samrýmist illa annarri starfsemi í
húsinu, enda þarf oftar en ekki að loka
félagsmiðstöðinni vegna kvikmynda-
og leiksýninga.
Var þetta mál svo rætt sérstaklega
síðar á fundinum og var íþróttafulltrúa
falið að ganga frá tillögum að nýjum
samningi við Leikfélag Vestmanna-
eyja, sem skal vera í samræmi við
aðra samninga sem í gildi eru um
afnotaf húsinu.
Þriðja erindið var svo vegna menn-
ingar- og kaffihúss fyrir ungt fólk sem
nú er í burðarliðnum. Telur ráðið það
sérstaklega ánægjulegt að nú hilli
undir að starfsemi kaffihúss fyrir ungt
fólk, Húsið, hefji starfsemi sína.
Þakka ber þeim aðilum sem að
málinu komu, fyrir mikið og gott
framtak.
Fjárnámsbeiðni
Fyrir bæjarráði lá fyrir íjámámsbeiðni
Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins á
hendur Vestmannaeyjabæ vegna
lífeyrishækkana sem var írestað til 3.
desember næstkomandi. Er vonast til
að á þeim tíma náist samkomulag á
milli íjármálaráðuneytisins og Vest-
mannaeyjabæjar um uppgjör.