Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Síða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003
Margt var í boði á Viku símenntunar:
Fjölbreytt námskeiðsflóra
GESTIR á fyrirlestrum sem haldnir voru í sal Listaskólans á fóstudagskvöldið.
Vika símenntunar var haldin
um allt land í síðustu viku eins
og greint hefur verið frá í
Fréttum og hefur dagskráin
líklega aldrei verið myndar-
legri í Eyjum. Bergþóra
Þórhallsdóttir, forstöðumaður
Visku, fræðslu og símennt-
unarmiðstöðvar Vestmanna-
eyja, hafði yfirumsjón með
dagskránni. GafViska meðal
annars út glæsilegan bækling
með upplýsingum um nám-
skeið sem í boði verða fram
að áramótum. Dagskrá viku
símenntunar byrjaði á mánu-
daginn í síðustu viku þar sem
ný vefsíða Visku var opnuð
við hátíðlega athöfn. Slóðin
er www.viska.eyjar.is og er
hægt að nálgast allar upp-
lýsingar um námskeið þar. Ut
vikuna var svo boðið upp á
ýmislegt, meðal annars fjar-
fund um nýja menntabrú frá
Hótel Loftleiðum. Svo voru
vinnustaðir heimsóttir og
Viska kynnt fyrir bæjarbúum
og þau námskeið sem verða
í boði.
Mæting oi.i.i vonbrigðum
Dagskráin átti svo að ná hámarki á
föstudeginum þar sem kynning var á
námskeiðsframboði og möguleikum
til fræðslu- og símenntunar í Vest-
mannaeyjum. Einnig voru fyrirlestrar
þar sem meðal annars var vell upp
þeirri spurningu hvort fjamám á hati
úti væri raunhæfur kostur og eins
sögðu þau Gunnar Friðfinnsson og
Arndís María Kjartansdóttir frá
reynslu sinni af fjamámi sem þau hafa
stundað síðustu ár frá Eyjum. Mæt-
ingin á dagskrána á föstudeginum olli
vonbrigðum en sárafáir sáu sér fært að
mæta.
Tíminn gæti hafa haft sín áhrif og
spurning hvort föstudagskvöld sé
heppilegur tími fyrir fyrirlestra og
kynningar. Eins gæti myndarlegur
bæklingur sem borinn var í öll hús í
Eyjum hafa haft sín áhrif og fólk hefur
kannski metið það svo að allar
upplýsingar hafi verið þar og því ekki
ástæða til þess að fara og kynnast
frekar því sem í boði verður.
Fólk lét mætinguna þó ekki á sig fá
og eftir tónlistaratriði frá Tónlistar-
skóla Vestmannaeyja og setningar-
ræðu Arnars Sigurmundssonar tók
Eygló Björnsdóttir, fyrrverandi
grunnskólakennari í Eyjum og
núverandi verkefnastjóri gagnasmiðju
Háskólans á Akureyri, við.
Háskóli Akureyrar hefur frá upphafi
verið leiðandi í fjarmenntun á Islandi
og hafa nemendur í Eyjum notið góðs
af framsýni norðanmanna síðustu árin,
bæði í hjúkrunar- og viðskiptanámi.
Talaði hún unt hið nýja Menntanet
sem nú er að komast í gagnið og leysir
af hólmi gamla Ijarfundakerfíð sem
Síminn gaf til menntastofnana víða
um land fyrir nokkrum árum.
Eygló sagði að aðbúnaður og
netkerfí hafi breyst ntikið á síðustu
árum og hefur til að mynda WebCT
umhverfíð tekið miklum breytingum
og er nú ntikið notað af ijamemum og
kennumm. WebCT er lokað umhverfi
á netinu þar sem nemendur geta
nálgast verkefni, fyrirlestra og annað
sem viðkemur náminu ásamt því að
geta spjallað við aðra nemendur og
kennarann sinn um námið. Sagði hún
að kennarar við Háskólann á Akureyri
noti kerlið mikið í samskiptum sínum
við nemendur.
Breytt umhverfi
Næstur í pontu var Gunnar Frið-
finnsson sem hefur síðustu þrjú ár
stundað nám í rekstrar- og við-
skiptafræði við Háskólann á Akureyri
frá Veslmannaeyjum. Sagði hann
ástæðuna fyrir því að þetta nám varð
fyrir valinu að hann ætlar að ná sér í
réttindi til að kenna við framhalds-
skóla en hann hefði ekki haft áhuga á
að fara til Reykjavíkur. Honum fínnst
borgin einfaldlega leiðinleg.
Gunnar sagði að umhverfið hafí
breyst gríðarlega frá því hann byrjaði
námið. Tók hann undir með Eygló um
webCT sem hann segir mikla byltingu
í fjarnámi. Hann segist lítið mæta á
fyrirlestra á fjarfundum þar sem hann
getur nálgast þá á netinu. Líka þær
glósur sem fylgja með og því stjómað
sínum tíma en hann vinnur fullan
vinnudag með náminu.
Gunnar kom inn á mikið brottfall
nemenda úr fjamámi og sagði að
þegar þau byrjuðu fyrir þremur árum
hafí nítján verið skráðir en nú em sjö
eftir. Gunnar sagði einnig að Vest-
mannaeyingar eigi ekki bara að hugsa
um sig sem þiggjendur í þessu því
framtíðin væri í fjamámi og ætti
Framhaldsskólinn í Eyjum til að
mynda mikla möguleika á að setja
upp fjamám.
Arndís María Kjartansdóttir, nem-
andi við Kennaraháskóla Islands, kom
næst og sagði frá reynslu sinni af
fjamámi. Amdís sem er tveggja barna
móðir, gift sjómanni sagðist hafa
ákveðið að segja frá sinni reynslu þar
sem hún telur að fjamám sé svolítið
misskilið í Eyjum. Hún segist oft
heyra, já, ertu „bara“ í fjamámi og hún
geti unnið fulla vinnu með ásamt því
að sjá um heimili og böm. Það segir
hún fjarri lagi, Ijamám eins og hún er
í sé fullt nám.
Amdís segir að reynsla sín sé sú að
sjálfstraust aukist við það að fara í
námið. Hún sagðist reyndar hafa haft
nóg sjálfstraust fyrir. Eins skilji hún
núna hvers vegna fólk velur
heimspeki sem námsgrein í stað
praktískra greina eins og lögfræði.
Fjarnám á hafi úti
Því næst kom Ásgeir Guðnason, full-
trúi frá Menntafélaginu ehf., og ræddi
um möguleikann á fjamámi á hafi úti.
Menntafélagið ehf. hefur nú tekið við
skipstjómar- og stýrimannanámi
ásamt vélstjórnarnámi. Ásgeir sagði
möguleikann vissulega fyrir hendi en
aðstaðan um borð í skipunum væri
misjöfn. Sagði hann miður að íjar-
námsleiðum í skólunum hafi ekki
verið sinnt sem skyldi undanfarin ár.
Taldi hann skýringuna vera þær
breytingar sem hafa staðið fyrir dymm
á náminu undanfarið. Nú em þær
orðnar að veruleika og framþróun á
fjamámi yrði ekki stöðvuð.
Athyglisverð NÁMSKEH)
Á meðan á þessu stóð var vélasalur
Listaskólans opinn og kynning á nám-
skeiðsframboðum og möguleikum til
fræðslu- og símenntunar í Eyjum.
Eins vom starfsmenntasjóðir kynntir.
Á laugardeginum kynnti Bergþóra
Þórhallsdóttir starfsemi Visku í Rann-
sóknasetri Háskóla Islands ásamt því
sem aðstaðan sem notuð er við
fjamám í Eyjum var sýnd almenningi.
Með þeirri kynningu lauk viku
símenntunar í Eyjum en námskeiðin
sem Viska býður upp á sem og önnur
námskeið verða í fullu fjöri fram að
áramótum en þá verður ný námskrá
gefin út. Mörg athyglisverð námskeið
verða í boði á haustönn og meðal
annars mun Elliði Vignisson stjórna
námskeiði þar sem farið verður yfir
eðli og tilgang á bak við gróusögur,
uppnefni og baknag.
Sérstakt sjálfstyrkingamámskeið
fyrir konur verður haldið og Edda
Björgvinsdóttir leikkona verður með
námskeið um hvemig á að koma fram
af sjálfsöryggi. Iðntæknistofnun verð-
ur með námskeið um stofnun og
rekstur smáfyrirtækja. í vikunni
byrjaði fyrsta námskeiðið en það var
íslenska fyrir útlendinga. Margt verður
í boði í tölvunámskeiðum í haust og
meðal annars námskeið í stafrænni
ljósmyndun. ÖII námskeiðin eiga það
sameiginlegt að fara aðeins fram ef
lágmarksþáttökuljöldi næst.
svenni @ eyjafrettir. is
ARNAR Sigurmundsson.
ræðslu- og símenntunarmiðstöd
Vestmannaeyja
ARNDÍS María Kjartansdóttir
GUÐRÚN Erlingsdóttir kynnti starfsmenntasjóðinn