Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 13 Freista að ná fundi ráðherra Bæjarráð samþykkti að freista þess að ná fundi með samgönguráðherra í tengslum við ferð bæjarráðsmanna á fund fjárlaganefndar til að ræða um eftirfarandi málefni: Að Herjólfur verði skilgreindur sem þjóðvegur milli Iands og Eyja. Fjölgun ferða skipsins, ræða niðurgreiðslur vegna flugs milli lands og Eyja og loks að tryggja fjármögnun svo ljúka megi rannsóknum á mögulegum jarð- göngum milli lands og Eyja. Reyndar virðist sem bæjarstjómin sé lengi búinn að bíða eftir fundi með samgönguráðherra en á fundi bæjar- ráðs þann 26. maí sl. var samþykkt að óska eftir viðræðum við samgöngu- ráðherra og Vegagerðina um lækkun far- og farmgjalda auk íjölgunar ferða ms. Herjólfs eftir að bréf barst frá Vegagerðinni þar sem staðfest var að Herjólfur sé skilgreindur sem þjóðvegur. Ekkert formlegt bréf var þó sent á þeim tíma en nú hefur Bergur Elías Agústsson bæjarstjóri sent ráðherra bréf þar sem óskað er eftir fundi um málið. Athvarf og Leik- fangasafn flytja Sótt hefur verið um leyfi til að setja upp milliveggi og björgunarop í Þórsheimili þar sem flytja á athvarf og leikfangasafn bæjarins þangað. Skipulags- og bygginganefnd heimil- aði bænum að fara í breytingamar. Eygló Harðardóttir skrifar um leikskóla: Nýir vendir sópa best Núverandi meirihluti V-listans og Framsókn- armanna í Vestmanna- eyjum hefur lýst yfir að hann ætli að setja skólamál efst á for- gangslistann hjá sér. Ljóst er að eftir margra ára einræði Sjálfstæðismanna er mikið verk fyrir höndum. Einsetningu gmnnskóla hér í Vestmannaeyjum er enn ekki lokið, heilbrigðiseftirlitið hótar lokun á „matsal" Bamaskólans, tölvukerfi gmnnskólanna eru í algerum lama- sessi og starfsmenn Sóla eru orðnir langeygir eftir nýjunt leikskóla. Hlutverk Vestmannaeyjabæjar er að þjónusta bæjarbúa. Bæjarfélagið á að tryggja að bömin okkar geti fengið bestu mögulega menntun við bestu mögulegu aðstæður. Við erum svo heppin að skólamir okkar hafa á að skipa stórum hópi úrvalsstarfsfólks, sem er tilbúið að leggja mikla vinnu á sig við að ala upp og mennta bömin okkar. Starfsumhverfi þeirra hefur hins vegar verið langt frá því að geta talist Hróp og framíköll Sjálfstæðismanna ná ekki að dylja þeim sem það vilja sjá að bæjarfélagið okkar stendur mjög illa fjárhagslega eftir þrettán ára valdatíð þeirra. Nýr leikskóli kostar líklega um tvö hundruð milljónir. Mín skoðun er sú að einkaframkvæmd bjóði hugsanlega upp á þann möguleika að bæta þjónustu við okkur sem búum í þessu bæjarfélagi. viðunandi. Vandamálið við skóla er nefnilega að það kostar mikið að byggja þá og viðhald er ekki kosn- ingavænt og því oft látið sitja á hakanum. Plástur hér, lokun á kjallara þar! Þessu er svo sannarlega kominn tími til að breyta. Eitt af fyrstu verk- um nýja meirihlutans var að hefja undirbúningsvinnu að byggingu nýs leikskóla. I framhaldi af þeirri undir- búningsvinnu og samþykktum skóla- málaráðs hefur bæjarráð samþykkt eftirfarandi tillögu: „I framhaldi af samþykkt bæjar- stjómar frá 20. maí sl. samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að heíjast handa við undirbúning og fram- kvæmdir byggingu nýs leikskóla...." Skoðaðir verða þrír möguleikar: 1. Að Vestmannaeyjabær sjálfur ráðist í byggingu og rekstur á leikskóla. 2. Að fenginn verði einkaaðili til að byggja leikskólann og Vestmanna- eyjabær sjái um rekstur hans. 3. Að fenginn verði einkaaðili til að byggja og reka leikskólann. Annar og þriðji möguleikinn eru tvær mismunandi útfærslur á hug- takinu einkaframkvæmd. Það er þegar hið opinbera, ríkið eða sveitar- félag, gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Hið opinbera skilgreinir hvaða þjónustu það vill kaupa út frá sínum þöriúm, en lætur einkaaðilann um að þróa lausnina. Leikskólinn Álfaborg, Hafnarfirði Samið var um byggingu og rekstrar- umsjón við einkaaðila (viðhald og umsjón húss, búnaðar og lóðar, endur- nýjun búnaðar, þrif og hreingemingar, hiti, rafmagn, sorphirða, öryggisgæsla og snjómokstur). Þekktasta dæmið unt einkafram- kvæmd hér á landi em Hval- fjarðargöngin, þar sem ríkið gerði langtímasamning við Spöl um (járinögnun, byggingu og rekstur ganganna. Sveitarfélög sem ráðist hafa í einkaframkvæmd á skólum em m.a. Grindavíkurhreppur, Hafnar- fjörður og nú síðast Hveragerði. Þar vom fengnir einkaaðilar til að sjá um skipulagningu, hönnun, fjármögnun, framkvæmdir og viðhald á húsnæðinu á samningstímanum (sjá myndir). Leikskólinn Krókur, Grindavík Leikskólinn Krókur hefur fengið lof fagaðila fyrir góða hönnun og starfsaðstöðu. Hróp og framíköll sjálfstæðismanna ná ekki að dylja þeim sem það vilja sjá að bæjarfélagið okkar stendur mjög illa fjárhagslega eftir þrettán ára valdatíð þeirra. Nýr leikskóli kostar líklega um tvö hundmð milljónir. Mín skoðun er sú að einkaframkvæmd bjóði hugsanlega upp á þann mögu- leika að bæta þjónustu við okkur senr búum í þessu bæjarfélagi, án þess að setja okkur endanlega á hausinn! Eygló Harðardóttir, skólamálaráði Leikskólinn Álfaborg, Hafnarfirði. Samið var um byggingu og rekstrar- umsjón við einkaaðila. Leikskólinn Krókur, Grindavík hefur fengið lof fagaðila fyrir góða hönnun og starfsaðstöðu. Ætlum okkur sigur í síðasta leiknum -segir Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV Eyjamenn tryggðu sæti sitt í deildinni með sigrinum á KR og það sem meira er, nú á IBV möguleika á sæti í Inter- Toto keppninni. Með sigri gegn IA á heimavelli í síðustu umferðinni og hagstæðum úrslitum úr leik Fylkis og Vals verður það að vemleika. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV segir að í sjálfu sér hafi sigurinn gegn KR ekki komið sér vemlega á óvart. „Við höfum verið að spila vel að undanförnu og sigurinn gegn KR var mjög sannfærandi. Þetta var reyndar einn af okkar betri leikjum í sumar en í öðmm leikjum höfum við kannski náð einum svona hálfleik. I síðustu tveimur leikjum höfum við spilað sóknarbolta og fyrir vikið skapað okkur fullt af fæmm. Kristján Finn- bogason, markvörður þeirra KR-inga var t.d. valinn besti maður KR-inga í leiknum sem segir sitt. Við vomm líka mjög ákveðnir fyrir leikinn, staðráðnir í að koma okkur frá botn- inum og það gerðum við.“ Það hlýtur að létta af þér töluverðri pressu að Iiðið sé ekki lengur í basli? „Mér finnst við reyndar aldrei hafa verið í basli. Við höfum alltaf unnið leiki inn á milli og haldið okkur í hæfilegri fjarlægð frá botnbaráttunni. Núna vomm við komnir í óþægilega stöðu en eins og áður þá vinnum við leiki þegar við þurfum þess og forð- umst þar með fall.“ Og nú eigið þið möguleika á sæti í Inter-Toto keppninni. ,Já það er rétt. Deildin hefur verið þannig í sumar að liðin hafa verið að hoppa frá þriðja sæti og niður á botninn. Stefnan hjá okkur í sumar var að sigla lygnan sjó í deildinni en það hefur hreinlega ekkert lið siglt lygnan sjó, annað hvort er það toppbarátta eða fallbarátta. Það er fyrst núna sem við getum andað léttar.“ Hvað með síðasta leikinn, verður ekkert erfitt að ná upp réttu stemmn- ingunni fyrir þennan leik? „Eins og ég hef sagt áður þá fömm við í alla leiki til þess að vinna þá og næsti leikur er engin undantekning. Við eigum möguleika á Evrópusæti eins og Skagamenn þannig að ég á von á hörkuleik. Ég vona bara að áhorfendur láti sig ekki vanta og það væri óneitanlega gaman að sjá fulla stúku á Hásteinsvellinum." Tveir leikmenn ÍBV, Atli Jóhanns- son og Ingi Sigurðsson verða í banni á laugardaginn. IA-mennimir Gunn- laugur Jónsson og Andri Karvelsson verða líka í banni. .Landsbankadeild karla 1. KR 2. ÍA 3. FH 4. Fylkir 5. ÍBV 6. Þróttur 7. Grindavík 8. KA 9. Valur 10. Fram L 17 17 17 17 17 17 17 17 17 17 Markaí. 28:20 26:20 29:24 23:23 24:24 27:28 23:30 28:26 22:27 21:30 s 33 29 27 26 23 22 22 21 20 20 Umfangs- mikil æfing flugslysa- æfíng Æfing vegna hugsanlegs flugslyss verður haldin hér í Eyjum dagana 30. október til 2. nóvember. Verður hún í framhaldi af flugslysaáætlun sem gerð var í sumar. Þá var ákveðið að halda æfingu með öllum hlutaðeigandi, lögreglu, slökkviliði, Björgunarfélagi, sjúkra- húsi, Rauða krossinum, flugmála- stjórn og sjálfboðaliðum. Árni Birgisson, öryggisfulltrúi flugmálastjómar, segir að þetta verði umfangsmikil æfing þar sem flestir viðbragðsaðilar, sem hafi hlutverki að gegna, komi að. Markmiðið er að líkja eftir flugslysi og undirbúningur er þegar hafinn. Hópur úr Reykjavík setur upp æfinguna og farið verður yfir helstu þætti hennar með viðbragðsaðilum fimmtudaginn 30. október og föstudaginn 31. október. Sjálf æfingin verður laugar- daginn 1. nóvember og úrvinnsla fer fram sunnudaginn 2. nóvember. Árni taldi líklegt að allt að 200 manns kæmu að æfingunni og sagði marga sem koma að æfing- unni hafa öðrum verkskyldum að gegna og vonast til að vinnu- veitendur sýni málefninu skilning. Jóhannes Olafsson, yfirlögreglu- þjónn, segir undirbúning í fram- haldi af áætlun þegar vera hafinn. „Við erunt að stilla saman strengi en þessi æfing verður með svipuðu sniði og æfingin 1998. Viðnýtum þá reynslu sem við fengum þá og undirbúningur stendur yfir,“ sagði Jóhannes. Húsið: Stofnfélagar, Hollvinir Hússins ogfólk 16 til 25 ára Þann 1. september sl. var haldinn stofnfundur Hússins, áhugafélags um rekstur og starfsemi Hússins. Þó nokkrir stofnfélagar hafa skráð sig sem eru jafnframt hollvinir Hússins. Hollvinafélagið saman- stendur af foreldrum, áhugasömum einstaklingum, félögum og fyrir- tækjum í bænum og er ætlað að veita starfseminni aðhald og einnig leggja sitt af mörkunt við að koma framkvæmdinni af stað, hver með sínum hætti. Nú er komið að því að sýna viljann í verki og ætlum við að hittast næsta laugardag, 20. sept- ember, milli 12.00 og 18.00 Æskilegt er að mæta í vinnu- gallanum því við ætlum að mála, smíða, þrífa og ýmislegt fleira sem þarf að gera. Einnig verður vinnuplan næstu vikna kynnt. Fjármögnun fram- kvæmda gengur hægt og því mikilvægt að sem flestir mæti og spari okkur þannig mikinn kostnað. Margar hendur vinna létt verk! Sjáumst á laugardaginn og munið að allir geta verið aðilar að Hollvinafélaginu. Skráning á email: xtreme@xtreme.is eða setja nafn sitt og kennitölu í pósthólf 128 í Vestmannaeyjum. Stjóm Hússins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.