Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003
17
Farið um horfnar slóðir
Hér á eftir verður reynt að fara yftr þá
húsaþyrpingu sem sést á myndinni,
rifja upp nöfn húsanna og þeirra sem
þar bjuggu lengst af. Þá em einnig
látin fylgja með nöfn fullorðinna íbúa
þeirra, samkvæmt íbúaskrá Vest-
mannaeyja 1. desember 1972, eða rétt
áður en gaus. Rétt er að minna á að
myndin er ekki alveg „kórrétt“ því
eins og Guðgeir sagði, þá hefur hann
„fantaserað“ myndina og kafað dýpra
í hana, hliðrað til sumum húsunum,
einfaldlega til að koma þeim inn í
myndina.
Lengst til hægri er hús Gísla Gísla-
sonar stórkaupmanns, oft nefnt Nýja
kompaníið, á homi Heimagötu og
Landagötu. Þar var Prentsmiðjan Ey-
rún m.a. til húsa. Þegar gaus bjuggu
þar Gísh og kona hans, Guðrún Svein-
bjömsdóttir.
Hvítt hús með rauðu þaki, og ber í
gaflinn á Kompaníinu, er Litla Fagur-
lyst, hús Jóhanns Stígs Þorsteinssonar
ljósmyndara og Kristínar F. Guð-
mundsdóttur en þau em foreldrar
Fríðu Dóm og Sigprgeirs, Sigga sem
lengi var kokkur í ísfélaginu.
Friðrik J. Garðarsson og Sesselja
Andrésdóttir áttu húsið til 1972 en
þegar gaus bjó þar Sigrún Sigurjóns-
dóttir sem hafði nýfest kaup á því.
Vinstra megin við Litlu Fagurlyst
sést í gult hús með rauðu þaki. Það er
Ingólfshvoll sem stóð austan megin
við Prentsmiðjuna. Þar bjó um tíma
Karl Kristmanns, ásamt fjölskyldu
sinni en síðar Einar Sigurðsson, vél-
stjóri á Gullborgu, eitt bama hans er
Konráð tölvugrúskari og starfsmaður í
FTVE. Þegar gaus bjó Einar þar, ásamt
konu sinni, Rannveigu Konráðsdóttur
og tveimur sonum.
Vinstra megin við þakbrúnina á Litlu
Fagurlyst sést í þakið á Brautarholti
þar sem bjuggu Olafur Jónsson og
Sigrún kona hans, sem er nýlátin,
foreldrar Skúla myndlistarmanns.
Þegar gaus bjuggu þar Gunnar Ama-
son og kona hans, Kristín Valtýsdóttir
ásamt bömum. Einnig bjó þar Helga
Tómasdóttir ásamt tveimur bömum
sínum.
í þakið á Brautarholti ber hvítt
kassalaga hús, sem stóð við Heima-
götu, Karlsberg, hús Péturs Sigurðs-
sonar, skipstjóra. Þegar gaus bjó Pétur
þar, ásamt konu sinni, Guðríði Olafs-
dóttur og bömum þeirra.
Hvítt hús með grænu þaki, sem ber
yftr hús Péturs, er Tindastóll. áður
embættisbústaður bæjarfógeta. Tinda-
stóll stendur enn, reisulegt hús en
hefur nú skipt um eigendur.
Til vinstri við Tindastól er Stóra
Heiði sem Guðjón Jónsson útgerðar-
maður byggði. Ekkja Guðjóns gaf
síðan skipstjóra og stýrimannafélaginu
Verðandi neðri hæð hússins í minn-
ingu Guðjóns. Húsið var rifið eftir
gos, enda illa farið.
Hvítt, sambyggt hús með rauðu þaki
og tveimur kvistum em Heimagata 22,
hús Jóns Hjaltasonar og Heimagata
24, hús Jóns Runólfssonar frá Bræðra-
tungu. A neðri hæð í húsi Jóns
Runólfssonar var lengi verslunin Fell
sem Þorgeir Frímannsson rak. Þetta
hús stendur enn og hafa AA samtökin
aðstöðu þar.
Jón og eiginkona hans, Steinunn B
Sigurðardóttir bjuggu að Heimagötu
22 þegar gaus, ásamt bömum sínum
og einum elsta borgara Vestmanna-
eyja, Sigríði Jónsdóttur, 94 ára. Að
Heimagötu 24 bjuggu Jón Runólfsson
og kona hans, Ágústa Bjömsdóttir.
Þar fyrir ofan er Nýjaland, hús Jóns
Bjömssonar frá Gerði en hann vann
lengi á grafskipinu Vestmannaey.
Nýjaland stendur enn. Þegar gaus bjó
Jón þar, ásamt konu sinni, Oddnýju
Larsdóttur.
Beint fyrir ofan Nýjaland er Ásbyrgi
sem Guðni Johnsen byggði. Jóhanna,
ekkja Guðna, giftist aftur norskum
manni, Störker Hermansen og var
sonur þeirra Guðni listmálari. Ásbyrgi
stendur enn, skemmdist illa af bmna í
gosinu en var endurbyggt.
Og ofan við Ásbyrgi er efsta húsið á
myndinni, Svalbarði, sem stendur enn.
Þar bjuggu m.a. Anna Tómasdóttir og
Bjami Jónsson sem auk búskapar og
útgerðar var framkvæmdastjóri Lifrar-
samlagsins. Hjá þeim ólst upp
sonarsonur þeirra, Sverrir Haraldsson
listmálari.
Þar bjuggu, þegar gaus, Ásberg Lár-
entínusson, stýrimaður og kona hans,
Guðbjörg S. Einarsdóttir og böm
þeirra.
Við hliðina á Nýjalandi er Herðu-
breið, Heimagötu 28, hús Áma
Johnsen eldri og Olgu Karlsdóttur,
seinni konu hans. Húsið stendur enn.
Þegar gaus bjó Olga þar ásamt yngri
syni sínum, Jóhannesi Johnsen.
Þá sést í þakið á Heimagötu 30 sem
enn stendur.
Þegar gaus bjuggu þar á efri hæðinni
Helgi Guðlaugsson og Hulda
Jóhannsdóttir en á neðri hæðinni
Unnar Guðmundsson og Bryndís
Rögnvaldsdóttir.
Færum okkur neðar á myndina,
sjáum hvítt hús með rauðu þaki og
ber í Nýjaland. Það er Hraun, þar sem
lengst af bjuggu Kjartan Olafsson,
útgerðarmaður og Inga kona hans.
Þegar gaus bjuggu þar Magnús
Jóhannsson, skáld frá Hafnarnesi og
Guðlaug Þorbergsdóttir kona hans.
Til vinstri við Hraun er útihús þar
sem m.a. Einar Gíslason var um tíma
með gúmbátaþjónustu en Kjartan á
Hrauni var fyrstur útgerðarmanna í
Eyjum til að setja gúmbáta í skip sín.
Fyrir neðan Hraun sést í langa bygg-
ingu með rauðu þaki. Það er lager-
geymsla Gísla Gíslasonar og hýsti
m.a. timbursölu um langa hríð.
Vinstra megin og ofan við Hraun er
hús sem lengi hýsti skattstofuna,
Heimagötu 25, hvítt hús með sér-
kennilegu þaki, bogadregnu.
Þegar gaus bjuggu í húsinu elsti
borgari Vestmannaeyja, Sveinn Jóns-
son, 95 ára og kona hans Kristín
Þorleifsdóttir, frá Landamótum og
Ásdís Sveinsdóttir, dóttir þeirra.
Friðrik Olafur Guðjónsson og kona
hans Sigrún Sigurðardóttir, Sigurbjöm
H. Pálsson og kona hans, Elsa
Skarphéðinsdóttir.
Ef við færum okkur aftur í forgrunn
myndarinnar, þá er vinstra megin við
Litlu Fagurlyst hvítt hús með grænu
þaki og hvítum vegg úti við götu,
Ekra, hús Þórodds Olafssonar, föður
Sigríðar, eiginkonu Ragnars rakara.
Þegar gaus bjó Þóroddur þar ásamt
konu sinni, Bjargeyju Steingríms-
dóttur.
Vinstra megin við Ekru er annað
hvítt hús, Bergsstaðir. Þar bjuggu
m.a. GuðmundurTómasson, skipstjóri
og kona hans Elín Sigurðardóttir og
síðar Olafur sonur þeirra og var
ævinlega kenndur við húsið.
Þegar gaus bjuggu þar Elín og dótt-
ursonur hennar, Guðmundur Amar
Alfreðsson.
Við hliöinu á Skattstofunni er Bræðra-
tunga, þar sem bjó lengst Runólfur
Runólfsson, kenndur við hús sitt.
Þegar gaus bjó Runólfur þar en
einnig Friðrik Jóhannsson og eigin-
kona hans Eygló Bjömsdóttir, ættuð
frá Gjábakka.
Við hlið Bræðratungu er Ásgarður þar
sem lengi bjó Ámi Ámason símritari.
Þegar gaus bjuggu þar þær Katrín
Ámadóttir, kona Áma og Guðrún
Ámadóttir, kona Þorsteins í Jómsborg
og auk þeirra Skúli Bjamason.
Vinstra megin við Bræðratungu sést í
þök þriggja húsa við Grænuhlíð, hið
fyrsta með rauðu þaki, Grænahlíð 3
Hér hefur verið stiklað á
stóru í sögu þeirra húsa
sem sjást á mynd
Guðgeirs og stuðst við
heimildir frá
listamanninum sjálfum,
svo og fleirum sem vel
þekktu til á þessu svæði,
þar á meðal Friðrik
Asmundssyni, fyrrv.
skólastjóra. Af rituðum
heimildum má nefna
íbúaskrá Vestmannaeyja
frá 1972 og bók
Guðjóns A. Eyjólfssonar,
Vestmannaeyjar, byggð
og eldgos.
Það er von Frétta að
lesendur hafi haft af því
nokkurn fróðleik og
ánægju að glugga í
þessar skýringar.
hús Tryggva SigurÖssonar og Sirrýjar
í Gíslholti, síðan hús með grænu þaki,
Grænahlíð 5, hús Gísla Grímssonar og
Bjameyjar Erlendsdóttur, og síðan
annað hús með grænu þaki, Grænahlíð
7, hús Friðriks Hjörleifssonar, Gústa í
Skálholti, og Önnu Oddgeirs. Þetta
fólk bjó þarna, ásamt börnum sínum,
þegar gaus.
Fyrir ofan Grænuhlíðarhúsin sjást
þrjú hús sem ber hæst allra á mynd-
inni, öll við Helgafellsbraut. Fyrst
Helgafellsbraut 7, þar fyrir ofan
Helgafellsbraut 15, hús sem Guð-
mundur Vigfússon frá Holti byggði.
Ekki sést í húsið þar fyrir ofan,
Helgafellsbraut 17, hús Jóns Vigfús-
sonar frá Holti, en efst tróna
Bolsastaðir, svo nefndir eftir að Is-
leifur Högnason, kaupfélagsstjóri og
verkalýðsleiðtogi bjó þar. Síðar bjó
þar Hinrik Jónsson bæjarstjóri og kona
kans Unnur Magnúsdóttir frá Sól-
vangi.
Þegar gaus bjuggu að Helgafells-
braut 7 Hannes Sigurðsson og Guðrún
Jónsdóttir frá Brimhólum, Jón
Hannesson, sonur þeirra og Halldóra
Brynjólfsdóttir kona hans.
Að Helgafcllsbraut 15 bjuggu Guðjón
Tómasson og Gíslína Jónsdóttir,
ásamt syni Gíslínu, Magnúsi Magn-
ússyni (á Skansinum) konu hans Bimu
Rut Guðjónsdóttur, dóttur Guðjóns
Tómassonar, og bömum þeirra.
Jón Vigfússon bjó, ásamt konu
sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur að
Helgafellsbraut 17.
A Bolsastöðum bjó Jóhann Pálsson,
skipstjóri og útgerðarmaður, ásamt
eiginkonu sinni, Ósk Guðjónsdóttur
og syni þeirra Heijólft.
Hinum megin við Helgafellsbrautina
sést í þrjú hús. Neðst Helgafellsbraut
18. Þar bjó Þorsteinn Jónsson og kona
hans Kristín Valdimarsdóttir, ásamt
bömum þeirra. Þar bjó einnig Dag-
mar Erlendsdóttir frá Gilsbakka.
Nr. 20 var hús Tryggva Ólafssonar
málara og konu hans, Þórhildar
Stefánsdóttur. Þar bjó einnig Jón R.
Þorsteinsson fulltrúi bæjarfógeta.
Efsta húsið sem sést þama megin
götu, á homi Helgafellsbrautar og
Birkihlíðar, var hús Sigurðar Gissurar-
sonar og konu hans, Önnu Magnús-
dóttur. Þar bjó einnig Dagmey Einars-
dóttir.
Færum okkur þá aftur niður á við í
forgmnn myndarinnar. Hvítt og sér-
kennilegt kassalaga hús fyrir miðri
mynd er Húsavík. Þar var tvíbýli. I
eystri hlutanum (þeim kassalaga) bjó
Jón Auðunsson, faðir Sigurðar fyirum
vallarstjóra sem enn er kenndur við
æskuheimili sitt. I vesturhlutanum bjó
lengi Kjartan Ólafssson fískmats-
maður, faðir Jóns fyrrum verkalýðs-
leiðtoga. Litlu húsin sem grillir í á
lóðinni framan við húsið era
hænsnabyrgin í Húsavík.
Þegar gaus bjó Jón Auðunsson í
eyslri hlutanum og Sigríður Jónsdóttir
kona hans. I hinum hlutanum bjó
Ársæll Ámason, smiður og eiginkona
hans Ingunn Sigurbjömsdóttir og tvær
dætur þeirra.
Húsið bakvið Húsavík er Sólnes, hús
Sigurjóns Ólafssonar, Sigga í Bæ.
Þegar gaus bjó Siggi þar, ásamt konu
sinni, Þóranni Gústafsdóttur og tveim-
ur börnum þeirra uppkomnum, Óla og
Sigrúnu.
Fyrir ofan Húsavík má sjá í þökin á
húsum við Landagötu. Fyrst hús Guð-
mundar Þorsteinssonar, þá hús Ágústs
Sigfússonar og þá hús Sigurðar
Kristinssonar frá Löndum sem lengi
var á grafskipinu Vestmannaey.
Þegar gaus bjó Guðmundur í sínu
húsi, ásamt konu sinni, Sigurbjörgu
Jýnsdóttur og syni þeirra, Þráni.
Agúst bjó í sínu húsi en auk hans
Magnús Byron Jónsson og Unnur
Haraldsdóttir, Hannessonar frá Fagur-
lyst, ásamt börnum.
Sigurður Kristinsson frá Löndum
bjó í sínu húsi, ásamt eiginkonu sinni,
Guðbjörgu Bergmundsdóttur og syni
þeirraBergmundi.
Stóra gula húsið með græna þakinu
sem hvað mest er áberandi á myndinni
er Lönd, stundum kallað Stóru-Lönd
eða Vestri-Lönd, til aðgreiningar frá
tveimur öðrum húsum með sama
nafni við Landagötu. Friðrik Svip-
mundsson, skipstjóri og útgerðar-
maður, byggði húsið árið 1909.
Þegar gaus bjuggu þar Einar
Indriðason og Fjóla Guðmannsdóttir,
ásamt bömum sínum en auk þeirra era
skráð þar til heimilis Rúnar Eiríkur
Siggeirsson og kona hans, Valgerður
Sigurðardóttir og Guðmundur S.
Ágústsson, oftast nefndur Bubbur,
ásamt þremur sonum sínum.
Austan við Lönd er á myndinni
hjallur sem tilheyrði Löndum
Lítið grænt hús við hliðina á Lönd-
um er Hraungerði. Þar bjó þegar gaus
Sigurjón Gottskálksson sem átti
trillubátinn Sleipni.
Hús með rauðu þaki austan við Stóra
Lönd er Gíslholt þar sem bjó lengi
Ólafur Vigfússon, Óli Fúsa, ásamt
konu sinni Kristínu. Þau era foreldrar
þeirra Gíslholtssystkina, Fúsa, Ágústs,
Nýju, Sirrýjar og Guðjóns. Þegar gaus
bjó Ólafur þar, ásamt Kristnýju, dóttur
sinni.
Austan við Gíslholt, hús með rauðu
þaki, er gamla Skálholt, þar sem bjó
Hjörleifur Sveinsson ásamt konu
sinni, Þóra. Eitt bama þeirra er Sveinn
Hjörleifsson, fyrrum skipstjóri og
útgerðarmaður.
Þegar gaus bjó Hjörleifur þar en auk
hans bamaböm hans tvö, Benedikt
Sigmundsson og Þórey Sveinsdóttir,
ásamt eiginmanni sínum Einari Svein-
bjömssyni.
Lítið hvítt hús, sem ber í Gíslholt, hét
Eystri-Lönd. Þar bjuggu þær systur
Júlía Rósa og Sigrún Kristinsdætur og
vora búsettar þar þegar gaus.
Austan við það hús er Ákur. Þar bjó
þegar gaus Láras Guðmundsson raf-
virki og kona hans Gréta Illugadóttir.
Neðan við Akur sést í rautt þak á húsi.
Það era Litlu-Lönd. Þegar gaus
bjuggu þar Eyjólfur Konráðsson og
kona hans Anna Sigmarsdóttir, ásamt
bömum sínum.
Og þá aftur niður á sjálfan Urða-
veginn. Hvítt, sérkennilegt hús með
grænu þaki og hvítri girðingu
umhverfis er Hjálmholt. Þar var tví-
býli. í eystri hlutanum bjó Ingibergur
Hannesson ásamt fjölskyldu sinni,
ævinlega nefndur Bergur í Hjálmholti
og þótti rauðari en allt sem rautt var í
pólitík. Sonur hans Ólafur bjó þar
ásamt Eyrúnu Huldu Marinósdóttur,
konu sinni og syni þeirra Viðari þegar
gaus.
I vestri hlutanum bjó Sigvaldi Benja-
mínsson ásamt ljölskyldu sinni. Dóttir
hans Ólöf bjó þar þegar gaus, ásamt
Sigurlaugu Þorsteinsdóttur.
Austan við Hjálmholt er stórt rauð-
brúnt hús, Skjaldbreið. Þar bjuggu
Sigurður Ingimundarson og Hólm-
fríður kona hans, sem var einhver
mesta áhugakona um íþróttir sem
sögur fara af.
Þegar gaus bjuggu þar Elísabet B.
Guðbjörnsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Guðrún Alexandersdóttir, Hólmfríður
Júlíusdóttir, Sigurvin Sigurvinsson og
Helga Guðmundsdóttir.
Austan við Skjaldbreið er hús Kristins
Sigurðssonar frá Skjaldbreið, skip-
stjóra og slökkviliðsstjóra. Kristinn
bjó þar þegar gaus, ásamt konu sinni,
Bjamýju Guðjónsdóttur og tveimur
dætram þeirra.
Lítið, gult hús, austan við hús
Kristins er hús Þórðar H. Gíslasonar,
netagerðarmanns og meðhjálpara. Eitt
barna þeirra er Hallgrímur, neta-
gerðarmaður, söngmaður og lunda-
veiðimaður í Ystakletti. Þórður bjó þar
þegar gaus, ásamt konu sinni, Jónínu
Guðjónsdóttur.
Austan við hús Tóta meðhjálpara er
hús Sigurðar Sigurðssonar múrara,
föður Magnúsar sem einnig stundaði
múrverk í Eyjum fram að gosi. Sig-
urður bjó í húsinu þegar gaus.
Og austasta húsið sem sést í er Hof
þar sem rn.a. bjuggu Bjarni Guð-
jónsson myndskeri og svili hans, Einar
Haukur Eiríksson fyrrum skattstjóri.
Þegar gaus bjuggu þar Gísli Valur
Einarsson og Björg Guðjónsdóttir og
börn þeirra. Einnig bjó þar Pálína
Gunnlaugsdóttir með tveimur bömum
sínum.
Stóra húsið lengst til vinstri á
myndinni er Höfn við Bakkastíg, stór-
hýsi Tómasar Guðjónssonar útgerðar-
manns og Sigríðar konu hans. Þegar
gaus bjuggu þar Björgvin Helgason og
Gerður Tómasdóttir, ásamt bömum,
pg bróðir Gerðar, Bragi.
I forgrunni myndarinnar er Gjá-
bakkatúnið en um 1960 var byrjað að
byggja á því Þar áttu hús m.a. Frið-
þjófur Másson, Vamek og Maríanna,
Markús frá Ármóti, Hjörtur Her-
mannsson, Ársæll Lárasson og fleiri.
Hér liefur verið stiklað á stóru í sögu
þeirra húsa sem sjást á mynd
Guðgeirs og stuðst við heimildirfrá
listamanninum sjálfum, svo ogfleirum
sem vel þekktu til á þessu svœði, þar á
meðal Friðrik Ásmundssyni, fyrrv.
skólastjóra. Afrituðum heimildum má
nejha íbúaskrá Vestmannaeyja frá
1972 og bók GuðjónsA. Eyjólfssonar,
Vestmannaeyjar, byggð og eldgos.
Það er von Frétta að lesendur hafi
haft afþví nokkum fróðleik og ánœgju
að glugga í þessar skýringar. Sé í
þeim að finna einhverjar rangfœrslur
eða villur, skrifast það alfarið á þann
sem sá um samantektina og óskast
vinsamlega leiðrétt. Fram skal þó
tekið að ekki hefur verið viljandi
hallað réttu máli lieldur leitast við að
segja satt og réttfrá. Að endingu er
svo rétt að hvetja fólk til aðfara og
skoða mynd Guðgeirs eins og hún erá
skemmunni, með því nást hin réttu
hughrif sem þaif til að geta horfið á ný
á fontar og horfnar slóðir.
Samantekt: Sigurg.