Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Side 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 16. október Stórafmæli hjá Geislamönnum: Þrjátíu ára ævintýri sem hófst í Keleríinu ÞÓRARINN ásanit Magnúsi Bergssyni, sem var fyrsti Eyjamaðurinn sem ÞÓRARINN og Sveinn Sveinsson sem var fyrstur til að fara á náms- ráðinn var til Geisla. samning í Geisla. ÞEIR Elliðeyingar létu sig ekki vanta enda tilheyrir Þórarinn þeim flokki lundakarla. Hér eru þeir mættir Halldór og Guðni Hjiirleifssynir með ívar Atla á milli sín, Birkir Agnarsson sem tengist eynni í gegnum Lauga tengdapabba og Inga Hrönn Guðlaugsdóttir kona hans. Raftækjastofan Geisli var stofnuð þann 10. október 1973 af Þórarni Sigurðssyni. Það gerðist í framhaldi af því þegar Viðlagasjóður hætti afskiptum sínum af rekstri hér í bænum haustið 1973 eftir að hreinsun bæjarins var að mestu lokið á ösku og þeim húsarústum scm eldgosið á Heimaey hafði skilið eftir sig. Fyrirtækið hóf rekstur í svokölluðu „Keleríi“ en það er bakhús sem tilheyrði Vélsmiðjunni Magna þar sem nú er Heildverslun H. Sigurmundssonar ehf. að Strandvegi 75. Þarna byrjaði Geisli á 20 fm og starfsmennirnir voru þrír og komu úr Reykjavík en fljótlega var fyrsti Vestmannaeyingurinn ráðinn. Var það Magnús Bergsson starfar hann enn hjá Geisla, fyrsti lærlingurinn var Sveinn Sveinsson. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Þórarins Sigurðssonar, stofnanda og framkvæmdastjóra Geisla, í mikilli afmælisveislu fyrirtækisins í Oddfellow-húsinu á laugardaginn. Þar heiðraði Þórarinn þá Magnús, sem starfar í Geisla, og Svein. Auk þess kallaði hann upp Bergþór Guðjónsson, Begga á Skuldinni sem var meðal fyrstu viðskiptavina Gcisla og hefur Beggi haldið tryggð viðGeisla síðan. Starfsemi Geisla var strax í upphafí almenn rafvirkjastörf, þjónusta við bátailotann, viðgerðir á fískileitar- og siglingatæk jum ásamt kæli- og frystikerfum og svo er en í dag. Arið Í976 var flutt í núverandi húsnæði við Flatir 29 og við það cfldist fyrirtækið mjög. Voru þegar mest var um 20 manns við störf hjá Geisla, bæði hér og á Reykjavíkursvæöinu, en á þessum árum var Geisli með talsverð umsvif þar. I gegnum tíðina hefur starfsmannaljöldi Geisla verið 12 til 14 manns og þá aðallega hér í Eyjum. A síðustu árum hefur starfsemin tekið talsverðum breytingum, þannig að húsnæðið við Flatir hefur verið stækkað mikið og þar er nú rekin raftækjaverslun, ásamt rafmagnsvinnunni. Eigendur Gcisla frá upphafí eru Þórarinn og Guðrún Jóhannsdóttir en síöar kom Pétur, bróðir Guðrúnar, inn í reksturinn og Vilborg Stefánsdóttir, kona hans. Þórarinn sagði að verslun Geisla hefði verið stofnuð að frumkvæði Péturs og hefur hann BEGGI á Skuldinni var fulltrúi dyggra viðskiptavina og sagði Þórarinn að hann hefði bæði sagt til hróss og lasts á sinn sérstaka hátt. stjórnað þeim þætti starfseminnar. Sjálft afmælið var á föstudaginn, 10. októbcr, og þá var boðið upp á tertu og katti í verslun Geisla þar scm eigendur og starfsfólk tóku á móti gcstum. Þetta var tvöfalt afmæli því sama dag átti Guðrún afmæli. Það var ekki síður myndarleg veislan í Oddfellow á laugardaginn þar sem komu rúmlega 200 gestir og samfögnuöu eigendunum á þessum tímamótum. Geislamenn vilja þakka öllum þeim fjölda fólks sem gaf sér tíma til að samfagna með þeim þessum áfanga. ÞAÐ var glatt á hjalla í afmælinu og oft náði Þórarinn að kitla hláturtaugar gesta þegar hann rakti sögu Geisla í 30 ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.