Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Page 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
í leikhúsi eru allir hjátrúarfullir
Um síðustu helgi frumsýndi
Leikfélag Vestmannaeyja leikritið
Litlu Ijót. í aðalhlutverki er Dorthy
Lísa Woodland og þykir hún
standa sig vel íhlutverki Litlu ijótar.
Hún er Eyjamaður vikunnar að
þessu sinni.
Nafn: Dorthy Lísa Woodland.
Fæðingardagur: 20 nóvember
1986.
Fæðingarstaður: Tacoma, Was-
hington, USA.
Fjölskylda: Pabbi Jessie James,
mamma Ágústa, bræður: Óskar,
Árni, Hjalli og Goði litli. Systur:
Michaela og Nardia.
Draumabíllinn: Austin Mini og Ford
Mustang.
Uppáhaldsmatur: Lasagne, ham-
borgarahryggur og McDonalds.
Versti matur: Gúllas og þorramatur.
Uppáhaldsvefsíða: Þessa dagana
er það bílasolur.is, ég er alveg að fá
bílpróf.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Allt nema ópera og country.
Hvaða mann/konu myndir þú helst
vilja hitta í mannkynssögunni:
Hallgerði Langbrók.
Aðaláhugamál: Bílar, snjóbretti, leik-
list og tónlist.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? San Francisco borg.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag: Real Madrid, Michael
Jordan.
Stundar þú einhverja íþrótt:
Neibb.
Ertu hjátrúarfull: Já, það kemur
fyrir. Ef svartur köttur myndi hlaupa
yfir götuna fyrir framan bílinn þá
myndi ég stoppa og snúa við. í
leikhúsinu eru allir hjátrúarfullir..
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends
og Dawson's creek.
Besta bíómynd sem þú hefur
séð: Spiderman og Ocean's
eleven.
Hvernig gekk á fyrstu tveimur
sýningunum? Mjög vel, gat ekki
verið betra.
Hvenær kviknaði áhugi þinn á
leiklist? Þegar ég fór á leik-
listarnámskeiðið í byrjun hausts þá
komst ég að því að þetta var mjög
gaman og langaði þá að halda
áfram.
Er ekki erfitt að byrja leikferil sinn
í aðalhlutverki? Jú, ég hefði haldið
það en ég hef reyndar enga
viðmiðun.
Stefnir þú á frekari frama í
leiklistinni? Já ef tækifæri býðst þá
væri ég alveg til í það.
Eitthvað að lokum: Ég hvet alla
bæjarbúa að kíkja á sýninguna
okkar, við lofum góðri skemmtun.
MATGÆÐINGUR VIKUNNAR
Teriyaki kjúklingur
Eg vil byrja á því að jiakka minni elskulegu systurfyrir þessa áskorun og cvtia að bjóða upp ájapanskan rétt sem er í
miklu uppáhaldi á mínu heimili.
Teriyaki kjúklingur
Fyrir tvo til fjóra
500 gr úrbeinuð kjúklingaiæri.
maísmjöl
2 msk. sykur
2 msk. sake (japanskt hrísgrjónavín, fœst í Ríkinu)
2 msk. mirin (j)ykkt japanskt hrísgrjónavín, efþað erekki
til þá má nota annaðlivort sœtt sherry eða sake og smá
sykur blandað saman)
2,5 msk. japanskt soja
5 vorlaukar, eða samsvarandi af blaðlauk
sjávarsalt.
Kjúklingurinn erlagðurá hretti með skinnhiiðina upp,
pikkið með gaffli á nokkrum stöðum í húðina og nuddið
síðan maismjöli á allan kjúklinginn. Steikið kjúklinginn
á skinnhliðinni ísmá olt'u þar til hcmn er orðinnfallega
gullinn og snúið þá við, lœkkið hitann og setið lok á
pömutna og eldið í gegn. Blandið saman ískál sykri,
sake, mirin og soja og hrcerið vel saman. Þegar
kjúklingurinn er eldaður í gegn takið hann afpönnunni
og þurrkið alla sjáanlega fltu og safa af pönnunni.
Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og ausið
kryddblöndunni jafii yfir hann og látið malla stutta stund.
Skerið vorlaukinn niður í bita ca. 5 cm og steikið cí
annarri pönnu í smá olíu í stutta stund og stráið salti yfir,
haldið heitu. Fcerið kjúklinginn yfir á skurðarbretti og
skerið niður í ca. I cm bita og setjið áfat og dreiflð
lauknum yfir. Með þessu er gott að hafa sushihrísgrón,
volgt sake og baunirmeð valhnetudressingu sem er
þannig:
Valhnetudressing
250 gr strengjabaunir
50 gr valhnetur
1 msk. sykur
I msk. japanskt sojct
1 msk. sake
2 msk. vatn
Baunimar eru skomar niður í ca. 5 cnt bita og settar út í
sjóðandi léttsaltað vatn og soðnar í I mínutu. Þcer eru þá
settar í sigti og kalt vatn látið buna yfir þcvr til kœlingar
og st'ðan eru þœrþerraðar gróflega með eldhúspappír.
77/ að búa til dressinguna, myljið lineturnar þar til þcvr
eru orðrtarað þurru nuiuki. Bcvtið ísykrinum, soja, sake
og vatni og hrcvrið vel samatt þar lil allt er orðið mjúkt.
Setjið baunimar ískál og lircerið dressingwmi varlega
saman við. Verði ykkur að góðu.
Hafþór Þorleifsson er
matgæðingur vikunnar
Nýfæddir ?cr
" Vestmannaeyingar
Þann 30. júní sl.
eignuðust Ester S.
Helgadóttir og
Magnús
Sigurðsson dóttur.
Hún vó 14,5 mörk
og var 54 cm við
fæðingu á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Ljósmóðir var
Drífa Björnsdóttir.
Hún hefur verið
skírð Ragna Sara.
Með henni á
myndinni er bróðir
hennar, Sigurður
Amar.
Fjölskyldan býr í
Vestmannaeyjum.
Lanterna og Framhalds-
skólinní samstarf
Það lá létt í Olafi H. Sigurjónsson, Núsu Zivotnik og Relju Borosak þegar
samningurinn var handsalaöur.
í vikubyrjun handsöluðu Relja Boro-
sak, annar eigandi Lantema og Ólafur
Hreinn Sigurjónsson, skólameistari
Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
samstarfssamning.
í honunt felst meðal annars að
Lantema ntun stofna sjóð til styrktar
efnilegum nemendum sem hafa bága
fjárhagsstöðu. I erindi Lanterna stóð
meðal annars að eigendur veitinga-
staðarins telja að fyrirtæki eigi að
skapa atvinnu og láta gott af sér leiða.
Með það að leiðarljósi hafi þeir
ákveðið að fimm prósent af veltu
mánaðanna nóvember og desember,
árin 2003 og 2004, fari í að styðja við
bakið á efnilegum nemendum við
Framhaldsskóla Vestmannaeyja, án
tillits til þess á hvaða braut. námsári
eða önn þeir em.
Hugmyndin er sú að Lantema veiti
námsstyrki, greiði skólagjöld og bóka-
kaup nemenda sem búa við
fjárhagsörðugleika, en eru efnilegir
námsmenn að mati stjórnar skólans.
Lanterna mun af þessu tilefni veita
nemendum Framhaldsskólans 10%
afslátt al mat alla virka daga, skólaárið
2003 til 2004 gegn framvísun skóla-
skírteinis. Auk þess sem sérstakur
matseðill lyrir nemendur verður ávallt
til reiðu. Relja Borosak sagði í samtali
við Fréttir að hugmyndin væri fyrst og
fremst sú að láta gott að sér leiða.
„Vonandi í framtíðinni mun fimm
prósent velta í fimm mánuðum á ári
tara í slíka eða svipaða styrkveitingu.
Það fer svolítið eftir því hvernig þetta
gengur.“
Relja sagði ennfremur að tíu
prósent afsláttur af matseðli byðist
framhaldsskólanemum. „Þeir fram-
vísa skólaskírteini og geta fengið tíu
prósent afslátt af öllum mat héma inni.
Við verðum með sérstakan matseðil
fyrir krakkana, með léttari réttum,
hamborgurum, samlokum og fleira en
afslátturinn gildir að sjálfsögðu af
báðum matseðlunum."
á döfinni
Október
31. Höllin: Slórtónleikar með Bubba lillorlhens og Heru falla niður.
31. Lundinn: Hljómsveitin Buff.
Nóvember
I. Höllin: Lúðrasveil Vesfmannaeyja með tónleika kl. 15.00.
I. Leikfélag Vm. Litla Ijóf, sýning kl. 17.00.
1. Höllin: Verslunarballið, Stuðmenn sjá um fjörið.
1. Lundinn: Hljómsveitin Buff.
2. Leikfélag Vm. Litla Ijót, sýning kl. 16.00.
4. Remax deild kvenna: IBV ■ Stjarnan kl. 19.15.
7.-8. Lundinn: Hljómsveitin Tilþrif.
Ég bið að heilsa öllum í Eyjunum oj> skora á frænku mína hana Lindu Hrönn
Ævarsdóttur að bjóða upp á eitthvað í næstu viku.