Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Qupperneq 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003
Saumaklúbb-
arnir koma
Undirbúningur er nú á fullu fyrir
landsmót saumaklúbba sem verður
haldið 14. til 16. nóvember næstkom-
andi. Bæjarráð fékk erindi inn á borð
til sín frá undirbúningshópnum þar
sem farið var fram á styrk frá
bæjaryfirvöldum í formi afnota af
húsnæði og söl'num bæjarins. Er
beðið um afnot af sundlaug Vest-
mannaeyja eftir lokun hennar, eða frá
21.30 og fram yfir miðnætti. Einnig
vilja þau fá afnot af fundarherbergi og
sal þar sem kynningarbásar eiga að
vera.
Svo er það tækjasalurinn en þar á
að vera jógatími klukkan átta og er
þetta allt á föstudagskvöldið. Á laug-
ardeginum er óskað ef'tir niðurfellingu
á aðgangseyri og leiðsögn um söfnin,
Landlyst og Skanssvæðið.
Bæjarráð samþykkti erindið.
Myndarlegur
styrkur frá BÍ
Brunabótafélag íslands hefur sam-
þykkt 400 þúsund króna styrk til
Veslmannaeyjabæjar vegna uppsetn-
ingar á „lifandi sýningu" á Skans-
svæðinu um Tyrkjaránið 1627. Þaðer
ósk forráðamanna Brunabótafélagsins
að styrkveitingin stuðli að því að
framgangur verkefnisins verði með
þeim hætti sem forráðamenn þess
vonast til. Bæjarráð lýsir sérstakri
ánægju með styrkveitingu Bruna-
bótafélags Islands.
Bæjarráð:
Ákveðið að sækja
um inngöngu í SASS
BÆJARSTJÓRI ávarpar fundinn sem fram fór í Kaffi Kró.
Landnytjanefnd kynnir bændum nýja búfjársamþykkt:
Leggjum til hliðar umræður
og athafnir síðustu mánaða
-sagði bæjarstjóri á fundinum sem var friðsamlegur
Á sunnudaginn hélt landnytjanefnd
fund með frístundabændum þar sem
ný samþykkt um búfjárhald í Vest-
mannaeyjum var kynnt. Það hefur
engin lognmolla verið í kringum
frístundabændur undanfarna mánuði
og hafa þeir tekist hressilega á við
bæjaryfirvöld og kannski ekki síst
garðyrkjustjóra bæjarins. Um leið
hefur verið ákveðin biðstaða í gangi,
meðan beðið var eftir afgreiðslu land-
búnaðarráðuneytisins á nýrri sam-
|)ykkt um búfjárhald í Eyjum sem
Guðni Ágústsson ráðherra undirritaði
í lok september.
Það var vel mætt, hátt í tuttugu
manns og eftir að Bergur Elías
Ágústsson bæjarstjóri hafði sett lund-
inn tók Sæmundur Ingvarsson
formaður landnytjanefndar við og las
upp samþykktina.
Eftir það tóku við umræður um
málin og Sigurmundur Einarsson
formaður Bændasamtaka Vestmanna-
eyja spurði hvort þeir sem nú væru
með leyfi og hafa haft búfénað í tugi
ára þurfi nú að sækja aftur um lcyfi.
Fannst honum það skrýtið ef svo væri.
Sæmundur svaraði því til að svo væri,
allir þyrftu að sækja um á ný.
Gunnar Ámason sagði að hátt í 100
manns hefðu verið með búfénað í
Álsey frá 1982 en hann einn hafi verið
skráður fyrir því. Sögðu landnytja-
nefndarmenn þá að það væri einmitt
ein af ástæðunum fyrir því að allir
þyrftu að sækja um, til að fá á hreint
hverjir væru með búfénað og hversu
margt búfé er í Vestmannaeyjum.
Lögðu þeir samt áherslu á að það væri
Nýr gagna-
grunnur
Á fundi bæjarráðs á mánudag var
tekið fyrir tilboð frá Mentor í skilvísi-
upplýsingakerfi fyrir sveitarfélög. Um
er að ræða gagnagrunn sem tekur við
gögnum frá öllum grunn- og leik-
skólum sveitarfélagsins. Segir í bréft
ekki ætlunin að fara að hafna' um-
sóknum frá mönnum sem nú þegar
væru með leyfi.
Ágúst Halldórsson spurði hvort
núverandi leyfl væru þá fallin úr gildi
og hvort gengið verði hart eftir því ef
menn sækja ekki um á nýjan leik.
Svaraði Viktor Páll Stefánsson,
framkvæmdastjóri stjórnsýslu og
fjármálasviðs, því til að þeir væru
fallnir úr gildi og að hans mati væri
það ekki óeðlileg krafa að láta menn
sækja um aftur, enda væri verið að
vinna eftir nýrri reglugerð.
Páll Scheving Viktorsson, land-
nytjanefndarmaður, benti á Álsey máli
sínu til stuðnings en þar eru fimmtán
manns núna með fé en aðeins einn
skráður. Þetta vilja menn laga og að
allir sem eiga búfénað séu skráðir.
Umræðan hefur skaðao
Vestmannaeyjar
Bergur Elías stóð þá upp og sagði að
með þessu vilji menn koma á ákveðnu
gegnsæi og hvatti mcnn til þess að
sækja um. Umræðan undanfarna
mánuði hefur skaðað Vestmannaeyjar
sagði Bergur og bætti við að
búfjáreftirlitismaður yrði ráðinn og
það pirraði hann persónulega að sá
maður þyrfti að vera búfræðingur.
Aðeins þrír slíkir væru til í Eyjum en
hann bjóst ekki við að neinn þeirra
vildi taka þetta að sér og sagði að
líklega yrði lendingin sú að ráðinn
yrði maður í þetta ofan af landi til þess
að sinna því í hlutavinnu.
Gunnar Ámason sagði að menn í
Mentor að kerfið auki hagræði, vinnu-
spamað og greiðir fyrir upp-
lýsingaflæði til sveitarfélagsins.
Kerfið kostar 450 þúsund krónur auk
þess sem þjónustugjöld á mánuði er
9.375 krónur. Allt eru þetta verð án
virðisaukaskatts. Innifalið í því em
allar uppfærslur að kerfinu, hýsing og
þjónusta. Bæjarráð samþykkti að fela
bæjarstjóra að skrifa undir samning
við Mentor á gmndvelli lilboðsins.
þessum bransa væru skíthræddir við
allar breytingar og hann væri persónu-
lega hræddur við allt samneyti við
landnytjanefnd vegna fyrri viðskipta
sinna við nefndina. Hann bætti því við
að miðað við þessa samþykkt væri
ekkert bjart framundan hjá frístunda-
bændum.
Bergur Elías sagði að nú þyrftu
menn að lcggja lil hliðar umræður og
athafnir síðustu mánuði og nú væri
tækifæri til að snúa þessari þróun við.
Hvatti hann menn til að íhuga það
vandlega. Sigurmundur stóð því næst
upp og benti mönnum á að ítölur væm
til fyrir hvert svæði á Heimaey og í
úteyjunum. það er hvað hvert svæði
ber í beit. Hvatti hann bæjaryfirvöld til
að nýta það í stað þess að fara að gera
nýtt mat. Sagði hann einnig að hann
óttaðist frekar að eftir nokkur ár verði
fjárlaust frekar en að menn þurfi að
óttast olbeit, enda sá hann engan á
fundinum á milli tvítugs og þrítugs.
Þetta tóku landnytjanefndarmenn
undir og sögðu að óttinn væri ekki við
ofbeit og benti Páll á að þegar um-
sóknir lægju fyrir og fjöldi fjár á
svæðinu gæti vel farið svo að þeir
myndu hvetja menn til að bæta við fé,
frekar en að draga úr.
Aðrir nefndarmenn tóku undir orð
Páls og sagði Ómar Garðarsson að
mikilvægt væri að menn ynnu saman
að þessum málum. Bergur Elías sagði
svo að það væri skelfileg þróun ef
engir bændur yrðu með fé í úteyjunum
eða Heimaey því ofbeit sé ekki
vandamál.
Heilsutengd
ferðaþjónusta
fær styrk
Frosti Gíslason, framkvæmdarstjóri
umhverfis- og framkvæmdasviðs,
óskaði eftir því í bréfi til bæjarráðs á
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á
mánudag að óska eftir því við Samtök
sunnlenskra sveitarfélaga að samtökin
samþykki að Vestmannaeyjabær fái
fulla aðild að þeim á næsta aðalfundi
samtakanna í nóvember næst-
komandi.
1 greinagerð segir að viðræður
bæjarstjóra og formanns bæjarráðs um
aðild bæjarins að SASS hafi þegar átt
sér stað. „Þær hafa leitt í ljós að ekkert
er í veginum fyrir því að Vestmanna-
eyjabær geti átt fulla aðild að sam-
tökunum og þannig tekið þátt í baráttu
fyrir sameiginlegum hagsmunum
sveitarfélaga á svæðinu. Það skiptir
miklu máli að eiga góð samskipti við
sveitarfélög á svæðinu. Vestmanna-
eyjabær hefur staðið utan samtakanna
um nokkurt skeið og er það mat
bæjarráðs eftir þá reynslu að hags-
munum Vestmannaeyjabæjar sé betur
borgið innan samtakanna en utan.“
Enginn sérstakur
ÁGREININGUR
Andrés Sigmundsson, formaður
bæjarráðs, sagði að viðræður hafi
staðið yfir að undanfömu og hafi hann
ásamt Berg Elíasi Ágústssyni
bæjarstjóra farið til fundar við lulltrúa
SASS þar sem farið var yfir málin. Þá
er verið að tala um framlög til Nátt-
úrustofu Suðurlands, skiptingu fjár-
muna af framlögum Byggðastofnunar
til atvinnuráðgjafar í Eyjum og hvorl
mánudag að fá 148 þúsund króna
fjárveitingu vegna verkefnisins
„Heilsueyjar, heilsutengd ferða-
þjónusta í Eyjum." Verður féð notað
til þess að greiða fyrir ferðakostnað
sérfræðinga og heimsókna til væntan-
legra samstarfsaðila.
Bæjarráð samþykkti erindið og
verður gert ráð fyrir upphæðinni við
endurskoðun fjárhagsáætlunar.
halda eigi úti heilbrigðiseftirliti f
Vestmannaeyjum eða fiytja það á
Selfoss.
„Við leysum þessi mál, það er
enginn sérstakur ágreiningur í gangi,
það þarf bara að finna einhvem farveg
til að leysa málin,“ sagði Andrés og
bætti við að Vestmannaeyjar ættu að
geta gengið beint inn í samtökin, strax
í næsta mánuði. „Þeir eru reiðubúnir
að taka á móti okkur og þetta er
þannig að það ættu allir að geta verið
sáttir. Ég er þess fullviss að þetta
styrkir Vestmannaeyjar og svæðið í
heild sinni."
Elsa Valgeirsdóttir (D) sagði að það
hafi verið upplýst á fundi bæjarráðs að
Andrés hafi átt fund með fulltrúum
Sambandsins. „Að þeirra sögn var
búið að leysa öll ágreiningsmál og í
ljósi þess og nýs kjördæmis hafði ég
ekki neitt á móti því að sækja um
aðild. Ég hef hingað til ekki séð okkur
tapa neinu að vera fyrir utan þessi
samtök en ný kjördæmaskipan hefur
breytt stöðunni og þar af leiðandi gæti
það komið sér betur fyrir okkur að
vera með.“
Vilja minni kostn-
að í Ráðhúsinu
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á
mánudag að fela bæjarstjóra að taka
saman kostnað vegna rekstrarvara,
auglýsinga og annarrar þjónustu, auk
þess að gera tillögur um hvemig megi
draga úr kostnaði.
Endurskipulagning lána
Bæjarstjóra var falið á fundi bæjarráðs
á mánudag að gera samning við
sérfræðing á sviði lánaviðskipta um að
yfnfara lánasamsetningu bæjarins og
jafnframt að gera tillögur um
endurskipulagningu og endurfjár-
mögnun lána bæjarsjóðs og stofnana
hans, telji hann það skynsamlegt.
Einnig á bæjarstjóri að skoða hvort
skynsamlegt sé að fá fyrirtæki til að
vakta lán bæjarsjóðs og stofnana hans,
með það að markmiði að halda kostn-
aði vegna þeirra í lágmarki. „Það er
mikilvægt að lánamál bæjarsjóðs og
stofnana hans verði endurskoðuð. Það
er mikilvægt að leitað verði allra leiða
til að takmarka kostnað vegna nauð-
synlegrar lántöku eins og kostur er.
Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að
fá fyrirtæki til að vakta lánasam-
setningu bæjarins árið um kring og
koma með tilllögur um breytingar ef
efni standa til. Þetta hefur gefið góða
raun og skilað sér í lægri kostnaði."
Ennfremur segir að mikilvægt er að
Vestmannaeyjabær leiti allra leiða til
að takmarka kostnað sinn vegna
nauðsynlegrar lántöku."
„Staða á lánamarkaði nú gerir það
að verkum að tækifæri kann að vera
til staðar að stokka upp í þessum
málum hjá Vestmannaeyjabæ nú svo
ná megi því markmiði að draga úr
kostnaði og gera afborganir af lánum
lægri og viðráðanlegri fyrir bæjarsjóð
með tilliti til árstíðabundins tekju-
streymis."
Meirihluti bæjarráðs bókaði að
verulegur árangur hafi náðst í að
koma böndum á útgjöld bæjarsjóðs og
stofnana hans. Heildarkostnaður er
undir þeim áætlunum sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur em lægri
en áætlun gerði ráð fyrir.
„Meirihlutinn telur mjög mikilvægt
að ná tökum á lánamálum með því að
endurfjármagna óhagstæð lán. Stefnt
er að því að jafnvægi verði náð í
rekstri bæjarsjóðs og stofnana um
áramótin 2004 - 2005. Mikilvægur
hlekkur í því að það geti tekist er að
vel takist til við uppstokkun á lána-
samsetningu Vestmannaeyjabæjar.“