Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Page 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 Hanna María, apótekari horfir björtum augum til framtíðar í slagnum við hina stóru Ekki létt verk að verjast -Sanngirni er engin og þegar ég spurði annan af forráðamönnum keðjanna hvað þeir gætu gert fyrir Eyjamenn sem ég get ekki varð fátt um svör því þeir ætluðu sér aldrei að fara í samkeppni HANNA MARÍA: Mín skoðun er sú að 5000 íbúa þurfi til að halda uppi góðri þjónustu eins og framhaldsskóla, sjúkrahúsi og heilbrigðisþjónustu, bíói og leikfélagi, verslunum, íþróttaaðstöðu, sundlaug og öðru sem nútímaþjóðfélag vill hafa til staðar. Minni samfélög ná ekki að halda öllu þessu úti. Hanna María Sigurgeirs- dóttir, er að verða síðasti móhíkaninn meðal apótek- ara hérlendis því hún hefur neitað að beygja sig undir vald þeirra stóru, Lyfju og Lyfja og heilsu en þessar tvær keðjur skipta orðið með sér stærstum hluta lyfjamarkaðarins í landinu. Lyf og heilsa og Lyfja sóttust bæði eftir að komasttil Eyja og byrjaði L&H ó að falast eftir Apóteki Vestmanneyja en Hanna María var ekki ó þeim buxunum að selja og bauð þeim stóru byrginn. Hanna María hefur ekki farið troðnar slóðir í lífinu. Eftir stúdentspróf ókvað hún að fara í lyfjafræði þótt pabbi hennar hafi „ókveð- ið" að hún skyldi verða meinatæknir eins og þótti í þó daga þægilegt tveggja óra nóm og vel launað starf fyrir stúlkur ó leið í hjóna- band. Þótt hún sé fædd og uppalin í Reykjavík hefur hún starfað mestan hluta starfsævi sinnar úti ó landi; hún sótti um að gerast apótekari í Stykkishólms- apóteki 1986 þar sem hún starfaði síðan í níu ór óður en hún kom til Vest- mannaeyja í órsbyrjun 1995. Eiginmaður hennar hefur alla tíð kennt við Hóskóla Islands, hvort sem heimili fjölskyldunnar hefur verið í Reykjavík, Stykkis- hólmi eða Vestmanna- eyjum. I bróðum níu ór hefur hún rekið Apótek Vestmanna- eyja sem stendur ó tíma- mótum, var stofnað 13. febrúar 1913 og fagnar því 90 óra afmæli ó þessu óri. í þessu viðtali segir Hanna María fró uppvextinum í Reykjavík, nómsórunum í MH, Hóskóla íslands og í Lyfjafræðihóskólanum í Kaupmannahöfn, fyrstu skrefunum í atvinnulífinu, dvöl sinni í Stykkishólmi og Vestmannaeyjum og síðast en ekki síst baróttunni fyrir að vera sjólfstæður apó- tekari. Eiginmaður hennar er Erlendur Jónsson próf- essor í heimspeki og eiga þau synina Jón Helga, stúdent við Hóskóla Islands og Guðberg Geir mennta- skólanema. Reykjavíkurbarn „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík," segir Hanna María þegar hún er spurð um upprunann. „Fjölskyldan bjó á Sólvallagötunni þegar ég fæddist og ég er því borgarbarn að uppruna. Við eignuðumst fljólt sumarbústað við Elliðavatn og sama dag og skólanum lauk á vorin fiuttist fjölskyldan upp í bústað og þar dvöldum við þangað til skólinn byrjaði á haustin. Við vorum fjögur systkinin og þama bjuggum við við mikið frelsi en einu sinni í viku varð mamma að fara í bæinn, sækja drykkjarvatn í brúsa og baða hópinn." Fyrstu sporin á námsbrautinni steig Hanna María í Melaskólanum en þegar fjölskyldan fiutti að Austurbrún fór hún í Langholtsskóla en landspróf tók hún í Vogaskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég var í fyrsta árgangnum sem hóf nám í MH og fylgdist með skólanum stækka ár frá ári. Það voru okkar forréttindi að vera alltaf elst og það vorum við sem bjuggum til hefðimar sem ennþá lifa,“ segir Hanna María. Menntaskólinn við Hamrahlíð var bylting í sögu íslenskra framhalds- skóla því þar var brotið upp fastskorðað bekkjarkerfi mennta- skólanna þriggja, í Reykjavík, á Akureyri og að Laugarvatni. „MH var róttækur skóli, það átti líka við í póli- líkinni og náði það bæði til kennara og nemenda. í þessum fyrsta árgangi vom menn eins og Diddi fiðla, sem reyndar kláraði ekki skólann. Eiríkur Tómasson lögfræðiprófessor, Sigurð- ur G. Tómasson Ijölmiðlamaður og Gestur Jónsson lögfræðingur. Skól- anum stjórnaði Guðmundur heitinn Arnlaugsson rektor með mikilli ljúfmennsku og þrautseigju, en meðal almennings er hann þekktastur fyrir skákina. Meðal kennara vom Ömólfur Thorlacius, Vigdís Finnbogadóttir síðar forseti sem kenndi frönsku og Teitur Benediktsson sem kom frá Laugarvatni. Hann kenndi okkur latínu og var mjög skemmtilegur kennari." Hanna María útskrifaðist úr mála- deild sem reyndist ekki nógu gott þegar kom að því að hún vildi hefja nám í lyfjafræði við Háskólann. „Ég ræddi við prófessorinn í lyljafræðinni sem sagði að það þýddi ekkert fyrir mig að hugsa um lyfjafræði með próf úr máladeild upp á vasann. Ég gafst ekki upp og tók mér eitt ár í að lesa þriggja ára pensum í náttúmfræði- deild, tók stærðfræði, eðlisfræði og önnur raunvísindafög. Þar naut ég góðrar aðstoðar Valdimars Valdi- marssonar, sem kenndi stærðfræði og tók mig í aukatíma. Þetta hafðist og ég er því bæði með stúdentspróf frá mála- og náttúmfræðideild MH," segir Hanna María sem er því bæði í fyrsta og öðmm árgangi sem útskrifuðust frá MH. Hafnarárin og danskan Eftir tvö ár í lyfjafræði í Háskólanum lá leiðin í Lyfjafræðiháskólann í Kaupmannahöfn þar sem Hanna María var næstu þrjú árin. En hún útskrifaðist sem lyfjafræðingur í janúar 1978. „Þarna var ég með Ólöfu (Ollu) Briem vinkonu minni sem er reyndar að vinna hjá mér núna," segir Hanna María. „Ég vann fyrir mér í Dan- mörku sem húshjálp með skólanum. Ég var líka í Danmörku eitt sumar að vinna og við vinkonumar ákváðum að vera ein jól í Danmörku. Við íslendingarnir héldum mikið hópinn og það gerðum við ekki síst um jólin. Jólin em öðmvísi hjá Dönum en okkur og eftir að þeir dönsku stúdentar sem bjuggu á stúdentagarðinum höfðu verið nokkra klukkutíma heima hjá sér komu þeir aftur og þá var haldin mikil veisla.“ Danskan hefur ekki alltaf þótt auðveld en þær vinkonurnar. Hanna María og Olla, voru ákveðnar í að læra hana fyrir alvöru. „Það er svo skrýtið að fólk var að koma heim úr námi í Danmörku en kunni ekkert f dönsku. Ég aftur á móti náði góðum tökum á málinu og kann ennþá nokkuð í dönsku,“ segir Hanna María og bregður sér yfir í lungumál fyrrum herraþjóðarinnar. „í Danmörku hét ég Hanne Marie upp á dönsku. Kona ein sem ég starfaði hjá sem húshjálp varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar hún komst að því að ég væri frá Islandi. Ég var þá búin að vera hjá henni dágóða stund, þrífa alla íbúðina, elda mat sem hún var búin að borða og fann ekkert að, en þegar við settumst niður og tókum að spjalla saman sagðist ég vera frá Islandi. Það kom henni í opna skjöldu því hún gat ekki annað heyrt en að ég væri innfædd. Henni fannst óskamm- feilni að láta senda sér stúlku frá Islandi og klagaði mig eins og ég hefði reynt að komast inn á hana á fölskum forsendum.“ Hönnu Maríu fannst dvölin hjá Dönum ánægjuleg, hún segir þá skemmtilega og með gott skopskyn. „Það er reyndar alltaf erfitt að koma í nýtt land og það tók mig þrjá mánuði að kynnast Danmörku og komast inn í tungumálið og hugsunarháttinn." segir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.