Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 20. nóvember Sykursætur dagur Laugardagur 22. nóvember Sykursýki er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Fjöldi sjúkl- inga er ört vaxandi í takt við breyttar lífsvenjur. Þetta gildir líka um Island og þ.m.t. Vestmannaeyjar. Hér eru um 100 manns með sykursýki. Fyrir utan einkenni af hinum háa blóðsykri sem slíkum, eru það hinir langvinnu fylgikvillar sjúkdómsins sem hrjá sjúklinga með sykursýki. Unnt er að koma í veg fyrir slíka vágesti með góðri meðferð, þ.e.a.s. góðri sykur- stjómun og meðhöndlun hliðarkvilla s.s. hás blóðþrýstings og hás kólest- eróls. Reglubundið eftirlit er mikil- vægt til að uppgötva vandamál tíman- lega, til að stýra meðferð og til að veita sjúklingum sem besta fræðslu. Um þessar mundir er ár liðið síðan stofnuð var göngudeild fyrir sykur- sjúka við Heilbrigðisstofnuninni. Milli 40 og 50 manns hafa sótt göngudeildina reglubundið. Ekki er enn búið að stofna hér félag sykursjúkra. I tilefni þessa alls hefur hópur fagfólks og sykursýkissjúklinga með sykursýki ákveðið að stofna til eftirfarandi dagsskrár á laugardaginn. Blóðsykurmælingar Millikl. lOtil 12 verður boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar við matvöruverslanir bæjarins. Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri munu mæla fólk í gríð og erg með mælum sem fyrirtækið Lýra lánar og það gefur einnig strimla til mælinganna. Þær eru ætlaðar þeim sem ekki eru með þekkta sykursýki. Best er að fólk mæti fastandi en allir geta látið mæla sig, sérstaklega er fólk sem á ættingja með sykursýki hvatt til að láta mæla sig. Fræðsludagskrá og stofnun Félags sykursjúkra í Vestmannaeyjum 14:00: Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir hj.fr. Blóðsykur - gildi mælinga. 14:20 Hjörtur Kristjánsson læknir, langvinnir fylgikvillar sykursýki. 14:40 Guðný Bjamadóttir fótaað- gerðafræðingur -Fótamein - spjall. 15:00 Samúel Sveinn Bjamason „sjúklingur" Gott líf með sykursýki. 15:20 Hlé - kafft og léttar veitingar 15:40 Stofnun félagsins. Allir eru að sjálfsögðu velkonmir! Fundur íslandsbanka - Hagnast þú á hagsveiflunni? Verðum að verja lífsafkomu íbúctnna -er niðurstaða bæjarstjóra -Fulltrúi bankans á fundinum varar við þrengingum í útflutningi Á þriðjudaginn boðaði íslandsbanki til fundar þar sem Ingólfur Bender, for- stöðumaður greiningar íslandsbanka, flutti erindi undir spumingunni, hagnast þú á hagsveiflunni? Ingólfur fjallaði þar um framtíðarhorfur í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja næstu árin. Ræddi hann um þróun launa, vaxta, gengi krónunnar, inn- lendrar eftirspumar og erlenda samkeppni. Einnig hélt bæjarstjórinn í yestmannaeyjum, Bergur Elías Ágústsson, erindi um sjávarútveg og mikilvægi hans fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Mikill hagvöxtur Ingólfur fór yfir helstu niðurstöður þjóðhagsspár íslandsbanka frá því í október. Kom fram í máli hans að miklar sveiflur séu framundan í íslensku efnahagslífi sem megi að mestu rekja til framkvæmdanna fyrir austan, við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Greining íslandsbanka spáir því að hagvöxtur í ár verði tæplega þrjú prósent og aukist á næstu ámm og nái hámarki 2005 þegar spáð er hagvexti umfram fimm prósent. Hagvöxtur er um þessar mundir knúinn áfram af væntingum um stóriðju og góðæri. Einkaneysla drífur hagvöxt áfram en neysla almennings byggir meðal annars á aukinni kaupgetu vegna hækkunar launa og verðgildis eigna, lántökum, lækkun vaxta og háu gengi krónunnar. Kom fram í máli Ingólfs að stóriðjuframkvæmdir muni ná hámarki á ámnum 2005 og 2006 og á sama tíma verði þensla á íslandi. Sagði hann ennfremur að margt bendi til þess að hagstjóm verði illa samsett á komandi hagvaxtarskeiði og að þunginn muni hvfia um of á herðum Seðlabankans en of lítið á herðum ríkis og sveitarfélaga. Líklegt er að þrengingar verði hjá útflutningsfyrirtækjum og þeim fyrir- tækjum sem keppa við innfiutning. Sagði Ingólfur að hagvaxtarskeiðið sem nú fer í hönd verði styttra en síðasta hagvaxtarskeið og hagvöxtur mun ekki rísa jafn hátt. Slaki á vinnumarkaði er mun minni en við upphaf síðasta hagvaxtarskeiðs, neyslu og fjárfestingarþörf er minni, raungengi krónunnar hærra og skuldir heimilanna meiri. Sagði Ingólfur að sveitarfélög ættu að fara sér hægt á næstu ámm í framkvæmdum. Frá þrældómi til velferðar til? Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri steig þá næstur í pontu og hét fyrirlestur hans, frá þrældómi til velferðar til ?. Bergur byrjaði á því að rifja upp söguna en árið 1850 vom hér 557 íbúar og fimmtíu ámm síðar var lítil aukning, aðeins 607 íbúar árið 1901. Bændasamfélagið var hér ríkj- andi að mestu á þeim tíma. Upp úr því byrjar tæknivæðing og eftirspurn eftir vinnuafli eykst við sjávarsíðuna. Vægi sjávarútvegs verður þá mikið og árið 1930 vom íbúar Vestmannaeyja orðnir 3393. Fyrir eldgosið vom íbúar Vest- mannaeyja 5303. í dag eru íbúar um 4400 sem er um eitt og hálft prósent íslendinga en sem betur fer, sagði Bergur, ráðum við tæplega tíu prósentum af heildarkvóta lands- manna. Sagði hann Eyjamenn hafa varið sína stöðu vel og aukið afla- heimildir á viðskiptalegum forsend- um. Bergur er mikill andstæðingur handaflsaðgerða stjómvalda í fisk- veiðum og hefur tekist á við þá sem GÓÐ mæting var á fundinum sem haldinn var í Akóges á þriðjudaginn. INGÓLFUR Bender og Bergur Elías í ræðustól. Klofningur um ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa: Meirihlutinn ákvað að ráða Ólöfu Aðalheiði -Tillaga minnihlutans um Erling Richardsson felld Sjö umsóknir bámst um stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og vom þær lagðar fyrir íþrótta- og æskulýðsráð á sunnudaginn. Þeir sem sóttu um vom: Egill Am- grímsson, verkefnastjóri í Vestmanna- eyjum, Erlingur Richardsson kennari og þjálfari í Vestmannaeyjum, Guð- rún Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi og forstöðumaður Hússins á Ákureyri, Jón Pétur Róbertsson framkvæmda- stjóri knattspymudeildar Keflavíkur, Héðinn Þorsteinsson iðnrekstrarfræð- ingur í Vestmannaeyjum, Ólafur Þór Snorrason með gráðu í iðnrekstrar- fræði og vélstjómarréttindi, og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir kennari og þjálfari, bæði frá Vestmannaeyjum. Andrés Sigurvinsson framkvæmda- stjóri lagði fyrir fundinn tillögur sínar. Sagði hann að allir væm umsækj- endumir hæfir einstaklingar, hver á sinn hátt en tveir þeirra skám sig úr hvað varðar uppeldis- og kennslu- fræðimenntun og reynslu af innra og ytra starfi íþróttahreyfingarinnar. Bæði eiga þau farsælan feril að baki sem kennarar, þjálfarar, fmmkvöðlar og leiðtogar. Þekkja innviði og stjóm- unamppbyggingu íþrótta- og æsku- lýðsfélaganna mjög vel og hafa verið virkir þáttakendur innan íþróttahreyf- ingarinnar. Einnig sagði hann þau bæði búsett í Vestmannaeyjum, fjölskyldufólk og störf þeirra öllum bæjarbúum kunn að góðu einu. Þama er hann að tala um þau Erling Birgi Richardsson kennara og þjálfara karlaliðs IBV í handknattleik og Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttur, kennara og þjálfara. Mælti hann með að íþrótta- og æskulýðsráð sameinist um annan hvom einstaklinginn, honum til efl- ingar og styrks til framtíðarheilla fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf í Vestmannaeyjum. Eftir mikla umræðu í ráðinu kom Elliði Vignisson (D) varaformaður með tillögu um að mæla með Erlingi Richardssyni í starfið. Var það fellt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Kom þá fram tillaga frá Sigríði Bjamadóttur (V) að mæla með Olöfu Aðalheiði Elíasdóttur í starfið og var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn engu. Tveir sátu hjá. I bæjarráði á mánudag kom svo fundargerð íþrótta og æskulýðsráðs til umfjöllunar og þar bókaði Amar Sigurmundsson (D) að hann tæki undir tillögu Elliða Vignissonar um að mæla með Erlingi Richardssyni í starfið. Fundargerðin var samþykkt. barist hafa fyrir línuívilnun. Hér em samkeppnishæf fyrirtæki í sjávarút- vegi og hæft starfsfólk til að takast á við verkefni framtíðarinnar sagði Bergur og bætti við að mikilvægt sé lyrir Vestmannaeyjar að sjávarútvegur þróist á markaðslegum forsendum. „I dag em 128 á atvinnuleysisskrá í Eyjum, af þeim em 65% konur og 35% karlar en að meðaltali síðuslu tvö ár hata verið á milli 90 og 100 manns. Þessa breyting er að mestu vegna þess að Kútmagakot hætti rekstri. En sem betur fer sjáum við fram á það að Vinnslustöðin muni auka umsvif sín og þar með fjölda starfsmanna. Það er mikilvægt að það komi fram að í Eyjum hefur ástandið ekki verið verra en annars staðar. Engu að síður er staðan áhyggjuefni og betur má ef duga skal.“ Bergur segir áhyggjuefni hvernig stjórnvöld hafa tekið á væntanlegum hagvexti vegna virkjanaframkvæmda fyrir austan. „Það má segja að um leið og ákvörðun var tekin um virkjunina þá vissu menn að mikið fjármagn myndi streyma inn. Það var vitað þá að útllutningsgreinar eins og sjávarút- vegur gætu lent í kreppu vegna þessa. Þetta vissu menn en ekkert hefur verið að gert hjá stjómvöldum til að bregðast við þessu og undirbúa þau byggðarlög sem munu líða fyrir þessa ákvörðun. Það er eins og menn séu að uPPgötva þetta núna,“ sagði Bergur og bætti við að Vestmannaeyjar væru í erftðri stöðu vegna þessa. „Bæði flytjum við mikið út héðan °g e>ns er vinnuaflið hér ekki eins færanlegt og annars staðar af þeirri einföldu ástæðu að við búum á eyju. Þegar krónan styrkist í kjölfar mikilla framkvæmda þá veikir það stöðu þeirra sem standa í útflutningi. Það hefur svo bein áhrif á aðra þætti í samfélagi okkar. Hvemig munu menn bregðast við? Auðvitað með því að hagræða í rekstri, hvemig má annað vera? Svo er ætlast til þess á sama tíma að sveitarfélögin dragi úr fram- kvæmdum," sagði Bergur og bætti því við að menn væm komnir í klemmu. „Við höfum tekið pólitíska á- kvörðun um byggingu nýs leikskóla," sagði Bergur og taldi það einmitt dæmi um framkvæmd sem ríkisvaldið vill að verði frestað á meðan á fram- kvæmdum stendur fyrir austan. „Okkur ber skylda sem sveitarfélagi að verja störf og lífsafkomu íbúanna. Byggðarlögum í þessari stöðu mun blæða ef ríkisvaldið fer sínu fram og Vestmannaeyjar verða þar engin undantekning.“ Bergur sagði einnig að það væri mikill ábyrgðarhluti af ríkisstjóm að taka ákvörðun sem getur farið illa með ákveðin svæði á landinu eins og nú er gert. „Spumingin er hvemig stjórn- völd koma til móts við okkur.“ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursvejnn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is Tuictin11m Tnn 9 ,'mmtuda9f■Blaðlð er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, S'num; ToPPnum, Kranm Voruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, I Vlf' h6r?-?n J-1;11 ’ Ský|inu ' Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði |Í9rf'ðslu Helrolfs i Þorlakshófn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. !! aði' ar að ,Samtokum bæjar- °g héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljoðritun, notkun Ijosmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.