Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 13 Bridge: Þriggja kvölda tvímenn- ingur hefst næsta þriðjudag Áhugamenn um bridge boðuðu til spilamennsku á þriðjudagskvöld og var spilaður léttur tvímenningur með þátttöku sex para. Þar á meðal mættu íjórir ungir menn sem stunda nám í bridge í Framhaldskólanum og stóðu sig mjög vel, miðað við að hér eru nýliðar á ferð sem vom að etja kappi við þrautreynda spilara. Þessi dræma þátttaka olli von-brigðum, miðað við að margir höfðu lýst yfir áhuga sínum fyrir því að byrja að spila keppnisbridge á ný. Efstu sætin hlutu þessi: 1. Jón og Óli Týr 50p 2. Haraldur og Júlíus 49p 3. Magnea og Guðbjöm 45p Ákveðið hefur verið að stefna að þriggja kvölda tvímenningskeppni sem hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30 og verður spilað í sal Framhaldsskólans. Þátttöku-gjald í þessa keppni verður 500 kr. fyrir hvem spilara. Rétt er að hvetja þá sem hafa hug á að halda uppi bridgelífi í Eyjum til að mæta í þessa keppni þar sem áframhald spilamennsku mun ráðast af þátttöku íhenni. Jólagjafahandbók Árelg Jólagjafahandbók Frétta kemur út þann 11. desember og vcrður að vanda fjölbreytt að efni. Það mun jafnt verða efni sem gagnast við jóla- undirbúninginn og efni sem tengist jólunum í fortíð og nútíð. Fljótlega verður hal'l samband við auglýsendur og áhugasamir geta haft samband í síma 481-1300. Auglýsingaverð verður að vanda stilltíhóf. Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs: Verðum að gera gott betra Eins og Eyjamönnum er kunnugt hafa bæjarbúar og ytirvöld haft áhyggjur af þróun skóla-, iþrótta- og félagsmála næstliðin ár og eitt af fyrstu yfirlýstu meginmarkmiðum núverandi meiri- hluta var að ráðist skyldi í könnun og almenna úttekt á þessum málaflokk- um í heild sinni og reynt að átta sig á hvar skórinn kreppir að og í framhaldi að marka skýra stefnu til framtíðar. Frá upphafi hefur það verið alveg ljóst að þessi mál verða unnin í náinni samvinnu og sátt við foreldra, heimili, og skólastofnanir og hinn almenna bæjarbúa. Undirbúningur þegar hafinn Á vegum fræðslu og menningarsviðs er hafinn undirbúningur að vinnu áætlunargerðar um gagngera endur- skoðun á skólastarfinu í Vestmanna- eyjum. Samtímis verða íþrótta- æskulýðs- og menningarmál sett í sambærilega endurskoðun. Markmið- ið er að samþætta og fá sem besl flæði á milli þessara málaflokka og þeirra stofnana sem undir |rá heyra. Vinnuhópur hefur tekið til starfa og nú hafa bæst í hann Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stöðvarstjóri og fv. formaður skólamálaráðs og formaður Kennarafélagsins, Svava Bogadóttir. Hópurinn mun og njóta stuðnings og ráðleggingar starfsfólks félags- og tjölskyldusviðsins. Tilgangurinn er að skiptast á skoð- unum um verklag, safna saman hug- myndum og upplýsingum og koma rneð tillögur að aðferðafræði til stýrihóps sem fyrir margt löngu var valinn til að koma að þessum málum. Að höfðu samráði við skólastjórn- endur leik- og grunnskólanna var ákveðið að koma á fót smærri hópum með fulltrúum frá skólum, foreldrum og nemendum eldri stiganna og öðmm. í framhaldi af því verða deild- arstjórar yngsta-, mið- og efsta stigs boðaðir á fund. Einnig verður settur saman sérstakur hópur, sem kemur að málefnum þeirra er þarfnast sérkennslu eða annarra úrræða sem hefðbundið starf skólanna býður upp á. Sömuleiðis að hjálpa foreldrum til að nálgast þau úrræði sem þeim standa til boða og þjálfa í að nýta sér þau. Inn í þann hóp koma sérkennarar, aðilar frá Búhamri, for- eldrar, og aðilar frá félags- og fjöl- skyldudeild. Þá verður sérstakur hópur stjómenda leik-, gmnn-, tónlistar- og framhalds- skóla sem og annarra menntastofnana sem eru starfandi í Vestmannaeyjum og þar kæmi inn framhalds- skólakennari og formaður stjórnar Hússins. Grunnskólunum skipt í tvö aldursstig Vinnuhópurinn hefur þegar hist nokkrum sinnum og hefur komið sér saman um að byrja á að skoða þær hugmyndir sem legið hafa í loftinu um alllangt skeið og leitast við að svara eftirfarandi í samvinnu við fyrmefnda aðila; HVORT ÆSKILEGT SÉ AÐ SKIPTA GRUNNSKÓLUNUM UPP í TVÖ ALDURSSTIG, ÞANNIG AÐ í ÖÐRUM ÞEIRRA VERÐI YNGRA STIGIÐ OG í HINUM ELDRA STIGIÐ. í fyrstu atrennu hefur hópurinn ákveðið að einskorða sig við þrjá aðalþætti; - FAGLEGA ÞÁTTINN - FÉLAGSLEGA ÞÁTTINN - FJÁRHAGSLEGA ÞÁTTIN N og spyrja innan hvers þáttar: HVER ER KOSTURINN / STYRKLEIKI EFAFYRÐI? HVER ER GALLINN / VEIKLEIKINN EF AF YRÐI ? Það er því nokkuð Ijóst að slík endur- skoðun sem fram- undan er kallar ó samstarf allra og bæjarfélagsins í heild. Sérhagsmunir verða að víkja fyrir heildinni. Opin, heiðarleg og málefnaleg vinnu- brögð verða að vera í fyrirrúmi. HVER ERU TÆKIFÆRIN / SÓKNARFÆRIN EFAFYRÐI? Samtímis verður sjónum beint, með íþrótta- og æskulýðsmálin jafnframt í huga, að mikilvægi heilsdagsskóla fyrir börn frá 6 til 9 ára, þ.e. að börn eigi möguleika á að vera við íþrótta - og frístundaiðkanir eftir að hefð- bundnum skóladegi lýkur (14.00 -17.00), í sama máta hvort ekki sé tímabært að koma á laggirnar frístundaskóla fyrir börn og unglinga frá 10- 16 ára ( 15.00- 19.00). Enn fremur, hvemig viljum við þjónusta þau böm sem hafa sérþarfír, s.s. seinfær, bráðger, fötluð. Hvernig viljum við svo standa að einstaklingsmiðuðu námi í framtíð- inni? Eiga böm að vinna heimanám um helgar eða eiga frí frá vinnu sinni, hvemig getum við ellt samstarf foreldra, skóla og íþrótta- og æsku- lýðsmála og hvernig unnið markvisst að því að gera alla meðvitaða og sam- ábyrga? Markmið með slíkri endurskoðun hlýtur fyrst og fremst að vera að gera gott belra. Kallar á samstarf allra Við getum sjálfsagt öll verið sammála um að við þurfum að velta fyrir okkur, leitast við að svara með opnum huga, reyna af fullri einlægni og heiðarleika að fara ofan í saumana á stöðu þessara mála í dag og hvemig við viljum sjá þau í náinni framtíð. Það er því nokkuð ljóst að slík endur- skoðun sem framundan er kallar á samstarf allra og bæjarl'élagsins í heild. Sérhagsmunir verða að víkja fyrir heildinni. Opin, heiðarleg og málefnaleg vinnubrögð verða að vera í fyrirrúmi. Við verðum ávallt og það vil ég undirstrika, að lála fagleg- og félagsleg siónarmið halá forgang. en um leið að gera okkur grein fyrir að það er ekki svo lítið fjármagn sem fer í þessa málaflokka og það er ekki bara sljórnvalda að ákvarða hvernig þess- um fjármunum er varið heldur allra bæjarbúa, þetta eru skattpeningarnir okkar. Finnum styrkleika okkar og veikleika Það er mikilvægt og það verður að nást breið samstaða um hvemig bæjar- búum sýnist skynsamlegast að ráð- stafa þessum Ijármunum sem eru til skiptanna, hvemig og hvar við viljum forgangsraða og hvaða stefnu í skólamálum við viljum marka og sjá í framkvæmd á komandi árum. Þessi mál eiga og verða að vera hafín yfír dægurþras og hnútukast. Við skulum og hafa það í huga að oft er það fyrsta sem fólk spyr um, hyggi það á búferlallutninga, livaða gæða- stimpil leik- grunn- og framhalds- skólar sveitarfélagsins hafa, hvernig skólaumhverfið sé og hverjir séu möguleikar til íþrótta- og frístunda- iðkana. Ákvörðun um aðseturskipti vega þungt með tilliti til framansagðs, þótt atvinnutækifæri og almenn þjónusta skipti að sjálfsögðu mjög miklu máli. Þar skiptir og máli að hugsa til framtíðar þannig að þeir sem hleypa heimdraganum og halda til náms geti nýtt sér það er heim er komið. Forðumst á þessum tímapunkti að fara út í samanburð við önnur sveitar- félög og nágrannabyggðir. Einblínum á veruleika dagsins í dag, drögum fram styrkleika okkar sem og veikleika, finnum út sóknarfærin sem ónýtt eru þarna sem annars staðar og höfum skólasögu okkar Eyjamanna að leiðarljósi. Andrés Sigurvinsson Höjundur erframkvœmdastjóri frœðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabœjar Páll Eyjólfsson skrifar f.h. Bubba Morthens: Blaðamaður Frétta fór með rangt mál Mig langar aðeins að stinga niður penna vegna greinar sem birtist í Fréttum í síðustu viku, undir yfirskriftinni, Og aldrei kemur Bubbi. I þeirri grein fer blaðamaður hreinlega með rangt mál, og sé ég mig Ég veit að Bubba þótti afar leitt að komast ekki en því miður veikjast tónlistarmenn líkt og aðrir. knúinn til að leiðrétta það. I fyrsta Iagi kom Bubbi ásamt Heru og hélt tón- leika í Höllinni. Þeir tónleikar tókust með ágætum og voru vel sóttir. Ástæðan fyrir því að nú þurfti að fresta tónleikunum er sú að Bubbi veiktist og hafði enga möguleika til að halda þessa tónleika. Lesendum Frétta skal til glöggvunar bent á að Bubbi frestaði einnig fyrir- huguðum tónleikum á Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal. Það hrekur þá leiðinlegu rangfærslu að Vest- mannaeyjar séu einhver sérstök undantekning í þessu máli. Að lokum vil ég einnig benda á að tónleikahaldari þ.e.a.s. Höllin hringdi og bað um að auglýsing vegna tónleikanna yrði tekin út, þar sem Bubbi væri veikur. Ég veit að Bubba þótti afar leitt að komast ekki en því miður veikjast tónlistarmenn líkt og aðrir. Hlýt ég að fara fram á að menn vandi vinnubrögð sín og leitist við að hafa það að leiðarljósi sem sannara reynist. á því byggist trúverðugleiki Ijölmiðla Með vinsemd og virðingu f.li Bubba Morthens Páll Eyjólfsson umboðsmaður Spurt er: Hvenær á að setja upp jóla- skrautið? Sigmar Gíslaon Sem fyrst í skammdeginu. Guðfinnur Þór Pálsson Strax. Það er farið að dimma og alveg lilvalið að lýsa upp skammdegið. Magnús Steindórsson I. desember í heimahúsum. Kringum 20. nóvemher í versl- unum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.