Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 20
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 / Fax 481-1293 Á saumaklúbbamóti, Guðbjörg, Aníta og Kolbrún Eva. Bls. 16 og 17. Játning liggur fyrir í hrútamálinu: Grunur um rangan framburð -Viðurlög allt að fjögurra ára fangelsi Játning liggur fyrir vegna flutnings á tveimur hrútum til Eyja ofan af landi fyrir skömmu. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður sagði aðspurður að næsta skref væri að ljúka rannsókn málsins og síðan væri tekin ákvörðun um ákæru, eins og í flestum öðrum sakamálum. Viðurlög við brot af þessu tagi geta verið frá sektum og upp í tveggja ára fangelsi. Eins eru yfirvöld að kanna þátt annarra í málinu og hvort brotið hafi verið gegn fimmtánda kafla hegningarlaganna sem fjallar um rangan framburð. Þar eru refsingar allt frá sektum upp í fjögurra ára fangelsi eftir alvarleika brotsins. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur hrútunum verið lógað á tilraunastöðinni að Keldum og við krufningu komu fram vísbendingar um garnaveiki í öðrum hrútnum en á þeim hrút fundust engin merki um bólusetn- ingu við veikinni, en samkvæmt lögum ber að bólusetja búfénað gegn garnaveiki. Endanlegar niðurstöður úr rannsóknunum er að vænta á næstu dögum. Fjárhús- kofinn sem hrútarnir voru geymdir í á meðan á rannsókn málsins stóð er enn innsiglaður að beiðni yfir- dýralæknis. LSHTERHK VEITINGAHUS BÁRUSTÍG 11 SÍMI 481 3393 IGóður matur. Góð þjónusta. Kostar minna en þó heldur. Sendibílaakstur - innanbæjar Vilhjálmur Bergsteinsson «r 481-2943 * 897-1178 SSMÐÍFeHðABÍLL Gátum ekki látið fískinn úldna -segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem er að hefja vinnslu á bolfiski eftir fjögurra ára hlé í kjölfar gjaldþrots Kútmagakots Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar hafa nú ákveðið að hefja aftur frystingu bolfisks eftir fjögurra ára hlé. Astæðan er nýlegt gjaldþrot Kútmagakots sem hafði unnið bolfisk í verktakavinnu fyrir Vinnslustöðina. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri sagði að þeir hafi orðið að taka ákvörðunina um framhaldið. „Við gátum ekki látið ftskinn úldna og því var þessi ákvörðun tekin enda er tilkostn- aðurinn ekki mikill hjá okkur. Við eigum flest tækin og þurfum ein- ungis að gera smávægilegar breyt- ingar innanhúss til þess að geta byrjað vinnslu.'1 Binni sagði einnig að þeir hafi skoðað möguleikann á að kaupa þrotabú Kútmagakots en ákvörðun að lokum tekin að flytja vinnsluna á þessum 1500 tonnum í Vinnslu- stöðina. Hún þarf að bæta einhverju starfsfólki við en þó er Ijóst að þeir ráða ekki alla þá þrjátíu sem misstu vinnuna við gjaldþrot Kútmaga- kots. I dag vinna 205 hjá Vinnslu- stöðinni. Húsið opnað um leið og leyfi liggur fyrir Hrund Scheving, forstöðu- maður Hússins, segir að stefnt sé að því að Húsið verði opnað í lok vikunnar. „Leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands liggur enn ekki fyrir og það er verið að tryggja brunavarnir. Sýslumaður gefur út endanlegt leyfi og við opnum um leið og þessir pappírar eru klárir. Það er allt að verða tilbúið hjá okkur og við getum tekið á móti fólki,“ segir Hrund. Mikið verk hefur verið unnið á undanförnum vikum en enn vantar ýmislegt. „Til dæmis hringborð og stóla, eldhúsvask og blöndunartæki, billjardborð, borðtennisborð, spil og fleira sem gæti komið að góðum notum og þætti okkur vænt um ef einhver á eitthvað slíkt að láta okkur vita í síma 895-2204 eða koma og tala við okkur niðri í Húsi eftir 16.00 á daginn.“ Wasa hrökkbrauð Elvital shampo Nivevisage young Hersheys Pot of Gold Kjörís Mjúkís 2,0 Itr Kjörís Mjúkís 1,0 Itr Hersheys íssósur (5 teg) 325,- Kynning fimmtudag og föstudag Verð Nú Áður 128,- 169,- 375,- 472,- 418,- 549,- 979,- 1389,- 599,- 828,- 379,- 498,- SS Svínakjöts útsala 40 % Afslúttur! Kótelettur m/beini ófrosnar Gúllas ófrosið Snitsel ófrosið Svínahakk ófrosið Boyonnieskinko Grísa helgarsteikur 549,- 916,-kr/kg 609,- 1019,-kr/kg 629,- 1053,- kr/kg 269,- 448,- kr/kg 538,- 897,- kr/kg 659,- 1099,-kr/kg VIKUTILBOÐ 20. - 26. nóv.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.