Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 19 | Handbolti karla og kvenna: ÍBV 25 - Haukar 33 / ÍBV 28 - Valur 25 Glæsileg handbohoveisla I síðustu viku fóru fram mikil veisluhöld í íþróttahöllinni í Vest- mannaeyjum en þá var tveimur handboltaleikjum slegið saman í eina handboltaveislu. Handknattleiksráð karla- og kvenna ákváðu að prófa þessa leið og ekki stóð á Eyjamönnum en þegar mest var voru um 600 manns í íþróttahöllinni. Á milli leikja og í hálfleik var velunnurum liðanna boðið upp á léttar veilingar þannig að segja má að boðið hali verið í mat og skemmtun. Leikirnir voru svo ágætis skemmtun, kvennaliðið tók topplið deildarinnar í kennslustund en karla- liðið tapaði fyrir íslandsmeisturum Hauka. Yfirburðir gegn Valsstúlkum Byrjað var á kvennaleiknum og var búist við hörkuleik enda voru topplið Remaxdeildarinnar að mætast. Akk- ilesarhæll IBV-liðsins það sem af er vetrar hefur án efa verið slök byrjun í leikjum liðsins en gegn Val var allt annað uppi á teningnum. Eyjastúlkur komust í 7-1 en þá tóku Valsstúlkur leikhlé. En Eyjastúlkur voru í miklum ham og náðu mest sjö marka forystu en staðan í hállleik var 16-11. ÍBV hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks en um miðjan háífleikinn dró saman með liðunum og þegar tæpar tíu mínútur voru eftir minnkuðu gestimir muninn niður í tvö mörk, 24-22. En Eyjastúlkur skoruðu næstu fjögur mörk oe sigmðu að lokum 28-25. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 7/2, Sylvia Strass 5, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Anja Nielsen 1, Birgit Engl 1. Varin skot: Julia Gantimorova 18. Náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun Þá var komið að karlaliðinu sem tók á móti íslandsmeisturum Hauka sem hafa án efa best mannaða liðið í Remaxdeildinni. Þrátt fyrir það vom það leikmenn ÍBV sem vom mun betri fyrstu tíu mínútumar og komst ÍBV fjórum mörkum yfir 9-4. Þá virtist allt hrökkva í baklás og næstu níu mörk komu frá Islandsmeisturunum sem vom þar með komnir ijórum mörkum yfir, 9-13. Á þessum leikkafla gerðu Eyja- menn mistök. I stað þess að spila eins og í upphafi leiks og keyra á sömu mönnum og í byrjun var skipt inn á tveimur leikmönnum sem komust aldrei í takt við leikinn. Staðan í hálfleik var 10-14. I síðari hálfleik léku gestimirá alls oddi, léku sterkan vamarleik og fengu fyrir vikið töluvert af hraðaupphlaup- um sem þeir nýttu vel. Eyjamenn gátu í raun ekkert gert annað en að læra af meistumnum og lokatölur urðu 25-33. Mörk ÍBV: Zoltán Bragi Belányi 6/1. Sigurður Bragason 6, Kári Kristj- ánsson 4, Robert Bognar 3, Josep Bösze 3, Michael Lauritsen 2, Björgvin Rúnarsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 15, Eyjólfur Hannesson I. Jón Skaflfi- | Handbolti kvenna: Tveir sigrar um helgina kfVII (lltlll III .•1 wrn r r r _ • Leikmannamál knattspymuliðs ÍBV hafa verið að skýrast á undanfömum dögum og í síðustu viku skrifaði Sigur- vin Ólafsson undir þriggja ára samning við KR en þar hefur hann verið undanfarin ár. ÍBV var í viðræðum við Sigur- vin en hann ákvað að halda sig í Vesturbænum næstu þrjú ár að minnsta kosti. Nýr leikmaður bættist hins vegar við leikmannahópinn því á mánu- daginn var það staðfest að Jón Skaftason, ungur knattspyrnu- maður úr KR, hefði skrifað undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Jón lék reyndar með Víkingi í I. deildinni síðastliðið sumar og þótti standa sig vel. Á vef knattspymu- deildar IBV er greint frá því að Jón Skaftason, fyrrverandi leikmaður KR, hafi skrifað undir þriggja ára samning við IBV. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV sagðist vera mjög ánægður með að fá Jón til liðs við ÍBV. „Ég þekki auðvitað vel til Jóns enda þjálfaði ég hann í yngri flokkum KR á sínum tíma. Auk þess spilaði hann með U-17 ára landsliðinu undir minni stjóm og svo var hann með U-21 árs liðinu í síðustu tveimur leikjum. Jón er góð viðbót við þann leikmannahóp sem við höfum, við þurfum að styrkja hópinn með tveimur til þremur leikmönnum og emm sem stendur í viðræðum við nokkra. Þær viðræður em reyndar ekki komnar langt á veg, við ákváðum að klára þetta mál og svo vorum við í viðræðum við Venna eins og allir vita. Við emm að leita að innlendum leikmanni og klámm þann markað áður en leitað verður erlendis," sagði Magnús. Eyjastúlkur léku tvo síðustu leiki sína á þessu ári um helgina en þá fór liðið í góða ferð á höfuðborgarsvæðið. Fyrst var leikið gegn Fylki/ÍR á föstu- deginum og svo gegn FH á sunnu- deginum og komu stelpurnar heim með ijögur stig í farteskinu. Leikurinn gegn Fylki/ÍR átti að vera formsatriði enda IBV með mun sterkari mannskap en gestgjafamir. Sem oft fyrr mættu Eyjastúlkur með hangandi haus í iyrri hálfleik sem varð til þess að hann var jafnari en hefði þurft að vera. IBV var samt sem áður með undirtökin og staðan í hálfleik var 13-16. IBV byijaði svo síðari hálfleikinn af iniklum krafti og lagði þar gmnninn að sigri sínum. Niðurstaðan varð átta marka sigur Eyjastúlkna, 26-34 og var liðið þar með komið í efsta sæti Remaxdeildarinnar. Mörk ÍBV: Anna Yakova 9, Nína K. Bjömsdóttir 7, Guðbjörg Guðmanns- dóttir 4, Alla Gokorian 4, Birgit Engl 4, Sylvia Strass 3, Elísa Sigurðardóttir I, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1 og Sæunn Magnúsdóttir 1. Góður sigur á FH Á sunnudag var svo leikið gegn FH og var búist við töluvert erfiðari leik hjá IBV enda er FH með ágætlega mannað lið. Með sigri gátu Eyja- stúlkur náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og lærimeyjar Aðal- steins Eyjólfssonar létu það tækifæri ekki renna úr greipum sér og sigruðu 27-31. Lið ÍBV byrjaði mjög vel í leiknum og náði strax þriggja marka forystu. IBV lét forystuna ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, munaði yfirleitt þremur til sex mörkum og staðan í hálfleik var 14-17. Það sama var svo uppi á teningnum í síðari hálfleik, leikmenn ÍBV létu forystuna ekki af hendi en Hafn- firðingar vom aldrei langt undan. Lokatölur urðu eins og áður segir 27- 31 en eins og tölumar bera með sér var vamarleikur og markvarsla IBV ekki góð í leiknum. Lið FH er í raun byggt upp í kringum Þórdísi Brynjólfsdóttur sem Eyjastúlkur réðu illa við enda skoraði hún 14 mörk í leiknum eða 52% af mörkum liðsins. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 7, Sylvia Strass 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Birgit Engl 3 og AnjaNielsen 2. | Handbolti Karla: Stjarnan 29 - ÍBV 27 Draumur um efri deild úr sögunni Vonir karlaliðs IBV um að komast í efri deild Islandsmótsins að lokinni riðlakeppni urðu nánast að engu á sunnudaginn þegar liðið tapaði naumlega gegn Stjömunni. Eyjamenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda enda fólust möguleikar þeirra í því að vinna sem flesta af sínum leikjum á meðan Stjaman, HK og FH nryndu tapa sem flestum stigum. Nú er staðan hins vegar þannig að þegar þetta er skrifað munar sjö stigum á ÍBV og FH, sem sitja í fjórða sæti en aðeins átta stig eru í pottinum. Um leikinn er fátt að segja, jafnræði var með liðunum fyrstu mínútumar en smám saman náðu heimamenn undir- tökunum. Eyjamenn vom samt sem áður aldrei langt undan og í hálfleik var staðan 13-10 fyrir Stjömuna. Strax í upphafi síðari hálfleiks jöfnuðu Eyjamenn 14-14 en aftur náðu heimamenn undirtökunum þegar leið á hálfleikinn. Stjaman náði mest fjögurra marka forystu undir lokin en Eyjamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir leikslok en töpuðu með tveimur mörkum. Lokatölur vom 29 - 27. Mörk ÍBV: Zoltán Bragi Belányi 8/3, Robert Bognar 4, Sigurður Bragason 4, Kári Kristjánsson 3, Josep Bösze 3, Sigurður Ari Stefánsson 3, Björgvin Rúnarsson 2. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 13. SIGURÐUR Bragason, fyrirliði, skoraði fjögur mörk í leiknum. Tveir tap- leikir hjá þriðja flokki Þriðji flokkur karla ÍBV lék um helgina norðan heiða, bæði gegn Þór og KA. Fyrst var leikið gegn Þór og eftir slænra byijun í leiknum náðu Eyjamenn að rétta sinn hlut þegar leið á leikinn. Lokatölur urðu hins vegar 29-26, þriggja marka tap ÍBV. Á sunnudaginn léku strákamir svo gegn KA og var sá leikur mun jafnari en gegn Þór. Eftir æsispenn- andi leik var staðan jöfn þegar leiktíminn var liðinn en KA-menn áttu aðeins eftir eitt aukakast. Þeir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og skoruðu sigurmarkið úr auka- kastinu og lokatölur urðu 27-26. Stelpumar í2. sæti Fjórði flokkur kvenna lék í fjöl- liðamóti um helgina en þá fór lram önnur umferð Islandsmótsins. IBV leikur í 2. deild og var í riðli með Haukum, Val og Stjömunni. Eyjastelpur unnu tvo leiki en töpuðu gegn Haukum og enduðu því í öðm sæti riðilsins. Urslit Íeikjanna urðu þessi: ÍBV-Haukar 11-17, ÍBV-Valur 22-16 og ÍBV- Stjaman 18-17. Guðbjörg með A-landsliðinu -Ekki not fyrir Ollu Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur verið valin í sextán manna leik- mannahóp íslenska kvennalands- liðsins í handknattleik. í gær hélt landsliðið til Ítalíu þar sem það tekur þátt í forkeppni Evrópumótsins en í forkeppninni er leikið í riðlum. Með íslandi í riðli eru Makedónía, Portúgal og Ítalía en þrjú lið fara áfram úr riðlinum. Nokkra athygli vekur að Alla Gokorian er ekki í landsliðs- hópnum en Alla hefur verið íslenskur ríkisborgari í rúmlega eitt ár og er því gjaldgeng. Framundan Laugardagur 22. nóvember Kl. 18.00FH-ÍBV3. If.karla. Sunnudagur 23. nóvember Kl. 13.301R2-ÍBV 3. fl. karla. Kl. 16.00 HK-ÍBV Remaxdeild karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.